Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 31 + STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STASÍSKJÖLIN SJÓNVARPSMYND þeirra Árna Snævars og Vals Ingi- mundarsonar sem sýnd var í fyrrakvöld staðfestir flest það, sem haldið hefur verið fram hér í Morgunblaðinu á undanförnum áratugum um samskipti sósíalista á íslandi og kommúnista í Austur-Evrópu og þá sérstaklega Austur- Þýzkalandi, en aldrei var hægt að sanna fyrr en nú. Stasí- skjölin sanna, að peningum var veitt til Sósíalistaflokksins á Islandi frá Austur-Þýzkalandi og að íslenzkir námsmenn í Austur-Þýzkalandi áttu samskipti við yfirvöld þar í landi, sem ekki þoldu dagsins ljós. Þær upplýsingar, sem dregnar hafa verið fram í dagsljós- ið úr skjalasöfnum í Moskvu og Austur-Þýzkalandi, stað- festa náin tengsl kommúnista og sósíalista á íslandi við kommúnistaflokka í Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi og raunar víðar. Þessar upplýsingar sýna, að kommúnistar og sósíalistar á íslandi ráku erindi ráðamanna í kommún- istaríkjunum í pólitískum átökum hér innanlands. Þær sýna, að kommúnistaflokkur Austur-Þýzkalands veitti fjármagni til sósíalista á íslandi með því að prenta bækur og bæklinga fyrir Mál og menningu með þægilegum greiðslukjörum. Þær staðfesta, að sósíalistar leituðu eftir aðstoð frá skoðanabræðrum sínum austan járntjalds til þess að kaupa prentvél fyrir Þjóðviljann. Þær staðfesta einnig vitneskju, sem Morgunblaðið hefur búið yfir í rúma þrjá áratugi, um störf Guðmundar Ágústs- sonar, hagfræðings, fyrir austur-þýzku leyniþjónustuna en blaðið hefur hins vegar aldrei getað sannað. Nú hafa tveir ungir menn fundið skjöl þessu til staðfestingar og Guðmund- ur Ágústsson sjálfur viðurkennt að hafa unnið verk fyrir Stasí. Sjónvarpsmyndin vekur upp spurningar um samskipti Svavars Gestssonar, fyrrum formanns Alþýðubandalagsins, við stjórnvöld í Austur-Þýzkalandi. Skjöl í fórum Stasí um Svavar Gestsson voru eyðilögð síðari hluta júnímánaðar 1989 nokkrum mánuðum áður en þýzka alþýðulýðveldið hrundi til grunna. Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa lagt mikla áherzlu á að sýna fram á, að flokkurinn hafi rofið öll tengsl við kommúnistaflokka í Austur-Evrópu eftir innrás- ina í Tékkóslóvakíu 1968. í sjónvarpsmyndinni kemur hins vegar fram, að öflugir aðilar innan flokksins reyndu að endurnýja þessi samskipti og að Einar Olgeirsson taldi að það væri sérstaklega þóknanlegt Svavari Gestssyni, sem þá var ritstjóri Þjóðviljans. Svavar telur að hans nafn hafi verið nefnt í þessu samhengi af því, að hann hafi verið eini virki ritstjóri Þjóðviljans á þeim tíma. Það er svo önn- ur saga, að á sama tíma tók Alþýðubandalagið upp mikil samskipti við kommúnistaflokkinn í Rúmeníu en Rúmenía tók ekki þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu. Nú vita hins vegar alþýðubandalagsmenn jafnvel og aðrir hvað fram fór í Rúmeníu á þeim árum en þá vildu þeir ekki hlusta á slíkt. Sjónvarpsmyndin sýnir að Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður Alþýðubandalags, hefur verið Stasí hugleikinn en hins vegar hafa engar skjalfestar sannanir komið fram um hlutverk hans. Á