Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 D 3 TRJÁGREINAR skröpuðu hliðar og þök bílanna. HJALTI og Snorri við Batie Neuve í 1.599 m hæð. Á Nissan frönsku Öl SNORRI Ingimarsson frétti síðastliðið haust af móti jeppamanna sem haldið er árlega í frönsku Ölpunum. Snorri býr um þessar mundir í Hollandi og er með Nissan Patrol jeppa sinn þar í landi. Hann bauð greinarhöfundi að taka þátt með sér í þessu móti sem fram fór 18-21. janúar í skíðabænum Oreiéres Merlette. Croisiere Blanche er mót sem haldið er árlega af þremur jeppaklúbb- um í Hautes Alpes héraðinu í Frakklandi. Þátttakendum er skipt í flokka eft- ir farartækjum, mótorhjól, fjórhjól og jeppa. Jeppaflokknum er síðan skipt upp í undanfara og almennan flokk. Þátttakendur koma frá ýmsum löndum, flest- ir frá Frakklandi en einnig frá Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi, Belgíu, ísrael og nú í fyrsta sinn frá íslandi. Þama eru samankomnir 150 jeppar ásamt 50 fjórhjólum og mótorhjólum. Mótið fer þannig fram að þátttakendum er skipað í hópa, 10-15 bílar í hóp, og voru 2-3 fylgdarbílar með hveijum þeirra. Landslag þama í frönsku Olpunum er mjög hrikalegt, há og brött fjöll, djúpir dalir og hlíðarnar skógi vaxn- ar. Leiðirnar sem eru famar í Crois- iere Blanche mótinu eru aðallega örmjó einstigi og þröngir skógarstíg- ar sem liggja eftir snarbröttum fjalls- hlíðunum, rétt nógu breiðir fyrir litla jeppa. Tijágreinar skaga svo inn á slóðana og sleikja hliðar og þök bíl- anna. Sums staðar höfðu trjábolir fallið yfir stígana og voru fylgdarmennim- ir vopnaðir keðjusögum til að ryðja þeim úr vegi. Croisiere Blanche stendur yfir í fjóra daga og miðstöð mótsins er í litlum skíðabæ sem heit- ir Orciéres Merlette í 1.850 metra hæð. Þama er oft mjög mikill snjór og skilyrði fyrir þátttöku er að bílam- ir séu búnir keðjum á öll hjól. Snjór- inn þama er nokkuð öðruvísi en við eigum að venjast hér á Islandi þar sem hann fellur oftast í logni og miklu magni í einu. Við lögðum af stað frá Rotterdam síðdegis á mánudag og komum til Orciéres Merlette um sjöleytið morg- uninn eftir. Eftir að hafa lagt okkur nokkra tíma í bílnum um morguninn áttum við lausan dag sem við notuð- um til að skoða okkur um. Skíðalyft- an gengur upp í 2.600 metra hæð og þaðan er frábært útsýni í allar áttir. Ólíkar aðstæður Fyrsti dagur mótsins er rólegur fyrir þátttakendur en þá fer fram endanleg skráning og greiðsla þát- tökugjalda. Við vorum í 8 bíla hóp frá Hollandi. Framkvæmdastjóri í BÆNUM Ancelle fór fram skráning og skoðun ökutækjanna. Croisiere Blanche mótsins kom að máli við okkur þegar hann sá bílinn okkar og gerði okkur grein fyrir að bíllinn væri of breiður og hár fyrir sumar leiðir og við þyrftum að fylgja öllum fyrirmælum nákvæmlega. Bíl- amir vom síðan skoðaðir hátt og lágt, keðjur og öryggisbúnaður yfirf- arinn og bílarnir merktir í bak og fyrir. Að lokum þurfa þátttakendur að þreyta inntökupróf þar sem þeir þurfa að aka eftir braut sem var mjög þröng og erfið yfirferðar. Bíllinn sem við vomm á er íslensk- ur Nissan Patrol sem að þessu sinni var á 38“ dekkjum en er að jafnaði á 44“ dekkjum. Það reyndist nauð- synlegt að setja hann á minni dekk til þess að hafa pláss fyrir keðjurn- ar. Patrolinn er frekar langur og breiður og hentar