Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 43 Fjárhagsáætlun Kópavogs Tekjurnar rúmir 2,8 milljarðar í FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs er gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs verði rúmir 2,8 milljarðar á árinu. Heildargjöld eru áætluð 2,5 milljarðar til reksturs og fram- kvæmda en rekstrarafgangur um 300 þúsund krónum verður varið til að greiða niður skuldir, að sögn Ól- afs_ Briem bæjarritara. Álagt útsvar í Kópavogi árið 1995 er 9,2% og er gert ráð fyrir að út- svarstekjur bæjarsjóðs verði rúmir 1,4 milljarðar. Fasteignaskattur er 0,375% af fasteignamati eða um 233,3 milljónir. Holræsagjald fyrir árið 1995 er 0,13% af fasteignamati eða 75,2 milljónir og skattur af skrif- stofu og verslunarhúsnæði er 1,25% af fasteignamati húsnæðis eða 24 milljónir. Mest tíl fræðslumála Hæsti útgjaldaliðurinn er til fræðslumála og er áætlað að veija tæplega 428,2 milljónum í rekstur og framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að verja 181 milljón til bygginga- framkvæmda þar af um 40 milljónum til verkmenntaskóla en hlutur ríkis- ins í þeirri framkvæmd eru rúmar 30 milljónir. Þá er áætlað að byggja við þijá skóla, Smáraskóla, Hjalla- skóla og Kópavogsskóla. Þjónustumiðstöð fyrir aldraða Til félagslegrar þjónustu er áætlað að veija tæplega 378 milljónum. Meðal framkvæmda er þjónustumið- stöð fyrir aldraða við Gullsmára og er áætlað að veija til hennar um 30 milljónum á árinu. Þá eru um 15 milljónir áætlaðar til breytinga á húsnæði leikskóla. Gert er ráð fyrir rúmlega 132,8 milljón króna tekjum á árinu af gat- nagerðargjöldum undir liðnum göt- ur-, holræsi- og umferðamál. -----♦ ♦ ♦----- Nýir eigendur að 6% mjólkurkvótans Keyptu kvóta fyrir 600 millj. Á SÍÐUSTU tveimur verðlagsárum hefur greiðslumark fyrir rúmlega 6,2 milljónir lítra af mjólk skipt um eig- endur. Þetta er rúmlega 6% af heild- argreiðslumarki í mjólkurfram- leiðslu. í krónum talið nema þessi viðskipti líkast til yfír 600 milljónir króna. Á verðlagsárinu 1992-1993 nam sala á greiðslumarki um 3,8 milljónum lítra af mjólk og árið eftir nam salan rúmlega 2,4 milljónum lítra. Salan var mest á stærstu mjólkurfram- leiðslusvæðunum. Lítið var um að kvóti væri seldur milli byggðarlaga. Gísli Karlsson, framkvæmdarstjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sagði að flest bendi til að viðskipti með greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári yrðu svipuð eða minni en á síðasta ári. Tilkynna þarf öll viðskipti með greiðslumark til Framleiðsluráðs, en ráðið fær hins vegar engar upplýs- ingar um þá fjármuni sem liggja að baki viðskiptunum. Engar öruggar upplýsingar liggja því fyrir um hversu miklum fjármunum bændur hafa varið til kaupa á greiðslumarki frá því að viðskipti með greiðslumark voru heimiluð árið 1992. Gísli sagði að í viðskiptum með mjólkurkvóta undanfarið hefði hver lítri verið seldur á rúmlega 100 krón- ur. Verðið hefði sveiflast nokkuð, en væri nú á niðurleið. Tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um breytta fiskveiðistjórnun byggða á flota- og sóknarstýringu Skiptar skoðanir um tillögurnar Fjórir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi hafa kynnttillögur um breytta fiskveiðistjórnun, sem byggjast á flota- og sóknar- stýringu. Morgunblaðið kannaði álit nokkurra stjórnmálamanna á tillögunum. Efnisleg umflöllun verði á landsfundi AGUST EIIMARSSOIM Hugmyndir nær ekkert útfærðar „MÉR líst illa á þessar tillögur Vestfírðinganna. Hugmyndir þeirra um sóknarmark eru nær ekkert útfærðar og ég minni á að þegar það kerfí var við lýði reynd- ist það ekki vel,“ sagði Agúst Ein- arsson, ritari Þjóðvaka. Ágúst sagði að Vestfírðingamir hefðu sett fram hugmyndir um sjávarútvegsgjald, sem væntanlega væri hugsað sem einhvers konar veiðileyfagjald, til að tryggja mikla umfjöllun í Morgunblaðinu, en síð- an hefði Einar K. Guðfinnsson í reynd dregið það til baka í viðtali við blaðið. „Ef þeir hefðu viljað leggja fram sjávarútvegsstefnu til alvarlegrar umræðu í þjóðfélaginu, hefðu þeir átt að vinna sína heimavinnu bet- ur. Hugmyndir þeirra um staðsetn- ingarkerfí skipa eru til dæmis eng- in nýjung og hafa lítið með veiði- stýringarkerfi að gera. Ef tillög- urnar eru skoðaðar með miklum velvilja, er augljóst að aðeins er verið að búa til vestfírsk kerfí, sem er innlegg í kosningabaráttuna i því kjördæmi.“ Ágúst sagði að hugmyndir Vest- fírðinganna um breyttan endumýj- unarstuðul fiskiskipa rúmuðust innan núverandi kerfís. „Það er alltaf matsatriði, en fækkun skipa getur átt sér stað með öðmm hætti, eins og sannast hefur með Þróunar- sjóð sjávarútvegsins.