Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 TRYGGINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIÐMIÐUN VIÐ VERÐMÆTAMAT íbúðarstærð 1-2 í heimili 3-4 í heimili 5 og fleiri Allt að 80 fm 3.000.000 3.400.000 3.800.000 81 til 100 fm 3.400.000 3.800.000 4.200.000 101 til 120 fm 4.000.000 4.400.000 4.800.000 121 til 140 fm 4.600.000 5.000.000 5.400.000 141 til 160 fm 5.200.000 5.600.000 6.000.000 161 til 180 fm 5.800.000 6.200.000 6.600.000 181 til 200 fm 6.400.000 6.800.000 7.200.000 201 til 250 ön 7.500.000 7.900.000 8.300.000 251 til 300 fm 8.100.000 8.500.000 8.900.000 Verúmæti MIKILVÆGT er að verðmæti inn- bús í heimilistryggingu sé sem næst raunvirði. Þó tryggingafélög- in beiti almennt ekki heimildum sínum um greiðslu hlutfallslegra bóta miðað við heildarverðmæti innbús þegar aðeins hluti þess skemmist kemur það sér illa að vera ekki með rétt verðmætamat þegar allt innbúið eyðilegst. Akveðinn vandi er að verðmeta eignimar en tryggingafélögin leið- beina fólki á ýmsan hátt, meðal annars með því að útvega því innbúsins ákveðið form til að fylla út. VÍS gefur út viðmiðunartöflu sem er meðaltal úr könnun meðal viðskiptavina og miðast við íbúðar- stærð og fjölskyldustærð. Tekið er tillit til alls þess sem venjulegt heimili býr yfir, svo sem heimilis- tækja, húsgagna, fatnaðar, borð- búnaðar, íþrótta- og útivistarbún- aðar. Hins vegar eru ekki teknir með einstakir dýrir hlutir, svo sem bókasöfn, málverk skartgripir, pelsar ofl. Þarf því að bæta verð- mæti slíkra hluta sérstaklega við. Að komast Greiðsluþjónusta Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu, sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum og heimilisins. Greiðsluþjónustan er fjölþætt þjónusta sem kemur lagi á fjármái ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins. Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn, skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf. Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga ekki slá sig út af laginu. SPARISJOÐIRNIR -fyrirþig ogþína Morgunblaðið/Ámi Sæberg SKILMÁLAR heimilistrygg- Inga eru oft óljósir. Skilmálar oljós- ir og oít óhag- stæðir fyrir neytendur NEYTENDASAMTÖKIN komust að því þegar þau á síðasta ári unnu að gerð markaðsyfirlits um heimil- is- og fjölskyldutryggingar að skil- málar tryggingafélaganna eru að mörgu leyti óskýrir, endurspegla raunveruleikann ekki nægjanlega vel og eru neytendum oft óhagstæð- ir. Kemur þetta fram í Neytenda- blaðinu í maí á síðasta ári þar sem markaðsyfirlitið er birt. Við athugun Neytendasamtak- anna kom í ljós að flestir skilmálar voru þannig úr garði gerðir að í þá vantaði skýringar á atriðum sem skipta miklu TJZnUTTTTír máli fyrir upp- HEIMILIS- hæð bóta eða TRYGG- um það hvort imaad tjón er bætt. IIMUHn Tryggingafé- lögin krefjast þess í mörgum tilvikum að tryggin- gataki hegði sér á ákveðinn hátt og það þýðir að hann getur átt von á lækkun bótafjárhæðar og jafnvel misst rétt til bóta ef hann gerir það ekki. Fram kemur að þrátt fyrir þetta sé næstum aldrei minnst á það í skilmálum hvaða kröfur séu gerðar um aðgæslu. Vantar upplýsíngar um takmarkanlr Jafnframt getur það verið ómögulegt að vita hvaða bótafjár- hæð er réttmæt þegar tjón hefur orðið. Fram kemur að ástæðan fyr- ir þessu er sú að í alla skilmála, með einni undanteknigu, skortir upplýsingar um frádrátt á bótum vegna aldurs eða slits. Þannig getur tryggingatakinn aldrei verið viss um að hann hafi fengið réttar bæt- ur. Það er jafnframt vandamál í mörgum tilvikum að venja trygg- ingafélaganna við meðhöndlun á tjóni er ekki aðgengileg fyrir aðra en starfsmenn félaganna. Þá segir að fyrir margs konar eignatjón sé um að ræða hámarksbætur en mjög erfítt fyrir neytendur að kynna sér takmarkanir þar sem þær séu oft- ast á víð og dreif í skilmálunum. Vlssara að tilkynna fleiri tjón en færrl Neytendasamtökin komust að þeirri niðurstöðu að skilmálar tryggingafélaganna væru í mörgum tilvikum óhagstæðir fyrir neytend- ur. Jafnframt segja þau að félögin haldi því fram að þau beiti skilmál- unum ekki nákvæmlega eins og þau gætu eftir orðanna hljóðan, heldur sé venjan mildari og mörg tjónstil- vik bætt sem ekki ætti að gera samkvæmt skilmálunum. Neyt- endasamtökin benda fólki því á að tilkynna tjón þó athugun á skilmál- um bendi til þess að það fáist ekki bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.