Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 D 3 HANDKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikirnir í karla og kvennaflokki verða báðir í Laugardalshöll í dag. Kvennale- ikurinn milli Stjörnunnar og Fram hefst kl. 13.30 og karla- leikurinn milli KA og Vals hefst ki. 17.00. Innanhús í HÖilinm' verða stuðn-< ingsmenn KA öðru megin í stúkunni og stuðningsmenn Vals hinu megin og verða sætístuðn- ingsmanna h'ðanna sérstaklega merkt. Stuðningsmenn ætla að hita upp i Valsheimilinu kl. 14.00. Þar verður breiðtiald þar sem sýndar vera myndir frá gömlum úrslitaleikjum Vals. Eins gefst stuðningsmönnum kostur á að mála sig í Valslitunum. Stuðn- ingsmenn KA hittast á Glaumbar kl. 14.00 og þar verður m.a. hægt að fá keypta fána féiagsins og trefla, KA-liðið kom til Reykjavíkur í gær og dvaldi á Hótel Örk íHveragerðisl. nótt ogkoma síðan þaðan beint í leikinn á í dag. Búist er við að stuðnings- menn KA fjöimenni frá Akureyri bæði með flugi og rútubflum. Allir búast við spennandi leik enda hafa leikir Iiðanna í deildinni í vetur verið jafnir og spennandi. Valur vann fyrri leik- inn á Akureyri 21:24 eftir að KA bafði verið yfir í hálfleik 14-10. Síðari leikurinn að Hlíð- arenda endaði með jafntefli 18:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:10 fyrir Val. Reikna má' með að húsfyllir yerði í Laugardalshöll i dag því ávallt er mikil stemming sem fylgir bikarúrslitaleik. Áhorfend- ur eru því hvattir til að mæta stundvíslega. Verð á aðgöngum- iðum er kr. 1.000 fyrir fuliorðna og kr. 300 fyrir börn 13 ára og yngri. ¦ -*r ' jtslitaleikur bikarkeppninnar %JJ er hápunktur handbóltaver- tíðarinnar. Þetta er 22. bikarúr- slitaleikurinn í karlaflokki og hafa Víkingar oftast fagnað sigri, eða sex sinnum ails. Vals- menn urðu fyrstu bikarmeistarar karla, árið 1974. Rútur verða notaðar til koma heistu stuðningsmönnum liðanna í LaugardalshölL Rútur verða frá Valsheimilinu kl. 16 og einnig frá Glaumbar fyrir stuðningsmenn KA. Skorum tvö mðrk í senn..., er heitið á KA laginu sem mun örugglega hljóma í Höll- inni. Lagið og textinn er eftir Pétur Guðjónsson. Síðasta erind- Íð í laginu er svoná: ,,-KA menn vinnum leikinn, vinnum leikinn, vinnum leikinn KA menn, og núna verðið að skjóta og vörnina að brjóta." Leikskrá KA-manna fyrir bik- arúrslitaleikinn er mjög vegleg. Þar kennir ýmissa grasa og er þar m.a. að finna viðtöl við leikmenn og aðra harða stuðningsmenn. Þar er viðtal við Valsstrákinn í gulu treyjunni, Valdimar Grfmsson og eins við KA-manninn í rauðu treyjunni, Jón Kristjánsson. Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir, borgarstjóri í Reykjavík og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, verða heiðursgestir lið- anna á bikarúrslitaieiknum í karlafokki. Dómar leiksins verða Gunnar Kjartansson og öli ói- sen. Takist KA að sigra og fagna bikarmeistaratitli verður það í fyrsta sinn. KA lék til úr- slita í bikarkeppninni í fyrra gegn FH og varð að sætta sig við tap, 23:30. Sigri Valsmenn verður það í fimmta sinn sem bikarinn fer á Hlíðarenda. Hefðin hjá Val er ríkari og það raeður úrslitum - segir Guðjón Árnason, lyrirliði FH, sem lyfti bikarnum ífyrra Fyrírliðarnir takast á Erlingur Kristjánsson, fyrir- liði KA og Geir Sveinsson, fyrirliöl Vals, eiga sjálfsagt eftir að takast á í bikarúr- slltaleiknum í Laugar- dalshöll í dag. „ÉG hallast að því að Valsmenn verði bikarmeistar- ar. Hefðin er til staðar hjá félaginu og það vegur ótrúlega þungt ísvona úrslitaleik. Þessir strákar hjá Val eru einnig búnir að fara í gegnum tvær úrslitakeppnir í Islandsmótinu og bikarúrslitaleik og vita þvíhvað þarf til. KA hefurfarið ígegnum aðeins einn bikarúrslitaleik og þess vegna held ég að Valur taki bikarinn en ekki með miklum marka- mun, munurinn verður líklega eitttiltvö mörk," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, sem fagnaði bikarmeistaratitlinum ífyrra meðfélagi sínu eftir sigur á KA, 30:23. Leikur Vals og KA hefst kl. 17.00 í dag í Laugardalshöll. Guðjón þekkir það vel að taka þátt í bikarúrslitaleik. Hann sagði að það væri toppurinn á vetrinum að taka þátt í svona leik. „Það er nú ekki gott að lýsa þeirri spennu sem fylgir bikarúrslitum. Spennan byrjar strax eftir síðasta leik fyrir bikarúrslitaleikinn og hleðst upp hægt og sígandi fram að leikdegi og þá eru menn orðnir mjög spenntir. Andrúmsloftið í kringum svona leik er ótrú- legt. í fyrra þegar við spiluðum til úrslita var eins og það væri býflugnabú í maganum á mér fyrir leikinn þó svo að ég sé búinn að leika yfir 