Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 TRYGGINGAR MORGUNBLAÐIÐ Stór hluti umkvörtunarefna neytenda vegna trygginga snýst um ökutækjatryggingar. Helmingur fyrirspuma til neytendamála- deildar Vátryggingaeftirlitsins er vegna þeirra, sömuleiðis meginhluti málskota til nýstofnaðar úrskurðamefndar vátrygginga- Máiskotsgjaid endurgreitt ---------------------------------------- ■■ " mála. Urskurðamefndin hefur auðveldað Morgunblaðið/J úlíus SAKARSKIPTING í árekstarmálum er eilífðardellumál mllll trygglngafélaga og vátrygglngataka. koma sjónarmiðum sínum á fram- færi innan hálfs mánaðar. Rúnar segir að yfirleitt taki það nefndina mánuð eða hálfan annan að afgreiða mál. Stundum þurfi þó að óska eftir fyllri upplýsingum og taki málið þá lengri tíma. neytendum að ná rétti sínum því hún hefur breytt úrskurðum tryggingafélaganna neyt- endum í hag í öðm hverju máli sem til henn- ar hefur verið skotið. NEYTENDUR hafa nokkra mögu- leika til að ná fram rétti sínum í samskiptum við tryggingafélögin, án þess að fara með málið fyrir dómstóla. Ef þeir eru óánægðir með ákvörðun tryggingafélags síns geta þeir skotið málinu tii tjónanefndar vátryggingafélaganna. Þeir geta einnig leitað til neytendamáladeild- ar Vátryggingaeftirlitsins. í lok október tók til starfa úrskurðar- nefnd í vátryggingamálum og hefur hún sannað gildi sitt á þeim stutta tím_a sem hún hefur starfað. & Úrskurðarnefndin starfar sam- kvæmt samkomulagi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Neyt- endasamtakanna og Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. í henni sitja þrír lögfræðingar, einn frá hveijum aðila. Nefndinni er ætlað að Qalla um ágreining um bóta- skyldu, þar með talda sök og sakar- skiptingu milli neytenda og trygg- ingafélags. Henni er hins vegar ekki ætlað að úrskurða um bótaíjár- hæðir nema að fengnu samþykki aðila. Fljótt og ódýrt Nefndin hóf að taka við málum í lok október á síðasta ári og um ára- mót hafði 36 málum verið skotið til hennar og töluvert hefur bæst við síðan. Mikill meirihluti málanna er vegna árekstra ökutækja, eða 32. Hin eru m.a. vegna húseigenda- tryggingar og sjúkra- og slysatrygg- ingar. Langflest ökutækjamálin snú- ast um eilífðardeilumálið, sakar- skiptingu. Formaður úrskurðarnefndarinn- ar, Rúnar Guðmundsson skrifstofu- stjóri Vátiyggingaeftirlitsins, telur að tilkoma úrskurðamefndarinnar sé mjög til hagsbóta fyrir neytend- ur. Nefndin afgreiði málin tiltölulega fljótt, með rökstuddu áliti og mál- skotsgjald sé lágt. Erindi sem nefnd- inni berast em í upphafi send til viðkomandi vátryggingafélags eða félaga og þeim gefinn kostur á að Neytandi þarf að greiða 3.400 krónur í málskotsgjald kjósi hann að fela nefndinni að fjalla um mál sitt. Gjaldið er síðan endurgreitt ef úrskurður fellur neytandanum í vil að hluta eða öllu leyti. Nefndin hafði um áramót úrskurðað í 26 málum og í rúmlega helmingi þeirra var málskotsgjald endurgreitt. Það þýðir að úrskurðarnefnd breytir úrskurð- um tjónanefndar neytendum í hag í meira en annað hvert skipti. Rúnar segir að þetta þurfi ekki að sýna að tryggingafélögin hafi verið að bijóta rétt á vátryggingatökum. Alitamálin séu mörg og oft hafi menn náð að afla nýrra sönnunar- gagna áður en málinu hafi verið skotið til úrskurðarnefndarinnar. Ef þau hefðu legið fyrir við ákvörðun tryggingafélags og tjónanefndar hefðu ákvarðanir þeirra ef til vill orðið á annan veg. Úrskurðir nefndarinnar eru bind- andi fyrir hlutaðeigandi trygginga- félag, nema það tilkynni neytandan- um og nefndinni annað innan ákveð- ins tíma. Úrskurðimir eru hins vegar ekki bindandi fyrir neytendur sem geta ávallt vísað málum til dómstóla. Rúnar tekur undir þá skoðun að fyrir löngu hafi verið tímabært að koma á slíkri úrskurðamefnd og bendir á að stjómvöld, Neytenda- samtökin og tryggingafélögin hafi öll verið á þeirri skoðun og þau standi sameiginlega að nefndinni. Nefndin dragi úr þörf neytenda fyr- ir að leita til dómstóla með ágrein- ingsefni við trygginga- félögin. 