Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 4
KEILA / NORÐURLANDAMOT Verðlaun Verðlaunaskipting — gull, silfur og b Finnland.......3 Svíþjóð........1 Noregur........2 Danmörk........0 ísland.........0 Sigursælar stúlkur frá Finnlandi FiNNSKA kvennalið- ið sem tryggðl sór gullverðlaun I flmm manna sveitar- keppnl. Liðlð skipar Paulllna Aalto og Leena Pulliainen, sem unnu einnig gull f tvfmennlngl, Relja Lundén, Anu Peltola, Janna Puhakka og Tulja Saarl-Hossi. Morgunblaðið/Þorkell Tvöfaldur sig- ur Finnlands Finnska karlaliðið hafði heppnina með sér í bráttunni gegn íslenska liðinu Varamaðurinn stal senunni STEFAN FalkhMll frá Norrköping stal heldur betur senunni á NM í gærmorgun — þegar hann gerði sér lítið fyrir og fékk 290, sem er hæsta skor á Norður- landamótinu, en þess má geta að ekki er hægt að fá hærra en 300 stig. Falk- háll byrjaði á því að senda fimm keilur niður — missti kúluna. Þá tók hann kúl- una sem hann notar í annað kast sitt — kúlu til að taka leifarnar, en sú kúla er þyngri. Keilurnar fimm féllu, þannig að hann lokaði rammanum. Þar sem skotið var í góðu lagi ákvað hann að leika áfram með kúlunni og það var eins og við manninn mælt, hann náði ellefu fellum í röð við mikinn fögnuð keppenda og áhorfenda. Vann afrekið gegn löndum sínum ÞAÐ sem meira var, hann vann þetta afrek í leik gegn löndum sínum — sænsku fimm manna sveitinni. FalkháU var vara- maður sveitarinnar og lék í sveit sem var skipuð varamönnum þjóðanna fimm. Þess má geta að „varamennirnir“ lögðu Svía í leiknum, sem Falkhall náði 290 stigum. Svíarnir léku á 222,219,187, 266,154. Elín ekki langt frá úrslitum Elín Óskarsdóttir náði bestum árangri íslensku stúlknanna í einstaklingskeppn- inni — varð í sautjánda sæti. Tólf stúlkur komust í úrslitakeppnina. Fyrir síðasta leikinn var Elín í tíunda sæti, en þá brást henni bogalistin — lék síðasta leikinn á 136, sem var langt fyrir neðan meðal- skor hennar, 184,2.- Tíu ára afmæli TÍU ár voru liðin — 1. febrúar, síðan Keiluhöllin í Öskjuhlíð var opnuð. Glæsi- legar endurbætur hafa verið gerðar á höllinni fyrir NM. í tilefni afmælisins verður haldið opið mót á morgun, sunnu- dag, kl. 11 til 17, úrslitakeppnin hefst síðan kl. 18. Boðið verður upp á veiting- ar kl. 16 — þá verður afmælistertan sneidd niður. FINNAR urðu Norðurlandameistarar ífimm manna sveita- keppni karla og kvenna, sem lauk í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð ígærkvöidi. Finnska karlasveitin mátti hrósa happi að komast í þriggja liða úrslit og leikmenn hennar geta þakkað Kai Virtan- en fyrir að íslendingar voru lagðir að velli með aðeins 28 stiga mun. Finnar fengu 5.655 stig gegn 5.627 stigum íslend- inga. Spennan var geysileg undir lokin, því að allt leit út fyrir að íslendingar myndu skjótá sterkri sveit Finna ref fyrir rass og komast f þriggja liða úrslitin. Það var þá sem Virtanen fór í gang — náði fjórum fellum i þremur síðustu römmum sín- um, sem dugði Finnum til sigurs og honum að komast f tólf manna úrslitakeppni einstaklinga, sem hefst í dag. Hann lét ánægju sína f Ijós með að kasta sér flötum á gólfið. Það var svekkjandi að tapa for- skotinu á Finna niður á ell- eftu stundu,“ sagði Halldór Sig- urðsson, landsliðsþjálfari íslands. ■■■■I Geysileg stemmn- Sigmundurö. ing var í Keiluhöll- Steinarsson inni, þegar íslend- ingar og Finnar börðust — áhorfendur vel með á nótunum, en það dugði ekki. Finnar komust áfram með Dönum og Svíum. Þar sem Danir urðu efstir í sveitakeppninni sátu þeir hjá þegar úrslitakeppnin hófst, en Finnar léku gegn Svíum og fóru með sigur af hólmi, 422:379. Raatikainen rak smiðshöggið á sigur Finna Leiknir voru tveir leikir og fékk hver leikmaður sveitanna fímm skot. Danir byrjuðu vel í úrslitaleiknum gegn Finnum — náðu þremur fell- um, þegar Finnamir fóru í gang varð ekki aftur snúið. Þeir unnu fyrri leikinn 223:201, en hreinlega léku sér að Dönum í seinni leiknum — náðu átta fellum og lokatölur urðu 238:178. Teemu Raatikainen lauk leiknum með þremur fellum í síðasta rammanum. Finnsku stúlkumar mættu Svíum í úrslitum, eftir að Svíar höfðu unnið Dani 467:364. Sænsku stúlkumar veittu þeim finnsku harða keppni, en finnsku stúlkumar vom ekki á þeim bux- unum að missa meistaratitilinn á síðustu stundu, eins og þær gerðu í þrímenningnum gegn Norðmönn- um. ■ Úrslit / D2 „ Morgunblaðið/Þorkell Islenska karlaliðlð hafðl ekkl heppnina með sér f baráttunnl gegn Flnnum. Aftari röð: Halldór Sig- urðsson, þjélfarl, Ásgelr Þór Þórðarson, Björn Guðgeir Slgurðsson og Jón Helgl Bragason. Fremrl röð: Halldór Ragnar Halldórsson, Valgelr Guðbjartsson og Ingi Gelr Svelnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.