að mörgu leiti vel fyrir íslenska jeppamennsku, er vel búinn, með tvo millikassa, loftlæsing- ar að aftan og framan og með spil. Þrátt fyrir að við höfum að baki mikla reynslu í jeppaferðum á íslandi og höfum einnig ferðast um Alpana, vissum við ekki gjörla hvað beið okk- ar í jeppaferð um þær slóðir. Okkur var ljóst að í Ölpunum em aðstæður ólíkar því sem við eigum að venjast. Síðdegis var komið að okkur að þreyta inntökuprófíð. Prófið var í skógivöxnum dalbotni, aka átti um 1 km eftir krókóttum stíg milli tijánna með ísilögðum stöllum og skorning- um. Erfitt var að sjá vel hvað var að gerast en út úr skóginum bámst miklar vélardrunur og greinilegt að menn Iétu jeppana taka vel á í börð- unum. Þegar stuttur Land Rover á keðjum komst áfallalaust í gegn þá leit þetta þó ekki út fyrir að vera erfitt. Við vomm með keðjumar á 38“ og þurftum að sýna mikla gætni til að reka ekki bílinn í tré og sums staðar þurfti að snúa bílnum sérstak- lega með því að bakka og laga hann í að loknum hveijum áfanga. Strax á fyrstu leið heltist fyrsti Willisinn úr lestinni en framdrifíð hjá honum virkaði ekki. Aðalleið morgunsins lá utaní snarbrattri skógivaxinni hlíð, inn fyrir dalbotn og út með hlíðinni hinu megin að flugdrekapalli og á útsýnisstað sem heitir Batie Neuve. Þarna reyndi verulega á hæfni og útsjónasemi ökumanna. Snjórinn var laus í sér, um 50cm djúpur og fylgd- arbílarnir ruddu leiðina. Mjög erfítt var að aka á Patrolnum þarna því á 38“ dekkjunum er hann mun breið- ari en hinir bílarnir og passaði ekki í hjólförin. Það varð því að gæta þess mjög vel að hafa ytra hjólið í hjólfarinu og ryðja nýtt hjólfar fyrir innra hjólið. Bíllinn hafði því mikla tilhneigingu til að snúast en ekkert mátti bregða útaf því 200-300 snarbrött brekka var niður í dalbotn- inn og ekki árennilegt að fara útaf. Við Batie Neuve var snúið_ við og farin sama leið til baka. Áður en farið var aftur til Ancelle í hádegis- mat þurfti að ganga á þrúgum upp brekku til að fá stimpilinn í bókina. Eftir fjórrétta hádegisverð var ar en hinn fór heim vegna við- skiptaerinda. Hann var reyndar í sinni fyrstu ferð og hafði beygt fram- §öður á nýja Wranglernum sínum. Um kvöldið tókum við eftir því að hann var hættur að brosa. Brattar brekkur Enn versnuðu aðstæðurnar, snjór- inn varð dýpri og leiðimar hálli. Þennan dag var aðallega ekið um mjög þrönga og bratta skógarstíga. Tijágreinarnar skröpuðu bílinn, bæði topp og hliðar og sums staðar þurft- um við að lyfta þeim frá til að kom- ast áfram. Okkur var ráðlagt að sleppa erfiðustu leið dagsins. Hún lá upp mjög brattan sneiðing og svo mjór að engum heilvita manni hefði dottið í hug að aka þetta á Islandi. I þessari brekku fór bíll útaf fyrir tveimur ámm og rúllaði 15 metra niður hlíðina. Sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki en þá var það flutt með þyrlu til skoðunar á sjúkrahúsi. Til þess að minnka hætt- una á að það endurtæki sig var sett- ur tijábolur í vegbrúnina til að styðja við dekkin. Þarna var töluverð hætta að stoppa til að ýta frá greinum á grenitré sem voru að stingast inn undir sólskyggnið á Patrolnum. Skyndilega kom mikið högg aftan á Patrolinn. Franski fylgdarmaðurinn hafði misst stjórn á Toyotunni í snar- brattri brekkunni og þrátt fyrir keðj- ur