Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 11 maður, sem spurði mig hvort ég hefði ekki fengið skilaboð frá þeim í öryggisþjónustunni einhvern tím- ann í sumar. Ég játaði því en spurði um þessa ungu frænku mína í leið- inni. Hann spurði mig þá hvort ég vildi ekki endurskoða afstöðu mína og ræða við þá. Ég var hræddur um stelpuna og á endanum féllst ég á að hitta manninn nokkrum dögum seinna. Síðan kom í ljós að stelpan hafði bara gist hjá vinkon- _______ um sínum fyrir austan. Nú var spurningin sú: Átti ég nú að standa við orð mín og hitta ólukku manninn? Eg var hræddur um að ef ég gerði það ekki, myndi ég lenda í eilífum vandræðum í hvert skipti, sem mig langaði til að skreppa austur fyrir. Þannig að það varð úr að ég hitti manninn og talaði við hann í svona hálfan annan tíma þarna á kaffihúsi." í Stasi-skýrslu kemur fram að leyniþjónustumaðurinn hafi viljað að Árni aflaði upplýsinga um háskóla- starf í Austur-Berlín. í skýrslunni kemur sömuleiðis fram, að því er sagt er frá í sjónvarpsþættinum, að Árni hafi fallizt á að íhuga málið, en verið tregur til samstarfs. Hann hafi sagt að kæmist upp að hann væri í tengslum við Stasi, myndi það hafa slæmar afleiðingar fyrir Sós- íalistaflokkinn á Islandi og hann sjál/an. Árni segir í sjónvarpsþættinum: „Maður var hálfsmeykur um sjálfan sig, í þessu landi þar sem ekki var einu sinni íslenzkt sendiráð til að leita til. Þannig að maður þorði ekki að vera mjög ögrandi við manninn. En mér tókst að humma þetta fram af mér með því að ég skyldi lofa að hugsa málið. Svo varð ekkert frekar úr þessu.“ Áf hálfu höfunda í nafni sósíalis- mans kemur svo fram að Stasi-skjöl- in staðfesti að ekki hafi komið til neinnar samvinu Árna og Stasi úr þessu. Stasi taldi Guðmund Ág- ústsson sýna eigið frum- kvæði í störf- um sínum og benda á ein- staklinga flokksleg tengsl íslenzkra sósíalista við Sozialistische Einheitspartei De- utschlands (SED), systurflokkinn í Austur-Þýzkalandi, rofnað. Engu að síður hafi Einar Olgeirsson, fyrrver- andi formaður Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokksins, farið fram á að Austur-Þjóðverjar kæmu því til leiðar að fréttaritari Þjóðvilj- ans gæti starfað áfram í Áustur- Berlín eins og áður hefði tíðkazt. ________ „Mæltist hann til að þetta yrði ekki rætt við forystu flokksins [Al- þýðubandalagsins] heldur beint við Svavar Gests- son, þáverandi ritstjóra blaðsins [Þjóðviljans], sem væri hlynntur því að taka upp nánara samband við austantjaldsríkin," _________ segir í þættinum. „Benti Einar á að vænleg leið til að efla tengslin væri að Austur- Þjóðveijar sæju Þjóðviljanum fyrir prentvél." Svavar segir í þættinum að hann hafi aldrei heyrt áður að skýrslur hafi verið haldnar um sig hjá Stasi. „Það kæmi mér ekkert á óvart þótt einhveijir pappírar einhverra stúd- enta hafi týnzt einhvers staðar í þessum geggjuðu haugum, sem ég hef lesið í Spiegel að séu til þarna,“ segir Svavar. Hvað varðar tengsl Austur-Þjóð- veija við Þjóðviljann og ábendingar Einars Olgeirssonar, segir Svavar í þættinum: „Ég var auðvitað eini rit- stjóri Þjóðviljans — virki ritstjóri Þjóðviljans á þeim tíma sem þetta viðtal á sér stað samkvæmt þessari skýrslu, sem þú hefur sýnt mér, þannig að ég ímynda mér að það sé þess vegna, sem hann hefur bent á mig. Hitt, til dæmis með prentvél- ina og þetta — ég hef aldrei heyrt það fyrr.