Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 22 Hrylling- ur í bíó KVIKMYNPIR Rcgnboginn TRYLLINGUR f MENNTÓ „PCU“0 Leikstjóri: Hart Bochner. Aðal- hlutverk: Jeremy Piven, Chris Young og David Spade. 20th Century Fox. 1994. BANDARÍSKA gaman- myndarafstyrmið Tryllingur í menntó ætti að heita Tryll- ingur í háskólanum því sögu- sviðið er háskóli en ekki menntaskóli. Skólastigið skiptir þó ekki öllu máli hér því í rauninni ætti myndin að heita Hryllingur í bíó því önnur eins lágkúra hefur ekki sést í bíóhúsunum lengi. Margt misjafnt hefur komið úr ameríska mennta- og há- skólalífinu hingað í kvik- myndahúsin í formi gaman- mynda en þetta er botninn. Gamansemin, ef hægt er að nota það orð í þessu sam- hengi, snýst öll í kringum sóðalega heimavist við sögu- frægan og virðulegan háskóla þar sem nemendurnir eru gersamlega útúr heiminum að líkindum sökum með- fæddrar heimsku sinnar en til að forða því að vera hent út af heimavistinni plana þeir ball og slá í gegn. Fyrir utan að vera of hálf- vitaleg til að virka hið minnsta fyndin er myndin verulega vond eftiröpun anri- arrar og ólíkt skemmtilegri gamanmyndar, „National Lampoon’s Animal House“, með John heitnum Belushi. Þaðan er flestu stolið og það skrumskælt. Mikið er látið með „grín“ í kringum alls- kyns kröfuhópa og mót- mælaaðgerðir sem mjög hafa verið í tísku við háskólana en allt er það á svo lágu plani að maður trúir varla eigin augum. Eitt af því alfyndn- asta sem finna má í myndinni er þegar óþolandi aðalleikar- arnir taka að henda kjötfarsi í grænmetisætur og uppúr því hefst eltingarleikur mikill. Hærra íís myndin aldrei. Ljóst er að vita húmors- lausir bullukollar hafa gert Trylling í menntó. Enginn þeirra, hvorki fyrir framan né aftan tökuvélarnar, hefur minnsta snert af alvöru hú- mor eða sjálfstæðri hugsun en þeir misbrúka illilega efni frá öðrum, bæta við hávaða og fíflaskap og vona líklega að allt fari á besta veg. Allt fer hins vegar á versta veg hérna. Myndin er dæmigerð fyrir hversu lágt Hollywood- myndir geta lotið. Hvílíkt endemis rusl! Arnaldur Indriðason Ætlarðu að missa af þessum einstöku möguleikum? Við drögum 10. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.