Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rafiðnaðarmenn slitu samningafundi Formenn landsambanda ræða í dag við forystu VSI um framhaldið Starfsleyfi þarf fyrir gisti- og veitingahús HEILBRIGÐISNEFND Reykja- víkur hefur ákveðið, að hér eftir beri að sækja um starfsleyfi til nefndarinnar, óski menn eftir að starfrækja veitinga- eða gistihús. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur auglýsti í Morgunblaðinu um helg- ina, að ákveðið hefði verið að framfylgja reglugerðarákvæðum um veitingu á starfsleyfí fyrir gisti- og veitingahús, þótt sú starf- semi sé einnig háð starfsleyfí lög- reglustjóra. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur fengust þær upplýsingar í gær, að með auglýsingunni væri verið að hnykkja á um að heil- brigðisnefnd bærust umsóknir um starfsleyfi. Hingað til hefði ekki verið gengið eftir því, heldur hefði Heilbrigðiseftirlitið verið um- sagnaraðili og lögreglan gefið út gisti- og veitingaleyfi. SAMNINGAMENN Rafiðnaðarsam- bands íslands slitu í gær viðræðu- fundi með vinnuveitendum. Formað- ur sambandsins segir að rafiðnaðar- menn hafi talið tilgangslaust að eyða tímanum í frekari fundarhöld eftir það sem viðsemjendur þeirra hefðu lagt fram á fundinum. Fram- kvæmdastjóri VSÍ vill halda viðræð- um áfram. Samninganefndir rafiðnaðar- manna og vinnuveitenda hittust á fundi á laugardag. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, segir að sá fundur hafi verið um margt jákvæður. Menn hafi orðið sammála um að fara yfir ýmis atriði og koma með tillögur á nýjum fundi í gær. Segir Guðmund- ur að vinnuveitendur hafí ekki stað- ið við það sem þeir hafí talað um á laugardag. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, segist vonast til að hægt verði að ræða áfram við for- ystumenn rafiðnaðarmanna þó þeir hafi tekið tillögum VSÍ illa í gær og fundur þeirra orðið í styttra lagi í það skiptið. Haldið áfram í dag Guðmundur segir að það ráðist á næstu dögum hvernig samningamál þeirra þróist. Hann segist draga I efa vilja vinnuveitenda til samninga, þeir séu að hrekja menn í verkfall. Forystumenn rafiðnaðarmanna af öllu landinu koma saman til fundar næstkomandi föstudag til að ræða stöðu mála. í gær og undanfarna daga hafa farið fram í húsakynnum ríkissátta- semjara viðræður milli vinnuveit- enda og ýmissa landssambanda inn- an ASI, m.a. vegna bygginga- og málmiðnaðarmanna, fískvinnslu- fólks, verslunarmanna og iðnverka- fólks. Flóabandalagið svokallaða kom ekki til fundar sem boðað var til síðastliðinn laugardag. Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, segir að afskaplega hægt hafi miðað í viðræðum um sérkröfur félags- manna Samiðnar og ennþá minna varðandi launaliði. Verkamannasambandið verður með formannafund í dag. Reiknað er með að viðræðunum verði haldið áfram, a.m.k. reiknar Þórarinn V. Þórarinsson með því að ræða við forystumenn allra sambandanna um framhaldið í dag. Vinnuhópar kennara að ljúka störfum Vinnunefndir á vegum samninga- nefnda kennarasambandanna og rlkisins sem fjallað hafa um vinnu- tíma kennara og launaflokkakerfi eru að ljúka störfum. Samninga- nefndirnar hittast síðan á morgun, miðvikudag. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafé- lags, segir erfitt að hugsa sér að samninganefnd ríkisins geti mætt á samningafundinn án þess að taka einhverja afstöðu til þess sem komið hefði út úr vinnuhópunum. Samkeppnisráð ályktar um Baug hf. Ekkí ástæða tíl íhlutunar SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurð- að að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna viðskiptakjara sem Bónus sf., Hagkaup hf. og sameiginlegt innkaupafyrirtæki þeirra, Baugur hf., njóta hjá heildsölu- og fram- leiðslufyrirtækjum. Þetta mál var tekið til athugunar hjá samkeppnisyfírvöldum á síðasta ári að kröfu Félags dagvöruversl- ana sem taldi að fyrirtækin hefðu knúið fram óeðlileg viðskiptakjör í krafti stærðar sinnar. Samkeppnisstofnun komst að þeirri niðurstöðu að Baugur sé ráð- andi fyrirtæki á matvörumarkaðn- um. Samkvæmt könnun stofnunar- innar hafa Hagkaup og Bónus sam- tals 33% markaðshlutdeild meðan aðrir aðilar hafa 6% hlutdeild eða minna. Hins vegar leiddi athugun Sam- keppnisstofnunar ekki í