Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 13 AKUREYRI w*tí'ér-fi. \ ■ g, ***** Vlu é&os Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni skoðar Fólk og vélar FJÖLMARGIR sóttu sýningrina Fólk og vélar í 60 ár sem opnuð var í Félagsborg, gamla samkomusal fyrr- um sambandsverksmjðjanna á Glerá- reyrum um helgina. Á sýningunni eru ótal myndir af þeirri áður blómlegu starfsemi sem fram fór í verksmiðju- húsunum. Jón Arnþórsson hefur haft veg og vanda að þessari sýningu, en hann vinnur nú að því að koma á fót verk- smiðjusafni á Akureyri og má segja að á sýningunni gefi að líta fyrsta vísi þess safns. Sýningin verður opin til sunnudagsins 12. febrúar. Jón hefur á myndinni komið sér þægilega fyrir á „Gefjunarkontórn- um 1930“ en á hinni myndinni bend- ir Sveinn Jónasson eiginkonu sinni, Guðnýju Önnu Theódórsdóttur, á kunnuglegt andlit í mannamynda- safninu. Nýbyggingar á Akureyri langt undir áætlaðri meðalþörf Byrjað á 43 íbúðum en þörfin talin vera um 100 Sjálfsstyrk- ingarnám- skeið og staða karla JAFNRÉTTISNEFND Akuteyrar efnir til sjáfsstyrkingarnámskeiðs fyrir konur, Lífsvefnum, í samvinnu við fjölskylduráðgjafa Heilsugæslu- stöðvarinnar. Námskeiðið verður haldið í marsmánuði. Búist er við að þetta verði síðasta Lífsvefsnám- skeiðið að sinni, en auk þess verður boðið upp á sjálfsstyrkingarnámske- ið fyrir karla. Námskeiðið verður haldið helgina 18. og 19. mars næstkomandi og eru það sálfræðingarnir Ásþór Ragnarsson og Kristján Magnússon sem leiðbeina. Bæði námskeiðin miða að því að bæta líðan og auka öryggi og hæfni í einkalífi og starfi. Ekki síst er það markmið jafnréttis- nefndar að þessi námskeið megi verða til þess að bæta samskipti og jafna stöðu kynjanna. -----♦ ♦ ♦ Íshokkíleik- ur heimaliða LIÐ Skautafélags Akureyrar, A- og B-lið, leiða saman hesta sína í glænýjum keppnisskyrtum á skautasvellinu við Krókeyri í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Félagið hefur tvö lið í keppninni um íslands- meistaratitilinn í íshokkí að þessu sinni og geta menn átt von á hörku- keppni á skautasvellinu þar sem ekkert verður gefið eftir. Þessi leik- ur átti upphaflega að fara fram á laugardag en var frestað. HAFIN var smíði 43 íbúða á Akur- eyri á síðasta ári en það er 10 íbúð- um færra en var árið á undan. Ein- býlishús voru 6 talsins, byrjað var á 7 raðhúsum með samtals 23 íbúðum og þá var hafin smíði tveggja fjölbýl- ishúsa með 14 íbúðum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir byggingafram- kvæmdir á árinu 1994 sem lagt var fram í bygginganefnd nýlega. Alls var skráð fullgerð 81 íbúð á liðnu ári, 11 einbýlishús, 10 raðhúsa- íbúðir og 60 íbúðir í fjölbýlishúsum. í árslok voru fokheldar og lengra komnar í byggingu 70 íbúðir en á sama tíma voru alls 49 íbúðir skemmra komnar í byggingu, þann- FJÖGUR tilboð bárust í viðgerð á gólfi íþróttahallarinnar, en ráðgjaf- arhópur vegna HM-95, sem fjallað hefur um málið, útilokaði tvö þeirra, frá Barra og Á. Óskarssyni. Tilboðin sem til álita komu voru frá Vélsmiðj- unni Óðni á Suðurnesjum og Efna- verksmiðjunni Sjöfn á Akureyri. Tilboð Vélsmiðjunnar Óðins var upp á 3,6 milljónir en frá Efnaverk- smiðjunni Sjöfn tæpar 3,4 milljónir kr. Tilboðin voru talin sambærileg hvað varðar vinnsluaðferð og ábyrgðartíma, en hópurinn mælti einróma með að gengið yrði til samn- inga við Vélsmiðjuna Oðin. Gamla gólfið frá Óðni Meginröksemdin var að það gólf sem fyrir er í íþróttahöllinni er frá Óðni og lagt af fyrirtækinu, sem þar af leiðandi gjörþekkir eiginleika gólfsins, og eins er fullyrt í tilboð . fyrirtækisins að gólfið verði jafngott og nýtt gólf sömu gerðar. Það sem hópurinn fann einkum að tilboði Sjafnar er að fjöðrun end- ig að í árslok voru samtals 117 íbúð- ir í smíðum á Akureyri. Undir áætlaðri meðalþörf Jón Geir Ágústsson byggingafull- trúi sagði að áætlað væri að meðal- þörf fyrir nýbyggingar væru 100-110 íbúðir á ári en miðað við þá áætlun væru nýbyggingar langt undir meðaltalinu, og hefði svo verið í nokkur ár. Jón Geir sagði að ástæð- an væri m.a. að ekki hefði orðið sú fjölgun íbúa í bænum sem