Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhorn Stærðfræði, streita og námsárangur Stærðfræði er lykill að fjölmörgum námsleið- um, sýni nemendur ekki ákveðna fæmi í stærðfræði á prófi er þeim hafnað og leiðir lokast. Vandamálið er vel þekkt hér á landi. Skortur á viðunandi þekkingu í stærðfræði getur einnig hindrað möguleika til starfs. Margrét Þorvaldsdóttir kannaði málin. Fyrri grein Stærðfræðiundirbúningur á neðri skólastigum virðist oft ekki vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til nem- enda á efri skólastigum. Þar sem íslenskt skólakerfi hefur tekið mið af ýmsum nýmælum sem upphaf- lega koma frá Bandaríkjunum, eins og „nýja stærðfræðin" sem hér var innleidd gagnrýnislaust árið 1970, hefur verið áhuga,vert að fylgjast með umræðum um stærðfræðiþekkingu bandarískra ungmenna eins og hún hefur verið kynnt þar í landi á síðustu árum. Nýjungunum sem komu fram upp úr 1960 fylgdu breyttir kennslu- hættir, skilningurinn átti að koma af sjálfu sér og heimavinna var talin óþörf. Afleið- ingin hefur þótt dýrkeypt. Góður árangur í stærðfræði hjá nemendum frá Asíu Bandaríkjamenn eru á sama hátt og íslendingar ekki sáttir við hve margir unglingar eiga erfitt með að takast á við auknar kröfur sem gerðar eru til fæmi í stærðfræði, sér- staklega á efri skólastigum. Bandaríkjamenn hafa á undanföm- um árum leitað skýringa á lélegum árangri nemenda sinna á alþjóða- vettvangi í samanburði við góðan árangur nemenda frá Asíulöndum. Sú skoðun virðist vera ríkjandi að unglingar í Asíulöndum, sem sýnt hafa yfirburði í stærðfræði, búi við meira andlegt álag en ungl- ingar í öðram löndum eins og t.d. í Bandaríkjunum. Bandarískir for- eldrar og kennarar og reyndar fleiri hafa trúað því að duglegir nemendur frá Asíulöndum þjáist af taugaveiklun og þunglyndi vegna þrýstings og óhóflegs vinnuálags við að viðhalda góðum námsárangri. mörgum öðrum áhugamálum sem bæði jafnaldrar og foreldrar þeirra hvetja þá til að taka þátt í. Þá er átt við að eignast vini, taka þátt í íþróttum og hafa hlutastarf. Einnig kom fram að í Bandaríkjun- um voru kröfur foreldra og nem- enda um góðan námsárangur lægri en bæði í Japan og Taiwan. Áhugamálin og skólinn streituvaldar í Bandaríkjunum Spurningar vora lagðar fyrir 1.386 bandaríska unglinga, 1.633 unglinga frá Taiwan og 1.247 frá Japan og var meðalaldur þeirra 17 ár. Þeir vora spurðir hve oft þeir hafí fundið fyrir streituálagi, þunglyndi, verið undir þrýstingi, verið taugast- rekktir eða verið áhyggjufullir vegna námsins. Kannaðar voru kvartanir tengdar áhyggjum eins og höfuðverkir, magaverkir og svefntruflanir. Um 200 aðrir 17 ára unglingar í hverju landi voru fengnir í viðtal og voru kennarar fengnir til að spyija þá á þeirra eign máli um streitu eða þung- lyndi, heima, í skóla eða við aðrar aðstæður. All- ir þátttakendurnir tóku síðan stærðfræðipróf þar sem reikna þurfti út hiutföll og prósentur, rúmfræði og homafræði. Niðurstaða könnunarinnar var sú að jafnvel þó nemendur frá Jap- an og Taiwan teldu að foreldramir væra ekki ánægðir með árangur þeirra í skóla, og hefðu meiri vænt- ingar fyrir þeirra hönd en foreldrar bandarískra nemenda, virtust þeir sjaldnar fínna fyrir streitu en bandarísku unglingamir. Japanskir unglingar virtust vera í mestu jafn- vægi og fundu fyrir minnstum lík- amlegum óþægindum. Meiri streita hjá nemendum Jafnaldrar sagðir streitu- í Bandaríkjunum en í Japan valdar í Japan í grein sem birt var í Science News í júlí 1994, segir að nýlegar bandarískar rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl milli árangurs í stærðfræði og aukins