Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sídrifinn MÆLABORÐ og öll aðstaða ökumanns er mjög góð og sætíð er búið fjölbreyttum stillingum. ' Morgunblaðið/Þorkell VÉLIN er tveggja lítra og 115 hestöfl og gefur hún bílnum gott viðbragð. átakalaust upp og niður milli gíra og stöngin er í góðri hæð og vel staðsett. Bensíneyðslan í blönduð- um akstri er 9,2 lítrar á hundrað- ið og er það nokkuð hagstætt og má gera ráð fyrir að hún fari um einn til tvo lítra upp og niður fyr- ir það í þéttbýli og þjóðvegi. Vectra er hinn liprasti bíll í þéttbýlisumferðinni. Viðbragðið er mjög gott og hægt að láta bílinn rífa sig af stað með látum ef menn vilja það við hafa. Þá er vinnsla á þjóðvegi góð, hægt að halda ferðahraða í íjórða gír án þess að vera skipta of mikið niður í þriðja en fimmti gír er helst not- aður á löngum köflum og sléttum þar sem ekið er á jöfnum hraða. Fjöðrunin er mjúk og tekur átaka- og hávaðalaust við hvers kyns erfíðum vegum og hún ásamt sí- tengda aldrifinu gerir bílinn sér- lega rásfastan. Má þar segja að þar sé komið að helsta kosti bílsins sem er al- drifið. Aldrifinn Vectra er öruggur í erfiðri þæfingsfærð og sjálfsagt miklu meira en það en hann er líka rásfastur með afbrigðum á holóttum og hálum þjóðvegi. Þá virðist aldrifíð ekki gera bílinn að ráði stirðan í snúningum nema við einstakar krappar aðstæður á þurru bílastæði, þ.e. miðað við Vectra með aðeins framdrifi. Hann er því ágætlega liðugur og þægilegur viðskiptis í öllum þétt- býlisakstri þótt slíkur bíll sé helst á heimavelli til langferða á alls konar gerðum þjóðvegum. Mlklð innifalið rúmgódur og rósfastur OPEL hefur mjög sótt í sig veðrið á bflamarkaði hérlend- is enda hefur verð þeirra lag- ast mjög og komið fram æ ýmsar nýjungar frá Opel á síðustu árum, ný Corsa, 5® Astra sem tók við af Kadett ■■I og næst verður komið að endumýjun Vectra en það eru þó enn tvö ár í það. Vectra er nú fáanlegur í all- fjölbreyttu úrvali og nú er hann fáanlegur hérlendis með sítengdu aldrifí sem er mjög skemmtilegur kostur. Kostar hann þannig rúmar 2,2 milljónir króna. Vectra með eindrifí, þ.e. framdrif, kostar á bilinu 1,6 til 1,8 milljón- ir. Vectra em vel búnir bílar og sá með sítengda aldrifínu er þar engin undantekning: Tveggja lítra og 115 hestafla vél, hemlalæsi- vöm, rafdrifnir speglar og rúðu- vindur og ýmislegt fleira. Við kynnum okkur sídrifinn Vectra í dag. Vectra er nokkuð stór og lag- legur bfll að sjá, með breiðan og ávalan framenda, mjóslegnum að- alluktum, fínlegum stuðara, boga- dregnum hliðum og afturendinn er með sama ávala laginu. Rúður em stórar og góðar og bíllinn sit- ur mjög láréttur á vegi. Opel Vectra er í senn látlaus bíll og ásjálegur, er laus við pijál og er einhvem veginn hreinn og beinn ef hægt er að segja svo um bíl og þrátt fyrir að vera látlaus ber hann ágætan keim af þeirri ávölu og mjúku línu sem er ríkjandi þessi árin í allri bílahönnun. Flest til þæglnda Að innan er flest til þæginda. Sætin fá fyrstu einkunn, veita mjög góðan hliðarstuðning og er ökumannssætið fjölstillanlegt og því gott fyrir hvern og einn að koma sér sem best fyrir undir stýri. Verður sjaldan of oft bent á hversu verðmætur möguleiki það Viðbragö Staðalbúnaður Rúmgóður Opel Vectra Sport í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, fjöl- innsprautun, 115 hestöfl. Srtengt aldrif. Fimm manna. Vökvastýri - veltistýri. Hemlalæsivörn. Diskahemlar að framan og aftan. Líknarbeigur i stýri. Fjölstillanleg framsæti. Samlæsing meö þjófavörn. Rafdrifnar f ramrúftuvindur. Rafstilling og upphitun á hliðar- speglum. Tveir halogen kastar aðframan. Útvarp með 6 hátölurum. Stilianleg hæð öryggisbelta. Lengd:4,35 m. Breidd: 1,7 m. Haeð: 1,4 m. Hjólahaf: 2,6 m. Beygjuhringur: 10,6 m. Hjólbarðar: 195/6015. Þyngd: 1.280 kg. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 lun: 11 sekúndur. Staðgrelðsluverð kr.: 2.280.000. Umbeð: Bilheimar hf., Reykjavík, er á bílum þegar hægt er að stilla hæð og halla á ökumannssætinu. Hlýtur að mega telja vellíðan öku- manns undir stýri eitt af fyrstu skilyrðum þess að hann nái góðum tökum á bílnum. Þá er rýmið ág- ætt, bæði til höfuðs og fóta og bæði í fram- sem og aftursætum. Staðalbúnaður er ríkulegur í þessum sídrifna Vectra. Má þar nefna hemlalæsivörn sem telst til öryggisbúnaðar hans rétt eins og loftpúðinn eða líknarbelgurinn í stýri og tvöfaldir styrktarbitar eru í hurðum. Ökumannssætið er sér- lega vandað, samlæsing er með þjófavörn, halogen þokluktir að framan, útvarp með sex hátölur- um, öryggisbeltastrekkjurum og stillanlegri hæð öryggisbelta bæði að framan og aftan. Þá er bíllinn búinn diskahemlum að framan og aftan. Röskur í viðbragði Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka með fjölinnsprautun og er 115 hestöfl og ágætlega snörp fyrir 1.280 kg þungan bílinn, raunar mun snarpari en hestöflin 115 gætu gefið til kynna og hún er einnig nokkuð vel hljóðlát. Fimm gíra handskipting er liðug og rennur gírstöngin hljóðlaust og Verðið á hinum sídrifna Opel Vectra er kr. 2.280.000 staðgreitt - tilbúinn á götuna með íslenskri ryðvörn og fullum bensíntanki. Þrátt fýrir að talan kunni að virð- ast há er hún það í raun ekki þegar þess er gætt hversu vel búinn bfllinn er. Fyrir utan aldrif- ið má sérstaklega nefna öryggis- búnaðinn, t.d. líknarbelginn í stýri og hemlalæsivörn. Aldrifsfólksbíl- ar geta verið á verðbilinu 1,7 til 2,3 milljónir króna og má segja að búnaður og stærð þeirra ráði einkum verðinu. Vectra er sem fyrr segir einnig fáanlegur með framdrifí eingöngu og þannig bú- inn er hann á verðbilinu 1.639 þús. kr. og uppí 1.845 þúsund krónur og með dísilvél kostar hann 1.825 þús. kr. Vectra er einn af þessum bílum sem ökumaður kann strax vel við sig í og þar er ekkert eitt atriði að fínna sem hann getur fett fíng- ur útí. Þótt enginn bíll sé alveg gallalaus þá verða engir mínusar nefndir hér sérstaklega. ■ Jóhannes Tómasson VECTRA með sítengdu aldrifi er liðugur og laglegur bfll með ríkulegum staðalbúnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.