Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 14
íslendingum þykir vænt um eignir sínar og hugsa frekar um að tryggja bíla sína og hús en sjálfa sig. Við erum sérstaklega á eftir í líf- og sjúkratryggingum. HVERRI fjölskyldu er nauðsynlegt að hafa ákveðnar tryggingar, sumar eru reyndar lögboðnar, en matsatriði getur verið með aðrar. Helstu trygg- ingar heimilis og fjölskyldu eru lög- boðin brunatrygging húseignar ásamt viðlagatryggingu, húseig- endatrygging, heimilistrygging, lög- boðin ábyrgðartrygging bifreiðar ásamt kaskótryggingu, slysatrygg- ing í frítíma, líftrygging og sjúkra- trygging. Farið er yfir sviðið með Erni Gústafssyni, framkvæmda- stjóra einstaklingstrygginga Vá- tryggingafélags íslands (VIS). Hús Eigi fólk hús þarf það að vera með brunatryggingu húseignar, sem raunar er lögbundin. Viðlagatrygg- ing íslands bætir síðan tjón á bruna- tryggðum húseignum og lausafé vegna náttúruhamfara, svo sem snjófióða, eldgosa og jarðskjálfta. Örn segir nauðsynlegt að tryggja húsið fyrir öðru en bruna og þar komi húseigendatryggingin til. Hún tekur m.a. yfir tjón af völdum óveð- urs, foks og vatns. Heimili Innbú heimilisins þarf að tryggja. Þar er helst um að velja innbústrygg- ingu sem bætir tjón á lausafjármun- um vegna bruna, vatns, innbrots, ráns og sótfalls. Eða það sem al- gengara er, heimilistryggingu sem hefur víðtækara bótsvið. Hún inni- felur að auki ábyrgðartryggingu sem verndar hina vátryggðu gegn skaða- bótaábyrgð sem á þá kann að falla og frítímaslysatryggingu sem greiðir dánar- og örorkubætur vegna slyss sem hinn tryggði kann að verða fyr- ir í frístundum. Hámark er á bótum, þannig að fólk þarf að tryggja dýra muni sérstaklega. Bílar Bílarnir eru tryggðir lögboðinni ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem ökutækið veldur þriðja aðila. Örn segir í flestum tilvikum nauð- synlegt að kaupa einnig kaskótrygg- ingu, til að tryggja sig fyrir eigin tjóni, til dæmis þegar maður lendir í árekstri og er í órétti, þegar kvikn- ar í bílnum, honum er stolið eða skemmdarverk unnin á honum. Örn segir að a.m.k. allir sem eigi nýja og dýra bíla ættu að vera með kaskó- tryggingu, til dæmis ef bíllinn eyði- legðist alveg. Sjálfsábyrgð lækkar iðgjaldið og segir Örn að algeng sjálfsábyrgð sé á bilinu 60 til 90 þúsund kr. Slys Öm segir að íslendingar hugsi minna um eigin líf- og heilsutrygg- ingar en eignatryggingar. Við mat á slysatryggingu er fyrst athugað hvemig viðkomandi er tryggður í vinnunni. I venjulegum launþega- tryggingum séu örorku- og dánar- NAUÐSYNLEGT er að vera viðbúinn því óvænta. Morgunblaðið/Júlíus />»«) cr þettu regtukga scm gerir spamjdittn i/O wruh'ikíi Rétt ákvörbun er nú orbin að einni million « • / w / Tbð •• ^ hja Þor og Björgu Meb því ab leggja fyrir hvort iun sig um 5.000 krónur á mánubi meb áskrift ab spariskírteinum ríkissjóbs, hafa Þór og Björg safnab 1.007.000 kr. á abeins fimm árum. Þab sama getur þú. Þú getur líka, skref fyrir skref, byggt upp þinn eigin sparnað með því að panta áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú pantar áskrift núna færðu senda möppuna Spamað heimilisins - handbók áskrifandans, þar sem þú getur gert greiðsluáætlun fyrir fjárhagsmál þín og haldið áreiðanlegt heimilisbókhald. Þab þarf abeins eitt símtal til ab byrja ab spara. Hringdu núna og pantaðu áskrift að spariskírtcinum ríkissjóðs. Síminn er 562 6040, grænt númer 99 66 99. Þú getur einnig hringt í Áskriftarsímann 99 65 75 sem er opinn allan sólarhringinn. Byrjaðu að spara á nýju ári. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð Hjónin Þór og Björg geröust áskrifendur aö spariskírteinum ríkissjóös í apríl 1989 og hafa síöan keypt spariskírteini mánaöarlega fyrir um 5.000 kr. hvort. Þessi mánaöarlegi sparnaöur, ásamt áföllnum vöxtum og veröbótum miöaö viö 1. janúar 1995, gerir 1.007.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.