Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Þorkell KRISTJÁN Ragnarsson formaður LÍÚ, Krislján Þórarinsson formaður nefndar hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi, Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands og Sævar Gunnarsson formaður Sjómanna- sambands íslands kynna hér veggspjöld sem Guðjón Ketilsson myndlistarmaður hefur hannað fyrir LÍÚ í því augnamiði að hvetja sjómenn og útvegsmenn til bættrar umgengni um auðlindina. Spjöldun- um verður dreift um borð í allan fiskiskipaflotann en á þeim er að finna slagorðin Fleygjum ekki fiski - aukum arðinn af auðlindinni og Hendum ekki fiski - endurreisum þorskstofninn. Herferð gegn því að fiski sé hent í sjóinn Þarf að vinna bug á þessari meinsemd segir Kristján Ragnarsson, formaður ÍIU STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur ákveðið að gangast fyrir herferð þar sem hvatt er til þess að fiski sé ekki hent í sjóinn og að sjómenn og útvegs- menn gangi vel um sameiginlega auðlind. Hafa forystumenn sjó- manna heitið stuðningi sínum við átakið. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir að undanfarin misseri hafi fullyrðingar um að fiski sé fleygt í sjóinn orðið æ tíðari og eigi þær við rök að styðjast líti stjórn LÍÚ það mjög alvarlegum augum. „Við viljum ekki fullyrða að fiski sé hent í sjóinn en sé það gert þarf að vinna bug á þeirri meinsemd. Því aðeins getum við endurreist þorskstofninn að okkur takist að umgangast auðlindina með þeim hætti að það sé fullljóst hvað við veiðum. Þannig getum við tekið afstöðu til þess hvað við leyfum okkur að veiða og væntum þess að sjómenn, útgerðarmenn og allir þeir sem fiskiskipum stjórna hafí skilning á mikilvægi þess að endur- reisa þorskstofninn. Þannig getum við gefið þjóðinni meiri arð af þess- ari auðlind en verið hefur að undan- fömu þar sem veiðimagnið af stofn- inum er í sögulegi lágmarki. Það má ekki líta á skammtímahagsmun- ina í þessu efni.“ Ekki við kvótakerfið að sakast Kristján telur að margir leggi ranglega út af því að vandamálið tengist kvótakerfinu; umræðan hafi farið af stað löngu fyrir tilkomu þess. Hann rekur minni til að hafa vakið máls á vandanum í aðalfund- arræðu árið 1976 - fyrir daga kvótakerfisins - og sagt það illt ef rétt væri að fiski væri hent í sjó. Mikil umræða hafi fylgt í kjölfarið og skeytum frá skipstjómarmönn- um þess efnis að þetta væri alrangt rignt yfir hann. Kristján segir að LÍÚ hafí aldrei farið í grafgötur með afstöðu sína til þess að fiski sé fleygt í sjóinn. Nú sé hins vegar tími til kominn að hvetja sjómenn og útvegsmenn til bættrar umgengni við auðlind- ina. Hann bindur jafnframt vonir við að löggjöf um hert viðurlög við því að henda fiski í sjó muni líta dagsins ljós innan tíðar; jafnvel áður en þingi verður slitið í vor. Stjóm LÍÚ álítur að með hvatn- ingarherferð af þessu tagi megi ná góðum árangri og minnir á að árið 1988 gengust samtökin fyrir átaki þar sem hvatt var til þess að komið yrði að landi með allt msl sem til fellur um borð í veiðiskipum en því ekki fleygt í sjóinn. Að sögn Krist- jáns varð þetta til þess að um- gengni stórbatnaði og nú losi skip ekki lengur sorp í sjó. Dapurlegar sögur úr Smugunni Nefnd hagsmunaaðila í sjávarút- vegi sem sjávarútvegsráðherra skipaði leggur áherslu á að sjómenn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að ganga vel um auðlindir sjávar og hefur stungið upp á tveimur leið- um til að reyna að meta í hversu miklum mæli fiski sé hent í sjó. Kristján Þórarinsson formaður nefndarinnar segir að önnur leiðin sé bein könnun meðal sjómanna en niðurstöður úr henni liggja ekki fyrir enn. Hin leiðin sem stungið var upp á er að sögn Kristjáns að bera saman afla og aflasamsetn- ingu fiskiskipa; annars vegar með því að mæla við löndun og hins vegar upp úr sjó. Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands er ekki í nokkrum vafa um að físki sé kast- að í sjóinn en hefur enga hugmynd um umfangið. Honum þykir brýnt að stemma stigu við vandanum og þykir því átak stjórnar LÍÚ virðing- arvert. Helgi Laxdal formaður Vélstjóra- félags íslands lýkur einnig lofsorði á framtakið enda þykir honum óvið- eigandi að menn geti hugsanlega tekið sér það vald að kasta físki fyrir borð. „Við verðum að samein- ast um að fara að settum reglum og koma með það að iandi sem upp úr sjónum kemur.“ Helgi er efins um að kvótakerfið sé sökudólgurinn og bendir á að úr Smugunni og frá Reykjanes- hrygg berist dapurlegustu sögumar um það að fiski sé hent en þar er kvótakerfi ekki við lýði. Sameining 4 fyrirtækja á Austurlandi á döfinni SAMEINING Qögurra sjávarútvegs- fyrirtækja á Austurlandi er í farvatn- inu undir merkjum móðurfélagsins - útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufar- höfn. Hin fyrirtækin eru Fiskiðja Raufarhafnar hf., rækjuvinnslan Gefla hf. á Kópaskeri og útgerðarfé- lagið Atlanúpur hf. á Raufarhöfn sem gerir út bát frá Höfn í Homafirði. Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar segir að endanleg ákvörðun Iiggi ekki fyrir en að líkind- um verði fyrirtækin öll sameinuð í sömu andrá. Til greina komi þó að sameiningin eigi sér stað í nokkrum skrefum. Jóhann segir að hugmyndin sé að fá nýja hluthafa inn í fyrirtækið og hafa forráðamenn Jökuls staðið í við- ræðum við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og íslenskar sjávarafurðir um hugsanleg hlutafjárframlög. Að sögn Jóhanns hefur hugmyndin fallið í góðan jarðveg innan beggja samtak- anna en Jökull hefur til þessa selt í gegnum SH. „Við erum nú að funda um það hvemig bjóða eigi fyrirtækj- unum að standa að þeim málum í framhaldinu. Ætli málið verði ekki komið á hreint i næstu viku.“ FRÉTTIR: EVRÓPA ESB reiðubúið að ræða aðild Kýpur Brussel. Reuter. VIÐRÆÐUR við Kýpur um aðild að Evrópusambandinu munu líklega hefjast innan tíðar, samkvæmt heimildum innan framkvæmda- stjórnarinnar. Er þetta liður í áætl- un um að taka upp nánari sam- skipti við Tyrki. Grikkir hafa staðið í vegi fyrir að hægt væri að undir- rita samning um tollabandalag við Tyrkland og hafa tengt málið við Kýpurdeiluna. Samkvæmt heimildum innan framkvæmdastjórnarinnar standa vonir til þess að með því að boða aðildarviðræður við Kýpur verði hægt að fá Grikki til að fallast á nánari samvinnu ESB við Tyrki á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Embættismenn vona einnig að með því að taka upp nánari sam- skipti við ríkisstjórn Tyrklands reynist Evrópusambandinu auð- veldara að aðstoða við að finna lausn á Kýpurdeilunni. Er líklegt að aðildarviðræðurnar geti hafist um það bil sex mánuðum eftir að ríkjaráðstefnunni, sem hefst á næsta ári, lýkur. Búast má við að viðræður við Möltu hefjist um svipað leyti. Keuler Framkvæmdasljórnin í heimsókn FRANQOIS Mitterrand Frakklandsforseti hélt í gær móttöku fyrir hina nýju framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Elysée- höllinni í París ásamt Edouard Balladur forsætisráðherra. Á blaðamannafundi, sem Mitterrand hélt í gær, útilokaði hann að sá fjöldi aðildarríkja sem þarf til að geta sett á laggimar sam- eiginlegan gjaldmiðil árið 1997, verði breytt úr átta í sjö. Hann sagði að Maastricht-sáttmálanum yrði að fylgja í einu og öllu og benti á að síðan hann var undirritaður hefði aðildarríkjum fjölgað úr tólf í fimmtán. Háttsettur franskur embættismaður hafði fyrr í vikunni sagt að til greina kæmi að stofna sameigin- legan gjaldmiðil með einungis sjö ríkjum. Fékk ekki starfs- mannaaf- slátt • JACQUES Santer, hinum nýja forseta framkvæmda- stjórnarinnar, var neitað um starfsmannaafslátt i mötuneyti framkvæmdastjómarinnar í Bmssel þegar hann ætlaði að snæða þar á dögunum. Að sögn breska blaðsins Independent var ástæðan sú að starfsfólkið þekkti hann ekki. • Á BORÐI framkvæmda- sljórnarinnar liggja nú hug- myndir um að hraða tollalækk- un á vefnaðarvöram og fatnaði ef önnur ríki fallast á að opna að sama skapi markaði sína fyr- ir evrópskum vefnaðarvömm. • KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, hvetur íhaldsmenn, í Financml Times í gær, til að hefja umræður innan flokksins um hvort breska pundið eigi að verða hluti af Myntbandalagi Evrópu (EMU). Segir Clarke að raunhæft sé að ætla að sameiginlegur gjaldmið- ill geti verið orðinn að veruleika fyrir aldamót. • FORMAÐUR hinnar nýju Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) verður Bretinn Derek Osborn, sem nú starfar hjá breska umhverfisráðuneytinu. Um hlutastarf er að ræða og lætur hann því ekki af starfi sínu hjá ráðuneytinu. Sænskir bændur reiðir SÆNSKIR bændur eru ríkis- stjórn landsins mjög reiðir og telja sig hafa verið „svikna" í tengslum við styrki frá Evrópu- sambandinu. Samkvæmt aðildarsamningi Svía við Evrópusambandið eiga sænskir bændur rétt á 5,3 millj- örðum sænskra króna í árlega styrki sem þeir sækja um til ESB og fá greitt beint. Að auki eiga þeir rétt á 1,4 millj- örðum króna í umhverfisaðstoð og loks 260 milljónum króna, sem ESB hefur gert ráð fyrir handa Svíum vegna erfiðra aðstæðna í landbúnaðarmálum. Skilyrði fyrir að umhverfis- aðstoð og aðstoð vegna erfiðra aðstæðna verði veitt er aftur á móti að að sænska stjórnin reiði af hendi sömu upphæð í um- hverfisaðstoð og þrefalda upp- hæð vegna erfiðra aðstæðna. Sænska stjórnin yrði því að greiða 2,18 milljarða ef sænsk- ir bændur ættu að geta nýtt sér alla styrki ESB. Ríkisstjórnin neitar að greiða þessa upphæð og bendir á erf- iða stöðu ríkisfjármála og að taka verði tillit til annarra at- vinnugreina. Þá hafa bændur mótmælt harðlega þeim auknu sköttum á skógar- og landeignir, sem ríkisstjómin hefur lagt til, í því skyni að standa straum af kostnaði við ESB-aðildina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.