andlegs álags, - hjá bandarískum ungling- um - ekki hjá unglingum í Japan og Taiwan. F'yrirsögn greinarinnar er „Teen students in U.S.: Stressed for succsess." David S. Crystal og Harold W. Stevenson sálfræðingar við University of Michigan í Ann Arbor, Michigan, og þeirra sam- starfsmenn rannsökuðu þessa þætti hjá nemendum í Bandaríkj- unum, Japan og Taiwan. Þeir segja að afburða námsárangur hjá nem- endum frá Japan og Taiwan virð- ist nást án merkjanlegrar streitu. í þessum Asíulöndum fá ungl- ingamir margvíslegan stuðning til að viðhalda námsárangri bæði frá foreldram sínum og jafnöldram.í Bandaríkjunum togast á hjá góð- um nemendum löngun til að eyða meiri tíma í námið og sinna fjöl- í stærðfræðiprófínu kom í ljós að unglingar frá Asíulöndunum sem náðu góðum árangri reyndust finna fyrir minni streitu en þeim sem ekki gekk eins vel. Aftur á móti sýndu bandarísku nemend- umir sem náðu góðum árangri á prófinu meiri streitueinkenni en þeir sem ekki gekk jafn vel. í viðtölum kom fram að banda- rískir og taiwanskir nemendur töldu skólann meiri streituvald en nemendur frá Japan, flestir jap- önsku nemendurnir töldu jafnaldra sína valda þeim meíri streitu. Bandarísku nemendur sögðu aftur á móti að íþróttir og hlutastarf væru meiri streituvaldar. Skýringin er talin geta verið sú að þeir eigi oft erfítt með að pússla saman námi og öðram áhugamálum. - Framhald. í seinni greininni verður tekið fyrir hvemig hægt er að ná góðum árangri i stærðfræði og áhrif for- eldra á stærðfræðinám bama. ÍDAG Farsi BRIPS Umsjðn Guðm. Páll Arnarson BANDARÍSKU spilaramir og bridsbókahöfundarnir Eddie Kantar og Mike Lawrence unnu vel saman í vörninni í spili dagsins. Fyrst valdi Kantar rétta útspilið og síðan fékk hann mikilvæga ieiðsögn frá Lawrence um besta fram- haldið: Suður gefur; enginn á Norður ♦ DG84 V 9 ♦ Á10984 ♦ DG4 Austur * 6 I V D108765 111111 ♦ 63 ♦ 10985 Suður ♦ K10753 V G3 ♦ D ♦ ÁK732 Vestur Norður Austur Suður 1 Iauf* Dobl Redobl 3 hjörtu 3 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar Pass Pass Pass • NS fylgja gamla stílnum að opna á laufi með 55 f svörtu litunum. AV unnu sigur í sögnum að ýta mótheijunum upp í flmm spaða, en sá sigur hefði farið fyrir litið ef Kantar hefði spilað út hjartaás. En hann spilaði út einspilinu í laufi til að halda opnu hugs- anlegu sambandi í hjarta. Sagnhafi tók slaginn í borði og spilaði trompi. Kant- ar dúkkaði til að bíða eftir hjálp frá makker í næsta slag. Og þegar sagnhafi spil- aði aftur spaða henti Lawr- ence tígulþristi, sem er frá- vísun í þeirra aðferðum. Ein- kennilegt afkast, en þó mjög rökrétt. Með ás eða kóng í hjarta hefði austur auðvitað kallað strax í litnum. Og með höf- uðlausan hjartaher hefði hann að sama skapi vísað litnum frá. En hann kaus frekar að vísa tíglnum frá. Hvers vegna? Kantar túlkaði afkastið rétt: Ef makker getur hvorki kallað í hjarta eða vísað litn- um frá, hlýtur hann að vera með mannspil, sem hann veit ekki hvers virði er. Nefnilega drottninguna. Kantar spilaði því undan ÁK í hjarta og fékk þriðja slag- inn á laufstungu. Fallegt vamarspil, sem báðir vildu sjálfsagt nota í eigin bókum. hættu. Vestur ♦ Á92 V ÁK42 ♦ KG752 ♦ 6 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ný kenning um eyðni 22. JANÚAR sl. birtist grein eftir Einar Þor- stein í Morgunblaðinu undir titlinum Veraldar- vafstur. Vakti hún undr- un mína og aðdáun en þar var fjallað um nýja kenningu um eyðni. Sé eitthvað sannleikskorn í henni á hún tvímæla- laust skilið meiri at- hygli. Þar fjallar Einar um hvernig eyðni myndast og hvemig HlV-virasinn hefur áhrif á líkamann. Einnig