Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIVIAR Eftir erfið ár — uppsveifla í iðnaði Berum við gæfu til að fylgja henni eftir í komandi kjarasamningum? IÐNAÐUR á íslandi hefur átt í vök að verj- ast í allmörg ár. Þannig hefur iðnaðarfram- leiðslan dregist saman um 11% frá árinu 1986 fram til ársins 1993 á sama tíma og lands- framleiðslan jókst um 9%. Miðað er við árið 1986 með vilja, enda voru allar aðstæður svo óvenjulegar 1987. Engin ein skýring er á því, hversu illa iðnaði famaðist á tímabilinu. Ljóst er að samkeppn- isiðnaður er mjög við- kvæmur gagnvart kostnaðarhækkunum, u. mjög miklar og óhagstæðar iðnaðin- um árin 1987 og 1988. Laun hækk- uðu gífurlega og náðu hámarki 1988, vextir fóru einnig hækkandi, og erlendur gjaldeyrir var á lágu verði og bauð þannig upp á ódýran innflutning. Síðustu fímm árin hafa skilyrðin verið að batna, nema hvað vextir héldust mjög háir fram á það síð- asta. Verðbólgan hjaðnaði og raun- gengi krónunnar lækkaði. Það varð hlutfallslega ódýrara að framleiða vöm hér á landi en í samkeppnis- löndum. Samt lét iðnaðarframleiðsl- an enn á sér standa. Ekki er ólík- legt að umbrot í alþjóða viðskipta- háttum og íjarskiptum eigi hér ein- hvem hlut að máli og búast má við að samkeppnin hafi harðnað eftir að verðbólguþokunni létti. Iðnfyrirtækin hafa hins vegar haft nokkur ár til að laga sig að stöðugu verðlagi. Þau hafa tekið til í rekstrinum, lækkað kostnað og era orðin samkeppnishæfari. Á síðasta ári horfði margt til betri vegar í iðnaði. Samkvæmt virðisauka- skýrslum jókst velta fyrstu tíu mán- uði ársins um 7% frá sama tíma árið áður. Enn fremur jókst útflutn- ingur iðnaðarvara um 15% í magni. Allt að 600 störf í iðnaði urðu til, ef marka má vinnu- markaðskönnun Hag- stofunnar. Nú er ein- stakt tækifæri að halda áfram á þessari braut og byggja upp. Þar kemur til kasta iðnfyr- irtækjanna að halda áfram að hagræða, auka framleiðni, þróa framleiðslu sína og sækja fram á mörkuð- um. En fleira þarf til. Starfsskilyrði atvinnu- lífsins era hagstæð um þessar mundir og það er brýnasta viðfangs- efni stjómvalda og annarra, sem að málinu koma, að varðveita þau. Glatast tækifærið? Leggja þarf megináherslu á að halda raungengi í skefjum, svo iðn- aðurinn og atvinnulífið geti byggt á þeim granni, sem fyrir hendi er. Öllum ráðum þarf að beita til að framleiðslukostnaður á íslandi hækki ekki meira en í samkeppnis- löndum. En berum við gæfu til að feta þann veg? Höfum við þá þolin- mæði og þrautseigju, sem nauðsyn- Ieg er? Blikur era á lofti um að svo sé ekki. Enn eina ferðina er hafið kapphlaup um hver setur fram kröf- ur Uui mesta hækkun launa og pólí- tíkin er komin í spilið. Kröfurnar eru mismunandi að eðli og uppbygg- ingu og markmiðin ólík. Eins og oft áður á að leggja áherslu á hækkun lægstu launa og flestir eru sammála því markmiði, ef þögn er tekin sem samþykki. Gallinn er bara sá að þögn er ekki sama og samþykki. Hækkanir, sem samið hefur verið um á lægri launin, hafa haldið áfram upp launa- stigann. Þetta hefur reynslan kennt okkur, ekki einu sinni, ekki tvisvar, Gunnar Svavarsson Enn eina ferðina er hafið kapphlaup um hver setur fram kröfur um mesta hækkun launa, segir