Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 B 17' Ber tjónið þó ábyrgð- artrygg- ing gildi ■ EINAR varð fyrir því að aka á unga stúlku. Varanleg örorka hennar kom ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Með dómi Hæstaréttar var Einar talinn að fullu bótaskyldur. Hann þurfti að greiða stærstan hluta bótanna sjálfur, þrátt fyrir að á tjóndegi hafi verið í gildi ábyrgðartrygg- ing fyrir ökutæki hans. Vátrygg- ingarfjárhæðin hafði hins vegar lækkað verulega á þeim sextán árum sem liðu frá tjónsdegi. Einar leitaði til Tryggingaeft- irlitsins til að kanna hvort trygg- ingafélaginu bæri ekki skylda til að bæta skaðann þegar svona stæði á. Einar fékk það svar, að svo væri ekki, ábyrgðin takmark- aðist við vátryggingafjárhæðina. Þó tryggingafélagið hafi greitt heldur hærri fjárhæð en því bar þurfti Einar að greiða stærstan hluta tjónsins sjálfur. I athugasemdum Trygginga- eftirlitsins með ágripi af þessu máli segir að það sé bagalegt að löggjafinn skuli ekki búa betur en svo um hnútana að einstakir tjónvaldar eigi á hættu að þurfa að greiða stóran hluta tjónsbóta úr eigin vasa sökum þess að lög- bundin vátryggingarfjárhæð dugi ekki til greiðslu bóta. Gangi það gegn tilgangi þess að lög- binda ábyrgðartryggingu öku- tækja. í máli Einars hafi viþ'að svo óheppilega til að uppgjör hafi dregist á langinn. Abyrgðar- tryggingin hafi ekki veitt honum sömu vernd og öðrum. Fram kemur að mál þetta er ekki einsdæmi. Neytendamála- deild hafi fengið þó nokkrar fyr- irspurnir sem tengist málum sem þessum. Vátryggingafélög virð- ist yfirleitt ekki sjá ástæðu til að greiða Ijón umfram trygg- ingafjárhæð undir þessum kring- umstæðum. Hvað er heill samskonar hlutur? ■ KERTI féll á sófasett Guðrún- ar með þeim afleiðingum að brunagat kom á eina sessu í þriggja sæta sófa. Sófasettið samanstóð af þremur einingum, stól og tveggja sæta sófa, auk þess sem kertið lenti á. Ekki var hægt að bæta tjónið með því að setja nýtt áklæði á sessuna þvi samskonar efni var ekki til. Guð- rún vildi því fá tjónið bætt með þvi að fá nýtt klæði á allt sófa- settið. Tryggingafélagið vildi hins vegar bæta henni það með því að greiða efnið á allar sess- urnar i settinu. í skilmálum heimilistrygging- ar Guðrúnar var meðal annars að finna það ákvæði að trygg- ingafélaginu væri í sjálfsvald sett hvort það bætti tjón með peningagreiðslu, með greiðslu kostnaðar við fullnægjandi við- gerð, eða með því að afhenda vátryggða heila samskonar hluti og þá er tjón varð á. Trygginga- eftirlitið lét í Ijós það álit að miðað við aðstæður væri rétt að félagið bætti tjónið með nýju áklæði á þriggja sæta sófann. Eftirlitið treysti sér sem sagt ekki til að fullyrða að sófasett sem er samansett úr þremur ein- ingum væri einn heill hlutur í merkingu skilmála tryggingar- innar. Kostnaður við tillögu eftirlitisins var sá sami og við að skipta um áklæði á sessum í öllu sófasettinu, eins og trygg- ingafélagið vildi. Guðrún hefur því orðið að sætta sig við mis- munandi áklæði á einstökum hlutum í sófasettinu eða greiða sjálf aukakostnaðinn við að klæða allt sófasettið með nýju efni. í athugasemdum sínum segir T ryggingaeftirlitið að álitaefni af þessu tagi séu algeng og telur að kveða mætti skýrar á um ýmis atriði í skilmálum. Til dæm- is hvað væri nákvæmlega átt við með „heilum samskonar hlut- um“. Ef sófasett yrði talið einn hlutur í merkingu skilmála, mætti til dæmis einnig spyrja hvort eins gluggatjöld fyrir tveimur eða fleiri gluggum væru ekki einnig „einn hlutur“. Vanda- málið komi ekki upp nema þegar ekki séu fáanlegir samskonar hlutir og þeir sem heildina mynda, en það sé algengt. Bannað að setja gleraugu á stól ■ ÞEGAR Óli gisti heima hjá Ásu, í gestaherberginu auðvitað, bað hann hana um að vekja sig morguninn eftir. Að loknum lestri bókar fyrir svefninn lagði Óli gleraugun á stól við rúmið. Um morguninn þegar Ása kom til að vekja hann settist hún á stólinn og skemmdi gleraugun. En hver ber ábyrgðina, Óli eða hún? Ekkert náttborð var við rúmið og taldi Ása að Óli hefði ekki getað lagt gleraugun annars staðar frá sér. Hún vildi taka tjónið á sig og spurðist fyrir um það hvort heimilistrygging henn- ar sem innihélt ábyrgðartrygg- ingu, bætti gleraugun. Þær upp- lýsingar fengust hjá trygginga- félaginu að það teldi að sá sem legði frá sér gler- augu á stól eða sófa tæki sjálfur áhættuna og bæri tjónið ef einhver settistáþau. Þrátt fyrir að Tryggingaeftirlit- ið teldi að Ása hefði sýnt af sér nokkurt gáleysi, væntanlega með því að fara gler- augnalaus inn í dimmt herbergi og setjast þar á stól án þess að athuga hvort eitt- hvað brothætt væri þar fyrir, taldi það sig ekki geta gagnrýnt afstöðu tryggingafélagsins um að Óli bæri ábyrgðina fyrst hann þurfti að álpast til að setja gler- augun þar. Hvar fékkstu þennan? 8 wm immt' m m TZLÍLLL, \S\AHOR Nú, i næsta hraðbanka með V/£4qreiðslukortinu! ■,,r\ iisuttot usr VfSJ Nú býðst korthöfum VISA að taka út peninga úr hraðbönkum innanlands, sem fram að þessu hefur aðeins staðið þeim til boða erlendis. Peningaúttektir eru bundnar við að hámarki 10.000 kr. á dag og alls 40.000 kr. á mánuði á almennt kort en mega vera helmingi hærri á Gullkort. Úttektirnar eru háðar notkun leyninúmers (PIN)*. Úttektargjald er 85 kr. auk 1,25% vaxta af hverri fjárhæð, samanborið við 2,5% og að lágmarki USD 4 erlendis. V/SA ‘Hafðu strax samband við VISA ÍSLAND, bankann eða sparisjóðinn, ef þú þarft að fá PlN-númerið j)itt endurútgefið. YIÐFEÐMASTA HRAÐBANKANET HEIMS • JAFNT FYRIR DEBET- SEM KREDITKORT • vSSA VISA ISLAND Álfabakka 16,109 Rcykjavík, sími 567-1700, fax 567-3462

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.