Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENZKIR SÓSÍALISTAR OG AUSTUR-ÞÝZKALAIMD Nýjar upplýsingar um tengsl sósíalista við A-Þýzkaland koma fram í sjónvarpsþætti Islenzkur náms- maður njósnaði fyrir Stasi ISJ ÓNV ARPSÞÆTTI Vals Ingimundarsonar og Árna Snævarr, í nafni sósíalismans, sem sýndur var á sunnudags- kvöld, koma fram nýjar upplýsingar um tengsl íslenzku sósíalistahreyf- ingarinnar og kommúnistaflokksins í Austur-Þýzkalandi. Fram kemur að Guðmundur Ágústsson, núver- andi útibússtjóri Islandsbanka við Dalbraut, hafi unnið fyrir Stasi, austur-þýzku öryggislögregluna, á árunum 1963-1964. Jafnframt kem- ur fram að þess var farið á leit við Árna Björnsson þjóðháttafræðing að hann njósnaði fýrir Stasi. Öryggis- lögreglan fylgdist með þingmönnun- um Svavari Gestssyni og Hjörleifi Guttormssyni, þeim síðamefnda í því skyni að fá hann til starfa fyrir Stasi, samkvæmt skjölum, sem höfundar þáttarins hafa haft aðgang að. Fram kemur í þættinum að taka verði skýrslum Stasi með þeim fyr- irvara, að um persónulegt mat leyni- þjónustumannanna, sem skrifuðu þær, sé að ræða. Fá átti Hjörleif til að vinna fyrir Stasi Fram kemur í skjölum Stasi að fylgzt var með Hjörleifi Guttorms- syni, síðar alþingismanni og ráð- herra, á árunum 1958-1961 en hann var þá í námi í Þýzkalandi. I einni skýrslunni segir að njósnað hafi ver- ið um Hjörleif með það fyrir augum að fá hann til að vinna fyrir Stasi. Hjörleifur sagði í viðtali í þættin- um að enginn, sem kynnt hefði sig sem fulltrúa Stasi, hefði nokkurn tímann talað við sig. „Ef þeim hefur verið það í huga, varð aldrei af því,“ sagði Hjörleifur. I þættinum segir að ekkert í Guðmundur Ágústsson Vann nokkur verkefni fyrir Stasi. Árni Björnsson Sagðist myndu hugsa málið en hafðist ekki að. Svavar Hjörleifur Gestsson Guttormsson Skýrslur Stasi Átti að fá hann um hann eru til að njósna fyrir týndar. Stasi. skýrslunum gefi tii kynna að Hjör- Ieifur hafi sýnt því áhuga að vinna fyrir leyniþjónustuna. Útsendarar Stasi töldu Hjörleif hins vegar hlið- hollan Þýzka alþýðulýðveldinu og kommúnistaríkjunum yfirleitt. Eftir því sem höfundar þáttarins komast næst, var hætt að njósna um Hjör- leif í nóvember 1961. í þættinum er sagt frá því að í Ieyniskjölum Stasi komi fram að ís- lendingur, Guðmundur Ágústsson, sem láuk hagfræðiprófí frá Hoc- hschule fur Ökonomie í Berlín 1963, hafi gengið til liðs við öryggislög- regluna á því ári. I þættinum segir: „í þessum gögnum er því lýst hvernig íslend- ingurinn, sem fyrst var aðeins nefndur A, hitti leyniþjónustumann- inn Willmann höfuðsmann. Féllst hann á að ganga á mála hjá örygg- islögreglunni á kaffihúsinu Buda- pest í Austur-Berlín. Þar kemur fram að íslendingnum hafi verið tjáð að óvinurinn, Vestur-Þjóðveij- ar, ætlaði að efna til æsinga meðal námsmanna í Austur-Þýzkalandi. Stasi hefði gripið til gagnaðgerða og talið bezt að fá útlending til verksins, enda væri hann félagi í bræðraflokki SED.