“ Svavar gat sér þess til að Einar hefði ekki verið sáttur við afstöðu Alþýðubandalagsins gagn- vart kommúnistaríkjunum eftir 1968 og skýrslan kynni að endurspegla óskir hans eða Austur-Þjóðveija um breytingar á sambandinu. Heppilegt að Þjóðviljinn fengi austur-þýzka prentvél í þætti Vals og Árna er skýrt frá því að Stasi hafi haft auga með Svavari Gestssyni, núverandi alþing- ismanni, en hann var við nám í Austur-Berlín 1967-1968. Skýrslur voru haldnar um Svavar, en þær voru eyðilagðar af ókunnum ástæð- um 25. júní 1989, að því er fram kemur í þættinum. Jafnframt er frá því sagt að eftir innrás Varsjársbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 hafi bein Ragnar Arnalds andsnúinn endurnýjuðum tengslum Samkvæmt austur-þýzku skjöl- unum, sem í var vitnað í sjónvarps- þætti þeirra Árna og Vals, vildu nokkrir félagar í alþjóðanefnd Al- þýðubandalagsins fylgjandi því, eftir 1968, að taka upp nánari tengsl við austantjaldsríkin til að knýja á um stefnubreytingu til vinstri í Aiþýðu- bandalaginu. Ragnar Arnalds, fyrsti formaður Alþýðubandalagsins, hefði hins vegar verið slíku mjög mótfall- inn. Valur Ingimundarson Árni Snævarr aðgangur fékkst. „Þetta var flókið og tímafrekt verk og þurfti ég meðal annars að fara í viðtal vegna umsóknar- innar,“ sagði Valur. Aðgang að skjölunum fá fræði- og fréttamenn, sem og cinstakl- ingar, sem vilja fá að vita með hvaða hætti Stasi hafði afskipti af lífi þeirra. Að einu leyti er að- gangur þó takmarkaður: „Skjöl Stasi um njósnir erlendis hafa ekki verið gefin frjáls nema að litlu leyti og hluti af þeim var eyðilagður," sagði Valur. „Því er fátt vitað um njósnastarfsemi Stasi á íslandi." Vaíur kvaðst hafa hafið rann- sóknir sínar á samskiptum Islend- inga og Austur-Þjóðverja sam- hliða doktorsverkefni sínu í sagn- fræði um samskipti Bandaríkja- manna við þýsku rík- in tvö á sjötta ára- tugnum. „í hvert skipti, sem ég kom á skjalasafn, bað ég um leið um að fá að líta á skjöl um ís- land,“ sagði Valur. Hann stundaði rann- sóknir sínar fyrir doktorsritgerðina, sem hann varði við Columbia-háskóla í New York árið 1993, beggja vegna Atlant- sála, en mestar upp- lýsingar fyrir sjón- varpsþáttinn var að hafa í Berlín. Þar eru höfuðstöðvar Gauck- stofnunarinnar til húsa. Joachim Gauck, stjórnandi hennar (hans opinberi titill er ríkisumsjónar- maður skjala ríkisöryggislögreglu hins fyrrverandi þýska alþýðulýð- veldis), skrifar í grein í vetrar- hefti tímaritsins Daedalus að bor- ist hafi 1,85 milljónir umsókna um að fá að skoða skjöl í skjalasafn- inu, þar af 650 þúsund frá borgur- um, sem vildu sjá skrár um sjálfa sig. Skjalasafnið sjálft er engin smásmíði: þar eru liillur ekki mældar í metrum heldur kílómetr- um og töldust 180 km þegar síð- ast mældist. Það er ekki að furða þegar til þess er tekið að milli 200 og 250 þúsund manns voru á snærum Stasi þegar starfsemi stofnunar- innar náði hámarki. FRÉTTIR Verðlagsbreytingar 1990-93, ísland = 100 1990 1993 Breyting Finnland 118 87 -26% Noregur 110 101 -8% Svíþjóð 111 104 -6% ítalia 84 80 -5% N-Sjáland 68 67 -1% Spánn 76 75 -1% írland 81 80 -1% ÍSLAND 100 100 0% Ástralía 76 77 1% Danmörk 107 111 4% Kanada 78 81 4% Bretland 76 79 4% Sviss 112 119 6% Grikkland 62 66 6% Belgia 83 89 7% ESB 83 89 7% Tyrkland 40 44 10% Frakkland 86 95 10% Lúxemborg 84 94 12% Holland 84 94 12% Austumki 87 98 13% Þýskaland 91 105 15% Portúgal 51 59 16% OECD-ríki 80 93 16% Bandarikin 70 82 17% Japan 95 135 42% Verðlagsbreytingar 1990-93, ESB = 100 1990 1993 1. Finnland 142 1. Japan 152 2. Sviss 135 2. Sviss 133 3. Svíþjóð 134 3. Danmörk 125 4. Noregur 133 4. Þýskal. 