Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tilvísunarkerfið — eina ferðina enn Síðarí grein EF heilbrigðisráðherra trúir því statt og stöðugt að heilbrigðisþjón- ustan sé of dýr fýrir veikt fólk og/eða fyrir ríkið og/eða fýrir þjóð- arhag yfirleitt og þessvegna sé nið- urskurður óhjákvæmilegur, eða, sem skiptir kannski enn meira máli, að núgildandi kerfi bjóði upp á undirmálsþjónustu, á hann auðvitað mikið hrós skilið, og ber að styðja þessi nýju áform. En því miður hafa engin haldbær rök sést fyrir því að nýja kerfið tryggi betri og/eða ódýrari þjónustu. Það geng- ur treglega að fá ráðherrann og ráðgjafa hans til þess að sýna fram á það með öðru en vangaveltum hvernig nýja kerfíð gæti sparað rík- issjóði þó ekki væri nema eina krónu. Er það ekki kjami málsins? Ráðherra og liðsmenn hans eru sammála um að hæfni og gæði sér- fræðinganna sé óumdeild, enda væri annað hin mesta glópska. Og þeir eru sammála um að sérfræði- -*• þjónustan sé ódýr. Afstaða ráðu- neytisins og því kjarni málsins kom hinsvegar fram í ofangreindum pistli aðstoðarmanns ráðherra í Morgunblaðinu: „... Það er óá- stættanlegt fyrir ríkissjóð að fag- menn úti í bæ séu að ráðstafa fjár- munum ríkisins án takmarkana." En dokum aðeins við. Nú er allt í einu ríkissjóður, en ekki sjúklingur- inn og velferð hans, ekki hæfni þjónustuaðila, ekki hagkvæmni kerfisins það sem máli skiptir! Nið- urstaðan hlýtur að vera sú að það er ásættanlegra að eyða meiri pen- ingum undir eftirliti ríkisins en að spara án eftirlits. Enn eitt himin- hrópandi dæmi um það hvernig rík- ið tekur að sér að ráðstafa lífí þegn- anna án þess að hafa til þess vits- munalegar forsendur. Höfundur þessa pistils, sem er líka skattgreiðandi, gerir sér grein fyrir því að það er fánýtt að gagnrýna án þess að leggja fram eitthvað uppbyggilegt í staðinn. Ekkert væri ánægju- legra en stöðva með öllu það athæfi manna í valdastólum að ráðsk- ast með fjármuni ann- arra eins og eigið fé. Mig langar að styðja ráðherrann í viðleitni hans til úrbóta með því að leggja fram nokkrar tillögur til sparnaðar til þess að vernda hagsmuni ríkissjóðs og almennings og koma í veg fyrir að kerfíð verði misnotað — og þá ekki síst af læknum. Þessu mætti öllu hrinda í framkvæmd á morgun án þess að gjörbylta núgildandi kerfí, og allt gæti þetta gerst án nokk- urra átaka og sópað að sér atkvæð- um í þokkabót. í fyrsta Iagi væri ráð að hafa upp á þessum fáu læknum sem misnota kerfið í einkarekstri og mergsjúga Tryggingastofnun ríkis- ins af fullu ábyrgðarleysi og jafnvel í blóra við lög og láta þá gjalda fyrir gerðir sinar. Engum þætti jafnvænt um það og heiðarlegum sérfræðingum upp til hópa. Ráðherrann gæti í öðru lagi orð- ið kollega sínum, fjármálaráðherra, að liði með því að sýna nokkrum frammámönnum í heilbrigðisráðu- neytinu og fáeinum yfirburðadokt- orum úti í bæ svolítið aðhald með því að banna þeim að vinna samtím- is alls kyns heilsdags- og hluta- störf. Þessir pótentátar vinna skilj- anlega ekkert verk vel, enda kom- ast þeir upp með að skrá viðveru sína á mörgum stöðum samtímis, þiggjandi laun fyrir allt saman, og jafnvel yfírvinnu fyrir sumt. Enn eru þeir til sem eru svo gamal- dags að líta svo á að sé einhver á fullum launum þurfí sá hinn sami að inna að hendi fulla og óskipta vinnu. Ráðherrann gæti ennfremur byijað á því að spara ríkinu laun nokkurra hátt- settra lækna í heil- brigðisbákninu sem virðast þjást af alvar- legu minnisleysi. Þetta er a.m.k. sú nið- urstaða sem draga má af yfírlýsingu fyrrum ríkislögmanns og núverandi hæsta- réttardómara varðandi títtumrædda fundi í fyrra. Síðan gæti ráðherrann krafíst þess að ákveðnir læknar