“ Guðmundur hafnaði viðtali við höfunda þáttarins, en jafnframt seg- ir í sjónvarpsþættinum: „Skýrslur Stasi sýna að hann vann nokkur verkefni fyrir öryggislögregluna á árunum 1963 og ’64 undir dulnefn- inu Karlsson. Guðmundur gat ferð- azt nokkuð óhindrað til Vestur-Ber- líndr og átt þangað erindi sem frétta- ritari Þjóðviljans. Verkefni hans voru meðal annars að fá aðra Islendinga í Vestur-Berlín til að vinna fyrir Stasi og afla upplýsinga um náms- menn og háskólalíf." Hafði sjálfur frumkvæði Eitt verkefna Guðmundar var að fylgjast með undirbúningi og öryggis- aðgerðum lögreglunnar í Vestur- Berlín vegna mótmælaaðgerða á degi verkalýðsins 1. maí 1963. í viðtali við Holger Kulickj blaða- mann og sérfræðing um málefni Stasi, kemur fram að skýrslur ör- yggislögreglunnar sýni að Guð- Sjónvarpið Stasiskýrsla um Guðmund Ágústsson greinir frá því að hann hafi verið fenginn til starfa fyrir Stasi á fundi á kaffihúsi. Stasi sagði um Hjörleif Guttormsson að hann væri hliðhollur kommúnistaríkjunum. Myndirnar eru úr í nafni sósíalismans. mundur hafi ekki aðeins tekið við verkefnum, heldur komið með hug- myndir að eigin frumkvæði og bent á einstaklinga, sem kynnu að vera áhugaverðir í augum öryggislögregl- unnar. Kom á sambandi við Árna Fram kemur í Stasi-skjölum að Guðmundur Ágústsson hafí haft milligöngu um að koma Árna Björns- syni þjóðháttafræðingi _ í samband við Stasi. Ámi kenndi íslenzku við Freie Universitát í Vestur-Berlín 1963-1965, en hafði áður stundað kennslu í Greifswald í Austur- Þýzkalandi. Háskólayfirvöld höfðu nývarað Árna við því að hann yrði beðinn að njósna fyrir Rússa, ér Stasi hafði samband við hann og bað hann að stunda njósnir. Árni segist í viðtali í þættinum hafa fengið skilaboð að austan „þar sem ég er beðinn um að gefa vissar upplýsingar um eitt og annað þarna í háskólanum. Þetta er nú víst í eina skiptið á ævinni, sem ég hef verið beðinn að stunda njósnir," segir Árni. „Ég lét skila til baka að ég hefði engan áhuga á svona löguðu og þar með hélt ég að málið væri úr sögunni. En svo var nú aldeilis ekki.“ Féllst á að hitta Stasi-mann Að sögn Árna kom í heimsókn til hans systurdóttir hans, sem eitt kvöldið skilaði sér ekki aftur frá Austur-Berlín, þar sem hún hafði farið í leikhús, og hann grennslaðist fyrir um hana á landamærastöð. „Ég var settur þarna inn í herbergi og látinn bíða heillengi," segir Arni í þættinum. „Loksins kom þarna inn Svavar segist hafa verið undir eftirliti og flúið A-Þýzkaland Guðmundiir Agústsson segist ekki hafa þegið fé af Stasi SVAVAR Gestsson alþingismaður segir að hann hafí aldrei vitað að skýrslur um hann hafí verið til í skjalasöfnum austur-þýzku örygg- islögreglunnar Stasi. Hann kannast heldur ekki við að nein tengsl hafí verið milli Þjóðviljans og austur- þýzkra kommúnista eftir 1968, en Svavar var ritstjómarfulltrúi á blað- inu 1968-1971 og ritstjóri 1971- 1978. Svavar segir að sér hafi ekki beinlínis komið á óvart að Stasi skyldi hafa haldið um sig skýrslur. „Ég ímyndaði mér að ég væri und- ir eftirliti,“ sagði Svavar. „Þess vegna flýði ég Austur-Þýzkaland og vildi ekki vera þar lengur.“ Engin tengsl Þjóðviljans og Austur-Þýzkalands eftir 1968 Hvað varðar það, sem fram kom í sjónvarpsþættinum um að Einar Olgeirsson hefði reynt að koma Austur-Þjóðveijum í samband við Svavar vegna málefna Þjóðviljans, sagðist Svavar ekki minnast þess að Einar hefði fært slíkt í tal við sig. „Ég kannast ekkert við það, sem þarna var nefnt,“ sagði Svavar. Aðspurður hvort einhver tengsl hefðu verið milli Þjóðviljans og Austur-Þýzkalands eftir 1968, svaraði Svavar neitandi. „Pólitískt