Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 35 PIET Mondrian. Rökrétt ferli frá hlutvakinni list í óhlutbundna. agða og demanta, og hinir sömu geta svo spurt sig hveiju valdi, að ríkasta fólk veraldar sækist frekar eftir myndverkum til að varðveita og ávaxta auð sinn. -o- Hvar sem tveir myndlistarmenn hittast um þessar mundir er um- ræða um Kjarvalsstaði á brenni- depli. Það er helst að menn velti því fyrir sér hvort það samræmist lýðræðisreglum að vera lengur en í hæsta lagi átta ár í jafn þýðingar- miklu og viðkvæmu embætti. Eng- an hef ég enn hitt sem er talsmað- ur lengri ráðningar og skiptir þá minna máli hvort menn séu með eða á móti núverandi forstöðu- manni. Vald spillir, og hvarvetna í menningarríkjum er viðhöfð sú regla, að skipta helst um forstöðu- menn að loknu kjörtímabili þeirra og enginn situr lengur en í tvö kjör- tímabil. Kjörtímabilið er yfírleitt fjögur ár og skilja fáir hví því var skyndilega breytt { sex ár á Kjarv- alsstöðum í tíð núverandi forstöðu- manns. Vegna þess að fyrrverandi forstöðumaður hætti fyrir tímann, er núverandi búinn að vera 7 ár í embætti. Sá hefur skipulagt sýning- ar tvö ár fram í tímann og kannski væri það ásættanleg lausn að hann sitji áfram þessi tvö ár, en nýr for- stöðumaður verði ráðinn strax, t.d. á hálfum launum, sem skipuleggi sýningar þamæstu ára eftir eigin höfði. Það er nefnilega kaleikur að bera, sem flestir vilja vera lausir við, að sitja uppi með annarra áætl- anir nær hálft kjörtímabilið. Annað, sem allir eru sammála um, er að brýn nauðsyn sé á sér- stökum starfsramma utan um emb- ættið, og forstöðumanni sé skylt að sinna starfi sínu einvörðungu og færa ekki valdsvið sitt út fyrir þær stofnanir sem honum er trúað fyrir. Það er varla að ég opni listtíma- rit að ekki sé þess getið í smáfrétta- dálkunum, að einhveijum forstöðu- mönnum listasafns hafí verið vikið úr starfí af ýmsum orsökum, oftar en ekki fyrir hlutdrægni og að fara út fyrir markaðan starfsramma. í litlu landi eru völd líka mun áhrifa- meiri og afdrifaríkari en i hinum stóru, þar sem myndlistasöfn skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Loks er ekki úr vegi að minna á og vísa til, sem menn virðast því miður hafa gleymt, að vestursalur Kjarv- alsstaða átti upprunalega að koma í stað Listamannaskálans gamla við Kirkjustræti, — og hvað er orðið af því lýðræði sem þar var þrátt fyrir allt í heiðri haft? -0- Vel að merkja minntist ég á lista- skóla, og liggur mér hér ýmislegt á hjarta í ljósi þess, að nú sér hilla undir að Myndlista- og handíða- skóli íslands komist á háskólastig. Auðvitað er það fagnaðarefni og hefði átt að gerast áratugum fyrr, því margt innan skólans hefur ótví- rætt talist á háskólastigi, einkum hvað myndlistadeildir snertir. Skólinn hefur gengið í gegnum gagngerar breytingar á undanförn- um árum, sér í lagi hvað ytri um- búðir snertir, svo sem skrifstofu- hald og tilkomu áfangakerfísins líkt og við framhalds- og fjölbrauta- skóla. Grunnnámið er því miður svipur hjá sjón frá því sem áður var, og það sem eldri kynslóð kenn- ara tók nokkur ár að byggja upp og skaraði niðurskiptingu grunn- forma, hlutateikningu, lita- og formfræði, hefur nánast verið þurrkað út. Telst nú hafa vægi kvöldnámskeiða, sem voru nú ekki of hátt skrifuð hér áður fyrr. Það er meinlegt að hugsa til þess, að einmitt þegar bæði nemendur og kennarar sáu móta fyrir þriðja árinu í grunnnáminu, var það minnkað niður í eitt ár fyrir visku rasspúðasérfæðinga menntamála- ráðuneytisins. Og þá helst fundar- haldafíkla, títupijónafræðinga og áhangendur fjölbrautaskólakerfis- ins. Grunnnámið sem við höfðum byggt upp var þannig stytt til muna og vægi þess minnkað, og í stað þess að skólinn væri áfram rann- sóknaþakið á allri myndlistafræðslu urðu þau umskipti að fomámið var látið laga sig að listbrautardeildum framhaldskólanna. Fornám sem ’68-kynslóðin hafði svo aftur skipu- lagt og unnið að hluta til upp úr því sem við höfðum þróað um fjölda ára. Nú skyldi það vera sitt lítið af hveiju, engin dýpt í neinu og átök við verkefnin helst bannfærð. Árangurinn varð sá, að nú streymir fólk í listadeildir beint úr framhalds- og fjölbrautaskólum með eins konar kvöldskólakunnáttu í öllu mögulegu, gott ef ekki líka að búa til hafragraut. Svo mikil harka er í því að vél- væða skrifstofubáknið, að á skömmum tíma hefur verið skipt tvisvar um tölvur, og skrifstofufólk- ið virðist vera á stöðugum nám- skeiðum til að læra á græjumar. Hins vegar mætir flest annað innan skólans afgangi, og má það vera