118 5. Danmörk 129 5. Sviþjóð 117 6. ÍSLAND 120 6. Noregur 114 7. Japan 114 7. ÍSLAND 113 8. Þýskal. 110 8. Austurríki 110 9. Austurríki 105 9. Frakkland 107 10. Frakkland 104 10. Holland 106 11-13. Ítalía 101 11. Lúxemb. 105 11-13. Lúxemb. 101 12. Belgia 100 11-13. Holland 101 13. Finnland 98 14. Belgía 100 14. Bandarikir 93 15. írland 98 15. Kanada 91 16. Kanada 94 16-17. írland 90 17. Spánn 92 16-17. Ítalía 90 18. Bretland 92 18. Bretland 89 19. Ástralía 92 19. Ástralía 86 20. Bandarikin 84 20. Spánn 84 21. N-Sjáland 82 21. N-Sjáland 75 22. Grikkland 75 22. Grikkland 74 23. Portúgal 61 23. Portúgal 67 24. Tyrkland 48 24. Tyrkland 50 ESB 83 ESB 89 OECD-ríki 80 OECD-rik 93 Verðlagsbreytingar 1990-93, ESB = 100 1990 1993 Breyting Finnland 142 98 -31% Noregur 133 114 -14% Svíþjóð 134 117 -13% Ítalía 101 90 -11% Spánn 92 84 -9% N-Sjáland 82 75 -9% írland 98 90 -8% Ástralía 92 86 -7% ÍSLAND 120 113 -6% Bretland 92 89 -3% Kanada 94 91 -3% Danmörk 129 125 -3% Sviss 135 133 -1% Grikkland 75 74 -1% Belgía 100 100 0% ESB 100 100 0% Frakkland 104 107 3% Lúxemborg 101 105 4% Tyrkland 48 50 4% Austumki 105 110 5% Holland 101 106 5% Þýskaland 110 118 7% OECD-riki 96 104 8% Portúgal 61 67 10% Bandarikin 84 93 11% Japan 114 152 33% Alþjóðlegur samanburður á verðlagi á íslandi og í ríkjum innan OECD 1990 og 1993 Verðlag hækkaði um 16% í OECD umfram verðbreytingar á Islandi Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að verð- lag hér á landi hefur lækkað í samanburði við mörg önnur lönd. Enn er þó hlutfallslega dýrt að lifa á íslandi. ERÐLAG á íslandi lækk- aði um 7% samanborið við verðlag í ríkjum Evr- ópusambandsins á þrigga ára tímabili frá árinu 1990 til ársins 1993, að því er fram kemur í alþjóðlegum verðsaman- burði sem Hagstofa íslands á aðild að. Vörur sem hægt var að fá fyr- ir 100 ECU, sem er sameiginleg mynteining Evrópusambandsríkj- anna, innan Evrópusambapdsins og kostuðu 120 ECU á íslandi 1990, var hægt að fá fyrir 113 ECU á árinu 1993. Samanburðurinn byggist á því að reikna út svonefnd jafnvirðis- gildi (Purchasing Power Parity) og sýnir verðlag í ólíkum löndum með sambærilegum hætti. Þannig sýnir samanburðurinn hvað fæst fyrir sömu fjárupphæðina í ólíkum lönd- um eða hvesu dýrt er að lifa í ein- stökum löndum. Sama magn vöru og þjónustu og kostar 100 ECU að meðaltali í Evrópusambandinu á árinu 1993 kostar 133 í Sviss, 125 í Danmörku, 89 í Bretlandi og 93 í Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin, en eins og fyrr sagði er kostnaðurinn 113 á íslandi. Samanburðurinn tekur hins vegar ekki til tekna fólks heldur einung- is til verðlags. Sömu eða sambærilegar vörur Útreikningurinn byggist á verð- samanburði á sömu eða sambæri- legum vörum og þjónustu og nær til einkaneyslu, samneyslu og fjár- festingar í ríkjum innan Efnahags- samvinnu- og þróunarstofnunar- innar (OECD). Alls er safnað verði fyrir 220 flokka vöru og þjónustu, þar af 150 í einkaneyslu. Hvað einkaneysluna varðar er safnað upplýsingum um verðlag á 3.000 tegundum neysluvöru. Safnað er upplýsingum um launakostnað í þijátíu opinberum störfum vegna