Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SKATTFRAMTALIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 5 Leigaá móti leigu ÞEIR sem leigja út íbúðarhúsnæði mega draga frá tekjunum á rekstr- aryfirliti beinan kostnað við öflun þeirra, til dæmis fasteignagjöld, brunatryggingar og viðhald. Ekki má færa vaxtagjöld og fyrningar til frádráttar. Nú er í fyrsta skipti heimilt að draga greidda leigu frá leigutekj- Um. Hafí LEIGUTEKJUR ™ðu/1. ----------------- leigutekj- ur af íbúðarhúsnæði og á sama tíma leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota er honum heimilt að draga leigugjöldin frá leigutekjum, í stað beins kostnaðar eins og fyrr er vikið að. Heimild þessi er skilyrt á ýmsa vegu, m.a. að leigutekjurnar séu af íbúð sem ætluð er til eigin nota en er tímabundið leigð út. Þá ber að geta þess ákvæðis að í stað rekstrar- eða leigukostnaðar er íbúðareiganda heimilt að færa til frádráttar 80% af leigutekjunum og má búast við að sá kostur nýtist mörgum. Frádráttur þessi er tak- markaður við ákveðna fjárhæð, 311.760 kr. á ári eða 25.980 kr. á mánuði. Síðasttalda ákvæðið, nokk- urs konar frítekjumark á húsaleigu, var sett í skattalög í tengslum við ákvörðun um húsaleigubætur í þeim tilgangi að minnka hættuna á því að húsaleigubæturnar leiði til hækkunar leigu. Húsaleigu- bætur skatt- skyldar HÚSALEIGUBÆTUR sem greidd- ar eru út í fyrsta skipti á þessu ári, 1995, eru skattskyldar að fullu. Ekki er dregin af þeim staðgreiðsla þannig að þeir sem fá bætur á þessu ári greiða af þeim skatt við álagn- ingu 1996. Húsaleigubæturnar voru hugsað- ar til að koma á meira jafnræði milli leigjenda og þeirra sem kaupa eigið húsnæði og njóta vaxtabóta. Vaxtabætumar eru skattfijálsar eins og kunnugt er en skattlagningu húsaleigubótanna var mætt með hækkun þeirra. Húsaleigubæturnar skerða ekki bætur almannatrygg- inga. Skattaafsláttur fellur niður í áföngum HJÓN sem lögðu hámarksinnlegg á húsnæðis- sparnaðarreikning á síðasta ári fá liðlega 134 þúsund kr. skattaafslátt nú. Möguleikar til skattaafsláttar með því að binda fé með þessum hætti fjara út á næstu tveimur árum. Skattaafslátturinn reiknast af því fé sem fólk hefur lagt á húsnæðissparnaðarreikninga í bönkum og sparisjóðum á síðasta ári. Leggja þarf reglulega inn á reikn- inginn, að minnsta kosti ársfjórðungslega. Á síðasta ári þurfti innlegg hvers ein- staklings að nema að minnsta kosti 44.720 kr. samtals en að hámarki 447.200 kr. Skattaafslátturinn nemur 15% af innlegginu. Hámarksafsláttur hjóna 134 þúsund kr. í ár Hámarksinnlegg gefur því 67.080 kr. afslátt hjá einstaklingi. Frádrátturinn tvöfaldast ef bæði hjónin eru með reikning og geta þau lækk- að skatta heimilisins sam- tals um rúm 134 þúsund kr. með þessu móti. Endur- greiðslan kemur í pósti í ágúst þegar álagningin hefur verið birt. Afslátt- ur þessi er óháður frádrætti vegna hlutabréfa- kaupa. Bundiðítíuár Innstæður eru bundnar í tíu ár. Ef fólk hins vegar kaupir eða byggir íbúðarhúsnæði til eig- in nota á það rétt á að fá innstæðuna eftir þriggja ára sparnaðartíma. Noti fólk þetta sparnaðarform bjóða bankarnir reikninga sem jafnframt veita rétt til lána að spamaðartíma loknum. Möguleikar til skattaafsláttar með því að binda fé á húsnæðissparnaðarreikningum falla niður í áföngum og hverfa eftir árið 1996. Frádráttur vegna sparnaðar á síðasta ári er 15%, eins og fyrr segir, á þessu ári er hann 10% og loks 5% á árinu 1996. HÚSNÆÐISSPARNAUR Dæmi um lifcyrisgrciðslur úr fslenska lifcyrissjóönum er Inneign 5.475-501 kr. aö spamaðartíma loknum Sú upphæð veitlr 55.071 kr. lífeyri á mánuði í 10 ár cða 32.866 kr. iife) ri á mánuðl í 20 ár eða 25.831 kr. lífcyri á mánuði i 30 ár cða 17.866 kr. í vexti á mánuöi án þess að höfuðstóll sé skcrtur Framúrskarandi ávöxtun Eftir að tekið hefur verið tillit til rekstrarkostnaðar reyndist raunávöxtun sjóðsins 8,1% árið 1991, 7,7% árið 1992 og 15,4% árið 1993. LANDSBREF HF. Landsbankinn stendur með okkur Sufturlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, slml 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili ab Veröbréfaþingi islands. Flestir hafa líklega reiknað með því að steinbrúin yfir Ófærufoss í Eldgjá yrði alltaf á sínum stað. FJgnasamsetning íslenska lífeyrissjóðsins 1. janúar 1994. önnur Skuldabréf sveitarfólaga 3°/< Bankabréf 3% Ekkert er Of margir reikna með því að lífeyrismál þeirra verði í góðu lagi þegar þar að kemur. Ekkert er þó sjálfgefið í þeim efnum og reynslan sýnir að forsjálni er nauðsynleg. Með því að gerast félagi í íslenska lífeyrissjóðnum geturðu treyst hag þinn verulega á eftirlaunaaldrinum. Fjölmargir greiða eigið framlag og framlag vinnuveitanda að fullu í íslenska lífeyrissjóðinn. Aðrir, sem greiða lögum samkvæmt í starfsgreinasjóð, greiða viðbótariðgjald í íslenska lífeyrissjóðinn og koma þannig til með að auka lífeyri sinn í framtíðinni. Ráðgjafar Landsbréfa veita þér fúslega nánari upplýsingar. Skuldabróf meö ábyrgð ríkissjóös 90% Forsendur: Mánaöarlaun kr. 150.000.- lögjald 10% af launum eöa kr. 15.000.- Vextir 4% allt timabiliö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.