Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUBAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eyddu isparnað Pantaðu áskrift í sima 562 6040 Sjábu hlutina í víbara samhengi! Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu ad taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Pantaðu áskrift í síma 562 6040 FÓLK getur keypt sér slysa- tryggingu við heimilisstörf með því að krossa í sér- stakan reit á forsíðu skattframtalsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deild- arstjóri upplýsingadeildar Trygg- ingastofnunar, segir að þetta sé ódýrasta tryggingin á markaðnum og margir hafi notið góðs af henni. Hjón geta valið um það hvort annaðhvort eða bæði tryggi sig. Iðgjaldið er innheimt með opinber- um gjöldum og var 962 krónur á síðasta ári. Gildir í Innkaupaferðum Slysatryggingin nær til heimils- starfa inni á heimili, í bílskúrnum, garðinum, sumarbústaðnum og í innkaupaferðum í þágu heimilis og fjölskyldu. HEIMILIS- Tryggingin tek' ur aðeins til STORF starfa hér á landi. Auk hefðbundinna heimilis- starfa, svo sem við matseld og þrif, telst umönnun sjúkra, aldr- aðra og bama hins tryggða á heim- ilinu til heimilisstarfa. Einnig venjuleg viðhaldsverkefni, svo sem málning og minni háttar viðgerðir. Ásta Ragnheiður nefnir eftirfar- andi slys sem dæmi um þau sem tryggingin hafi bætt: Einn datt í tröppum og lærbrotnaði þegar hann var að fara út með ruslið. Annar brotnaði við fall í hálku á bílastæði við stórmarkað. Sá þriðji datt af stól þegar hann var að hengja upp gluggatjöld. Slysatryggingin nær meðal ann- ars ekki til slysa sem fólk verður fyrir við daglegar athafnir svo sem við að baða sig, klæða og borða. Hún nær heldur ekki til slysa á ferðalögum, til dæmis í tjaldi, hjól- hýsi eða á hóteli. Ásta Ragnheiður leggur áherslu á að fólk verði að tilkynna um bótaskyld slys til Tryggingastofn- unar ríkisins. Bætur eru þær sömu og við hefðbundna slysatryggingu við vinnu en þær eru þessar: • Slysadagpeningar frá og með 8. degi enda hafi hinn slasaði ver- ið óvinnufær í minnst tíu daga. Dagpeningar greiðast að jafnaði ekki lengur en í eitt ár. • Sjúkrakostnaður vegna slyss, svo sem læknishjálp, lyf og sjúkra- flutning. • Örorkubætur ef örorka er metin meira en 10%. • Dánarbætur ef slys veldur dauða innan tveggja ára frá því slysið varð. „ðdýrasta tnmingin á maikalnum"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.