þeim árum, sem þingmaðurinn var við nám í Austur-Þýzkalandi, var því hins vegar haldið fram, að hann ætti mikil samskipti við stjórnvöld. Sjónvarpsmyndin leiðir fram í dagsljósið tilraunir Stasí til þess að fá Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, til sam- starfs við sig. Árni viðurkenndi í fyrsta sinri í þættinum, að hafa fengið slíka beiðni en kveðst ekki hafa orðið við henni. Allir hafa þeir menn, sem hér hafa verið nefndir og komu við sögu í fyrrnefndri sjónvarpsmynd, á undanförnum áratugum margsinnis hafnað öllum staðhæfingum bæði Morgunblaðsins og annarra um náin tengsl þeirra við stjórn- völd í Austur-Evrópu. Það er fyrst nú, þegar þeir eiga engan annan kost, að þeir ýmist játa störf fyrir Stasí eða viðurkenna, að eftir hafi verið leitað. Það hefði orðið til þess að hreinsa andrúmið í íslenzkum þjóðmálum verulega, ef þessir menn hefðu komið miklu fyrr og gert hreint fyrir sínum dyrum. Saga kalda stríðsins er mikil saga, líka hér á íslandi. Vel má vera, að þeir, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að sleppa við hörðustu átök kalda stríðsins í íslenzkum stjórnmálum, yppti öxlum yfir upplýsingum af þessu tagi. En þeir, sem hlutu að taka þátt í þessum átökum og lágu undir linnulausum ásökunum frá kommúnistum og sósíalistum um að þeir færu með lygar og staðlausa stafi, telja það nokkurs virði, að hvert skjalið á fætur öðru, sem dregið er fram úr skjalasöfnum í Moskvu og Austur-Þýzka- landi staðfestir, að þeir fóru með rétt mál. Nýtt sjávarþorp verður skipulagt frá grunni á Eyrardalssvæðinu í Súðavík Morgunblaðið/Kristinn FJÖLDI Súðvíkinga á öllum aldri sótti almennan borgarafund sem haldinn var í Súðavík á sunnudaginn, en þar var voru framtíðar- málefni sveitarfélagsins og íbúanna til umræðu. WlWAVlfll ÆNb£-vB&k a Mm Fyrstu húsin eiga að verða tilbúin í haust Á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í skólahúsinu í Súðavík á sunnudaginn kom fram að skipulagt verður sjávarþorp á Eyrar- dalssvæðinu og er stefnt að því að fram- kvæmdir þar geti hafíst 1. maí og fyrstu húsin verði tekin í notkun næsta haust. Hall- ur Þorsteinsson sat fundinn og rekur hér hvað þar kom helst fram AFUNDI hreppsnefndar sem haldinn var áður en borg- arafundurinn hófst til- kynnti Rannveig Guð- mundsdóttir, félagsmálaráðherra, að mögulegt væri að fá sumarbústaði með litium fyrirvara til að leysa til bráðabirgða húsnæðisvanda heimil- islausra Súðvíkinga. Fimm slík hús gætu komið þegar í þessari viku til Súðavíkur, en fyrsta húsið ætti að geta verið komið í gagnið um miðjan febrúar. Tilkynnti Rannveig að ríkissjóður myndi bera allan kostnað af flutningi og uppsetningu húsanna. Á borgara- fundinum sem um 100 manns sóttu komu fram áhyggjur íbúanna vegna skólahalds í vetur og óttast þeir að yfirvofandi kennaraverkfall muni setja strik í reikninginn _ varðandi flutning skólahaldsins frá ísafirði til Súðavíkur. Rannveig Guðmunds- dóttir kom til Súðavíkur ásamt Berg- lind Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Húnboga Þorsteinssyni, skrifstofustjóra ráðu- neytisins, en áður en borgarafundur- inn hófst sátu þau fund með sveitar- stjóminni. Rannveig