táknrænt, að þegar fyrrum kennari hélt fyrirlestur um íslenzka myndlist fyrir ári eða svo, þótti honum ótækt að tala til nemenda á gólfínu einu og bað um pall und- ir ræðupúltið. Þá kom í ljós, að hann var ekki til og ei heldur fjár- veiting fyrir efni í hann! Öll þessi umbúðavæðing nútím- ans minnir mig á söguna um eplið, en af þeim ávexti vom til fjöldi ilm- ríkra tegunda hér áður fyrr. Nú hafa verið framleidd nær lyktarlaus epli, formfögur, einlit og gljáandi og þau hafa þann góða eigínleika að fara vel í flutningum í gámum, innan um járn, ál og plast og end- ast að auki mun lengur en gömlu, góðu og safaríku eplin. Þetta er auðvitað gert fyrir stórmarkaðina og efnahagsbandalögin, en mun síð- ur fyrir manninn og líffæri hans, enda ekki aðalatriðið. Málið er að það vantar skítinn { þau, hinn eina og sanna skít náttúr- unnar. Menn ættu bara að reyna setja plastpokana sína í hakkavélina og bæta jafnvel sósulit við og at- huga hvort fræ blómgist í því mold- arlíki. Nei, og ég kem enn að því, að menn eiga ekki að rækta skít með skít heldur blóm úr skít eins og skáldið á blaðinu sagði við mig um árið. Fyrir jólin keypti ég óforvarendis lítil, litrík, en frekar óhijáleg epli, sem reyndust bragðbetri en öll önn- ur epli í langan tíma. Ég tók svo eftir að smáfólkið, sem kemur stundum í heimsókn, þetta þriggja og fjögurra ára, fór að gera sér ferðir í ísskápinn, einmitt til að ná sér í litlu eplin, leit hins vegar ekki við þeim stóru og gljáandi. Þeirra eru bragðlaukarnir og ungbarn fínnur jafnvel dagamun á skyri... Það gengur síður að skólinn sé óaðfínnanlega skipulagður og hólf- aður á tölvupappírunum og próf- skírteinin fögur, stássleg og gljá- andi, á meðan myndlistardeildir hans eru í nokkurs konar risavöxn- um og loftlausum gámi. Þannig hefur það tekið suma nemendur heilt ár að laga sig að hinum bág- bornu aðstæðum, auk þess sem kennarar hafa fengið aðkenningu að húsasótt og á þá sækir höfgi, þar fyrir utan er umhverfi hússins líkast og í óbyggðum. Sjálft verknámið er slitið og tætt, og í stað þess að nemendum sé inn- rættur reglubundinn vinnutími eru þeir á stöðugum hlaupum úr og í bóknám. Víðast er það algjör frum- regla í listaskólum, að verklegt nám hafí forgang og sé ekki minna en þijátíu klukkustundir á viku. Þar er listasaga og listheimspeki í fyrir- lestraformi eftir reglubundinn skólatíma eða í lok hans, og skoð- anafrelsi í heiðri haft. Einnig má bóknám alls ekki taka tíma frá verkmenntuninni og varðar víða heimsendi! Hér telst einstefna í málum, list- fræðingar og listheimspekingar fastráðnir og svo harðir i hom að taka, að jafnvel efnilegum nemend- um í verklegum fögum er vikið úr skóla, dirfist þeir að hafa aðrar skoðanir en þeir. Það er þó meginmarkmið hvers metnaðarfulls listaskóla, að rækta og halda í hæfíleikafólk, og afdrátt- arlaus skylda kennara að leggja ekki einstaka nemendur { einelti fyrir aðrar skoðanir í listum og pólitík. Að mínu mati em þeir kenn- arar óhæfír í starfi sem þannig ganga að nemendum, og eins og vinnubrögðum og viðvera er háttað í sumum framhaldsdeildum er allt að 50% nemenda ofaukið. Þoku- kenndar reglur fundarhaldafíkl- anna, sem heiðra meðalmennskuna, skoðanaleysið, þrælsóttann og þý- lyndið halda þessu fólki því miður innan dyra. Annað, sem erfitt er að skilja, er að nemendur eru ekki fræddir um sögu íslenzkrar myndlistar og því síður norrænnar, og aldrei mun talað um málverkið nema sem for- tíð, en hins vegar er hvers konar hugmyndafræði og tímabundnum kreddum haldið fram sem stóra- sannleik. Á stundum er fáfræðin neyðarleg, enda er miðað við að nútíminn hafi byijað með hug- mjmdafræðilegu listinni. Hér sýnast mér hlutleysisreglur freklega brotnar og upplýsinga- skylda vanrækt. Ef það telst að vera gamaldags, að vilja kenna nemend- um námsfogin vel og rækilega, móta með þeim sjálfstæða hugsun, gæta fyllstu hlutlægni og vera aldr- ei með áróður fyrir einstökum lista- stefnum né mismuna þeim eftir pól- itískum skoðunum, þá hljóta ýmsir lærifeður innan skólans vissulega að vera fullkomlega úrkynjaðir. Listaskólar eru ekki fyrir liðleskj- ur eða til að hafa ofan af fyrir fólki í sandkassaleik, og kennarar verða að hafa kjark til að taka á sig tíma- bundnar óvinsældir, og það verða þeir sömuleiðis sem um listir fjalla í opinber málgögn. Að öllu samanlögðu er spum, hvað verið er að færa á háskóla- stig, skrifstofu og/eða áfangakerf- ið, alla vega virðist það siður sjálf listmenntunin — mannrækt, hugvit og lífræn gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.