Gunnar Sveinsson, og pólítíkin er komin í spilið. heldur margoft. Saklaus fímm þús- und króna hækkun á lágu launin skilar sér á augabragði sem fimmt- án þúsund króna hækkun á hundrað pg fímmtíu þúsund króna launin. Islendingar kunna prósentureikning öðrum betur og enginn þolir að annar hækki umfram hann sjálfan. Kröfur þær, sem nú hafa verið settar fram gagnvart einkageiran- um og hinu opinbera liggja flestar á bilinu 15-30% að teknu tilliti til líklegs launaskriðs. Á sama tíma vora danskir atvinnurekendur að hafna 5,7% hækkun launa, einnig yfir tveggja ára tímabil. Vandratað réttu leiðina Um eitt markmið geta allir sam- einast, hvorum megin borðs sem þeir sitja. Stefna ber að auknum kaupmætti. Á undanförnum áram hefur tekist að varðveita ráðstöfun- artekjur þeirra lægst Iaunuðu betur en annarra hópa. Þetta var gert með millifærslum í skattkerfinu og sérstökum eingi'eiðslum, sem áttu ekki svo greiða leið upp allt launalit- rófið. Launakerfið byggist víða á lágum viðmiðunartöxtum og alls konar álögum þar ofan á. Ef hróflað er við granninum fer yfírbyggingin af stað. Sem betur fer eru ekki nema örfá- ir sem hafa þau lágu laun, sem oft er talað um í kjarabaráttunni. Sam- kvæmt Kjararannsóknanefnd eru aðeins 2% landverkafólksdnnan ASÍ með 50 þúsund króna mánaðarlaun eða lægri fyrir dagvinnu. Sé litið á Þróun kaupmáttar atvinnutekna og þjóðartekna á mann 1986 - 1994 ÁRIÐ 1986 var jöfnuður í viðskiptum landsins við önnur lönd. Síðan hefur stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar leitt til Iækkunar þjóðartekna á mann, en kaupmáttur hefur heldur aukist. heildarlaun, teljast um 10% vera með 70 þúsund krónu laun eða lægri. Meðal þeirra, sem lægst hafa launin er reynslulítið ungt fólk, sem er að hefja störf á vinnumarkaðnum. Það er umhugsunarefni, að hækki laun þessa hóps mikið í hlutfalli við aðra og „eldri“ hópa, getur það tor- veldað ungu fólki að fá vinnu. Hvað er til ráða? Hvaða leið tryggir landsmönnum mesta hag- sæld? Meginleiðirnar eru tvær. Semja má um tiltölulega hógværa hækkun launa, t.d. að árslaun allra hækkuðu um 30 þúsund krónur. Þetta færði þeim lægst launuðu nálægt 5% hækkun launa á árinu, og heildaráhrifín í þjóðféiaginu gætu orðið um 4% hækkun iauna- kostnaðar, að launaskriði og öðrum hækkunartilefnum meðtöldum. Gengi krónunnar héldist líklega óbreytt og verðlag hækkaði lítið eitt. Lengra verður ekki gengið ef varð- veita á stöðugleikann og samkeppn- isskilyrði atvinnulífsins. Laun hækkuðu um 2000%, en kaupmáttur þeirra jókst um 8% Hin leiðin væri að hækka laun myndarlega um 10-15% á ári í tvö ár. Gengið félli þá innan örfárra mánaða. Ekki af því að ríkisstjórnin ákvæði það. Markaðurinn sæi um það sjálfur. Þegar framundan væra hækkanir á öllum sviðum, skynjaði markaðurinn strax að verið væri að veikja íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum, ásókn í gjaldeyri ykist og krónan félli. Verð- bólguskrúfan hrykki í gang á nýjan leik og að ári liðnu hefði verðlag hækkað nokkurn veginn um það, sem samið var um í kjarasamning- um. Báðar gætu þessar leiðir eflaust fært landsmönnum aukinn kaup- mátt ef aukning í landsframleiðslu á mann leyfði, því á henni veltur