sagði í ávarpi sem hún flutti á borgarafundinum að þau væru ekki komin til Súðavíkur til þess að halda erindi um hvað fé- lagsmálaráðuneytið eða ríkisstjómin væri á þessari stundu tibúin að gera, eða hvaða lausnir á málefnum Súðvík- inga væru í sjónmáli eða þegar orðn- ar klárar. Þau væru fyrst og fremst komin til að taka við erindum frá íbúum Súðavíkur og sveitarstjórn til að fara með suður og væntanlega fylgja þeim enn betur eftir í kjölfarið. „Við höfum sagt frá öndverðu að við ætluðum að fylgjast með og vera til hjálpar eins og unnt er, en við myndum koma hingað þegar kæmi að verkefnunum framundan og taka þátt í þ^im eins og unnt er,“ sagði Rannveig. Á fundinum gerði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, grein fyrir störfum almannavarna- nefnda almennt g þeim ákvörðunum sem þær taka. Þegar hann hafði lokið máli sínu gerði Ólafur Sveinbjörnsson, læknir, grein fyrir þeim breytingum sem búast mætti við hjá fólki í kjölfar- ið á jafn miklu áfalli og Súðvíkingar hefðu orðið fyrir. Hann sagði ljóst að nú þremur vikum eftir að hörmung- arnar dundu yfir væri fólk engan veg- inn búið að jafna sig. Eðlileg tilfínn- ingaleg viðbrögð á borð við kvíða, hræðslu, reiði, sorg og sektarkennd gætu gert vart við sig á fyrstu sex vikunum eftir atburðinn, og hjá mönn- um kæmu fram mörg streituviðbrögð. Sagði hann mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir þessu og sýndi þeim skilning sem þannig væri ástatt fyrir. Hæfni fólks til að takast á við dag- legt líf færi svo vaxandi með tíman- um, og hvað Súðvíkinga varðaði vant- aði eflaust ennþá talsvert upp á að þeir gætu séð fram á veginn. Þörf á samstöðu Súðvíkinga Jón Gauti Jónsson, settur sveitar- stjóri Súðavíkur, sagðist í máli sínu ætla að reyna að varpa ljósi á ýmis- legt sem mönnum væri orðið brýnt að fá svör við. Fyrst vildi hann geta þess að Súðvíkingum hefði borist ógrynni af samúðarkveðjum og góð- um boðum um hina ótrúlegustu hluti, og greinilegt væri að samhugur þjóð- arinnar birtist ekki einvörðungu í þeirri fjársöfnun serp fór fram til stuðnings þeim sem urðu fyrir alvar- legu fjárhagslegu tjóni. Hann sagði því alveg ljóst að vandræðalítið væri að koma í höfn þeim aðgerðum sem grípa þyrfti til í því skyni að endur- reisa byggð í bænum ef samstaða Súðvíkinga væri jafn mikil og sam- staða þjóðarinnar sýndi sig vera. í máli Jóns Gauta kom fram að Guðmundur Ingólfsson, sem ráðinn hefur verið starfsmaður úthlutunar- stjórnar söfnunarfjárins, myndi hefja störf sín nú þegar og hefur hann að- RANNVEIG Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra, ræðir við nokkra Súðvíkinga að loknum borgarafundinum. JÓN Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, gerði fundarmönnum grein fyrir stöðunni í málefnum sveitarfélagsins og framtíðarhorf- um. Til vinstri á myndinni sést Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað- ur, og Friðgerður Baldvinsdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins. setur á Súðavík. Hvað hreinsunar- starfið í Súðavík varðar sagði hann að það hefði gengið mjög vel, og síð- astliðinn laugardagsmorgun hefði lokið öllu hreinsunarstarfi á