Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Bakreikning- ur R-listans A UNDANFÖRNUM dögum hafa bakreikningar R-listans verið að dúkka upp í borgarstjórn. Lagð- ur hefur verið á Reykvíkinga nýr skattur, svokallað holræsagjald. Jafnframt hefur verið lagt á fyrir- tækin í borginni svokallað heil- brigðiseftirlitsgjald. Fyrir síðustu kosningar spöruðu forkólfar R- listans ekki yfirlýsingarnar. Gjör- breyta átti stjórn borgarinnar. Framkvæma átti meira í dag- vistarmálum, öldrunarmálum, skólamálum og á flestum öðrum sviðum en nokkru sinni fýrr í sögu Stefna R-listans er ekki fjölskylduvæn, að mati Gunnars Jóhanns Birgissonar, sem hér rekur tengsl hækkunar á fasteignagjöldum og framfærsluvísitölunnar. Reykjavíkur án þess að hækka skatta. Nú eru hveitibrauðsdag- arnir liðnir og raunveruleikinn blasir við. Ekki aðeins hafa R- listaflokkarnir lagt kapp á að svíkja nánast hvert einasta loforð sem gefið var fyrir kosningar held- ur hafa opinber gjöld verið stór- lega hækkuð. Holræsagjaldið Holræsagjaldið eða „klósett- skatturinn" hækkar fasteigna- gjöld í Reykjavík um 26%. Eigandi íbúðar, sem samkvæmt fasteigna- mati er metin á 10 milljónir króna, þarf nú að greiða fasteignagjöld að fjárhæð 74.976 krónur í stað 59.967 króna áður. Til þess að eiga fyrir skattinum þurfa laun viðkomandi að hækka um 25.710 krónur á árinu þegar tekið hefur verið tillit til tekjuskatts. Eigandi 7 milljón króna íbúðar þarf að auka laun sín um 18.000 krónur til þess að eiga fyrir sínum bak- reikningi svo annað dæmi sé tek- ið. Borgarstjórinn í Reykjavík vill ekki kannast við að hér sé um skattahækkun að ræða. Eingöngu er talað um holræsagjald sem greiða á kostnað við lagningu hol- ræsa borgarinnar. Hið kostulega verður minna mól NUPO LÉTT við málatilbúnað þennan er að holræsagjaldið er gjald sem skatt- greiðendur í Reykjavík sitja uppi með og að kostnaður við fyrirhug- aðar holræsaframkvæmdir á árinu er langt undir því sem þessi nýja tekjuöflun R-listans á að skila í borgarsjóð. Það gengur svona. Heilbrigðiseftirlitsgj ald Heilbrigðiseftirlitsgjaldið bygg- ir á gjaldskrá sem R-listinn hefur samþykkt í borgar- stjórn með vísan til laga um hollustuhætti og heilbrigðisvernd. Gjaldið á að skiia um 40 milljónum króna í borgarsjóð. Vinnu- veitendasambandið og Samband veitinga- og gistihúsa hafa mót- mælt þessu gjaldi. Mótmælin eru m.a. byggð á því að full- nægjandi lagastoð skorti og því sé gjald- takan ólögmæt. Gjald þetta leggst á fyrir- tæki í Reykjavík og í stað þess að vera þjónustugjald sem reiknast fyrir veitta þjónustu, þ.e. heilbrigðiseft- Gunnar Jóhann Birgisson irlit, á að leggja gjald- ið á öll fyrirtæki án tillits til þess hvort eftirlit hafi verið framkvæmt hjá þeim eða ekki. Augljóst er að skattlagning af þessu tagi er gagn- rýnisverð og mun án efa koma til með að hækka vöruverð. Það gengur svona. Skuldir heimilanna Stjórnmálamönn- um er tamt að tala um skuldir heimilanna í landinu. R-listaflokk- arnir hafa gert út á slíka umræðu. Stefna þeirra í framkvæmd er hins vegar langt frá því að vera fjöl- skylduvæn svo notað sé annað spariorð stjórnmálamanna. Fram- færsluvísitalan hefur hækkað um 0,8% sem er um 9,5% umreiknað til árshækkunar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðhagsstofnun má m.a. rekja þessa hækkun til hækk- unar fasteignagjalda í Reykjavík. Þessi hækkun á framfærsluvísi- tölunni hefur orðið til þess að Þjóð- hagsstofnun hefur endurmetið verðbólguspá sína úr 2% í 2,5%. Það er því augljóst að skattastefna R-listans hefur víðtæk áhrif og snertir kjör flestra. Ekki aðeins Reykvíkinga heldur landsmanna allra. Höfundur er lögfræðingur og . borgarfulí trúi. YERÐLÆKKUN SUZUKIYITARA Okkur er mikil ánægja að tilkynna verulega verðlækkun á hinum sívinsæla Suzuki Vitara JLXi, sem nú fæst á betra verði en nokkru sinni fyrr. Vitara JLXi 5 dyra, 5 gíra, beinskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.175.000. Vitara JLXi 5 dyra, 4ra gíra, sjálfskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.345.000. Suzuki Vitara JLXi er einstaklega vel búinn jeppi, sem uppfyllir allar kröfur þeirra, sem leita aflmikils og vandaðs jeppa á vægu verði og vilja halda rekstrarkostnaði i lágmarki. Meðal ríkulegs staðalbúnaðar í Vitara JLXi má nefna: 96 hestafla 16 ventla vél. • Upphituó framsæti. Samlæsingu hurða. • Framdrifslokur. Rafstýrðia spegla. • Byggður á grind. Höfuðpúða á fram- og aftursætum. • Aflstýri. Dagljósabúnað. • Rafmagnsrúðuvindur Veltistýri. Yönduð innrétting. Hreinsibúnaður fyrir aðalljós. Styrkt rafkerfi fyrir Norðurlönd. Litaðar rúður. Nýr valkostur — Suzuki gœói á lágmarksverói! Fyrir þá sem leita að ódýrari 5 dyra jeppa, og gera ekki eins miklar kröfur um búnað, getum við nú boðið Suzuki Sidekick JX 5 dyra, beinskiptan, á einstaklega hagstæðu verði, aðeins kr. 1.880.000.- Komið og reynsluakið Suzuki Vitara — hann kemur verulega á óvart. $ SUZUKI iNM - SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17, SÍMI-568-510O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.