á öllum hjólum gat hann ekki stöðvað bílinn og lenti aftan á Patr- olnum. Skemmdir á bílunum voru óverulegar en þessu fylgdi heilmikill hávaði og handapat frá Frakkanum. Hleypt úr dekkjunum Um kvöldið var sérstakt nætur- aksturskvöld. Þá var ekið til Gap og allir hittust á torgi þar sem búið var að setja upp ræsipall fyrir Monte Carlo rallýið. Þarna vom jepparnir ræstir fyrir næturaksturinn til Orci- éres. Við fengum ráðleggingar um að sleppa fyrsta hlutanum því sú Ieið var mjög þröng fyrir Patrolinn. Enn lá leiðin um þröngar skógarleiðir en mun erfíðara var að aka þessar leiðir í myrkri en í birtu. Margir ökumenn lentu í vandræðum með að rata rétta leið en okkur tókst að komast alla leið án vandræða. Síðasta dag móts- að veg sem ekki hafði verið ekinn lengi. Þarna hleyptum við úr dekkj- unum, sem enn vom með keðjur og prófuðum að keyra. Þetta gekk vel og frakkarnir reyndu að koma á eft- ir en drifu ekki. Eftir þetta voru þeir alveg heillaðir og sögðu að þeir vissu um enn erfíðari leiðir til að láta okk- ur prófa. Eftir frábæran fímmrétta hádegis- verð með þeim fóru þeir með okkur á erfiðustu staðina sem þeir vissu um og létu okkur fara upp snarbratt- an þröngan skógarstíg með miklum snjó. Við þurftum að hleypa úr niður í tvö pund á fertommu og það kom vel út með keðjunum. Þær högguð- ust ekki á hjólunum og veittu gott grip í flughálli brekkupni. Eina leiðin var að fara í lægsta gír og enn einu sinni bjargað aukamillikassinn okkur. Þegar við komumst þessa leið höfðum við unnið hug og hjörtu þeirra. Á leið okkar á næsta stað heimsóttum við lítinn skíðabæ, Chaillol. Big Boss náði í bæjarstjórann, bankastjórann og yfirmann skíðasvæðisins til að heilsa okkur og sýna þeim bilinn. Næsti liður var að láta okkur aka til í slóðinni til að toppurinn rækist ekki í tijáboli þegar ekið var í hliðar- halla gegnum krappar beygjur. Nú kom aukamillikassinn að góðum not- um og segja má að Patrolinn hafi skriðið upp börðin án þess að missa nokkru sinni grip. Keðjumar gáfu svo gott grip að ekki þurfti að setja loft- læsingarnar á. Við fengum nokkrum sinnum klapp frá áhorfendum sem höfðu ekki mikla trú á því fyrirfram að svóna stór bíll kæmist í gegnum prófíð. Þennan dag byijaði að snjóa, í litlu magni til að byija með en síð- ar um nóttina bætti heldur í snjókom- una. 50 cm lausamjöll Að morgni fímmtudagsins 19. jan- úar var kominn 30 cm nýr snjór og áttum við að fara Svörtu leiðina. Hóparnir hittust í bænum Ancelle. Þar voru afhentar leiðabækur dags- ins og ásamt bók sem stimplað var ekinn sneiðingur utaní fjallsenni. Þar á leiðinni var mjög kröpp beygja í gilbotni. í beygjunni var mikill lausa-- snjór og var hún svo kröpp að Patrol- inn skreið útaf með vinstra afturhjól- ið. Nú þurfti að draga út spilvírinn og hengja í næsta tré. Að aftan var sett band í bílinn og það strengt í tré til þess að toga afturenda bílsins inn á slóðann. Eftir að bíllinn af kom- inn upp á slóðann þurfti sífellt að gæta þess að hann skriði ekki útaf og fórum við því heldur hægar en litlu jepparnir. Vegna stærðar bílsins var okkur 'ráðlagt að sleppa einni leið þennan dag en hún lá um mjög þéttan skóg. Þennan dag var veður mjög fagurt, sólskin og blíða og 5-7 stiga frost. Föstudagurinn rann upp með skýj- uðu veðri og síðan