opnum svæðum, götum og þeim lóðum þar sem leyfi hefði fengist fyrir að hreinsa. Nú væri verið að bíða þess að húsráðendur framkvæmdu ákveðnar aðgerðir á lóðum sínum og í rústum húsa sinna, og verið væri að afla þeirra leyfa til hreinsunar sem skorti. Umfang þess sem ógert væri sagði hann hins vegar ekki meira en það að ljúka mætti verkinu á næstu dögum ef allt gengi samkvæmt áætl- un. Framkvæmdir hefjast 1. maí „Það sem við erum áð fást við þessa dagana og skiptir íbúana miklu máli er vinna í skipulagsmálum. Hreppsnefndin hefur ákveðið að efna til lokaðrar samkeppni á meðal arki- tekta um nýtt deiliskipulag á Eyrar- dalssvæðinu. Við höfum talað um það að við vildum fá nýtt sjávarþorp hér á þessu svæði. Ekki hverfi eins og við sjáum í Grafarvogi, Kópavogi eða Garðabæ, heldur viljum við fá skipu- lag að nýju sjávarþorpi," sagði Jón Gauti. Aðalskipulag gerir ráð fyrir byggð á Eyrardalssvæðinu, en hins vegar er ekki gert ráð fyrir henni fyrr en að loknu skipulagstímabilinu, eða árið 2014. Því þarf að sækja um leyfi til að breyta aðalskipulaginu og sagði Jón Gauti að á fundi með skipulags- stjóra hefði fundist leið til að stytta verulega biðina eftir því. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að frumtillögur í samkeppni arkitekta liggi fyrir 10. til 12. mars og full hönnun á deili- skipulaginu gæti hafist hálfum mán- uði síðar. Sagði hann Arkitektafélag íslands hafa boðið fram aðstoð sína í þessu máli endurgjaldslaust. „Samkvæmt þeirri tímaáætlun sem hér er, þá er gert ráð fyrir því að framkvæmdir á svæðinu við gatna- og holræsagerð og byggingafram- kvæmdir hefjist 1. maí. Ég held að ef vel er á spilum haldið þá eigi þessi áætlun að standast. Það yrðu mikil vonbrigði ef maður ekki frétti það að íbúar í fyrstu húsunum flyttu inn í þau í haust,“ sagði hann. Jón Gauti gerði að umtalsefni mál- efni þeirra Súðvíkinga sem eiga hús en vilja ekki búa í þeim. Sagði hann tvær leiðir færar í því. Annars vegar að flytja þau hús sem hægt er að flytja, en í mörgum tilfellum væri það mögulegt. Sagðist hann gera ráð fyr- ir að kostnaður vegna þessa yrði greiddur af Ofanflóðasjóði eða með aðstoð annarra opinberra sjóða. Hins vegar væri um þau tilfelli að ræða þar sem samfélagið yrði að koma til móts við fólk, og sagði Jón Gauti ljóst að unnið væri að því með heilum hug af hálfu stjórnvaida að finna lausn á þessu máli, þannig að íbúarnir sætu ekki eftir með sárt ennið og verð- lausar eignir sem enginn vildi búa í. Undirbúningur að byggingu leik- skóla við hlið grunnskólans í Súðavík hefur þegar verið hafinn og eru hug- myndir uppi um að nota söfnunarfé frá Færeyjum, um 20 milljónir króna, til að leysa húsnæðismál grunnskól- ans til frambúðar. Áhyggjur vegua skólahalds í máli þeirra fundarmanna sem kvöddu sér hljóðs á fundinum komu fram miklar áhyggjur varðandi skóla- haldið í vetur, en áætlað hafði verið að skólahaldið flytti frá ísafirði til Súðavíkur um miðjan þennan mánuð. Þá væru hins vegar aðeins fáir dagar þar til yfirvofandi kennaraverkfall skellur á, og sömuleiðis hefðu margir þá ekki fengið lausn á húsnæðismál- um sínum. Á fundinum kom fram sú tillaga að leitað yrði