400 leiki. Það er mikið í húfí og menn eru fyrst og fremst að þessu til að vinna þessar dollur og leggja því allt í svona leik. Þetta er engu líkt. Svo er sigurvíman engu lík, það þekkja þeir sem hafa kynnst henni. Það er hreint ótrúleg tilfinning," sagði Guð- jón.. „Ég held að þetta verði leikur þar sem varnarleikurinn verður í fyrirrúmi. Bæði liðin leika harða og góða vörn: Þetta veltur á því hvernig liðin spila varnarleikinn óg f fram- haldi að því hvernig markverðirnir koma inní. Bæði liðin spila sinn hefðbundna sóknarleik þar sem þau skora yfir- leitt sín 20 til 22 mörk í leik. En þetta verður spennandi leikur og úrslitin ráðast ekki fyrr en á síðustu mínútum." Guðjón segir að vissulega séu KA-menn reynslunni rík- ari frá í fyrra. „Það munar strax um að hafa tekið þátt í einum svona leik. Þessi leikur er mikið meira en þessar sextíu mínútur sem menn eru inni á vellinum. Það er undirbúningurinn síðustu tvo til þrjá dagana sem skiptir miklu máli þegar allt snýst um þennan eina leik. Það er gríðarleg reynsla að hafa farið í gegnum það einu sinni áður. Menn eru skotspónar hver í sínu bæjarfélagi marga daga fyrir leik. Allar æfingar vikuna fyrir leikinn eru eingöngu miðaðar við þennan eina leik. KA-menn láta ekki valta yfir sig aftur eins og í fyrra. Þeir eru líka með mun sterkara lið varnlega séð núna. Ég held að það sé meiri spurning hjá þeim hvernig lykilmenn þeirra smella saman, Valdimar, Patrekur og jafnvel Alfreð. Valsmenn eru með miklu jafnara lið og því geta þeir bakkað hvorn annan uppi miklu frekar. Þetta er líka spurn- ing um „dagsformið" og það er því hægt að segja að í raun geti allt gerst í svona leik þó ég hallist að sigri Vals." p^^^y^M^i Guðmundur Hrafnkelsson 34/2 Sigmar Þröstur Óskarsson 34/1 , .4 , l Geir Sveinsson 3 | >—r Leó Orn Þorleifss ------m— á "**"*""*" -^m — — -**'" l Júlíus Gunnarss. 10 lErlingur Kristjánss. 1 Dagur Sigurðsson 71 Atli Þór Samúelss. 11 Byrjunarlið Vals og KA Skoruð mörk og varin skot þeirra leikmanna liðanna í innbyrðisleikjum í vetur: ^TKA-Valur 21:24 & Valur-KA 18:18 y*sd{\ FOLK ¦ SJGMAR Þrðstur Osknrsson, markvörður KA, hefúr orðið bikar- meistari með tveimur liðum, ÍBV og Sljðrnunni. Hann gæti því full- komnað þrennuna með sigri í dag. ¦ ERLINGUR Kristjánsson gæti orðið fyrstur til þess að fagna Is- landsmeistaratitli í knattspyrnu og bikarmeistaratitli í handbolta, sem fyrirliði. Þ.e.a.s ef KA vinnur Val í dag. Erlingur var fýrirliði^ knatt- spyrnuliðs KA sem varð íslands- meistari 1989. ¦ JÓN Kristjáasson, bróðir Erl- ings,_ sem leikur með Val, var einn- ig í íslandsmeistaraliði KA í knatt- spyrnu 1989. ¦ ERLA Rafnsdóttir leikur með Stjörnunni gegn Fram í dag en hún hefur orðið bikar- og íslandsmeist- ari með Fram. Ætlum að vinna fyrir Guðrídi Fyrirliði Fram í bikarleiknum gegn Stjörnunni í dag verður Zelka Tosic en hún hefur spilað með Fram undanfarin tvö ár. „Spennan hefur verið mikil og við ætlum að fá útrás í leiknum. Stjarn- an er með gott lið en við þessar reynslumeiri ætlum að nýta okkur reynsluna og hinar fylgja okkur eftir. Við ætlum að vinna fyrir Guðríði," sagði Zelka. Zelka er frá Króatíu og hefur þrisvar áður leikið til úrslita í bikar- keppni. Að vísu aldrei hér á landi en tvívegis með Dalmo-Split í fyrr- um Júgóslavíu 1987 og 1988 þar sem hún hampaði bikarnum með félögum sínum annað árið. Einnig með Júgóslavneska landsliðinu 1987 þegar það vann Ungverja í Evrópukeppni. Hefdi vlljað Guðríði á móti mér „Við höfum breiddina og leik- menn sem geta skotið fyrir utan en Framliðið hefur góða vörn og markvörðinn. Reynslan er svipuð og úrslitin velta alveg á hvort liðið kemur ákveðnara til leiks því stress- ið er búið að vera mikið," sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Stjörnunnar um leikinn. „Ég hefði viljað hafa Guðríði á móti okkur og vinna Fram þannig því annars er hætta á vanmati hjá okkur. Þá er bara að ná sér á strik og það er kominn tími til að vinna þennan bikar," bætti Guðný við. Námskeið í hugarþjálfun fyrir íþróttamenn Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir til þess að koma andlega vel undirbúinn til keppni. Námskeiðið hefst 9. febrúar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Leiðbeinendur eru: Dr. Hörður Þorgilsson, sálfræðingur, og Salbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur. Upplýsingar og skráning alla virka daga kl. 17-18 í síma 19550 og í símum 682751 og 79164 eftirkl. 20. Sálfrœðistofan sf Klapparstíg 25-27, sími 19550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.