Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -------I-j-m-1—1—--•- SKATTFRAMTALIÐ Yfirskattanefnd lækkar gjöld í 42% kærumála YFIRSKATTANEFND lækk- ar gjöld í 42% þeirra mála sem kærð eru til hennar. Mikið kæruflóð er í skattkerfinu. Skattstjórar landsins fengu liðlega 9.100 kærur eftir síð- ustu álagningu, að meginhluta frá einstaklingum. Ríkisskatt- stjóri grípur stundum inn í afgreiðslu mála. Þá bárust tæplega 1.300 kærur til yfír- skattanefndar. Kærufrestur til skattstjóra er 30 dagar frá þeim degi sem hann auglýsir að álagningu skatta sé lokið. Kærur þurfa að vera skriflegar og rökstudd- ar. Skattstjóramir fengu alls 9.135 kærur eftir álagningu á síðasta ári, þar af voru hátt á áttunda þúsund frá einstakl- ingum. Innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests eiga skattstjóramir að hafa kveðið upp rökstuddan úrskurð. Kærum aftur að fækka Yfirskattanefnd er ætlað að kveða upp úrskurði innan þriggja mánaða frá því hún fær öll gögn í hendur, meðal annars greinargerð frá ríkis- skattstjóra sem ver málin fyrir hönd ríkisins en hann hefur 45 daga til upplýsingaöflunar. Samkvæmt þessu ættu málin að taka Qóra og hálfan mánuð. Meðaltími mála hjá nefnd- inni er nú sex mánuðir og er að styttast að sögn Ólafs Ól- afssonar, formanns yfírskatta- nefndar. Sum málin em það flókin að þau taka langan tíma, sum yfir ár, en önnur renna í gegn á tiltölulega skömmum tíma. Það hefur einnig áhrif á hraða málsmeð- ferðar hjá nefndinni að helm- ingur málanna kemur á síð- ustu þremur mánuðum ársins. Yfírskattanefnd fékk 1.290 kæmr á síðasta ári og er það 100 kærum færra en á árinu á undan. Á allra síðustu ámm hefur kæmm til þessa kæm- stigs í skattkerfínu íjölgað mjög og hafa ríkisskattanefnd og síðan yfírskattanefnd feng- ið 45% fleiri kæmr síðustu fímm árin en að meðaltali bár- ust til ríkisskattanefndar á ámnum 1980 til 1989. Telur Ólafur að fjölgun kæmmála sýni stórhert skattaeftirlit en einnig komi töluvert af málum vegna virðisaukaskatts. Þá séu aðeins farin að sjást stærri mál frá skattrannsóknarstjóra ríkisins. ÚrskurAum breytt í 42% mála Dijúgur hluti kærumálanna er vegna ökutækjastyrks og vaxtabóta og eru mörg mál lík. Ekki liggja fyrir tölur um niðurstöðu mála á starfstíma nefndarinnar en Ólafur hefur tekið saman upplýsingar um hálft annað ár, frá 1. júlí 1992 til ársloka 1993. í rúmlega 42% úrskurða á þessu tímabili vom gjöld kærenda lækkuð, í rúmlega 39% tilvika stóðu gjöld óbreytt og í 18% tilvika varð niðurstaða önnur, máli vísað frá, sent skattstjóra að nýju eða um var að ræða sekt- armál. Ólafur telur að hlutföll- in séu svipuð á síðasta ári. Frádráttar- og bótaliðir 1994 Fjöldi fram- Upphæð í Vaxtabætur teljenda milljónum kr. Greiddar bætur 43.164 2.756 Ökutækjastyrkur Framtaldir styrkir 24.007 3.321 - Kostnaður á móti 18.439 2.004 Dagpeningar Framtaldir dagpeningar 12.754 2.074 - Kostnaður á móti 11.666 1.930 Nám barna, veikindi o.fl. Lækkun tekjuskattsstofns 7.195 812 Arður af hlutabréfum Framtalinn arður 17.748 949 Skattfrjálst 16.615 458 Fjárfest í atvinnur ekstri Hlutabréfakaup 6.417 835 Áætlaður skattaafsláttur 350 Húsnæðisspamaðarr eikningar Innlegg á reikninga 5.244' 1.071 Áætlaður skattaafsláttur 