til stéttarfélaga kennara og ríkisins um undanþágu frá verkfallinu vegna aðstæðna í Súðavík og til þess að koma í veg fyrir að meira rót yrði á bömunum sem í hlut eiga. Sagði Jón Gauti Jóns- son að rætt yrði við forystu kennara- samtakanna hið fyrsta um þetta mál. Ekki talin ástæða til aðgerða gegn Baugi hf., Bónus sf. og Hagkaup hf. Viðskiptahættir ekki skaðleg- ir samkeppni Samkeppnisstofnun áréttar að markmið sam- keppnislaga sé að efla virka samkeppni en ekki vemda keppinauta gegn þeim skaða sem sam- keppnin kann að valda þeim. Kristinn Briem kynnti sér greinargerð stofnunarinnar. SAMKEPPNISRÁÐ úrskurðaði á fundi sínum á föstudag að ekki væri efni til að grípa til íhlutunar vegna viðskip- takjara sem Baugur hf., Bónus sf. og Hagkaup hf. njóta hjá heildsölu- og framleiðslufyrirtækjum. Þetta mál var tekið til athugunar hjá samkeppn- isyfirvöldum á síðasta ári að kröfu Félags dagvöruverslana sem taldi að fyrirtækin hefðu knúið fram óeðlileg viðskiptakjör í krafti stærðar sinnar. Áður höfðu borist ábendingar og ósk- ir frá Samtökum iðnaðarins og Félagi íslenskra stórkaupmanna um að við- skiptahættir fyrirtækjanna yrðu kannaðir. Að mati Samkeppnisráðs hafa ekki komið fram gögn sem sýna fram á að fyrirtækin njóti óeðlilegra viðskip- takjara í samanburði við önnur fyrir- tæki né að þau misbeiti markaðsráð- andi aðstöðu sinni í því skyni að ná fram bættum viðskiptakjörum. Þá hafi ekki komið fram gögn sem sýni fram á að viðskiptahættir fyrirtækj- anna skaði samkeppnina og þar með neytendur. í erindi Félags dagvöru- verslana kom fram að félagsmenn hefðu rökstuddan grun um að í við- skiptum þeirra við heildverslanir og iðnfyrirtæki hér á landi nytu þeir við- skiptakjara sem væru í hróplegu ós- amræmi við þau kjör sem þessar sömu heildverslanir og iðnfyrirtæki veittu Baugi hf. og Bónus sf. Félagið gerði samanburð á verði nokkurra vöruteg- unda hjá tíu heildsölum og framleið- endum og smásöluverði sömu vöru- tegunda hjá Bónus sf. Leiddi saman- burður félagsins í ljós að Bónus seldi allar þessar vörur á lægra verði en nam verði vörunnar hjá innflytjanda eða framleiðanda í viðskiptum þessara aðila við félagsmenn í Félagi dagvöru- kaupmanna. Félagið gerði kröfu um að Sam- keppnisstofnun rannsakaði hvort Baugur hefði í krafti stærðar sinnar knúið fram óeðlileg viðskiptakjör og að gripið yrði til aðgerða til að uppr- æta þau. Baugair er markaðsráðandi fyrirtæki í niðurstöðum Samkeppnisstofnun- ar kemur m.a. fram að velta smásölu- verslana á matvörumarkaðnum er áætluð um 30 milljarðar á árinu 1993. Sameiginleg markaðshlutdeild Bón- uss sf. og Hagkaups hf. er áætluð 33% en hlutdeild þeirra fyrirtækja sem næst koma er hins vegar 4-6%. í því sambandi er bent á að Bónus sf. og Hagkaup hf. hafi með stofnun og rekstri Baugs hf. komið á full- komnu og afkastamiklu birgiðastýr- ingar- og dreifingarkerfi sem hafi stuðlað að hagræðingu í rekstri fyrir- tækjanna. Þá hafi fulltrúar þeirra dreifingarfyrirtækja matvöru sem Samkeppnisstofnun ræddi við nánast talið það forsendu fyrir rekstri fyrir- tækja sinna að vörur þeirra væru boðnar til kaups í þeim verslunum sem standa að Baugi hf. Kemst