Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FYRIRTÆKI í PRENTUN OG ÚTGÁFU Markaðshlutdeild 1993 skv. skýrslu Samkeppnisráðs Prentun Blaðaútgáfa E g co có có s co I Prentsmiðjan Oddi hf. G. Ben 7% prentsm. hf. 6% Steindórsp. Gutenb. h(. Önnur fyrirtæki Arvakur hf. Frjáls Fjölmiðlun hf. ^4% Dagur hf. Önnur fyrirtæki Bókaútgáfa co s Mál og menning Vaka - Helgafell hf. Iðunn hf. Almenna bókafélagið hf. 8%Örn og Örlygur hf. 3% Forlagið hf. Önnur lyrirtæki Tímaritaútgáfa 28 % Samútgáfan Onnur fyrirtæki 1.3* '5-Sí cr .CO.CO =3 Q3 CJ) CO c:.S2 c co c Q. ® 1= LO ____ l'|-Í í «> m í skýrslu Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í atvinnu- lífinu er að finna ýmsar upplýsingar um markaðshlutdeild fyrirtækja í prentun og útgáfustarfsemi. Þar kemur m.a. fram að árið 1993 voru 118 fyrirtæki í prentiðnaði. Prentsmiðjan Oddi ber höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki með um 38% af markaðnum á því ári. Á árinu 1994 yfirtók Oddi fyrirtækið G. Ben.- Eddu en skömmu áður höfðu prent- smiðjurnar G. Ben og Edda sameinast. Fyrirtæki í þessari grein eiga í samkeppni við innflutning sem nam rúmum 400 milljónum árið 1993. Tvö fýrirtæki ráða stærstum hluta markaðar í blaðaútgáfu, Árvakur hf. og Frjáls fjölmiðlun hf. og hvort um sig veltir yfir einum milljarði á ári. Samkvæmt könnun Samkeppnisráðs gefa sex fyrirtæki reglulega út bækur, en auk þeirra er fjöldi smærri fyrirtækja. Mál og menning og Vaka-Helgafell ráða um helmingi þessa markaðar. í tímaritaútgáfu er réði Fróði röskum helmingi markaðsins árið 1993 og jók enn á sín yfirráð árið 1994 með kaupum á Samútgáfunni. Greiðslumiðlun Hagnaður Kreditkorts hf. 45 milljónir í fyrra HAGNAÐUR Kreditkorts hf„ út- gefanda Eurocard greiðslukorta, nam alls um 45,2 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 35,4 milljónir árið áður. Eiginfjárhlutfail í árslok var 28,3% og hækkaði eig- ið fé úr 425 milljónum í 473 milljón- ir. Heildarvelta Kreditkorts jókst um tæplega 3% á árinu en korthöf- um fjölgaði um tæp 2%. Voru þeir í árslok um 33.500 talsins. Fjölgun ferðamanna til landsins á þátt í aukinni kortaveltu og jókst þeirra þáttur um 16% milli ára. Þetta kom fram í ræðu Tryggva Pálssonar, stjómarformanns Kreditkorts hf„ á aðalfundi fyrirtækisins í gær. í máli Tryggva kom ennfremur fram að búið er að gefa út rúmlega 116 þúsund debetkort og eykst notkunin dag frá degi. „Þó vantar enn á að notkunarmöguleikar kort- anna verði eins og æskilegt er, en opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu ríkisins hafa farið sér hægt í að taka upp debetkortaþjónustu hjá sér. Mun það verða helsta verkefni okkar á næstu misserum að auka notkunarmöguleika kortanna og auka þar með enn frekar sjálfvirkni í greiðslumiðlun í landinu." Kreditkort settu sér það mark- mið að ná hærri markaðshlutdeild í debetkortunum en þau 25% sem félagið hefur í kreditkortunum. Árangurinn varð sá að búið var að gefa út um 36 þúsund kort í lok liðins árs og er markaðshlutdeildin 31%. Endurmeta þarf gjaldtöku vegna kreditkorta Tryggvi greindi frá því alltaf hefði legið fyrir að endurskoða þyrfti stöðu kreditkortanna með til- komu debetkortanna. „M.a. þarf að endurmeta gjaldtöku af seljendum og korthöfum og er því starfi ekki lokið. Það sem skiptir þó meira máli er að breyta kreditkortunum í raunveruleg lánskort samtímis því að hættu á útlánatöpum sé haldið