sem árum saman sátu í mikilvægum embætt- um í heilbrigðisbákninu endur- greiddu að fullu það fé sem þeir drógu sér með vafasömum, ef ekki ólöglegum, hætti. Nokkrar krónur mætti sömuleiðis endurheimta ef annar læknir innan heilbrigðisráðu- neytisins væri látinn greiða ríkis- sjóði þó ekki væri nema hluta þess §ár sem honum áskotnaðist með „fijálslegri“ túlkun á núgildandi samningi milli Læknafélags íslands og ríkisins varðandi laun fyrir störf sem unnin eru samhliða fullu starfí og ákvæðum um ferðahlunnindi. Þar að auki gæti ráðherrann líka látið fyrrum ráðherra, sem voru að sjálfsögðu endanlega ábyrgir fyrir þessu yfírgengilega bruðli með skattpeninga okkar, beraa ábyrgð á gerðum sínu, og þá ekki bara með höfugum orðum heldur bein- hörðum peningum. Almennt séð væri hægt að spara umtalverða fjármuni með því að Heinz Joachim Fischer herða eftirlit og ábyrgðarskyldu í tengslum við ferðir, dagpeninga og námsferðir, ekki bara lækna í opin- berum stjórnunarstörfum heldur einnig á spítölum, heilsugæslu- stöðvum og víðar. Flestar þessar tillögur væru að sjálfsögðu ónauðsynlegar ef lækna- stéttin sjálf gætti þess að allir lækn- ar hegðuðu sér almennt innan marka velsæmis og létu heiðarleika sitja í fyrirrúmi. Vandamálið verður ekki upprætt á meðan læknastéttin tekur sig ekki á, þótt hún hampi því jafnan að hún sé stétt sui gener- is með sérstaka ábyrgð (heilsu og líf manna) og því sérstök forrétt- indi (lítið eða ekkert aðhald). Ef læknar, stöðu sinnar vegna, geta ekki sætt sig við að þurfa að vera til sérstakrar fyrirmyndar verða þeir óhjákvæmilega fyrir barðinu á alls kyns réttlátum og óréttlátum Hægt er að spara um- talsverða fjármuni með hertu eftirliti og ábyrgðarskyldu, segir Heinz Joachim Fischer, í tengslum við ferðir, dagpeninga og námsferðir. áfellisdómum um græðgi og eigin- girni. En að hamra á afglöpum örfárra svartra sauða í stórum hópi sam- viskusamra, hæfra og heiðarlegra sérfræðinga og nota þau til þess að kasta rýrð á hópinn allan þjónar e.t.v. einhveijum pólitískum til- gangi, ekki síst þegar kosningar eru yfírvofandi, en siðferðislega er hér um ósmekklegar nornaveiðar að ræða. Eða dugir einn Nixon til að gera alla pólitíkusa að þijótum? Og eru sjúklingar svo heimskir að þeir eigi skilið að kallast leppar sem þjóna græðgi og eiginhagsmunum lækna? Ráðherrann getur varla meint í alvöru það sem hann sagði í áður- nefndu fréttaviðtali 27. janúar sl. Rétt er að eftirfarandi spurning sé borin fram: Hversvegna vinna sérfræðingar á spítölum líka á eigin stofum? Vegna þess að þeir vilja drýgja tekjur sínar. Sama má segja um suma þingmenn sem skrá bú- setu sína utan Reykjavíkur. Hvers- vegna gera verkalýðsfélög kröfur? Vegna þess að félagarnir vilja meira kaup. Og hversvegna er til fyrir- bæri eins og „óunnin yfirvinna" og aðrar fáránlegar sporslur? Vegna þess að fólk vill yfirleitt fá meira fé milli handanna. Þeir sérfræðingar sem hafa gam- an af laxveiði fara yfírleitt ekki í veiðireisur í boði „viðskiptavina" sinna, þ.e. sjúklinga, til þess að veiða og ræða um læknismeðferð. Læknarnir borga einfaldlega brús- ann sjálfír. Og þeir geta ekki tekið maka sína með sér í utanlandsferð- ir á kostnað annarra. Þeir borga sjálfír. Þeir geta ekki boðið kolleg- um sínum út í hádeginu eða á kvöld- in, og spjalla í rólegheitum um mik- ilvæg málefni og látið aðra sjá um reikninginn. Nei, þeir borga sjálfír, líkt og flestir aðrir verða að gera. Og hversvegna ætti ekki svo að vera? Er það orðin sjálfsögð þjóðaríþrótt að mjólka kerfið ef hægt er að kom- ast upp með það án refsingar? Ef þessi skrif hljóma eins og argaþras, þá er einmitt tilganginum náð. Höfundur þessarar