samneyslunnar og upplýsingar um 150 fjárfestingarvörur og 23 bygg- ingar mynda verðgrunn fjarfest- ingarliðsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að munurinn á verðlagi á íslandi og í öðrum ríkjum almennt hefur minnkað á fyrrgreindu árabili, þó ennþá sé talsvert dýrt að Iifa á íslandi miðað við flest önnur lönd. í níu ríkjum af 24 ríkjum innan OECD sem könnunin tekur til hækkar verðlag milli áranna 1990 og 1993, í 14 ríkjum lækkar verð- lag og í einu er verðlag óbreytt. Hins vegar hækkar verðlag í OECD-ríkjunum að meðaltali um 8% á þessu tímabili og í Evrópu- sambandsríkjunum að meðaltali um 7%. í Bandaríkjunum hækkar verðlag miðað við meðaltal ESB um 10% á þessu árabili og í Þýska- landi um 7%, auk þess sem verðlag í Japan hækkar um hvorki meira né minna 33% á þessu árabili, en skýring á þeirri breytingu að hluta má ef til vill rekja til breytinga á útreikningsaðferðum. Mest lækkun í Finnlandi Verðlag lækkar langmest í Finnlandi á þessu árabili og endur- speglar þær efnahagsþrengingar sem þeir hafa gengið í gegnum. Verðlag þar lækkar um 31% miðað við verðlag í ESB að meðaltali og í stað þess að dýrast sé að lifa í Finnlandi eins og var árið 1990 er kostnaðurinn þar kominn undir meðaltal ESB úr 142 í 98. Þ.e.a.s vörur sem í Finnlandi kostuðu 148 ECU árið 1990 kostuðu á árinu 1993 98 ECU. Verðíag annars staðar á Norðurlöndum lækkar einnig mikið, sér í lagi í Noregi og Svíþjóð, þar sem verðlag lækk- ar um 14% og 13%. Verðlag lækk- ar einnig í Danmörku en aðeins um 3%. Verðlag á íslandi er svip- að og í Noregi og Svíþjóð, 113 samanborið við 114 í Noregi og 117 í Svíþjóð. Sýnu dýrast er að búa í Danmörku, þar sem kostnað- urinn er 125. Éftir sem áður er hlutfallslega dýrt að búa á Norð- urlöndunum í samanburði við flest önnur ríki OECD. Þannig voru Norðurlöndin í fimm af sex efstu sætunum árið 1990 af þeim sem dýrast var að búa, en það var aðeins Sviss sem komst upp í ann- að sætið milli Finnlands og Sví- þjóðar. Að undanskildu Finnlandi eru Norðurlöndin ennþá meðal þeirra efstu árið 1993, en munur- inn á þeim og öðrum löndum hef- ur minnkað verulega. Þannig föll- um við íslendingar aðeins um eitt sæti úr því 6. í það 7. þó verðlag lækki hér um 7% eins og fyrr sagði. Verðlag svipað og í Noregi Ef miðað er við verðlag á ís- landi og hvað fæst í öðrum löndum fyrir það sem fengist fyrir 100 krónur á íslandi kemur fram að samsvarandi kostnaður í Sviss er 119, í Danmörku 111, í Þýskalandi 105, í Hollandi og Lúxemborg 94, á Ítalíu og írlandi 90, í Bandaríkj- unum 82 og í Bretlandi 79. í sext- án löndum hækkar verðlag miðað við verðlag á íslandi og í sjö ríkjum lækkar það. Verðlag í Þýskalandi hækkar um 15% miðað við verðlag á íslandi frá 1990 til 1993 og verð- lag í Bandaríkjunum hækkar um 18% á sama tíma. Verðlag hækk- aði úr 70 í 82 í Bandaríkjunum miðað við það sem kostaði 100 krónur á íslandi bæði árin. Verðlag hækkar einnig í Frakklandi (11%), Lúxemborg (11%), Hollandi (12%) og Portúgal (16%), svo dæmi séu tekin. Verðlag lækkar hins vegar mið- að við verðlag á íslandi í Finnlandi (26%), í Noregi (8%), Svíþjóð (7%), á Ítalíu (5%) og á Spáni (1%)- Þannig kostaði það sem kostar 100 krónur á íslandi 110 krónur í Nor- egi 1990 en kostaði 1993 101 krónu. I Svíþjóð lækkar verðlag úr 111 í 104 krónur á sama tíma- bili. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.