Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Byssu- glaður bílaþjófur KVIKMYNDIR Saga Bíó JOSHUA TREE ★ Leikstjóri Vic Armstrong. Handrit Steven Prechfield. Tónlist Joel Goldsmith. Kvik- myndatökustjóri Dan Turrett. Aðalleikendur Dolph Lund- gren, George Segal, Kristian Alfonso, Geoffrey Lewis, Bert Remsen, Michelle Phillips. Bandarisk. Vision International 1993. WILLIAM Santee (Dolph Lundgren) er fyrrum kapp- aksturshetja sem orðinn er bílaþjófur og flytur þá síðan á milli fylkja. Á einni slíkri ferð fer allt úr böndunum, félagi Santees drepinn af lögreglu- manni sem Santee kemur fyrir kattarnef. Dæmdur fyrir morð tekst honum að sleppa úr vörslu lögreglunnar á leiðinni í grjótið, tekur unga konu (Kristian Alfonso) í gíslingu og heldur útá mörkina. Lög- reglan er aldrei iangt undan og upphefst óöld hin mesta á auðninni. Glórulaus myndbandahasar. Söguhetjan vafasamur ná- ungi, kemur fyrir sjónir sem óuppdreginn misindismaður frá fyrsta augnabliki og fær engan samúðarvott hjá áhorf- andanum. Sagan er klén og framvindan öll hin ómerkileg- asta. Til að mynda hætti ég að telja líkin þegar sænska tröllið var búið að drita niður á annan tug af óvígu liði og átti hann þá eftir annað eins ódrepið. En verst er óvenju mikið og gróft ofbeldi, hér eru tómir morðóðir óþokkar á ferð - hvort sem þeir eru í lögreglu- búning eður ei. Endirinn dettur út, Santee, með blóðslóð og valkesti eftir sig í löngu kjölf- arinu, gengur frjáls og fínn útí sólskinið. Leikurinn er allur hinn pínlegasti, helst að Ge- orge Segal (sem má aldeilis muna sinn fífilinn fegri) sýni smá tilþrif í hlutverki gjör- spillts lögregluforingja. Mic- helle Phillips, sem á sínu blómaskeiði söng með Mamas and the Papas og lék í þokka- legum myndum, er gjörsam- lega heillum horfin í aukahlut- verk í B-mynd. Tónlist Joels Goldsmiths, bifreiðarnar, en þó fyrst og fremst vel kvik- mynduð fegurð Joshua Tree- þjóðgarðsins í Kaliforníu, hressa aðeins uppá þennan dæmigerða myndbandaiðnað. Sæbjörn Valdimarsson ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 21 (300 LAUSIM Á INNLAUSN Ráðgjafar Skandia aðstoða við innlausn spariskírteina ríkissjóðs - þér að kostnaðarlausu Ef þú átt spariskírteini ríkissjóðs sem komin eru á innlausnam'ma getur þú innleyst þau hjá Skandia án kostnaðar. Ráðgjafar Skandia aðstoða þig við innlausnina og veita ráðgjöfwn áfram- haldandi ávöxtun. Skandia býður sparískírteini á skipti- kjörum með 5,30% ávöxtun auk eldri flokka spariskírteina til skemmri eða lengri tíma. Skandia býður t.d. íslensk spariskírteini í erlendwn myntum sem bera allt að 9,30% ávöxtun. Þú þarft ekki að standa í biðröð við innlausn spariskírteina ríkissjóðs og það er óþarfi að láta peningana hœtta að ávaxta sig. Láttu ráðgjafa Skandia aðstoða þig við að finna bestu leiðina fyrir þig til áframhaldaitdi ávöxtunar. Dæmi um íslensk ríkisskuldabréf í erlendum myntum Mynt Ávöxtun Gjalddagi júlí 1998 Gjalddagi feb. 2004 Gjalddagi feb. 1999 Gjalddagi maí 1996 Gjalddagi maí 2003 7.90- 8,00% 8,00-8,10% 6,10-6,20% 7.90- 8,10% 9,30-9,40% — „Það ergoður kostur að fjárfesta í spariskírteinum rikissjóðs. “ Guðmundur Þórhallsson, sölustjóri r" Skandia 5ÍMI LAUGAVEGI ■70 56 700 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.