greinar er ekki læknir heldur maki læknis og er búinn að fá sig fullsaddan af því að heyra klifað á sömu alhæfíngun- um, ógrunduðum, jafnvel illkvittnis- legum skeytum sem beint er að starfsgrein konu sinnar og öllum velmenntuðum, eljusömum, sam- viskusömum, ábyrgðarfullum og heiðarlegum kollegum hennar. Ef einhver þykist hafa vitneskju sem kastar rýrð á starf, hegðun, hvatir, þekkingu, vinnutíma og sér ofsjón- um yfír tekjum venjulegs spítalasér- fræðings, ætti sá að hugsa sig um tvisvar áður en hann ræðst á heila stétt manna. Er ekki kominn tími til að hætta þessum rógi og staðlausu staðhæf- ingum og leita þess í stað lausna sem hafa að leiðarljósi gæði, heil- lindi og hagkvæmni? Höfundur er stjórnmálafræðingur og hagfræðingur. Valdið til fólksins Á UNDANFÖRN- > UM mánuðum hefur mikil umræða átt sér stað um spillingu í stjórnmálum. Flestir eru sammála um að spilling af einhveiju tagi sé við líði í ís- lensku stjómkerfi og að brýnt sé að taka á henni. Hvað nákvæm- lega er spilling læt ég öðrum eftir að skil- greina, þó er ljóst að misnotkun á almanna- fé, hvort heldur er i þágu þrýstihópa eða til eigin þarfa, er jafnan talin alvarlegasta ' > merki um spillingu hér á landi. Hvaða leiðir eru til úrbóta? Minnst hefur verið á að siðareglur væru að minnsta kosti skref í rétta átt. Lög um starfsemi stjórnmála- flokka, þar með talin fjármál, hafa verið nefnd. Breyting á kjördæma- skipan í þá veru að landið verði gert að einu kjördæmi er einnig vinsæl leið til að draga úr misnotk- un á almannafé. Allar eru þessar leiðir góðar og gildar að sumu leyti. Þær eru þó því marki brenndar að þær snerta aðeins yfírborðið á spill- t ingu, þær lækna aðeins einkennin en ekki meinið sjálft. Staðreyndin er sú að slík gerð fulltrúalýðræðis sem við, og flestar nágrannaþjóðir okkar, búum við er meingölluð. Lýðræðislega kjömir fulltrúar fólksins í landinu eru fyrir löngu búnir að missa tengslin við fólkið í landinu og almenningur skynjar atkvæðisrétt- inn sinn ekki lengur sem raunverulegt vald í eigin málum. Almenn- ingur er í raun orðinn valdalaus leiksoppur stjórnmálamanna, embættismanna og þrýstihópa. Fólkið í landinu hefur með þátttöku í kosningum til þings og sveita- stjórna ekki falið öðr- um vald í þeirra um- boði, þvert á móti hefur valdinu verið stolið af þeim. Ungir jafriaðarmenn sætta sig ekki við að almenningi í landinu bjóðist ekki fleiri kostir til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi en sem neytendur í stórmörkuðum. Stöðva verður þá fírringu sem núverandi stjórnskipan felur í sér, þar sem kerfið hefur sjálfstæða tilveru, algerlega úr takti við þarfír og óskir fólksins. Sjálfsvald Á kosningaþingi, 28. janúar síð- astliðinn, var lögð fram og sam- þykkt kosningastefnuskrá Ungra jafnaðarmanna. Þar er höfuð- áhersla lögð á fjóra málaflokka: í fyrsta lagi Evrópumál, en þar ber hæst krafa um aðildarviðræður við Evrópusambandið sem allra fyrst. 1 öðru lagi menntamál, en þar telj- um við mikilla úrbóta þörf sérstak- lega hvað varðar fjárframlög hins opinbera. í þriðja lagi lífskjör, en með breytingum í skattakerfi og Sjálfsvald þýðir að ein- staklingamir hafí afger- andi áhrif á eigin um- hverfí, segir Jón Þór Sturluson, sem telur jafnaðarmenn stefna að því að búa fólki slíkt sjálfvald. skipulagsbreytingum í helstu at- vinnuvegum okkar teljum við að auka megi lífskjör í landinu til muna. í fjórða og síðasta lagi viljum við auka vald einstaklinganna yfir sjálfum sér á kostnað núverandi fulltrúalýðræðiskerfís, eða með öðr- um orðum sjálfsvald. Sjálfsvald þýðir að einstaklingar eiga að hafa eins mikið að segja um sitt nánasta umhverfi og hægt er. Við viljum