Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 15 VIÐSKIPTI London. Reuter. Öróa gætir á hrávörumarkaðinum eftir að koparinn lækkaði Hækkanir á málmum gætu verið á enda Hám INNLENT Kartöflur fluttar út ÁGÆTI hf. hefur flutt út 200.000 kílógrömm af kart- öflum og búið er að gera samninga um útflutning á tæpum 400.000 kg í viðbót til kaupenda í Færeyjum og Noregi á næstu vikum og mánuðum. Með þessu hefur verið sam- ið um allt það umframmagn sem til er í landinu til útflutn- ings, en það mun þó ekki hafa þau áhrif að minna magn verði til fyrir innanlands- markað eða að verð muni hækka verulega, að því að segir í frétt frá Ágæti. Einnig segir að eftirspurn erlendis sé mjög mikil og hægt sé að flytja út mun meira magn en til ráðstöfunar sé. Fyrirtaæk- ið segir að því hafi aldrei tek- ist að selja eins mikið magn út áður. Utanríkis- ráðuneytið Útboð á mötuneyti REKSTUR mötuneytis utan- ríkisráðuneytisins hefur verið boðinn út. Þetta er í fyrsta sinn sem útboð er á mötuneyt- isrekstri ráðuneytis, að sögn Júlíusar Sæberg Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa. Tilboðsfrestur er til 27. febrúar, en stefnt er að því að utanríkisráðuneytið flytji í mars úr núverandi húsnæði á Hverfisgötu 115 í fyrrum hús- næði Byggðastofnunar á Rauðarárstíg 25. Júlíus sagði að þótt útboð hefði ekki áður verið á mötuneytisrekstri ráðuneytis hefði þessi leið oft verið farin hjá stofnunum og fyrirtækjum á vegum ríkisins. Kanna áhuga erlendra fjárfesta VERSLUNARRÁÐ íslands hefur hrundið af stað sérstöku verkefni til að kanna og auka áhuga íslenskra fyrirtækja á samstarfi við erlenda fjárfesta um hlutabréfakaup og aðild að rekstri hér á landi, að því að fram kemur í Verslunar- ráðsfréttum. Verkefnið, sem er styrkt af Iðnþróunarsjóði, á að taka fáeina mánuði og hefur Davíð Sch. Thorsteinsson verið ráð- inn til að annast það. Fyrir- myndin að verkefninu er sótt til ráðstefna sem byggja á svokallaðri SPRINT-áætlun, m.a. skipulögðum af Europe- an Venture Capital Associati- on í Brussel. Ef verkefnið leiðir í ljós að töluverður áhugi sé fyrir hendi hjá íslenskum fyrirtækj- um er hugsanlegt að efnt verði til sérstakrar ráðstefnu þar sem valin fyrirtæki kynna sig og framtíðaráform sín í þeim tilgangi að höfða til er- lendra fjárfesta. ÓSTYRKS gætti á hrávörumark- aði í vikunni þegar verð á kopar lækkaði í innan við 3,000 dollara og uggur um verðfall greip um sig. Fyrir aðeins tveimur vikum komst koparverð í 3,081 dollara, hæsta verð í tæp sex ár. Á einu ári hefur kopar hækkað um 75% í verði og þegar fjárfest- ingarsjóðir ákváðu að hirða gróð- ann í vikunni lækkaði verðið í 2,866 dollara. Sama máli gegndi með aðra málma. Álverð lækkaði í 2,090 dollara tonnið úr 2,195 dollurum, hæsta verði í tæp sex ár, og nikkel lækkaði í 9,775 doll- ara úr 10,500 dollurum fyrir að- eins þremur vikum, en það var hæsta verð í 5 1/2 ár. Fjárfestingasjóðir hafa þrýst verðinu upp og óttazt er að það muni lækka meir, ef þeir reyna að hagnast af hækkunum, sem hafa verið á bilinu 33% (á tini) til allt að 150% (á nikkel) síðan síð- ari hluta árs 1993. „Dregið hefur úr spákaup- mennskuæðinu,“ sagði hagfræð- ingur við Cambridge-háskóla, Kanak Patel. „Nýir fjárhættuspil- arar eru orðnir tregir til þátttöku og hinir eru farnir að skipta papp- írsgróða fyrir reiðufé.“ Sérfræð- ingar telja þó að mikil eftirspurn verði eftir málmum sem hingað til og verðið gæti því hækkað meir. Þeir telja að 440,000 tonna skortur verði á kopar á árinu og að mikil þörf verði einkum á áli og nikkel. Uggur manna á að miklu leyti rætur að rekja til vaxtahækkana í Bandaríkjunum og Bretlandi til að stemma stigu fyrir verðbólgu, en þær gætu dregið úr eftirspurn eftir málmum. Nánar um mark- aðsstöðuna: KOPAR lækkaði í verði, en staðan styrktist í lok vikunnar. Útlitið óvíst: sumir óttast að sjóðir losi sig við kopar, en aðrir telja að eftirspurn muni aukast. Verðið mun haldast um 2,850-2,950 doll- arar að dómi kunnugra. ÁLlækkaði í 2,090 dollara tonnið þegar koparinn hrundi, en eftir- spurn var svo mikil að verðið hækkaði aftur í 2,145 dollara í vikulokin. Birgðir í London minnk- uðu um 43,775 tonn. NIKKEL seldist á um 10,000 dollara tonnið í lok vikunnar, en verðið er talsvert lægra en í síð- ustu viku þegar það komst í 10,500 dollara tonnið, hæsta verð í 4 1/2 ár. Birgðir minnkuðu um 900 tonn. HRÁOLÍA varð stöðugri. Banda- ríkjamenn keyptu til að draga úr birgðarýrnun á sama tíma og dró úr eftirspurn frá olíuhreinsunar- stöðvum í Evrópu. Prammaflutn- ingar á Rín bannaðir vegna flóða. Staðgreiðsluverð á Norðursjáva- rolíu hækkaði í 17.20 dollarar tunnan úr 16.70 dollurum fyrir viku. GULL hélt áfyam að lækka og lækkaði í allt að 373.50 dollara únsan, en verðið fór í um 376 dollara þegar eftirspurn jókst á ný. Lítil hreyfing framundan vegna föstu múhameðstrúar- manna og áramóta Kínveija. KAFFI lækkaði í 2,700 dollara tonnið vegna spákaupmennsku í New York. Búizt við meiri lækkun- um. KAKÓ seldist á um 1,000 pund tonnið. Skortur á 100,000 tonnum í ár gæti hækkað verðið í 1,300 pund að lokum. SYKUR hækkaði lítið eitt á ný í vikulokin. Enn búizt við að framboð verði of lítið, en nú er talið að skorta muni 500,000 tonn en ekki 1.79 milljónir eins og áður var talið. HVEITI. Verð hélzt stöðugt þrátt fyrir orðróm um að Rússar mundu kaupa. Tæplega 140 dollarar fyrir tonnið. JURTAOLÍA. Verðið stöðugt. HELGARVEISLA í HAGKAUP SKEIFUNNI OG KRINGLUNNI Hnémyndasokkar kr. 99 bolur kr. 689 Ungbarnagalli Barnagallabuxur kr. 689 Myndasokkar kr. 79 og bolur kr. 689 Úlpa, kr. 1.995 úlpa, kr. 1.995 HAGKAUP fyrir fjölskylduna OPNUNARTÍMAR: KRINGLAN LAU. 10-16 & SUN. 13-17 - SKEIBVN LAU. 10-18 & SUN. 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.