m.a. hver kaupmáttur verður, en ekki kjarasamningum. Reynslan segir okkur hins vegar að verðbólgu- leiðin er dýrkeypt, því hún hefur skilað litlu. Á árunum 1980-1994 hækkuðu laun og verðlag um 2 þúsund prósent; laun örfáum pró- sentum meira. Kaupmáttur atvinnu- tekna og þjóðartekjur á mann juk- ust aðeins um 8%. Hvenær telst fullreynt? Fýrri leiðin færði okkur stöðug- leika, gleggra verðskyn, og hana má nota til að byggja upp öflugra atvinnulíf, ný störf og aukinn kaup- mátt. Síðari leiðin keyrir í gamla verðbólgufarið, og störfum fækkar. Flestum er ljóst hvor leiðin er væn- legri til árangurs, en sú leið er vandrötuð, því hún krefst framsýni og þors þeirra, sem fremstir fara. Höfundur er varaformaður Samtaka iðnaðarins. Einn allsherjar misskilningur? ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá okkur íslendingum að lagt hefur verið fram frum- varp til breytinga á stjómarskránni. Það hefur ekki heldur farið framhjá þjóðinni að framvarpið hefur hlotið mikla gagnrýni. Það þarf svo sem engan að undra það, þegar svo viðamikið og viðkvæmt efni eins og mannrétt- indakafli sjálfrar stjómarskrárinnar er til umfjöllunar að fólk hefur á því skiptar skoðanir hvernig best sé á málum haldið. Stjórnarskrár- nefnd tók upp á því nýmæli að bjóða öllum landsmönnum að gera at- hugasemdir við frumarpið og gafst þeim 20 daga frestur til að koma þeim að. Slíku framtaki ber að fagna og jafnframt er eðlilegt að ætla að gagnrýnin verði skoðuð í fullri al- vöru, en nú þegar hafa fjölmargir látið frá sér heyra vegna frumvarps- ins, þar á meðal Alþýðusamband íslands. Gagnrýni ASÍ Alþýðusambandið hefur ályktað um frumvarpið og fagnað þeirri vakningu sem orðið hefur meðal íslenskra stjórnmálamanna um mannréttindi. Þrátt fyrir það treystir mið- stjórn sambandsins sér ekki til að mæla með samþykkt framvarps- ins í þeirri mynd sem það er. Beinist gagn- rýnin einkum að því að frumvarpið, skoðað með þeirri greinargerð sem því fylgir, geti leitt til réttaróvissu um stöðu launafólks og samtaka þeirra,_ verði það að lögum. Ákvæði um réttinn til að standa utan félaga snertir óneitanlega stéttarfé- lögin í landinu, enda tengja flestir stéttarfélög og svo- kallað neikvætt félagafrelsi saman, eftir þá umræðu sem átt hefur sér stað á undanförnum áram. Þrátt fyrir þetta er varla minnst orði á skyldugreiðslur til stéttarfélaga og forgangsréttarákvæði kjarasamn- inga í greinargerð með ákvæðum um félagafrelsi, en þess í stað er fjallað um málið undir rós. Skipulag vinnumarkaðar hefur verið harkalega gagnrýnt á síðustu áram og sú gagnrýni komst í há- mæli í kjölfar dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu í leigubílstjóramál- inu svokallaða um mitt ár 1993 og var hann jafnvel talinn vera áfellis- dómur yfir íslenskri verkalýðshreyf- Alþýðusambandið fagnar umræðu um mannréttindi. Bryndís Hlöðversdóttir gerir hér grein fyrir gagnrýni ASÍ á stjómarskrár- fmmvarp. ingu. ASÍ hefur mótmælt slíkum sleggjudómum og ítrekað bent á sérstöðu dómsins. Hefur sambandið varað við því að hann sé túlkaður of rúmt, þar sem hann snúist um það hvort með lögum sé unnt að skylda mann til aðildar að stéttarfé- lagi og gera slíka aðild að