snjókomu. Nú var Blái dagurinn hjá okkur. Þegar þarna var komið höfðu tveir bílar úr okkar hóp dottið út, annar vegna vélarbilun- á ferðum þegar jepparnir óku upp og runnu tveir jeppar með ytri hjólin útaf sneiðingnum þannig að það varð að spila þá upp. Einn ökumaðurinn var heldur taugastrekktur, ók of hratt og beygði um of upp í stallinn, jeppinn kastaðist til og ytri hjólin lentu fram af kantinum. Við tókum eftir því að svitinn bogaði af honum inn í jeppanum. Siðasta leið dagsins lá niður af fjalli, niður óhugnanlega bratta brekku í sneiðingi, með kröppum beygjum, hliðarhalla og tijám sem bíllinn myndi lenda á ef hann skrik- aði til. Okkur leist frekar illa á þetta því Patrolinn var of breiður í hjólför- in. Óhugsandi var að aka þetta nema með keðjur á öllum hjólum. Bílamir mjökuðust niður brekkuna og fransk- ur fylgdarmaður á Toyota LandCmiser rak lestina. Við ókum niður í lægsta gír, fyrsta lága og aukalága, og á leiðinni þurftum við ins var lagt upp frá smábænum Po- int de Fosse. Okkur var ráðlagt að sleppa nokkmm leiðum en vegna þess að sumar þeirra lágu þannig að mjög erfítt var að sleppa einstökum bútum þá var okkur fenginn sérstak- ur fylgdarmaður þennan dag. Hann reyndist vera æðsti yfírmaður sam- takanna sem standa að Croisiere Blanche og var kallaður Big Boss. Þetta er eldri maður, vinalegur en talar einungis frönsku. Við sáum fljótt að hann hefur mikla reynslu í að ferðast um þessar slóðir. Hann sýndi mikinn áhuga á okkur og bíln- um og vildi gera okkur allt til hæfís. Hann ásamt tveimur öðrum frökkum fóra með okkur valdar leiðir sem þeir töldu henta okkur vel. Eftir nokkum skógaakstur fómm við fram á að þeir færu með okkur í mikinn snjó þar sem við gætum prófað að hleypa lofti úr dekkjunum. Við fórum fáfarnar fjallaslóðir þar til við komum sneiðing með um meters djúpum lausasnjó. Þetta var erfitt fyrir Patr- olinn en hann mjakaðist þó áfram frökkunum til mikillar undrunar. Nú var ekið um engi í hliðarhalla með ca 40-50 sm jafnföllnum lausasnjó. Frakkamir vom nú innanborðs í Patrolnum og nutu þess að fá að prófa svona jeppa. Að lokum ókum við aftur til Point de Fosse þar sem við kvöddum fylgdamennina. Eftir þennan eftirminnilega dag fómm við til baka til Orciéres Merl- ette þar sem lokaathöfn Croisiere Blanche fór fram. Þar vom veitt verð- laun fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu flokkum. Undir lok athafnar- innar var Snorri kallaður fram og honum veitt viðurkenning frá móts- höldurum fyrir að koma á þetta mót frá svo íjarlægu landi og sýna þeim hvernig nota má jeppa á annan hátt en heimamenn þekktu. ■ Þorvarður Hjalti Magnússon. NÝR siýór gerði umhverfið ævintýralegt og jafnframt varasamt. SKÓGARSTÍGARNIR eru brattir og þröngir og áttu sumir ökumenn í basli með að komast áfram. STUNDUM gekk mikið á við að komast upp brekkurnar. I DRIFSKÖFT Smíðum ný-gerum við Flestir varahlutir fyrirliggjandi Stál og stansar hf. Vagnhöfða 7-s. 671412. Nýr bíll fyrir minna en milljón Vélarstærð og -afl Stærð Hestöfl Stærð bílsins Lengd Breidd Sam- læs. Útbúnaður í bílnum Vökva- Rafdr. Loftp. f. stýri rúður ökum. Útv. og segulb. Bensín- eyðsla Pr. 100 km bl. akstur VERÐ M. vsk., skrán. og ryðvörn Daihatsu Charade 1,31 84 3,75 m 1,62 m nei já nei nei nei ca. 8 1 