“ MATTHIAS BJARNASON Opnar í báða enda „ÉG er sammála því að við eigum að taka upp sóknarmark, en mér fínnst þessar tillögur opnar í báða enda. Þá tel ég að sjálfstæðis- menn, bæði á Vestfjörðum og ann- ars staðar, eigi að hafna tvímæla- laust öllu sem er í átt að auðlinda- skatti," sagði Matthías Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra. Matthías sagði að honum fyndist töluvert vanta upp á útfærslu til- lagnanna. „Ég hefði kosið að ákveðið væri í löggjöf hversu nærri landi togarar mega vera og miðun- um skipt upp í gmnnsjávar- og djúpsjávarmið. Þá þarf að taka til- lit til þess að sum svæði hafa ekki möguleika nema á bolfískveiðum. Vestfírðir byggja mjög á þorskin- um og venjulegir vertíðarbátar geta ekki sótt á fjarlæg fiskimið. Önnur svæði hafa svo að segja alla loðn- una, síldina og humarinn og rækjukvóta er búið að dreifa um allt. Skip, sem aldrei fara á rækju, era með kvóta og selja hann dýmm dómum. Það væri nær að gefa út- hafsrækjuveiðar fijálsar.“ Matthías kvaðst afar ósáttur við viðbrögð formanns LÍÚ, sem hefðu verið óverðskuldaðar árásir á Vestfirðinga. Þá væri sjávarút- vegsráðherrann ákaflega ósann- gjam í sínum tillögum. „OKKUR þykir eðlilegt að efnis- leg umfjöllun um tillögur okkar verði á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins," sagði Einar K. Guð- finnsson, alþingismaður, að- spurður um væntanlega af- greiðslu Sjálfstæðisflokksins á tillögum hans og þriggja annarra frambjóðenda flokksins á Vest- fjörðum um breytta fiskveiði- stjórnun. Tillögurnar voru lagðar fram á fundi málefnanefndar Sjálf- stæðisflokksins í sjávarútvegs- málum í síðustu viku. Einar sagði að ákveðið hefði verið að vísa tillögunum til stjórnar málefna- nefndarinnar og miðsljórnar flokksins. „Við féllumst á þessa afgreiðslu, því við teljum ekki óeðlilegt að sjávarútvegsstefna flokksins sé tekin til efnislegrar afgreiðslu á landsfundi, eins og gert hefur verið. Ég geri ráð fyrir að þannig verði málið af- greitt.“ Einar sagði að þeir frambjóð- endurnir fjórir hefðu talið óeðli- legt að 40 manna fundur af- greiddi tillögurnar efnislega, þegar 1.100 manna Iandsfundur kæmi saman í haust. „I Þjóðvaka láta þau sig að visu ekki muna um það að afgreiða stefnumál í sjávarútvegsmálum með 40 at- kvæðum, en okkur fannst það ekki viðeigandi.11 JONA VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Umræða um breytingar af hinu góða „ÖLL umræða um að bijóta upp núverandi kerfi fískveiðistjórnun- ar er af hinu góða, enda hefur það ekki leitt til verndunar fískistofna eða fækkunar í skipaflota lands- manna,“ sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingmaður Kvennalistans á Vestfjörðum. Jóna Valgerður sagði að um- ræðan hefði fest í því fari að hér yrði að vera eitt kerfí. „Það er hægt að hafa fleiri kerfí í gangi samtímis. Kvennalistinn vill til dæmis leggja áherslu á að við fisk- veiðistjórnun verði miðunum skipt upp í grunnsjávar- og djúpsjáv- armið. Ég get alveg fallist á að sóknarstýring geti verið jafn góð og núverandi kvótakerfi. Ef aðeins væri um ákveðna sóknardaga að ræða yrði minna álag á fískimiðun- um. Þá er einnig mjög brýnt að auka rannsóknir, sérstaklega á afleiðingum notkunar stórvirkra veiðarfæra,“ sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. STEINGRIMUR J. SIGFUSSON Margt athyglisvert „MÉR finnst fljótt á litið margt athyglisvert í þessum tillögum og falla að mínum hugmyndum, en annað ekki. Ég hef viljað leita leiða til að finna reglur, sem nálguðust málið út frá forsendum lífríkisins, þ.e. stýrðu álagi á stofnana, að hluta með ákvæðum um sókn, en einnig veiðarfæri, línur og friðanir, auk öryggishá- marka,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í sjávarútvegsnefnd Al- þingis. Steingrímur sagði að ekki væri hægt að átta sig á hvort í tillögun- um fælust einhveijar heildartak- markanir á veiði. „Þessar tillögur frá samflokksmönnum sjávarút- vegsráðherra undirstrika þá stað- reynd að það er bullandi óánægja með núverandi ástand. Endur- skoðun laga um fiskveiðistjórnun á þessu kjörtímabili kom ekki á neinni einingu, enda telja mjög margir að kvótakerfið í núverandi formi gangi alls ekki upp. Endur- skoðunin var til málamynda og engin tilraun gerð til að móta nýja og heildstæða sjávarútvegs- stefnu. Steingrímur sagði að nánari útfærslu vantaði í tillögurnar um aðlögun að nýju kerfi. „Mér finnst þó jákvætt og virðingarvert að þessir pólitísku andstæðingar mínir velti fyrir sér möguleikum á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi, enda hefur Alþýðubandalagið lengi viljað endurskoða núverandi kerfí.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.