fæðingarvottorð Alþýðubandalags- ins var að höggva á öll þessi tengsl þarna austur fyrir og þar með þetta,“ sagði Svavar. Kom hvergi nálægt hvarfi skjalanna í sjónvarpsþætti Árna Snævarr og Vals Ingimundarsonar kemur fram að skjölum þeim, sem Stasi hafði skrifað um Svavar, hafi verið eytt 25. júní árið 1989. Svavar seg- ist ekki hafa vitað fyrr en Árni Snævarr sagði honum það fyrir nokkrum vikum að skjölin hefðu til, en Árni hefði þá sagt að þau hefðu horfíð. „Það segir sig því al- veg sjálft að ég gat ekki á neinn hátt haft neitt með það að gera að þau hurfu," sagði Svavar. Hann sagði að síðari hluta júní og fram í júlí 1989 hefði hann verið á nor- rænum ráðherrafundi í Kaup- mannahöfn, EUREKA-fundi í Vín, sumarleyfí í Grikklandi og opinberri heimsókn í Finnlandi. Guðmundur taldi rétt að sýna gætni við Stasi Morgunblaðið gerði í gær árang- urslausar tilraunir til að ná tali af Guðmundi Ágústssyni, en skjöl Stasi sýna að hann vann fyrir ör- yggislögregluna á árunum 1963- 1964. Guðmundur sagði í viðtali á Rás 2 í gær að tveir menn Stasi hefðu hitt sig að máli og beðið hann að vinna fyrir öryggislögregluna. Hann hefði verið giftur austur- þýzkri konu og talið rétt að sýna gætni í samskiptum við Stasi. Hann hefði síðan hitt annan manninn nokkrum sinnum. Guðmundur sagðist hafa unnið tvö verk fyrir Stasi. Annars vegar hefði hann verið beðinn að fara til Vestur-Berlínar og fara fram á það við Árna Björnsson þjóðháttafræð- ing að hafa samband við öryggis- lögregluna. Það hefði hann gert, en Árni tekið sér illa. Hins vegar hefði hann verið beðinn að fara vestur yfir og athuga, hvort verið væri að grafa við Berlínarmúrinn, jafnframt að athuga hvort lest her- flutningabíla væri stödd á ákveðinni breiðgötu í Vestur-Berlín. „Þetta var svo bamalegt að ég get varla sagt frá því,“ sagði Guðmundur í viðtalinu á Rás 2. Fékk frið fyrir fjölskylduna Guðmundur sagðist ekki þora að fullyrða hvort hann hefði verið beð- inn um upplýsingar um Islendinga í Vestur-Berlín, en um landa sína í Austur-Berlín hefði hann ekkert verið spurður. Hann hefði aldrei verið beðinn að tala við aðra en Árna Björnsson. Guðmundur sagði að Stasi hefði ekki haft samband við sig eftir að hann kom aftur heim til íslands. Hann hefði ekki þegið fé fyrir störf sín fyrir Stasi, en fengið frið fyrir fjölskyldu sína á meðan hann var að ljúka námi. Slqöl um njósnir erlendis óhreyfð Boston. Morgunblaðið. S AMSKIPTI íslendinga við Aust- ur-Þjóðveija eru komin í hámæli í kjölfar þáttar eftir Árna Snævarr fréttamann og Val Ingimundarson sagnfræðing, sem sýndur var í sjónvarpinu á sunnudag. Að baki þættinum liggja rannsóknir á skjöl- um úr fórum austur-þýsku örygg- islögreglunnar, sem í daglegu tali nefnist Stasi. Þau skjöl segja þó ekki alla söguna. Enn liggja þau slq'öl, sem varða njósnir Stasi er- lendis, að mestu leyti í þagnargildi. Valur kvaðst i samtali við Morg- unblaðið hafa lagt fram beiðni um að fá að sjá slg'öl, sem vörðuðu Island. Beiðni sína lagði hann fram árið 1991, en hann var greinilega ekki sá eini, sem knúði á um að fá aðgang að skjölum öryKgisIögTeglunnar illræmdu. Þrátt fyrir þijú þúsund manna starfslið Gauck-stofnunarinnar, sem sér um að vinna og flokka Stasi-skjölin, liðu þijú ár þar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.