innan eðlilegra marka." Kreditkort hefur átt í samstarfi við MasterCard og TeleCard um kortasímann MasterPhone. Það felst í því að taka á móti færslum frá TeleCard og koma þeim í réttu formi inn í heimsnet MasterCard en tölvur félagsins eru beintengdar við kerfið. Einnig er séð um upp- gjör til TeleCard fyrir símtöl. Tryggvi sagði að reiknað hefði ver- ið með því að þessi þjónusta færi hægt af stað en hagnaðurinn yrði öruggur og hefði það komið fram. Þess væri að vænta að mikil aukn- ing yrði á þessu ári með því að fleiri svæði bættust við. Korthöfum hefur frá því í desem- ber gefist kostur á að dreifa mánað- arreikningi sínum í allt að 6 mán- uði í senn í stað þriggja mánaða. Fjölmargir korthafar hafa að sögn Tryggva nýtt sér þessa þjónustu en þó aldrei fleiri en um þau mán- aðamót sem nú gengu í garð þegar jólaúttektir koma til greiðslu. íslandsbanki, Búnaðarbanki og sparisjóðimir Auka bil á milli kaup- og sölugengis tofan opnar Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi opna aðalkosningaskrifstofu sína að Bæjarhrauni 22 (2. hæð) í Hafnarfirði á laugardaginn 4. febrúar kl. 17-19. Á opnunarhátíðinni flytur Siv Friðleifsdóttir ávarp, Jóna Einarsdóttir spilar á harmóniku, söngur og frambjóðendur verða með leyniatriði. Léttar veitingar. Kosningaskrifstofan verður opin í febrúar virka daga milli kl. 16-20 og laugardaga kl. 10-16. Opnunartími í mars og apríl verður auglýstur nánar síðar. Kosningarsími 565 5705 í gengisskráningu ÍSLANDSBANKI, Búnaðarbanki og sparisjóðirnir juku nokkuð bil á milli kaup- og sölugengis í almenn- um gengisskráningum í gær í fram- haldi af afnámi gjaldeyrisþóknunar. Aftur á móti hélt Landsbankinn óbreyttu bili á milli kaup- og sölu- gengis. Landsbankinn býður sam- kvæmt því hagstæðust kjör um þessar mundir í almennum gjald- eyrisviðskiptum. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var bil á milli kaup- og sölugengis dollars 0,2-0,24 aurar í almennri gengisskráningu 20. janúar sl. Um miðjan dag í gær höfðu bæði Bún- aðarbankinn, Islandsbanki og spari- sjóðirnir aukið þetta bil um 10 aura eða í 0,32-0,34 aura. Þessi gengis- skráning gildir í öllum smærri við- skiptum þegar upphæðir eru lægri en 2 til 5 milljónir en það er mis- munandi eftir bönkum og gjaldmiðl- um. í öllum stærri viðskiptum senda bankarnir tilboð til viðkomandi að- ila. Eggert Ágúst Sverrisson, for- stöðumaður fjárstýringar íslands- banka, sagði í samtali við Morgun- blaðið að bankinn hefði ákveðið að fara að fordæmi Búnaðarbankans að auka bilið milli kaup- og sölu- gengis. Síðar um daginn hefðu sparisjóðirnir fylgt í kjölfarið. Hann sagði ljóst að bankarnir yrðu fyrir töjuverðu tekjutapi við það að fella niður gjaldeyrisþóknan- ir. „Það er mjög erfitt fyrir Islands- banka að fella niður þóknanir án þess að fá neinar tekjur í staðinn. Þess vegna verðum við að auka bilið á milli kaup- og sölugengis.“ Gengi dollars Almenn gengisskráning banka og sparisjóða L ® 20. janúar 1995 Kaup Sala Gengisbil 3. febrúar 1995 Kaup Sala Genglsbil Landsbanki 67,20 67,40 0,20 67,00 67,20 0,20 Búnaöarbanki 67,21 67,45 0,24 66,93 67,27 0,34 íslandsbanki 67,21 67,45 0,24 66,94 67,28 0,34 Sparisjóðir 67,26 67,48 0,22 66,94 67,26 0,32 I Ú H rsAi LAI K I hefst laugardaginn I > 4. febrúar. oPið io-i6. SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Sr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.