Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður - Hjallabraut - laus Mjög falleg 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Húsið er nýklætt að utan. Yfirbyggðar svalir að hluta. Nýslípað parket, ný baðinnr. Verð 6,4-6,7 millj. Upplýsingar i síma 682904 og hjá Valhús í síma 651122. Krummahólar - 2ja - bílskýli Nú er möguleiki á að gera hagstæð kaup. 2ja herb. 43 fm íb. á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Parket á gólfi, flísal. bað. Húsvörður sem sér um þrif á sam- eign. Gervihnattasjónvarp. Nýviðgerð blokk. Laus strax. Áhv. Byggsj. 1,1 millj. Verðið er aðeins 4,2 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 r v Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg Höfum trausta kaupendur að 100-200 fm verslunarhús- næði við Laugaveg. Einnig höfum við kaupanda að veitingastað/kaffihúsi í 100-200 fm húsnæði á götuhæð við Laugaveg. Óskum eftir í Múlahverfi, Fenjum eða við Suðurlandsbraut: 400-600 fm verslunarhúsnæði og 200 fm skrifstofu- hæð/verslunarhæð. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700, fax 620540. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Ólafur Stefánsson, viðskfræð, lögg. fasteignasali. EIGNAHOLLIN Suðurlandsbraut 20, 3. hæð 68 00 57 Seljendur athugið! Besti sölutími ársins er framundan. Látið okkur skrá eignina ykkur að kostnaðarlausu. 2ja herb. íbúðir Hringbraut. Mjög góð íb. m. nýjum innr. Parket, flísar. Baðherb. uppgert. Frób. eign. Áhv. 2,8 millj. byggsj. Verð 5,2 millj. Framnesvegur. stórgi. nýuppg. ca 60 fm íb. á jarð- hæð í stórgl. húsi. Áhv. 2,9 millj. Verð 5,5 millj. Furugrund. Mjög falleg 2ja herb. íb. neðst í Fossvogsdalnum í lítilli blokk. Öll ib. er nýmál. og í góðu standi. Góð lán áhv. byggsj. Verð 5,7 millj. 3ja herb. íbúðir Lækjarkinn - Hf. Stórglæsileg 80 fm íb. m. góðum lánum. Parket og flfs- ar. Fráb. innr. Rúmg. herb. Góðir skápar. Stórar svalir í suður. Sérgeymsla. Áhv. ca 4,0 millj. húsbr. og byggsj. Verð 6,5 millj. Kaplaskjólsvegur. Stórgiæsi- leg 77 fm íb. á 2. hæð í mjög góðu fjölb. Ný eldhinnr. Björt og falleg íb. Verð 6,9 millj. Maríubakki. Mjög góð 100 fm íb. m. þvottah. á hæð innaf eldh. Fráb. útsýni. Stórt herb. í kj. sem gefur mikla mögul. Verð 6,7 millj. Mjög góður staðgrafsláttur. Kambsvegur. Mjög góö ca 80 fm 3ja-4ra herb. íb. á efstu hæð í góðu þríb. Dökkt parket á gólfum. Áhv. byggingarsj. 3,3 millj. Kaplaskjólsvegur. Glæsil. íb. á miðhæð í þríb. Parket og flísar á gólfum. Stór stofa, rúmg. herb. Ahv. 4,5 millj. byggsj. o.fl. V. 6,2 m. 4ra herb. Suðurhvammur - Hf. Séri. glæsil. 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð í glæsil. fjölb. Parket, flísar. Nýjar innr. Áhv. 5,2 millj. byggsj. til 40 ára. Verð 9,4 millj. Fífusel. .Stórgl. eign á 3. hæð í mjög góðu fjölb. Allar innr. 1. fl. Parket á gólfi alls staðar. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Verð 7,5 millj. Hraunbær. Mjög góð 100 fm björt íb. á 3. hæð í mjög góðu fjölb- húsi. Góðar innr. Snyrtil. sameign. Sérbýli - einbýli Réttarholtsvegur. 130 fm fallegt raðhús. Eldhúsinnr. ný m. nýjum tækjum (upp- þvottav.) 4 svefnherb. Góð stofa. Góð lán áhv„ byggsj. Ásvallagata. Einbhús á tveimur hæðum ca 200 fm m. rúmg. bílsk. Skipti koma til greina. Mjög góð eign. Verð aðeins 17,9 millj. Símon Ólason, hdl. Hilmar Viktorsson, viðskiptafr. Jóhann Friðgeir, sölustj. Sigurjón Torfason, sölumaður Kristtn Höskuldsdóttir, ritari Síðdegis- sýning> á A svörtum fjöðrum AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór PÉTUR Bjarnason, Haraldur Bessason, Sigurður Ringsted og Björn Jósef Arnviðarson sem sáu um undirbúning að stofnun Framkvæmdasjóðs Háskólans á Akureyri. Framkvæmdasjóður Háskólans á Akureyri stofnaður Eflir og styrkir starfsemi skólans STOFNAÐUR hefur verið Fram- kvæmdasjóður Háskólans á Akur- eyri, en undirbúningur að stofnun slíks sjóðs hefur staðið nokkur und- anfarin ár. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starf skólans með hvers kon- ar framkvæmdum og aðgerðum sem til hagsbóta eru hveiju sinni. Stofn- endur sjóðsins eru hjónin Haraldur Bessason og Margrét Björgvinsdótt- ir, Landsbanki íslands og Rannsókn- arstofnunin Neðri-Ás. Haraldur Bessason einn stofnenda sjóðsins og fyrrverandi rektor Há- skólans á Akureyri sagði hugmynd- ina nánast jafngamla skólanum, eða um átta ára. Strax hefði orðið ljóst mikilvægi þess að skólinn hefði sína eigin tekjuöflun. Brýn nauðsyn væri á ,að styrkja fjárhagslegan grunn hans og öðlast þannig að einhveiju leyti fjárhagslegt sjálfstæði. Send hafa verið út bréf til um 4.000 einstaklinga og fyrirtækja þar sem þeim er boðið að gerast stuðn- ingsaðilar háskólans með því að greiða framlag til Framkvæmda- sjóðsins. Þeir sem þannig gerast stuðningsaðilar fá senda árbók Há- skólans á Akureyri. Nöfn þeirra verða síðan birt í næstu Árbók. Þeg- ar hafa nokkrir látið ríflegar fjárveit- ingar af hendi rakna til sjóðsins. Árbækur til fjáröflunar Haraldur Bessason sagði að fjár- öflunarleið sem þessi væri mikið notuð við háskóla í Norður-Ameríku og væri hugmyndin þaðan komin. Sigurður Ringsted, Björn Jósef Arnviðarson og Pétur Bjamason hafa unnið að undirbúningi stofnun- ar sjóðsins, en í fyrstu stjórn hans sitja þeir Einar Njálsson, Lárus Ægir Guðmundsson og Haraldur Bessason. Væntanlega verður það eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar að móta úthlutunarreglur sjóðsins. SÍÐDEGISSÝNING verður á leik- ritinu Á svörtum fjöðrum eftir Erl- ing Sigurðarson hjá Leikfélagi Akureyrar á morgun, miðvikudag- inn 8. febrúar. Hún hefst kl. 18.00 og er með henni ætlað að koma til móts við alla aldurshópa sem vilja komast í leikhús án þess að vera á ferli seint að kvöldi. Félagar úr Lionsklúbbunum Hæng aðstoða eldri borgara og aðra þá sem eiga erfitt með að fara upp stigana í leikhúsinu. Samið fyrir LA Á svörtum fjöðrum er samið sér- staklega fyrir Leikfélag Akureyrar í tilefni af aldarafmæli Davíðs Stef- ánssonar, skálds frá Fagraskógi. Höfundur byggir verkið á ljóðum hans en það gerist eina kvöldstund á heimili skáldsins, sem hverfur á vit minninga sinna sem endurspegl- ast í ljóðum þess þar sem fjölbreyti- legir atburðir kvikna til lífs og er ástin í aðalhlutverki. Skáldið er leikið af Aðalsteini Bergdal, en auk hans eru í veiga- miklum hlutverkum Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimis- son, Bergljót Arnalds, Dofri Her- mannsson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Blandaður kvart- ett syngur í sýningunni en hann skipa þau Þuríður Baldursdóttir, Jónasína Arnbjörnsdóttir, Jóhannes Gíslason og Atli Guðlaugsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri sýning- arinnar. Leikmynd og leikstjórn er í höndum Þráins Karlssonar, bún- ingar eru eftir Ólöfu Kristínu Sig- urðardóttur og lýsingu hannaði Ingvar Björnsson. Einkar óhagstætt skíðaveður það sem af er vetri Vantarbara betra veður o g sólina VEÐURFAR hefur verið afar óhagstætt til skíðaiðkana það sem af er vetri, einungis tveir verulega góðir dagar í janúar, að sögn Kristins Sigurðssonar starfsmanns í Hlíðarfjalli sem er ólíku saman að jafna við sama mánuð í fyrra þegar opið var upp á hvern dag. Skíðanámskeið hófust í Hlíðarfjalli í gærdag mað þátt- töku um 40 barna og fullorð- inna. Þetta er fyrsta skíðanám- skeið vetrarins en vegna veðurs hefur ekki fyrr verið unnt að byrja þau. Þátttakendum er rað- að niður eftir aldri og getu, en þeir eru á ýmsum aldri að sögn Kristins og mislangt á veg komnir í skíðaíþróttinni. Þá verður boðið upp á einkakennslu um helgar, en slík kennsla hefur verið í Hlíðarfjalli undanfarna tvo vetur og notið vinsælda. Mikill og góður snjór Langvarandi suðvestanátt hefur gert skiðamönnum gramt í geði, en þegar hann blæs úr þeirri áttinni er jafnan leiðinda veður í Hlíðarfjalli. Þannig var einungis hægt að hafa opið í Ijallinu í nokkra tíma í liðinni viku. „Það er mikill og góður snjór í fjallinu og allar aðstæður hinar bestu til skíðaiðkunar, það eina sem vantar er betra veður og sól,“ sagði Kristinn. juuiguiu/iauiu/ivuiidi . ÞAÐ var sólskin í Hlíðarfjalli um miðjan gærdaginn, áður er aftur fór að snjóa en fyrsta skíðanámskeið vetrarins hófst ein- mitt þá. A myndinni segir Þóra Leifsdóttir skíðakennari börnun- um til í íþróttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.