ljós að Bón- us eða Baugur hefði hindrað virka samkeppni á markaðnum eða að slíkt hefði verið markmið fyrirtækj- anna. Ekki var heldur sýnt fram á að aðgangur keppinauta að mark- aðnum hefði verið hindraður með þeim hætti að það stangaðist’á við samkeppnislög. íhuga áfrýjun Engin ákvörðun lá fyrir í gær af hálfu Félags dagvörukaupmanna um framhald málsins en til greina kemur að áfrýja niðurstöðunni til sérstakrar áfrýjunamefndar sam- keppnismála. B Viðskiptahættir/31 Morgunblaðið/Júllus Sjö í bílveltu BÍLL með sex börnum valt á mótum Miklubraut- og bílstjóri voru í bílbeltum og sakaði ekki nema ar og Reykjanesbrautar í gær eftir að bílstjórinn lítils háttar og fengu að fara heim að skoðun lok- missti stjórn á bifreiðinni í hálkunni. Farþegar inni á slysadeild Borgarspítala. Alusuisse reiknar út stækkun álversins Bera saman nýtt álver og notað Ztirich. Morgunblaðid. Islenska fiskeldisfélagið hf. Borgin kaupir lóð og eignir í Eiðsvík Lífeyrissjóður verzlunarmanna Ekki fjár- fest ef einn á meirihluta LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunar- manna fjárfestir í félögum, sem skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþingi ís- lands. Ekki er fjárfest I hlutafélögum ef einn aðili á meirihluta hlutafjár. Þetta kemur m.a. fram í grein Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra líf- eyrissjóðsins í blaðinu í dag, þar sem hann gerir nokkrar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisráðs um Stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífí. Þorgeir segir ennfremur að lífeyr- issjóðurinn fjárfesti einnig í öðrum hlutafélögum en þeim sem skráð eru á Verðbréfaþingi, hafí þau að minnsta kosti fímm ára starfs- reynslu og ef þau hafí samþykktir sem tryggja hömlulaus viðskipti með hlutabréf. Þau skulu þá hafa sýnt góða rekstrarafkomu sem standi undir arðsemiskröfu sjóðsins. B Athugasemdir við skýrslu/27 ALUSUISSE-LONZA, A-L, kannar nú hagkvæmni og tæknilega mögu- leika í sambandi við hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík 5 samvinnu við íslenska ráðamenn. Stækkun álversins væri hag- kvæmnasta leiðin til að auka ál- framleiðslu á íslandi og þess vegna féllst A-L á að taka þátt í þessari athugun með íslendingum. Kurt Wolfensberger, fulltrúi A-L í viðræðunum og stjórnarmaður hjá ÍSAL, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að nú væri verið að kanna tæknilegu hliðarnar og kostnaðinn í sambandi við að setja upp þýskan kerskála, sem Islend- ingum stendur til boða, við hliðina á kerskála ÍSAL. Rekstur skálans yrði í höndum ÍSAL en eigendur viðbótarframleiðslunnar yrðu þeir sem fjárfesta í uppbyggingu hans. „Það gætu verið álframleiðendur eða innlendir og erlendir aðilar," sagði Wolfensberger. Hann sagðist álíta að það gæti verið um 20 til 30% ódýrara að reisa gamlan skála við álbrennsluna í Straumsvík í stað þess að byggja nýjan skála við hlið hennar. Fiskeldi lagt niður í kjölfar gjaldþrots BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa lóð og eignir íslenska físk- eldisfélagsins hf., við Eiðsvík fyrir sex milljónir króna af Fram- kvæmdasjóði íslands. Samningur- inn gerir ráð fyrir að sjóðurinn afsali sér til borgarsjóðs öllum mannvirkjum á umræddri lóð ásamt brygjgju og lóðarréttindum. í erindi Agústs Jónssonar skrif- stofustjóra borgarverkfræðings, kemur fram að í maí árið 1J87 hafi íslenska fiskeldisfélaginu ver- ið úthlutað lóð og aðstaða til bryggjugerðar við Eiðsvík í þeim tilgangi að stunda fiskeldi á um- ráðasvæði Reykjavíkurhafnar. Ár- ið 1991 í kjölfar gjaldþrots fisk- eldisfélagsins eignaðist Fram- kvæmdasjóður íslands hús og önn- ur mannvirki á lóðinni. Borgarráð samþykkti þá jafnframt að sjóður- inn yrði lóðarhafi en um sama leyti afturkallaði hafnarstjórn leyfi til fískeldis í Eiðsvík. Á mörkum borgarlands og hafnarsvæðis Þá segir að samkvæmt úthlutun- arskilmálum geti borgarsjóður leyst til sín á matsverði lóðina og mannvirki ef fiskeldi yrði lagt nið- ur. Húsið á lóðinni er ekki fullbúið en það er 368 fermetrar og er brunabótamat þess rúmar 22 millj- ónir og fasteignamat rúmar 6,5 milljónir. Lóðin sem um ræðir er á mörkum borgarlands og hafnar- svæðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.