áætlanir hefðu gert ráð- fyrir og þá mætti einnig nefna að teknar hefðu verið í notkun á skömmum tíma 70 íbúðir fyrir aldraða. Við það hefði losnað urbætts gólfefnis, sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir, verði 30-50% og í annan stað er hætta talin á að upp geti komið deilur um hver beri ábyrgðina gefi sig eitthvað í gólfinu ef um sinn hvorn framleiðendann er að ræða. Málið verði skoðað betur Þrír fulltrúar íþrótta- og tóm- stundaráðs af fimm leggja til við bæjarstjórn að gengið verði til samn- inga við Vélsmiðjuna Óðin. Einn fulltrúi ráðsins, Jónsteinn Aðal- steinsson, lagði fram bókun á fundi ráðsins þar sem fram kemur að hann telji að skoða þurfí frekar tilboð Efnaverksmiðjunnar Sjafnar í lagn- inu gólfefnisins þar sem verð sé sam- bærilegt og að ekki hafi komið nægi- lega fram samanburður á styrkleika og fjöðrun þessara tveggja gólfefna sem til greina koma. Bæjarráð vísaði málinu til af- greiðslu bæjarstjórnar sem kemur saman til fundar í dag, þriðjudag. mikið af húsnæði í bænum. „Svo hefur atvinnuástand á Akureyri ekki verið með þeim hætti á síðustu árum að það virkað beinlínis hvetjandi til íbúðabygginga," sagði Jón Geir. „En mér finnst á öllu að menn sjái fram á bjartari tíma.“ Ljósi punkturinn í byggingafram- kvæmdum er að byijað var á nokkr- um stórum verkefnum, einkum fyrir hið opinbera. Þar má m.a. nefna nýbyggingu við Menntaskólann á Akureyri og viðbótarhúsnæði fyrir Fjóðungssjúkrahúsið á Akureyri, auk þess sem hafin var smíði við flugstöð á Akureyrarflugvelli auk fleiri verkefna. Tónleikar fyrir minn- ingarsjóð STYRKTARTÓNLEIKAR fyrir minningarsjóð Þorgerðar S. Eiríks- dóttur verða haldnir í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöld 8. febr- úar. Þorgerður var fædd árið 1954, hún lauk burtfararprófi frá Tónlist- arskólanum á Akureyri vorið 1971 og þótti mjög efnilegur píanóleik- ari. Hún lést af slysförum í Lundún- um er hún var nýbyrjuð í fram- haldsnámi. Aðstandendur hennar stofnuðu minningarsjóðinn ásamt Tónlistarfélagi Akureyrar, Tónlist- arskólanum og kennurum við hann. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur til framhalds- náms og hafa frá upphafi 36 nem- endur skólans notið styrkja úr hon- um. Á tónleikunum koma fram kenn- arar og nemendur við Tónlistar- skólann á Akureyri og verður efnis- skráin fjölbreytt. Aðgangur er ókeypis en tekið er við fijálsum framlögum. Einnig er hægt að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum sem seld eru í bókabúðum og í skólanum. Fjórir bjóða í viðgerð á gólfi Hallarinnar Mælt með til- boði Óðins 011 Kfl 01 07A t-ÁRUS .Þ' VALDIMARSS0N, framkvæmdastjóri L I I QU"t I 0 I U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: í gamla góða Vesturbænum Lílil séríb. 3ja herb. á efri hæð í tvíbýli um 60 fm. Allt sér. Vinsæll staður. Mlkið útsýni. Tilboð óskast. Suðurendi - sérþvottah. - bíisk. Sólrík 4ra herb. íb. á 2. hæð miðsvæðis við Hraunbæ um 100 fm. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Útsýni. Eignaskipti mögul. Suðuríbúð - vinnupláss Úrvalsibúð í Suðurhlíðum Kópavogs 4ra herb. á 2. hæð um 100 fm. Bflskúr (vinnupláss) um 40 fm. Vinsæll staður. 40 ára húsnlán kr. 5,1 millj. Tilboð óskast. Fjársterkir kaupendur Á söluskrá óskast 4ra-6 herb. hæðir m.a. í Þingholtunum, við Hávalla- götu nágr., á Högunum og í Laugarneshverfi. Ennfremur eignir í vesturborginni og gamla bænum. • • • Auglýsum á morgun - miðvikudag m.a. Glæsileg eign með tvíbýlisaðstöðu. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAL AN 4 frábær fyrirtæki Sælgætisverslun í þéttbýlu íbúðarhverfi í Breiðholtinu. Lottó og spilakassar. Hagstæð greiðslukjör. Kvenfataverslun Mjög sérstök kvenfataverslun á Kringlusvæðinu. Flytur inn sjálf. Ótrúlega hagstætt verð. Laus strax. Barnafataverslun Sérstök barnafataverslun í Kringlunni til sölu. Flytur inn allt sjálf. Laus strax. Áhaldaleiga með mikið af tækjum og áhöldum. Gott tölvu- kerfi fyrlgir með. Oll tæki í góðu lagi. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. rynTTTfFITTTICTWI SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.