Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B 31. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Slegist um blöðin BLAÐASALI við kaþólsku dómkirkjuna í Sarajevo var fljótur að selja upp upplagið af króatísku blaði sem honum barst í gær. Vegna umsáturs- ins berst lítið af erlendum blöðum til borgarinnar en eft- irspurnin þar er mikil. Vopnahléð sem kom til framkvæmda um áramót virð- ist halda betur en þau fyrri. I gær streymdu mörg hundruð manns ýmist út úr borginni eða milli borgarhverfa er tveir vegir í grennd við flugvöllinn voru opnaðir. Vonast er til að það sé aðeins fyrsta skrefið að því að opna fyrir frjálsa vöruflutninga til Sarajevo. Haris Silajdzic forsætisráð- herra sljórnarinnar í Sarajevo sagði í gær, að hugsanlega yrði farið að tillögum Rússa og teknar upp viðræður við yfirvöld í Belgrad um gagn- kvæma viðurkenningu Bosníu- Herzegovínu og Júgóslavíu. Að sögn vestrænna stjórnarer- indreka er það mikilvæg for- senda þess að refsiaðgerðum gegn Serbíu og Svartfjalla- landi verði aflétt, að yfirvöld í Belgrad viðurkenni Króatíu og Bosníu. Reuter Walesa hótar enn að leysa upp þingið Sagður vilja sundra vinstri flokkunuin Varsjá. Reuter. Á seglbretti til Maastricht FLÓÐASVÆÐI stækkuðu í nágrenni hollensku borgarinnar Den Bosch í gær er áin Waal flæddi þar yfir bakka sína. Einu sam- göngutækin sem komust eftir Evrópuvegi 25 til Maastricht voru bátar eða seglbretti. Stór svæði í Hollandi eru enn undir vatni. Samkomulagi náð um tollasamband Brussel. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, hélt í gær áfram baráttunni gegn ríkisstjórn vinstri flokk- anna og fór fram á það við þingið, að það viki Waldemar Pawl- ak forsætisráð- herra frá eða horfðist í augu við afleiðingarnar ella. Háttsettir flokksmenn í Bænda- flokknum sögðu í gærkvöldi, að til greina kæmi að verða við kröfum forsetans um að Pawlak færi frá. „Látið eftir, herrar mínir, annars mun sagan dæma ykkur hart,“ sagði Walesa á fundi með forsetum þings- ins og formönnum þingflokkanna. „Ef þið gerið það ekki mun ég grípa til minna ráða.“ Walesa kvaðst hafa heimild til að leysa upp þingið ef honum byði svo við að horfa en í síðustu viku hótaði þingið á móti að draga forsetann fyrir sérstakan landsdóm. Walesa ítrekaði fyrri ásakanir á hendur Pawlak um að hann stæði í vegi óhjákvæmilegra umbóta í Póllandi en vísaði hins vegar á bug öllum getgátum um, að hann myndi beita hernum. Gagnrýndi þingforseta Á fundinum í gær gagnrýndi Walesa Jozef Oleksy, forseta neðri deildarinnar, harðlega og sakaði hann um hræsni og að kynda undir árásum á sig. „Eg verð fyrir móðg- unum opinberlega og ókvæðisorð eru hrópuð að mér. Það er skamm- arlegt, að þú skulir þykjast tala máli lýðræðisins. Ég man hvaða vörð þú stóðst um það sem ráðherra í tíð kommúnista,“ sagði Walesa. Walesa segir, að Aleksander Kwasniewski, formaður Lýðræðis- bandalags vinstri manna, gamla kommúnistaflokksins, yrði betri for- sætisráðherra en Pawlak, sem er leiðtogi Bændaflokksins. Þessir tveir flokkar standa að stjórninni. Flestir fréttaskýrendur í Póllandi telja, að það, sem vaki fyrir Walesa, sé að valda glundroða meðal vinstri flokkanna og auka þar méð líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningun- um seint á þessu ári. SAMKOMULAG náðist í aðalatrið- um um tollasamband Evrópusam- bandsins (ESB) og Tyrklands á fundi utanríkisráðherra ESB í gærkvöldi. Vonast er til að gengið verði frá samkomulagi við Tyrki 6. mars en áður þurfa einstök aðildarriki ESB að samþykkja það. Grikkir féllu frá andstöðu við samninga gegn því að fá ráðherrana til að samþykkja að hefja viðræður um aðild Kýpur að sambandinu ekki síðar en sex mánuðum eftir að ríkja- ráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári, lýkur. Jafnframt samþykktu ráðherrarn- ir að ganga til viðræðna við ríki sem telja sig þurfa að sæta lakari kjörum eftir að Svíar, Finnar og Austurríkis- menn gengu í sambandið. ■ Tollamál eftir stækkun/17 Rússar segja við- námi lokið í Grosní Grosní. Reuter. RÚSSNESKAR hersveitir réðust yfir Sunzha-ána í Grosní í gær og náðu þar með suðausturhluta borg- arinnar á sitt vald, að sögn frétta- stofunnar Ita.r-Ta.ss. Að sögn Itar-Tass héldu yfir- menn rússneska hersins því fram, að sveitirnar hefðu náð torginu og nágrenni þess á sitt vald en það hefur verið virki uppreisnarmanna. „Þar með er lokið skipulagðri mót- spyrnu í borginni allri,“ sagði í frétt- inni. Samkvæmt öðrum fregnum kom- ust rússnesku sveitirnar ekki lengra en yfir ána. Þaðan héldu þær svo áfram sprengjuárásum á svæðið umhverfís torgið. Hópar uppreisnar- manna voru sagðir á leið þangað frá svæðum suður af borginni. Ólíklegt er að átökum ljúki í norð- anverðum Kákasusfjöllum þó Grosní falli. Rússneskir embættismenn segja að fimm þúsund manna lið tsjetsjenskra uppreisnarmanna hafí búið vandlega um sig í borginni Gúdermes, sem er 40 km austur af Grosní. Echo Moskvý'-útvarpsstöðin hafði í gær eftir embættismönnum í Ingúshetíju, að Rússar hefðu gert loft.árásir á úthverfi í suðurhluta borgarinnar á sunnudag. ■ Gratsjov bendlaður/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.