Samkeppnisstofnun að þeirri niðurstöðu að Baugur sé ráð- andi á matvörumarkaðnum m.t.t. til markaðshlutdeildar í samanburði við innkaup annarra fyrirtækja, dreifi- kerfis og markaðslegrar og fjárhags- legrar stöðu gagnvart birgjum. Viðskiptakjör virðast ekki óeðlileg Hins vegar bendir Samkeppnis- stofnun á að þegar fyrirtæki hindri samkeppni á þeim markaði sem máli skipti með aðgerðum sínum sé um að ræða misbeitingu á markaðsráð- andi stöðu þess. Athugun á viðskiptakjörum tíu all- stórra heildverslana og framleiðenda gagnvart Baugi hf. annars vegar og öðrum viðskiptavinum þeirra leiddi í ljós að Baugur hf. nýtur afsláttar sem virðist vera í samræmi við þá fram- legð sem birgjar hafa af viðskiptum við fyrirtækið. Þetta var mat birgja og gerir Samkeppnisstofnun ekki at- hugasemdir við það mat á grundvelli þeirra upplýsinga sem stofnunin hefur aflað. Er það niðurstaða Samkeppnis- stofnunar að viðskiptakjör Baugs hjá þeim dreifingarfyrirtækjum sem stofnunin aflaði upplýsinga hjá virðist ekki óeðlileg í samanburði við viðskip- takjör annarra fyrirtækja með tilliti til hagræðis dreifingarfyrirtækja við að dreifa vörum til stórkaupenda eins og Baugur er. „Mismunandi viðskip- takjör sem byggjast á viðskiptalegum rökum teljast ekki skaðieg fyrir sam- keppnina á markaðnum," segir orð- rétt. Þá segir ennfremur: „Einstök fyrir- tæki geta skaðast af mikilli sam- keppni eða samkeppnishegðan ann- arra fyrirtækja. Markmið samkeppn- islaga er að efia virka samkeppni en ekki vernda keppinauta gegn þeim skaða sem samkeppnin kann að valda þeim. I samkeppnisrétti er undirverð- lagning ekki talin skaðleg nema markmiðið með henni sé að skaða aðila á markaðnum til þess að draga úr samkeppni." „Fagna þessari niðurstöðu" Síðar segir í greinargerðinni: „í gögnun sem Samkeppnisstofnun hef- ur aflað vegna málsins hefur ekki komið fram að virk samkeppni á markaðnum hafi verið hindruð með aðgerðum eða hegðun Bónuss sf. eða Baugs hf. Ekki hefur heldur komið fram að það hafi verið markmið fyrir- tækjanna með markaðshegðun sinni. Ekki hefur verið sýnt fram á að að- gangur keppinauta að markaðnum hafi verið hindraður með þeim' hætti að það stangist á við samkeppnislög." Undir lok greinargerðar sinnar áréttar Samkeppnisstofnun að eitt af meginmarkmiðum samkeppnislaga sé að efla verðsamkeppni. Það þurfi því að liggja fyrir óyggjandi gögn sem sýni skaðsemi smásöluverðlagningar sem sé undir innkaupsverði áður en samkeppnislögum sé beitt til að hækka vöruverð fyrirtækja. „Ég fagna þessari niðurstöðu. Hún er í samræmi við það sem ég hef haldið fram allan tímann. Við höfum verið að gera vel og skilað því til neytenda," sagði Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Baugs hf. Þórhallur Steingrímsson, formaður Félags dagvöruverslana, kveðst vera ósáttur við niðurstöðu Samkeppnis- ráðs. „Við munum skoða málið innan okkar raða og ákveða hvað við gerum í framhaldi af þessari niðurstöðu. Við teljum að það geti ekki verið eðlilegt að hagstæðara sé fyrir kaupmanninn að kaupa vöru með virðisaukaskatti í stórmarkaði heldur en kaupa hana frá heildsala.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.