skilyrði fyrir veitingu atvinnuréttinda, en slíkt sé ekki dæmigert fyrir skipulag á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta er dóminum gert hátt undir höfði í greinargerð með fram- varpinu á sama tíma og efnahagsleg og félagsleg réttindi, s.s. rétturinn til vinnu, mega sín lítils. Fleiri gagnrýnendur Gagnrýnin á frumvarpið hefur komið úr ýmsum áttum og má þar nefna af handahófí Verslunarráð, Mannréttindaskrifstofu íslands, Rit- höfundasambandið, Blaðamannafé- lag íslands, Amnesty á íslandi og Jafnréttisráð auk ASI. Þeir sem tjáð hafa sig um málið hafa ýmsar at- hugasemdir fram að færa sem bein- ast ýmist að einstökum ákvæðum framvarpsins eða heildarásýnd þess. Því hefur verið haldið fram að á framvarpinu sé fljótaskrift og það liggur ljóst fyrir að þeir era fjölmarg- ir sem telja að framvarpið þurfí frek- ari skoðunar við áður en það er sam- þykkt. Það er því undarleg afstaða sem fram kemur í máli nokkurra stuðningsmanna framvarpsins að hér sé einhvér allsheijar misskilning- ur á ferðinni. Slík andsvör við gagn- rýni er ekki sannfærandi. Misskilningur? Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður reynir að rökstyðja misskiln- ingskenningu sína í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 31. janúar síð- astliðinn. Hann telur ASI hafa mis- skilið ákvæðið um réttinn til að standa utan félaga en minnir á að stéttarfélög séu frjáls eins og hver önnur félög. Þá minnir hann á að það sé ekki skylduaðild að stéttarfé- lögum, þau byggi starf sitt á for- gangsréttarákvæðum kjarasamn- inga. Þetta er allt satt og rétt hjá Jóni en hitt er annað að ASÍ gerir kröfur til þess að um þetta sé skýrt fjallað í greinargerð með frumvarp- inu, þar sem verið er að gera breyt- ingar á ákvæði sem getur snert Bryndís Hlöðversdóttir stéttarfélögin verulega þegar fram í sækir. Það er fráleitt að tala um misskilning við túlkun á slíkum texta, enda geta lagalegar túlkanir verið á marga vegu. Þá er rétt að benda á að þrír lögmenn sem sér- hæft hafa sig á sviði vinnuréttar skrifuðu ítarlegt álit ásamt lögfræð- ingi ASÍ og sendu stjórnarskrár- nefnd en sú greinargerð byggir á sömu rökum og ályktun miðstjórnar ASÍ. Það era hreinlega skiptar skoð- anir um þetta mál og því verður síst breytt með útúrsnúningi eins og þeim að allt sé á misskilningi byggt. Málefnaleg umfjöllun Því hefur verið lýst yfir af fyrsta flutningsmanni frumvarpsins að með því sé ekki verið að ráðast að starfsemi stéttarfélaga í landinu og ber að fagna því. Sú skoðun hans tryggir þó ekki að greinar- gerðin með frumvarpinu, eins loðin og óljós sem hún er, verði ekki í framtíðinni vopnabúr dómsmála á hendur samtökum launafólks og starfsemi þeirra. Alþýðusambandið leggur mikla áherslu á að öllum vafa um tilgang breytingarinnar sé eytt og að málið fái víðtæka, málefnalega og opinskáa umíjöllun. Slík krafa er ekki óeðlileg í ljósi þess að það ser sjálf stjórnarskráin sem verið er að breyta. Enda verð- ur meintum misskilningi eytt best þannig hvort sem það er misskiln- ingur þeirra sem eru á móti frum- varpinu í núverandi mynd eða þeirra sem eru fylgjandi því. Höfundur er lögfræðingur ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.