skapa það umhverfi að einstaklingarnir sjálfír í sam- vinnu við aðra í þeirra nánasta sam- félagi hafi tækifæri til að stjórna sér sjálfir. Þetta þýðir ekki að ríkis- valdið sé að okkar mati til óþurftar en hins vegár teljum við að mikið af verkefnum efsta stjórnsýslu- stigsins sé betur komið í höndum fólksins sjálfs eða í frjálsum sam- tökum þeirra. Með öðrum orðum: Við viljum að borgarinn fái réttindi sín á ný og geti haft vald yfir eigin lífí í samráði við aðra. Þetta er spuming um valddreifíngu. Beint lýðræði verður að koma í stað full- trúalýðræðis alls staðar sem hægt er. Einungis þannig er unnt að tryggja bein áhrif einstaklingsins á velferðina. Byijum á menntakerfinu Dæmi um það hvemig fram- kvæma má sjálfsvald má taka úr næstum hvaða málaflokki sem er. Einna nærtækast er þó menntakerf- ið. Fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og foreldrar eiga að bera ábyrgð á börnum sínum. í núgildandi menntakerfi er allt of mikilli ábyrgð varpað í hendur ríkisvalds og sveit- arfélaga. Með því að færa stjórn skóla svo og leikskóla til viðkom- andi foreldra í auknum mæli er bæði valdi og ábyrgð deilt út til þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta. Það er undarleg tilhögun að pólitískum gæðingum með mis- munandi mikinn metnað fyrir skóla- starfinu skuli raðað í skólanefndir en foreldrum og nemendum sjálfum gert nær ógerlegt að hafa bein áhrif. Við teljum menntakerfið vera ákjósanlegan vettvang til að reyna hugmyndir okkar um sjálfsvald þó svo að þær eigi heima á miklu fleiri sviðum. Við leggjum til að einstaklingum verði falið aukið vald til að ákveða í hvað skattpeningar þeirra fara. Þetta gæti verið framkvæmt á þann veg að hluta tekjuskatts sé varið til starfsemi fijálsra félagasamtaka eða einstakra málaflokka eftir ósk- um skattgreiðenda sjálfra. Með því að skilgreina nákvæmlega skyldur og réttindi styrkhæfrar starfsemi, svo sem hvað varðar upplýsinga- skyldu og bókhald, er hægt að tryggja skynsamlega nýtingu fjár- ins. Einhvetjir spyija kannski sem svo: Hvers vegna ekki bara að lækka skattana og láta einstakling- ana sjálfa um að velja þeim stað? Ástæðan er annars vegar sú, að vegna þess að eðli samfélagslegra gæða (almannagæða) er þannig að einstaklingar sjá sér ekki hag í að greiða fyrir þau ef aðrir geta skor- ast undan, samanber gatnakerfí. Hins vegar vegna þess að sjálfsvald er ekki einstaklingshyggja eins og í fyrstu mætti ætla, heldur félags- hyggja. Stjórnmál og rúmfræði Menn falla allt of oft í þá gryfju að reyna að skilgreina stjórnmál eingöngu í hægri eða vinstri. Með vísan í rúmfræði er óhætt að segja að með árunum hafí bæst fleiri víddir í stjórnmálalífið. Til viðbótar við vinstri og hægri má hiklaust tala um fram og aftur, með vísan í umbótastefnu annars vegar og afturhald hins vegar og svo fram- vegis. Spurningin um fulltrúalýð- ræði eða beint lýðræði er enn ein víddin í stjórnmálunum. Tal okkar, ungra jafnaðarmanna, um sjálfs- vald er því alls ekki nein hægri sveifla, heldur eingöngu krafa um aukið beint lýðræði. Sú meinloka að ríkisvaldið sé eini gjaldgengi vettvangurinn fyrir samhjálp borg- aranna hefur ekkert með jafnaðar- stefnu að gera. Jafnaðarmenn verða að bregðast við almennri óánægju almennings með núverandi stjórnskipulag. Sjálfsvald er að okkar mati leið til að tryggja aukin áhrif fólks á eigið líf í samvinnu við aðra. Sjálfsvald er því hrein og klár jafnaðarstefna og á að vera mótsvar okkar við vaxandi einstaklingshyggju og til- litsleysi hvers konar í þjóðfélaginu. Höfundur er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Jón Þór Sturluson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.