Morgunblaðið - 05.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.02.1995, Side 1
SKATTFRAMTALIP Upplýsingar um nokkrar leiðir einstaklinga til að lækka skattana, framtalsfrestir, kærur/2-7 FJÖLSKYLDUFJÁRMÁL Samsetning verðbréfaeignar norræn framkvæmdaáætlun um fjármálaþjónustu við einstaklinga, greiðsluskipting kortareikninga, útgjaldadreifíng heimilisreikninga, húsaleigubætur/8-13 TRYGGIN6AR Nauðsynlegar tryggingar, neytendaþjónusta í tryggingamálum, verðmætamat innbús/14-19 Fiármál 9 FJÖLSKYLDUNNAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 RETTITIMINNTILAÐ FARA YFIR FJÁRMÁLIN FRESTUR einstaklinga til að skila skattframtali rennur út næstkomandi föstudag, 10. febrúar. Reyndar er unnt að fá frest hjá skattstjóra út mánuðinn ef fólk þarf á að halda. Því má búast við að margir noti þessa helgi og næstu kvöld til að gera skattfram- talið. Gott er að nota tæki- færið til að gera upp tekj- ur og gjöld síð- asta árs og spá um leið í fjármál- in á komandi tímum. Nauðsynlegt að halda saman gögnum Mikilvægt er að undirbúa fram- talsgerðina með því að halda sam- an nauðsynlegum reikningum og greiðslukvittunum yfír allt árið. Sumir frádráttar- og bótaliðir sem fólk á kost á, eins og til dæmis vegna aksturs í þágu vinnuveit- anda og vaxtabætur, byggjast á því að gögnum sé haldið saman allt árið. I öðrum tilvikum þarf framteljandi að hafa gert ráðstaf- anir fyrir áramót, til dæmis við hlutabréfakaup og innlegg á hús- næðissparnaðarreikning. Þá er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa launamiða ársins og allar launakvittanir til að bera saman, allar kvittanir sem varða eigna- breytingar, til dæmis vegna bíla eða íbúða, fasteignamatsseðlinn sem reyndar fylgir skattframtali í flestum tilvikum, bankayfirlit, yfírlit um verðbréfaeign svo og um kaup á verðbréfum og sölu þeirra og arðmiða vegna hlutafj- áreignar. Fleira mætti telja, allt eftir aðstæðum hvers og eins. Þeir sem gera skattframtöl sín sjálfír geta gengið að flestum helstu upplýsingum í framtals- leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra sem fylgja eiga skattfram- tölum og í skýringum á bakhlið flestra eyðublaðanna. í leiðbein- ingunum er einnig gerð grein fyr- ir helstu breytingum sem orðið hafa á skattareglum frá síðasta ári, en þær snúast aðallega um reglur um vaxtabætur en einnig um kostnað á móti húsaleigutekj- um. í hvað fara penlngarnlr? Margir nota tækifærið til að fara ítarlega yfir fjármál sín, skuldir, tekjur og útgjöld, þegar skattskýrslan er gerð. Þá er fólk með öll gögn og gott yfirlit yfir málin og ætti að geta séð í aðal- atriðum í hvað launin hafa farið. Þeir sem halda heimilsbókhald og gera greiðsluáætlanir ættu að fara vel yfir það hvernig áætlanir hafa gengið eftir, ef þeir eru ekki nú þegar búnir að því. Nú er rétti tíminn til að taka nýjar ákvarðan- ir í fjármálum, ef til dæmis út- gjöld hafa farið úr böndunum. Morgunblaðið/Kristinn MIKILVÆGT er að halda saman öllum kvlttunum yflr ðrlö tll aö geta haft nauðsynleg gögn vlö hendlna þegar ráðist er í hlna árlegu skattskýrslugerð. 3XloröTmbIntní> M „Ég er laus við sveiflur í útgjöldum. Ég borga bara eina fasta greiðslu mánaðarlega." Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður IVLeð greiðsludreifíngu Heimilislínunnar er útgjaldaliðum ársins, einum eða Ileiri, dreift á 12 jafnar mánaðargreiðslur. Sama upphæð er millifærð mánaðarlega af launareikningi yfir á útgjaldareikning og bankinn sér um að greiða reikningana. I stað gluggaumslaga færðu sent mánaðarlegt yfirlit yfir greidda reikninga. BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Einfcildar fjármálin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.