998.000 kr. ‘O -Q *o s Fiat Punto 1,21 55 3,76 m 1,62 m nei nei nei nei nei 7,91 964.000 kr. Fiat Uno Arctic 1,01 45 3,69 m 1,56 m nei nei nei nei nei 6,1 I 814.000 kr. Hyundai Accent, 3 dyra 1,31 84 4,10 m 1,62 m nei já nei nei já 7-8 I 949.000 kr. o o o Hyundai Accent, 5 dyra 1,31 84 4,10 m 1,62 m nei já nei nei já 7-8 I 999.000 kr. ö 00 Lada Safir, 4 dyra 1,5 I 73 4,13 m 1,62 m nei nei nei nei nei 101 588.000 kr. -ö Lada Station 1,51 77 4,12 m 1,62 m nei nei nei nei nei 10 1 677.000 kr. o 4>c Lada Samara, 5 dyra 1,31 61 4,01 m 1,65 m nei nei nei nei nei 81 624.000 kr. *o O) Lada Sport 1,7 1 84 3,72 m 1,68 m nei nei nei nei nei 12 I 949.000 kr. Nissan Micra, 3 dyra 1,31 76 3,69 m 1,58 m nei já nei nei nei 6-7 I 970.000 kr. o (Ö Nissan Micra, 5 dyra 1,31 76 3,69 m 1,58 m nei já nei nei nei 6-7 I 998.000 kr. O) 0) Opel Corsa 1,21 45 3,73 m 1,60 m nei nei nei nei já 7,7 I 999.000 kr. & Peugeot106 1,1 I 60 3,56 m 1,59 m nei nei nei nei nei 6,5 I 888.000 kr. £ Peugeot 205 (m. topplúgu) 1,41 75 3,70 m 1,57 m já nei já nei nei 7,7 1 980.000 kr. s e di Renault Twingo * 1,31 55 3,43 m 1,63 m nei nei nei nei nei 7,7 1 898.000 kr. Skoda Favorit 1,31 IfK 3,81 m 1,62 m já nei nei nei nei 7,91 746.000 kr. .c V) Skoda Forman ('94) 1,31 55 4,16 m 1,62 m já nei nei nei nei 7,91 798.000 kr. F Suzuki Swift 1,01 58 3,74 m 1,59 m nei nei nei nei nei 6,0 1 998.000 kr. 8 WV Polo, 3 dyra 1,01 45 3,71 m 1,65 m nei nei nei nei nei 7,51 898.000 kr. & WV Polo, 5 dyra 1,01 45 3,71 m 1,65 m nei nei nei nei nei 7,51 959.000 kr. £ .o WV Polo, 3 dyra 1,31 55 3,71 m 1,65 m nei já nei nei nei 7,51 998.000 kr. ■♦c í BLAÐINU í síðustu viku láðist að geta þriggja bíla frá Heklu hf. í töflu yfir bíla á innan við eina milljón króna. Þessir bílar eru VW Polo 1,0, 3 og 5 dyra, og VW Polo 1,3. Beðist er velvirðingar á mistökunum og taflan birt hér endurbætt. Morgunblaðið/Kristinn Lengsta límúsína landsins EÐALVAGNAR hf., límúsínþjón- usta í eigu Hjalta Garðarssonar, hefur fært út kvíarnar og er fyrir- tækið nú með þrjár límúsínur, tvær Cadillac Brougham „fully stretc- hed“ og nýlega kom til landsins Lincoln „over-stretclied“, sem er lengsta límúsína landsins. Áður en Lincoln límúsínan fer í rekstur verður hún heilsprautuð að utan og einnig verður hún endurnýjuð að nokkru leyti að innan. Hjalti segir að reksturinn sé í járnum yfir vetrarmánuðina en mikil eftir- spurn sé eftir þjónustunni á sumr- in, einkum á meðal erlendra ferða- manna. Hjalti segir að íslendingar hafi einnig tekið nýbreytninni með opnum huga en vandinn sé sá að hérlendis sé ekki gerður fullkom- inn greinarmunur á límúsínu og stórum bandariskum bilum. Hjalti segir að nýlega hafi leigubílastöð auglýst að sama gjald væri tekið fyrir akstur í límúsínu og leigubíl, en þarna sé um aðræða banda- ríska Sedan-bíla. Á myndinni stendur Hjalti í einkennisklæðum við lengstu límúsínu landsins, Linc oln „over-stretched“. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer XLT 4x4,4ra dyra, árgerð '92 (ekinn 21 þús. mílur), Ford Thunderbird, árgerð '86 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Oskosh snjóblásara 4x4, diesel, árgerð '67, J.l. Case vélskófiu W-14 1 cu.yard liðstýrð (vélarlaus), árgerð '75. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.