Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA ÚRVERINU Reuter JAQUES Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, ræðir við utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, Lenu Hjelm-Walle, fyrir fundinn. Utanríkisráðherrar ESB Tollamál eftir stækkun rædd Brussel. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandins ræddu á fundi sín- um í Brussel í gær hvemig bregð- ast eigi við kröfum ríkja utan sam- bandsins, sem þurfa að sæta lakari viðskiptakjörum eftir að Svíar, Finnar og Austurríkismenn gengu í ESB um áramótin. Ríkisstjómir Bandaríkjanna, Jap- an, Kanada, Suður-Kóreu, Indónes- íu, Nýja-Sjálands, Ástralíu, Noregs, íslands og Tælands hafa bent á að ríkin eigi á hættu að missa við- skipti vegna hækkaðra tolla í nýju aðildarríkjunum. Samkvæmt alþjóðlegum við- skiptasamningum eiga ríkin rétt á að semja um bætur vegna þessa. „Við munum leggja mikið á okk- ur til að taka tillit til vandræða ein- stakra ríkja á einstökum sviðum," sagði Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál innan framkvæmda- stjórnarinnar við utanríkisráðherr- ana. Erfiðar viðræður framundan ESB gerði í desember sl. sex mánaða samning við Bandaríkja- stjórn um bætur upp á allt að 250 milljónir dala vegna lakari viðskip- takjara. Samningurinn rennur hins vegar út í júní og þá á fram- kvæmdastjómin að hafa gert end- anlegt samkomulag við Bandaríkin. Heimildir innan ESB segja að búast megi við miklum deilum og harðorðum yfirlýsingum áður en búið verði að semja við öll þessi ríki. í upphafi verður afstaða ESB í samningunum sú að ef litið sé á nettóháhrif stækkunar sambands- ins þá tapi enginn þar sem sumir markaðir hafi fyrst opnast með aðild ríkjanna þriggja. Staða ESB innan Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) var einnig rædd á fundinum og lagði Brittan áherslu á að sambandið yrði að auka áhrif sín á sviði al- þjóðaviðskipta. Þá hvatti hann til að settar yrðu alþjóðlegar reglur um erlendar fjárfestingar. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði aðildarríkin hafa ítrekað þá afstöðu sína á fundinum að þau styddu Renato Ruggiero, fyrrum viðskiptaráðherra Italíu, sem fyrsta forstjóra WTO. Kýpur vill viðræður strax • ALECOS Michaelides, utanrík- isráðherra Kýpur, sagði í gær að hann teldi að viðræður um aðild að ESB ættu að hefjast nú þegar og að Kýpveijar teldu að ekki ætti að tengja málið við samning ESB og Tyrklands um tollabanda- lag. Hann fagnaði tillögu Frakka í ráðherraráðinu fyrir helgi um að hefja viðræður aðildaviðræður við Kýpur strax að lokinni ríkjar- áðstefnunni, sem hefst á næsta ári. Tiliagan gerir einnig ráð fyr- ir að hafnar verði áþekkar við- ræður við Kýpur um aðlögun að ESB og þegar hafa hafist við Austur-Evrópuríkin. • FRANgOIS Mitterrand Frakk- landsforseti fundaði í siðustu viku með framkvæmdastjóminni í Par- ís, en Frakkar fara nú með foryst- una innan ráðherraráðsins. Á fundinum lagði Mitterrand m.a. til að haldin yrði evrópsk ráð- stefna um hvernig leysa mætti borgarastyijöldina í Alsír. Þá ít- rekaði hann þá skoðun Frakka að herða verði á reglum um sjón- varpsefni. Frakkar vilja skylda sjónvarpsstöðvar til að nota evr- ópskt efni í helming dagskrár sinnar. • TILLÖGUR frá framkvæmda stjórninni um að draga úr blý- magni í drykkjavatni em nú til skoðunar hjá ráðherraráðinu. Verði þær samþykktar er talið að kosta muni um 85 milljarða dollara, að framfylgja þeim. • BELGÍSKA ríkisflugfélagið Sabena íhugar alvarlega að flytja starfsemi sína til annars ESB-rík- is vegna þess hversu kostnaður við vinnuafl er mikill í Belgíu. Samkvæmt reglum ESB ber að greiða gjöld í því ríki sem fólk starfar. Þar sem flugmenn em hins vegar stöðug á ferð og flugi telur Sabena sig hafa lagalegan grundvöll til breytinga. SH semur um sölu 17.000 tonna af loðnu til Japans SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihús- anna hefur gengið frá samningum við kaupendur í Japan um sölu á allt að 17.000 tonnum af frystri loðnu og 5.000 tonnum af loðnu- hrognum á vertíðinni sem nú er að hefjast. Þarna er um gífurlega aukngu að ræða frá árinu í fyrra, en þá framleiddu aðilar innan Söl- umiðstöðvarinnar 12.200 tonn af loðnu og um 4.000 tonn af hrogn- um. Útflutningur á loðnu frá öllum framleiðendum í fyrra var 18.000 tonn og 5.400 tonn af hrognum. Verð er nú urh 25% lægra en í fyrra, en þá var verð óvenjulega hátt að sögn þeirra Gylfa Þórs Magnússon- ar, framkvæmdastjóra og Halldórs G. Eyjólfssonar, markaðsstjóra. Markaðurinn í Japan er erfiður nú fyrir margra hluta sakir. í fyrra var gert ráð fyrir mun minni loðnu- frystingu en varð og samið 5.000 til 8.000 tonn. Í fyrra fékkst mesta hækkunin á stærstu loðnuna og á