400 mál tll kvörtunar- og upplýsíngaþjónustu V átryggingaeftirlitið hefur starfrækt skipu- lagða neytendaþjón- ustu í þrettán ár og hefur hún fengið um 400 fýrirspurnir á ári undanfarin tvö ár, yfir 500 árið þar á undan en heldur færri áður. Um það bil helmingur fyrirspurnanna er vegna ökutækjatrygg- Rúnar inga. Guömundsson Nýlega hefur verið sett ný reglugerð fyrir neytendamáladeildina þar sem meðal annars er tekið tillit til úr- skurðamefndar í vá- tryggingamálum. Hlut- verk deildarinnar er meðal annars að hafa með höndum upplýs- inga- og kvörtunar- þjónustu fyrir vátrygg- ingataka. Upplýsinga- þjónustan felst í því að gefa neytendum al- mennar upplýsingar um vátryggingamálefni, til dæmis um löggjöf, skil- Rúrlk mála vátryggingafé- Vatnarsson laga, túlkun á þeim og réttarstöðu gagnvart tryggingafé- lagi. Kvörtunarþjónustan felst í því að gefa neytendum upplýsingar um réttarstöðu þeirra í einstökum ágreiningsefnum við vátryggingafé- lög, svo og að veita viðtöku kvörtun- um um viðskiptahætti eða starfs- hætti vátryggingafélags og fylgja slíkum kvörtunum eftir. Deildin hef- ur einnig almennt eftirlitshlutverk með viðskiptaháttum tryggingafé- laganna. Hún hefur ekki úrskurð- arvald. Helmlngur vegna ökutækjatrygginga Helmingur fyrirspurna til neyt- endamáladeildar er vegna ökutækja- trygginga, eins og fyrr segir, tæp- lega þriðjungur vegna svokallaðra eignatrygginga en afgangurinn dreifist á milli annarra trygginga- greina. Flestar fyrirspurnir varðandi ökutækjatryggingar hafa snúist um sakarskiptingu, tjónsuppgjör vegna munatjóns og líkamstjóns og bónus og iðgjöld. Hin nýja úrskurðarnefnd vátryggingamála hefur nú tekið við hluta þeirra mála sem neytenda- málanefndin hefur verið að sýsla með, sakarskiptingu tjóna og fleira, og segist Rúrik Vatnarsson deildar- lögfræðingur vísa fólki með þau mál til nefndarinnar. Hann segir að úr- skurðamefndin sé mikið framfara- spor og bendir á að í hinum Norður- landaríkjunum sjái skrifstofur Neyt- endasamtaka og tryggingafélaga um kvörtunarþjónustu og úrskurðar- nefndir en tryggingaeftirlit sinni þeim málum minna. Fyrirspumir og kvartanir berast neyt- endaþjónustunni ýmist munnlega eða bréflega. Sumu er fljótsvarað en oftast þarf þó að leita frekari upplýsinga, meðal annars hjá hlut- aðeigandi tryggingafé- lagi. Ef ástæða þykir til er síðan haft sam- band við tryggingafé- lagið og krafist úrbóta. Algengara er þó að eft- irlitið geri ekki athuga- semdir við afgreiðslu viðkomandi trygginga- félags en afgreiðslan felist einungis í að út- skýra málið fyrir neyt- andanum. Rúrik segir að neytendamáladeildin hafi ekki úrskurðarvald varðandi bótaskyldu eða fjárhæð. Hins veg- ar sé stundum hægt að leysa málin með sam- komulagi fyrir milli- göngu deildarinnar. Felldlr of fljótt í bónus Neytendamáladeild- in hefur meiri íhlutun- arrétt varðandi al- menna viðskiptahætti tryggingafélaganna. Sem dæmi um verkefni á því sviði nefnir Rúrik þá viðskipta- hætti tryggingafélaga að lækka bónus ökutækjatrygginga áður en tjón er greitt út. Sum bifreiðatrygg- ingafélögin hafa fellt tryggingataka í bónus eftir að tilkynning berst um tjón en áður en þau greiða út bæt- urnar. Einstöku sinnum verður tryggingafélagið ekki fyrir neinu tjóni, þó tilkynning hafi borist, og hefur þá viðkomandi bíleigandi greitt of hátt iðgjald. Neytenda- máladeildin gerði athugasemd við þetta, krafðist þess að iðgjöld fólks væru ekki hækkuð fyrr en raun- verulegt tjón hefði verið greitt út. Rúrik segir að sum félögin hafi haft eðlilegar vinnureglur í þessu efni en hin hafi ýmist breytt vinnu- reglum eða tilkynnt að þau ætluðu sér að gera það. Spurður að því hvernig hægt væri að fækka ágreiningsefnum, segir Rúrik að með nýju úrskurð- arnefndinni væri von til þess að á kæmist samræmd framkvæmd sem tryggingafélögin gætu stuðst við þegar ákvarðanir væru teknar. Þá þyrftu skilmálar trygginga að vera nákvæmari en án þess að þeir lengd- ust um of. Skilmálar upp á 10 til 12 blaðsíður væru þegar orðnir það langir að fæstir tryggingatakar læsu þá til hlítar. I ársskýrslum neytendamála- deildar Vátryggingaeftirlitsins eru birt ágrip af hluta þeirra mála sem deildin fjallar um. Dæmin hér á opnunni, og þeirri næstu eru byggð á upplýsingum úr þeim. firskurðarnefnd dæmir helming mála neytend- íhag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.