Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLADW, KRINGIAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rætt um stækkun álversins í Straumsvík sem kosta mun 10 milljarða Um 200 manns fengju störf við framkvæmdir UM 200 manns fengju atvinnu við framkvæmd- ir vegna stækkunar álversins í Straumsvík, en formlegar viðræður eru nú hafnar milli ís- lenskra stjórnvalda og svissneska fyrirtækisins Alusuisse-Lonza um möguleika á stækkun ál- versins. Náist samningar um stækkunina ættu framkvæmdir að geta hafist síðar á þessu ári. Flutningur á nýlegum kerskála í eigu þýska álfyrirtækisins VAW er einn af þeim kostum sem sérstaklega hafa verið kannaðir, en bygg- ingartími slíks álvers er um tvö ár. Leiði viðræð- urnar til jákvæðrar niðurstöðu ætti því nýr ----'kerskáli að geta tekið til starfa síðari hluta ársins 1997. Áformað er að hinn nýi kerskáli rísi milli núverandi kerskála og Reykjanes- brautarinnar. 60% aukning framleiðslunnar Um yrði að ræða 60% aukningu á álfram- leiðslu við Straumsvík, eða um 60 þúsund tonn, en núverandi framleiðslugeta ÍSAL er 100 þús- und tonn á ári, og er áætlaður kostnaður við stækkunina um 10 milljarðar króna. Viðbótar- starfslið í Straumsvík þegar skálinn væri risinn yrði 100-120 manns. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, segir að orkuþörf þeirrar viðbótarál- framleiðslu sem rætt er um í Straumsvík sé á bilinu 800 til 900 gígawattstundir, en það sam- svarar nánast allri þeirri umframorku sem nú er til í landinu. Því þyrfti ekki að bæta við orku- framleiðsluna hér á landi strax, en hins vegar þyrfti að gera það mjög fljótlega. Stækkun álversins í Straumsvík hefur áður verið til umræðu, en af hálfu viðsemjenda ís- lenskra stjórnvalda hefur það til þessa ekki verið álitinn fýsilegur kostur. Geir A. Gunnlaugsson, stjómarformaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, segir að í viðræðunum við Alusuisse-Lonza sé verið að ræða um fjárfest- ingu upp á um 150 milljónir dollara, á meðan nýtt álver kosti um 1.000 milljónir dollara. Hann segir að ákvörðun um stækkun álversins sé því miklu minni ákvörðun en ef ráðist yrði í byggingu nýs álvers. ■ Tíumilljarðafjárfesting/12 Steinhús fleyguð af sökklinum ÞRÍR innlendir aðilar hafa kom- ið þeim ábendingum til sveitar- stjórans í Súðavík, Jóns Gauta Jónssonar, að hægt sé að flytja steinhús af hættusvæðum í byggðinni með því að taka þau af sökklunum. Jón Gauti segir að aðferðinni hafi verið beitt með góðum ár- angri í Svíþjóð við að flytja hús af jarðsigssvæðum. Er um að ræða svissneska tækni, að hans sögn, sem felst i því að losa húsið af sökkli sínum með kerfi vökvafleyga. „Þessar ábendingar gefa til- efni til þess að þær verði kann- aðar frekar og að mínum dómi er eðlilegast að Ofanflóðasjóður geri það enda stendur upp á hann í hugum fólks að kaupa þessar eignir,“ sagði Jón Gauti. Formaður VSÍ um launahækkanir Svigrúmið 2-4% á ári næstu tvö ár VINNUVEITENDUR leggja áherslu á að svigrúm sé til 2-4% launahækk- ana á ári næstu tvö árin í þeim samn- ingaviðræðum sem nú standa yfir. Þetta kom fram hjá Magnúsi Gunnarssyni, formanni Vinnuveit- endasambands íslands. Hann sagði að gert væri ráð fyrir 3,6% launa- hækkunum í OECD-löndunum. Þetta sé mikil breyting fyrir fyrirtækin frá síðasta samningstímabili og það sé ljóst að atvinnulífið sé að taka á sig verulegar byrðar. Magnús sagði að í meginatriðum —>-séu allir sammála um að viðhalda stöðugleikanum, fjölga störfum, styrkja samkeppnishæfni atvinnu- lífsins og reyna að auka kaupmátt. Viðræður um helgina í gær hófust samningafundir í húsnæði ríkissáttasemjara milli vinnuveitenda og nokkurra aðildar- félaga og sambanda innan Alþýðu- sambands Islands. Rætt er um samn- ing til tveggja ára eða til ársloka 1996. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði haldið áfram um helgina. Full- trúar Samiðnar, Verslunarmannafé-. lags Reykjavikur, Landssambands ís- Ienskra verslunarmanna og Iðju, fé- lags verksmiðjufólks, funduðu í gær, —cn í dag eru ráðgerðir fundir með Rafiðnaðarsambandinu, Samiðn og forystu Verkamannasambandsins. ■ Rætt um/6 ♦ ♦ ♦ Færeyingar fá 5.000 tonn SAMIÐ var um aflaheimildir Fær- eyinga hér við land á fundi þjóðanna sem haldinn var í Reykjavík í gær. ^ills verður þeim leyfilegt að veiða hér 5.000 tonn af botnfiski nú, en það er þúsund tonnum minna en heimildir þeirra voru. Ivan Johannesen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, segist sáttur við niðurstöðuna. I raun sé um hreina gjöf að ræða, því ekkert komi á móti. ■ AflaheimiIdir/4 Sjávarútvegsráðherra kynnir lög um umgengni um auðlindir sjávar Frystiskipum fjölgi ekki til aldamóta í DRÖGUM að lagafrumvarpi sjáv- arútvegsráðherra um umgengni um auðlindir sjávar sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn og þingflokkum, er lagt til að breytingar verði gerð- ar á lögum um fullvinnslu botn- fiskafla um borð í vinnsluskipum, þannig að fram til næstu aldamóta verði skipum ekki fjölgað. Þetta þýðir í raun að fjöldi frystiskipa myndi standa í stað næstu fimm árin. í rökstuðningi með frumvarps- drögunum er minnt á að þorskafli hafi dregist verulega saman á und- anförnum árum og ekki sé að vænta verulegrar aukningar í þorskveiði á næstu árum. Með hliðsjón af þessum samdrætti þyki eðlilegt að stöðva fjölgun fullvinnsluskipa um tíma. Ráðherra geti þó vikið frá þessu banni, farist skip með fullvinnslu- leyfi eða verði fyrir altjóni. Jafnframt er lagt til að frestað verði til 1. janúar árið 2000 að skylda eldri fullvinnsluskip til að nýta allan afla og fiskúrgang, þar sem í Ijós hafi komið að eldri skip hafi fæst möguleika á að sinna slíkri skyldu án verulega kostnaðarsamra breytinga. Fiskistofa upplýsi um brot í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lögfest verði bann við að henda fiski í hafið. Ráðherra geti þó með reglugerð heimilað að varp- að sé fyrir borð innyflum, hausum, afskurði og öðru sem fellur til við verkun eða vinnslu afla um borð, enda verði þessi úrgangur ekki nýtt- ur með arðbærum hætti. Meðal annarra atriða sem nefna má í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra, er að bátum undir 30 brúttó- tonnum að stærð verði óheimilt að stunda veiðar með þorskfisknetum frá 1. nóvember til loka febrúar. ► Oheimilt verði að hefja veiðiferð án þess að skip hafi veiðiheimildir í þeim tegundum, sem líklegt er að fáist í veiðiferðinni. ► Fiskistofu verði heimilt að áætla viðbótarafla á skip, víki aflasam- setning þess verulega frá aflasam- setningu annarra skipa, sem stunda hliðstæðar veiðar. ► Að skylt verði að draga reglu- lega veiðarfæri sem skilin eru eftir í sjó, svo sem net og línu. Heimilt verði að draga upp veiðarfæri sem ekki er sinnt, á kostnað eigenda, en selja þau ef ekki er vitað um eiganda. ► Fiskistofa skal birta opinber- lega upplýsingar um sviptingu veiði- heimilda. Tilgreina skal þar heiti skips, skipsskrárnúmer, útgerð þess, tilefni leyfissviptingar og til hvaða tímabils sviptingin nær. ► Fiskistofa skal birta reglulega upplýsingar um þau skip sem hafa veitt umfram aflaheimildir og upp- lýsingar um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla skips. Morgunblaðið/Þorkell KLAKABUNKAR voru víða í Reykjavík í gær og átti fólk erfitt með að fóta sig, jafnt ungir sem gamlir. Morgunblaðið/Kristinn JON Baldursson yfirlæknir og Kristín Jónsdóttir Íýúkrunarfrædingur búa um handleggs- brot á slysadeild í gær. Fjölmörg hálkuslys MJÖG mikið álag var á slysadeild Borgarspít- alans í gær og í gærkvöldi höfðu yfir 90 manns leitað þangað. Erillinn var bein afleiðing af hálkunni sem var gífurleg og lúmsk á öllum gangstéttum og götum, öðrum en þeim sem mest umferð er um. Ágúst Kárason, læknir á slysadeild, orðaði það svo að allir væru á hausnum og þorri þess- ara tæplega hundrað manna væri beinbrotinn eða illa snúinn. „Menn eru að snúast í hring í loftinu og lenda allavega þannig að þetta eru alls konar brot,“ sagði Ágúst og kvaðst óttast að fleirum yrði hált á svellinu í nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.