Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 LANDIÐ morgunblaðið Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÓLAFIA Herborg Jóhanns- dóttir í verslun sinni. Nýr eigandi að versluninni Okkar á milli Eg-ilsstaðir - Ólafía Herborg Jó- hannsdóttir hefur tekið við rekstri verslunarinnar Okkar á milli. Búð- in er til húsa í Lagarási 4, Egils- stöðum. Ólafía verslar með fatnað fyrir dömur á öllum aldri og hyggst bæta inn vörum sérstaklega fyrir stelpur og taka inn fatnað í stórum stærðum. Auk þess að vera með herrafatnað fæst nærfatnaður og væntanlegar eru snyrtivörur undir nafninu No Name. Verslunin verð- ur áfram með ungbamaföt og ung- barnavörur, stóla, vagna, kerrur o.fl. Ólafía hefur einnig umboð fyrir Ferðaskrifstofuna Alís. Hitaveituframkvæmdir við Ásóifsskála undir Eyjafjöllum Bændur taka sig saman um borun Holti - Við Ásólfsskóla fer nú fram bomn eftir heitu vatni á vegum nokkurra bæja undir fjalli í austur- hluta Vestur-Eyjafjallahrepps í framhaldi af þeim bomnum sem bændur hafa staðið fyrir með góð- um árangri í Austur-Eyjafjalla- hreppi. Viðar Bjarnason, bóndi að Ásólfsskála, sem er í forsvari þess- ara bænda, sagði að bændur á Skálabæjum og nokkrum bæjum til viðbótar hefðu gert verksamning við Jarðboranir hf. um borun rann- sóknarholu sem mætti dýpka ef vænlegt teldist að halda áfram. Framkvæmdir hefðu hafíst með bornum Ými um miðjan desembe/, undir stjóm Sveinbjörns Þórissonar borstjóra. Á rúmlega 400 m dýpi hefði holan verið með sama hita- stigi og aðrar holur undir Eyjafjöll- um eða um 40°. Heitt vatn hefði komið inn í holumar á líku dýpi eða um 560 metmm og því hefðu þeir ákveðið að láta halda áfram við borunina niður á um 750 m. Það væri erfitt fyrir bændur að takast fjárhagslega á við svona viðfangs- efni. Lítinn stuðning væri að fá og litla hvatningu frá sérfræðingum og til að fylla mælinn væri þeim sagt að orkusjóður væri algjöriega fjárvana. Eitthvað yrðu bændur að gera, þar sem sífellt væri að þeim þrengt í hefðbundnum búgreinum. Heitt vatn myndi færa þeim aukna möguleika til starfa til hagsbóta fyrir sveitina. Árið 1989 lét Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, bora eftir heitu vatni á jörð sinni, þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að þar fyndist heitt vatn. Lét hann bora 1000 m holu sem er 116° heit í botni. Á um 560 m kom heitt vatn í holuna og skilar hún 2 sekl. af 63° heitu vatni. Aðspurður telur Ólafur að þessi framkvæmd muni borga sig fyrir hann á um 6 ámm miðað við bætta heyverkun og þurrkun á korni til útsæðis og manneldis. Vatnsveita tengd við bæi í maí sl. réðust 6 bæir, Selkot, 3 Rauðafellsbæir og 2 Raufar- fellsbæir í að láta bora eftir heitu vatni í landi Raufarfells í svonefndu Bæjargili. Boruð var 680 m hola og gaf mest af vatni í holuna á um 560 m dýpi. Hiti í botni holunnar er 78° en holan geur 4 sekl. af 46° heitu vatni. Bændur hafa nú tengt vatnið við alla bæina og telja að framkvæmdin muni borga sig á um 10 árum. í október sl. var boruð um' 400 m djúp hola í Skarðshlíð hjá Ólafi Tómassyni og gefur hún sömu hita- svömn og annars staðar og er um 40° í þeirri dýpt. í framhaldi af þessum hitaveitu- framkvæmdum hefur sveitarstjórn Austur-Eyjafjallahrepps hafið und- irbúning að hitaveituframkvæmd- um í Skógum, látið gera hag- kvæmnisathugun sem lítur mjög vel út, magnsnotkun hita fyrir svæðið nemur árlega um 4 milljónum. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson VIÐAR Bjarnason hjá jarðborinum Ými, • ORÐABOK UM ISLENSKA MALNOTKUN • ÓMISSANDI HVERJUM ÍSLENSKUM MÁLNOTANDA Á HEIMA VIÐ HLIÐ ÍSLENSKRAR ORÐABÓKAR s. X llillfj ... ....... -. .„.y * 1 x I \ / 1 \ n ! u f\ \ ) I | 11\ \) i i ^k k „ t „Mún [OrðastaðurJ cr gcrð til Jrcss að auðvdda niönnum að auðga mál sitt að fjölbrevtni . . . betta cr niikið góðvirki, ærin bók að vijxtum . . . Mún cr frá höíundarins Jicndi svo gagnvönduð og nýt að ncma scm af honum mátti við búast. Uún cr c.itt þcirra mörgu stórvirkja á sínu sviði ..." Gisli Jónsson, Morgunblaóid ' Mál og menning Laugavegi 18, sími 91-24240 • Síðumúla 7-9 sími 91-688577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.