Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 1
REYNSL UAKSTUR Á OPEL VECTRA 4X4 - í FRÖNSKU ÖLPUNUM Á NISSAN PATROL 1995 SUNNUDAdTTR /» FEBRÚAR BLAÐ Toyota Corolla 1.199.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla á verðifrá 1.199.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gœöi BÍLASÝNINGIN í AMSTERDAM Framsvipurinn sver sig í ætt til Suzuki. MITSUBISHI Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson BALENO stallbakurinn er hannaður með þarfir Evrópubúa að leiðar\jósi. SUZUKI BAIENO - í slaginn í apríl LÍNURNAR í hlaðbaknum eru ekki ósvipaðar og á Swift en hlutföll öll eru stærri. NÝR Suzuki fólksbíll var frumkynnt- ur á bílasýningunni í Amsterdam síð- astliðinn þriðjudag. Bíllinn, sem nefnist Baleno, er í sama stærðar- flokki og Toyota Corolla, Opel Astra, Ford Escort, VW Golf, Renault 19, NiSsan Sunny og Peugeot 306. Mik- ið var lagt í kynninguna í Forum-sal sýningarhallarinnar í Amsterdam og meðal viðstaddra var Osamu Suzuki, stjómarformaður Suzuki Motors Corporation, umboðsmenn frá 23 löndum auk fréttamanna. Suzuki ætlar bílnum stóran hlut á evrópskum markaði og verður hann boðinn á lægra verði _en bílar keppi- nautanna, að sögn Úlfars Hinriks- sonar, framkvæmdastjóra Suzuki bíla á íslandi. Báleno kemur a mark- að í Evrópu í vor og segir Úlfar að hann verði til sölu á Islandi í apríl næstkomandi. Tvær útfærslur voru kynntar af Baleno, fernra dyra stallbakur og þrennra dyra hlaðbakur. Fyrstu við- kynni af Baleno, sem voru eingöngu sjónræn, voru skemmtileg. Stallbak- urinn er sterklegur bíll og minnir að nokkru leyti á evrópska bíla litið á hann frá hlið. Að framan eru línum- ar hreinræktaðri, fjölskyldusvipurinn leynir sér ekki, afturendinn stuttur en hár og farangursrými allgott. Baleno er stærsti bíllinn frá Suzuki í fólksbílaflokki, tekur fimm manns í sæti og er tiltölulega rúmgóður að innan. rIVær útfærslur verða boðnar af stallbaknum, þ.e. 1,3 1 GL og lúxus- útfærslan 1,6 GLX. Þijár útfærslur verða af hlaðbaknum, 1,3 GL, 1,6 GL og sportútfærslan 1,6 GS. GLX og GS eru með rafdrifnar rúður, samlæsingu, hæðarstillanlegt stýri og rafstýrða útispegla sem staðal- búnað. Vökvastýri er staðalbúnaður í 1,6 1 bílunum en valbúnaður í 1,3 1 bílunum. Sjálfskipting meö þremur stllllngum Vélarnar eru fjögurra strokka ál- vélar með 16 ventla tækni og fjöl- innsprautun. 1,3 1 bíllinn er sagður eyða 5,2 1 á hveija 100 km miðað við 90 km meðalhraða á klst. Báðar eru vélarnar nýjar frá Suzuki, sú minni afkastar 85 hestöflum við 6.000 snúninga og sú stærri 98. Við hönnun á Baleno var lögð rík áhersla á að draga úr vélarhljóðum og titr- ingi með sérstökum vélarfestingum. Baleno er boðinn með fimm gíra handskiptingu en með 1,3 1 vélinni fæst einnig þriggja þrepa sjálfskipt- ing og fjögurra þrepa með 1,6 1 bíln- um. Fjögurra þrepa sjálfskiptingin ætti að koma sér vel við ís- lenskar aðstæður. Þrjár stillingar sjá ^■09 til þess að hún nýtist sem best, „normal“-still- ing til sparn- aðaraksturs, „power“-stiliing til hraðaksturs og „snow-mode“ til akst- urs í hálku. í þeirri stillingu skiptir billinn sér ekki sjálfkrafa upp í hæsta gír ef hjólin spóla. Baleno er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og í dýrustu útfærsl- unum verður tölvustýrð fjöðrun í