214 Ynr 16.600 fram- teljendur fá skattfriálsan arð YFIR 43 þúsund nutu vaxtabóta á síðasta ári og námu heildar- greiðslur vaxtabóta liðlega 2,7 milljörðum kr., eða tæplega 64 þúsund kr. á mann. Vaxtabæt- urnar eru sá frádráttar/bótalið- ur á skattframtali sem flestir njóta. Liðlega 24 þúsund framtelj- endur fá ökutækjastyrk, að með- altali 138 þúsund á ári. Mikill meirihluti fær kostnað á móti, eða rúmlega 18.400 manns. Til skattlagningar koma aðeins lið- lega 1,3 milljarðar kr. af 3,3 milljörðum sem taldir eru fram sem ökutækjastyrkir á fram- tölum einstaklinga. Yfír 16.600 einstaklingar njóta skattfijáls arðs af hluta- bréfum, á sjöunda þúsund fá frá- drátt vegna kaupa á hlutabréf- um, og á sjötta þúsund leggja inn á húsnæðissparnaðarreikninga. Þá fá tæplega 7.200 framteljend- ur ívilnun vegna náms barna, veikinda o.fl., að meðaltali 113 þúsund hver maður. Á meðfylgjandi töflu sjást nokkrir frádráttar- og bótaliðir úr framtölum síðasta árs. Upp- lýsingarnar eru fengnar úr álagningarskrá og svokölluðu landsframtali sem ríkisskatt- stjóri tekur saman úr framtölum landsmanna að lokinni álagn- ingu ár hvert. ► Auglýsing umsameiningu 18 kveðið hefur verið að sameina Lífeyrissjóð bókagerðarmanna, Lífeyrissjóð Félags garðyrkju- manna og Lífeyrissjóð múrara Sameinaða lífeyrissjóðnum fró og með 1. janúar 1995. F ró og með 1. janúar 1995 verður skrifstofu Lífeyrissjóðs bóka- gerðarmanna að Hverfisgötu 21', skrifstofu Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna að Oðinsgötu 7 og skrifstofu Lífeyrissjóðs múrara að Síðumúla 25 lokað. ■ jóðfélögum fyrrnefndra lífeyris- sjóða og öðrum viðskiptamönnum er bent ó að skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins er að Suðurlandsbraut 30 IV. hæó, 108 Reykjavík sími 568 6555. 9 Lífeyrissjóðs bókageröarmanna 9 Lífeyrissjóös Félags garöyrkjumanna 9 og Lífeyrissjóös múrara 9 viö Sameinaöa lífeyrissjóöinn Reykjavík, 30. desember 1994 Stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna Stjórn Lífeyrissjóðs múrara Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ^fsUieynr SameinaSi ífeyrissjóÖurinn Su&urlandsbraut 30, 108 Reykjavík Simi 568 6555, Fox 581 3208 Grænt númer 800 6865 Venjulegir dagpeningar beint til frádráttar HEIMILT er að færa ferðakostn- að til frádráttar á móti fengnum dagpeningum vegna ferða á vegum vinnuveit- anda, hvort sem ferðast hefur ver- ið innanlands eða utan. Fjárhæðin þarf þó að vera innan þeirra marka sem fram koma í skattmati ríkis- skattstjóra og birt er á bakhlið eyðublaðsins sem launþegar ---------------- þurfa að fylla út og senda með skattframtali sínu til að fá frádráttinn viðurkenndan. Skattyfirvöld gera það einnig að skilyrði fyrir frádrætti að í bók- haldi vinnuveitanda og hjá launa- manni séu til gögn um tilefni ferð- arinnar, dagafjöldi og fjárhæð dag- peninga, enda þarf að hafa hluta þeirra upplýsinga við höndina þeg- ar dagpeningaeyðublað skattsins er útfyllt. Hjá almennum launamönnum eru dagpeningar oftast innan þeirra marka sem ríkisskattstjóri setur og færast dagpeningarnir þá til tekna á framtalinu og sama fjár- hæð dregst beint frá í frádráttarlið- um. DAGPEN- INGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.