vertíðinni fór svo að óvenju mikið var fryst af stórri loðnu og var verð því einnig hátt fyrir þær sakir. Framleiðslugetan tvöfölduð Halldór G. Eyjólfsson segir að framleiðendur í Japan telji verið í fyrra hafa verið allt of hátt og fyr- ir vikið hafi heldur dregið úr neyzl- unni. Þá viti þeir um mikla aukn- ingu framleiðslugetu hér á íslandi, en sem dæmi um það megi nefna að nú hafa um 30 loðnuflokkarar verið fluttir inn til landsins, sem er tvöföldun á framleiðslugetu. Þá hafí verð á annarri matvöru og sjáv- arafurðum en loðnu farið lækkandi í Japan og það meðal annars valdið samdrætti í fteyzlu úr 30.000 tonn- um niður í 18.000 tonn af loðnu. Mikilvægt að viðhalda \ markaðnum Gyldi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá SH, segir að það sjónarmið hafi ráðið ferðinni við samningagerðina nú, að mikilvægast væri að viðhalda þessum markaði og koma til móts við kaupendur með verðlækkun frá síðasta ári og þar reyna að stuðla að aukningu loðnumneyzlunnar í Japan í stað þess að horfa upp á minnkandi markað fyrri íslenzka framleiðendur. Þá sé ákveðið að stórmarkaðskeðjan Daiei verði með sérstaka kynningu á loðnunni í ár Jafnframt samið um sölu 5.000 tonna af hrognum og stefni hún að því að selja um 100 tonn á mánuði. Jafnframt séu Japanir að færa framleiðslu loðn- unnar í vaxandi mæli til Tælands og Kína til að lækka framleiðslu- kostnað og ná verðinu þannig niður í sívaxandi samkeppni við önnur og ódýrari matvæli. Frystíng gæti hafizt um helgi Loðnan hefur varla veiðzt í telj- andi mæli enn sem komið er, en hrognafylling er nú um 12%. Fryst- ing gæti því hafizt um næstu helgi, en SH hefur samið um sölu á til- raunavinnslu á hæng og blandaðri loðnu sem hægt er að byija að frysta og ennfremur um mjög tak- markað magn af loðnu með minni hrognafyllingu en 15%, sem að öllu jöfnu er lágmarks hrognafylling. Frysting loðnu og loðnuhrogna gekk mjög vel í fyrra. Nánast eng- inn dagur féll úr í veiði og áta var aldrei til trafala. Þá var loðnan stór og því gekk vel að framleiðla. Gylfi Þór segir að mikið velti á því að nú takist vel til og veiði og vinnsla gangi vel. Hugsanlega verði erfitt að fá skipin til til veiða fyrir vinnsl- una, þar sem þau þurfi að einbeita sér að því að ná kvóta sínum og leggi því meiri áherzlu á veiðar til bræðslu í stað þess að tefja sig á veiðum til frystingar. „Vonandi gengur þetta upp með góðri sam- vinnu allra aðila þannig að æskilegt magn fyrir japanska markaðinn náist. Þá tel ég einnig að vöruvönd- un og ferksleiki muni ráða meiru nú en nokkru sinni fyrr,“ segir Gylfi Þór Magnússon. Verð lækkarnokkuð frá því í fyrra Halldór Eyjólfsson segir að í ljósi staðreynda hafi menn orðið að sætta sig við lægra verð en gilti 1994, enda sé það nauðsynlegt til að ná að viðhalda þessum mikil- væga markaði. Hugmyndir hinna japönsku kaupenda voru í upphafi samninganna þær að ná fram mun meiri verðlækkun en raun varð á eða sémja ekki ella fyrirfram um verð. Nú var farin sú leið, að semja um stiglækkandi verð eftir magni. Þannig verði verðið hæst verði framleitt minna en 6.000 tonn, en lægst fari framleiðslan yfir 12.000 tonn hjá framleiðendum SH. Um samningagerðina í Japan sáu þeir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri SH í Japan og Halldór G. Eyjólfsson, markaðs- stjóri ásamt Steindóri Gunnarssyni, fulltrúa framleiðenda, en hann er verkstjóri hjá Granda hf. Framleið- endum SH hér heima var kynntur þessi samningur í gær og hverjir framleiðsluskilmálar eru. Þeim er því ekkert að vanbúnaði að hefja frystingu svo fremi sem loðna veið- ist og hrognafylling verði næg. Orn KE 13 enn með loðnu Sigurður kvaðst vongóður um vegar komið svo mikið hrogn í að loðnan væri loks að birtast en loðnuna að hún hlýtur að fara að hún var sem fyrr dreifð og stóð . koma upp á grunnið og þá erum djúpt að auki. Hann sagði að fjöldi við úr leik með þessa nót. Hann LOÐNUSKIPIÐ Örn KE hafði fengið um 600 tonn af loðnu í þremur köstum á Berufjarðarál um miðjan dag í gær og var að kasta í fjórða sinn þegar Verið heyrði hljóðið í Sigurði Sigurðssyni skipstjóra. Heppnaðist það kast gerði hann ráð fyrir að geta hald- ið til hafnar með fullfermi - 750 tonn - síðar um daginn. báta væri á miðunum en þeir ættu hins vegar erfitt uppdráttar þar sem nætur þeirra væru svo grunn- ar. Örninn er með djúpnót og sagði Sigurður það hafa gert gæfumun- inn að þessu sinni. „Það er hins er vandrataður meðalvegurinn í þessu eins og ýmsu fleiru,“ varð Sigurði skipstjóra að orði um leið og hann kvaddi Verið vegna anna við veiðar. BILASTÆÐ AS J OÐ U R Bílastœði fyrir alla Það er einfaldara að nota miðastæði og bílahús en þig grunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.