um ákaflega skjótvirka lækningu á sjúkdómnum sem bygg- ist á því að hreinsa lík- amann af svonefndu benzeni. Ég hvet því sem flesta að kynna sér málið rækilega. Til er bók um þetta efni eftir Huldu Reg- her Clark, „Lækning á HIV og eyðni — með lýsingu á 70 lækningatilfellum“ og er hún byggð á margra ára rannsóknum og lækning- um á sjúkdómnum. Geir Agústsson,nemi, Melabæ 29, Reykjavík. Tapað/fundið Úlpa tapaðist KASMÍRBRÚN stungin þykk spariúlpa með skinni á hettu hvarf úr fatahengi í Tölvuskóla Reykjavíkur á milli kl. 10.30 og 12 sl. mánu- dagsmorgun. Viti einhver um afdrif úlpunnar er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 811921. HOGNIHREKKVISI „HANN 6€ SVODPAH SBNUþJÓrOR. /" Vikverji skrifar... VIKVERJI hefur jafnan reynt að fylgjast vel með innlendri þáttagerð ríkissjónvarpsins, enda hefur þar oft vel tekist til bæði hvað varðar efnisval og efnistök. I því sambandi má nefna þáttinn „í sannleika sagt“, sem iðulega hefur tekið á áhugaverðum mála- flokkum, sem brunnið hafa á hjört- um manna, og var svo einnig nú í vikunni þegar trú og trúarþörf var viðfangsefni þáttarins. Einn ljóður er þó á ráði annars ágætra stjórnenda þáttarins, Sigríðar Arnardóttur og Ævars Kjartans- sonar, en svo virðist sem oft gæti óþolinmæði í fari þeirra gagnvart viðmælendum. trúarbragða og hafði ekki lokið máli sínu þegar Sigríður tók af honum orðið. Hann bað þá kurteis- lega um að fá að klára, en Sigríð- ur lét sem hún heyrði ekki þá ósk og sneri sér að öðrum viðmælanda. Víkveija varð svo mikið um þetta að öll umræða sem eftir lifði þáttarins fór inn um annað eyrað og út um hitt enda varð framkoma stjórnandans heimilisfólki Vík- veija dijúgt umræðuefni fram eft- ir kvöldi. Auðvitað er tíminn, sem stjórnendur umræðuþátta hafa til umráða, ekki ótakmarkaður og oft þurfa þeir að sýna röggsemi til að koma sem flestu að. En fyrr má nú rota en dauðrota. xxx EINKUM var það áberandi í þættinum síðastliðið miðviku- dagskvöld þegar Sigríður tók orðið af fullorðnum manni, fyrrverandi kennara, með dálítið þjösnalegum hætti að því er Víkveija fannst. Var þetta einkum bagalegt fyrir þá sök að innlegg kennarans fyrr- verandi var hið áhugaverðasta að mati Víkveija, en hann var að ræða um ólík viðhorf Kínveija til xxx STUNDUM stendur Víkveiji nánast agndofa frammi fyrir undrum þjóðarsálarinnar. Hann hefur reyndar lengi vitað að eitt megineinkenni þessarar marg- höfða sálar væri eins konar spila- fíkn sem auðvitað á sér djúpar rætur í veiðimannasamfélaginu. Happadráttur er alþekkt hugtak meðal fiskimanna. Arin þegar til dæmis síldin gaf sig hér á árum áður var talað um „happadrætti“ en þegar síldin brást urðu menn að treysta á önnur jarðbundnari happadrætti - háskólans, DAS og SÍBS, en seinna meir þegar kvótar og aflaleysi höfðu rústað öllum náttúrulegum happadrættum, komu lottóið og skafmiðarnir ásamt spilakössum og gullnámum. Klókir markaðsmenn lærðu að höfða til þessarar spilafíknar landsmanna en maður hélt þó að hámarkinu væri náð þegar Toyota- umboðið bauð hverjum þeim sem gæti framvísað fótanuddtæki góð- an afslátt í bílakaupum. En það er öðru nær - hámark- ið hlýtur að vera að finna í nýj- asta fréttabréfi Verkfræðingafé- lagsins, þar sem boðuð er ný kjara- könnun meðal félagsmanna. Það kemur hins vegar í ljós við lestur fréttabréfsins að í undan- fömum könnunum hefur þátttak- an verið heldur dræm - reyndar svo dræm að í þetta sinn er því heitið að dregið verði úr nöfnum þátttakenda og í verðlaun verði nema hvað - NÝTT GASGRILL - sem aðalvinningur í kjarakönn- un!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.