boði. Meðal valbúnaðar verða líknar- belgir fyrir ökumann og farþega í framsæti auk fjögurra rása ABS- hemlalæsivamar. ■ CARISMA er vel skipulagður að innan með auðskiljan- legum mælum og stjórnrofum. HEIMSFRUMKYNNING var á Mitsubishi Carisma á bílasýningunni í Amsterdam, en þetta er bíll sem lengi hefur verið beðið eftir enda til hans stofnað með óvenjulegum hætti. Carisma er samstarfsverkefni Mitsubishi Motors, Volvo og hol- lenskra stjórnvalda og er fyrsti bíll- inn sem Mitsubishi á þátt í að fram- leiða að öllu leyti í -------------- Evrópu. Carisma fer í framleiðslu í maí næstkomandi og á markað í Mið-Evrópu í júlí. Bíllinn fer á markað á Norður- löndunum í byijun ______ næsta árs. Viðstaddir kynninguna á Okura-hótelinu í Amsterdam voru m.a. Dr. Hans Vij- ers efnahagsmálaráðherra Hollands, Dr. Hirokazu Nakamura, stjómarfor- maður Mitsubishi Motors og Lennart Jeansson aðstoðarforstjóri Volvo AB. Carisma ér ný kynslóð bíla sem er hönnuð fyrir Evrópubúa og er smíðuð í sameiginlegri verksmiðju Mitsubishi, Volvo og hollenskra stjómvalda, NedCar í Born í Hol- landi. Til NedCar var stofnað árið 1991 og er eignarhlutur hvers aðila einn þriðji. Fjárfesting vegna fram- leiðslunnar er nálægt 136 milljarðar ISK. 85% af framleiðslunni er evr- ópskt en bensínvélar og sjálfskipting koma frá Japan. Carisma er stærri en Lancer en minni en Galant og er fimm dyra hlaðbakur. Bíllinn er einkum ætlaður fjölskyldufólki á þrítugs- og fertugs- aldri með börn og er hönnun innan- rýmis miðuð við slíka notkun. Carisma er straumlínulagaður, lágur að framan en afturendinn er fremur stuttur og hár. Vindstuðullinn er 0,29 Cd sem er með því lægsta í bíl af þessari stærð. Bíllinn er 4.435 mm á lengd og 1.695 mm á breidd. FJOLSKYLDU- HLAÐBAKUR FRÁ NEDCAR INVECS II Meðal helstu nýjunga í Carisma er fjögurra þrepa INVECS II sjálf- skipting Mitsubishi sem fram til þessa hefur einvörðungu verið í FTO sportbílnum sem eingöngu er fram- leiddur fyrir Japansmarkað. INVECS II er það sem kemst næst því að vera vitræn sjálfskipting því ------------ hún skiptir um gíra samkvæmt ástandi vegar og akstursein- kennum hvers öku- manns. Allar vélar- gerðir eru fáanlegar með fimm gíra hand- ____________ skiptingu. Carisma er boðin með þremur vélargerðum, fjögurra strokka, 16 ventla 1,6 1 og 1,8 1 SOHC og 1,8 1 DOHC. Minnsta vélin skilar 88,5 hestöflum og uppgefinn hámarkshraði er 180 km á klst. Uppgefin eyðsla er 8,5 1/100 km í bæjarakstri. 1,8 I SOHC vélin er 114 hestafla og uppgefinn hámarkshraði er 200 km á klst. Uppgefin eyðsla er 8,7 1/100 km í bæjarakstri. 1,8 1 DOHC (með tveimur ofanáliggjandi knastásum) fæst eingöngu með handskiptingu. Hún er 138 hestöfl og uppgefinn hámarkshraði er 215 km á klst. Uppgefin eyðsla í bæjar- akstri er 9 1. Bíllinn verður fáanlegur með margvíslegum öryggisbúnaði eins og t.d. hliðarlíknarbelgjum, ABS, spól- vörn og krumpusvæði eru bæði fram- an og aftan á bílnum. Þá verður þjófavörn í bíllyklinum. Mitsubishi Carisma verður fram- leiddur í 100 þúsund eintökum á ári en Volvo-útfærslan, B14, kemur á markað eftir eitt ár og verður fram- leidd í sama magni. ■ CARISMA er straumlínulagaður, lágur að framan en aftur- endinn er fremur stuttur og hár. .i'. VV <4 CARISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.