Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR EINAR H. HJARTARSON Einar H. Hjart- arson fæddist í Þverárkoti á Kjal- arnesi 2. maí 1925. Hann lést á Land- spítalanum 28. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 6. febrúar. Einar H. Hjartarson rannsóknarfulltrúi hafði ekki kennt sér neins meins það best ég veit, þar til hann fann skyndilega til einhvers slapp- leika og fór þá til læknis, sem lagði hann strax á sjúkrahús. Eftir rann- sókn þar gekkst hann undir sjö klukkustunda erfiða hjartaaðgerð, sem virtist hafa tekist vel, þegar kallið kom skyndilega eins og reið- arslag. Ekki hafði ég tækifæri til að heimsækja Einar á sjúkrahúsið þar sem ég var erlendis, en ég fylgdist með líðan hans og hafði ákveðið að láta það verða mitt fyrsta verk að líta inn til hans þeg- ar heim væri komið. Það átti ekki ^eftir að ganga, því fyrsta frétt sem ég fékk við heimkomuna var lát hans. Eftir skólagöngu lagði Einar stund á verslunarstörf, en hóf störf hjá Tollstjóraembættinu árið 1946 og síðar hjá Ríkisskattstjóra þar sem hann starfaði til dauðadags. Hann átti því ekki nema fáa mán- uði eftir af farsælum starfsdegi þegar kallið kom. Ekki efa ég að Einar hefur hlakkað til þeirra tíma- móta, því áhugamál hans voru „mörg. Einar gekk ungur í sunddeild Ármanns og keppti þar í sundi og sundknattleik. Þar þótti hann góður liðsmaður sem og annars staðar. Þekktastur er hann þó fyrir félags- störf sín sem dómari í sundknatt- leik, handknattleik og knattspyrnu, en þeim störfum gegndi hann í fjöldamörg ár eins og margir muna. Þar sem áhugamál mín sem ungur maður lágu ekki á þessu sviði, fylgdist ég ekki með dómgæslu- störfum Einars, en mér er sagt að í þeim störfum, sem og í öðrum sem hann tók sér fyrir hendur, hafi hann í senn verið réttsýnn, kröfu- harður og hreinskiptinn, enda naut hann trausts allra þeirra sem kynntust honum í starfí og leik. Eftir að Oddur Rúnar bróðir Ein- ars hóf störf sem héraðsdýralæknir í Borgarfirði árið 1961, fyrst með aðsetri í Árdal í Andakíl og síðar á Hvanneyri, hitti ég Einar stöku sinnum á heimili hans. Ég kynntist honum þó ekki að ráði fyrr en atvik- in höguðu því svo, að leiðir okkar lágu saman í Frímúrarareglunni. Þar fylgdumst við að í tæp 24 ár og varð sú samfylgd að einlægri vináttu sem varði meðan báðir lifðu. Ég kveð þennan vin minn með söknuði og óska honum velfarnaðar .. á þeim brautum sem hann hefur nú lagt út á. Ég, ásamt móður minni og systkinum, sendi eigin- konu hans, dætrum, foreldrum og systkinum innilegar samúðarkveðj- ur. Jón Pétursson. Látinn er í Reykjavík góður fé- lagi og vinur, Einar H. Hjartarson rannsóknarfulltrúi, eftir stutta sjúkdómslegu. Hann gekk ungur að árum til liðs við sunddeild Ármanns og varð strax góður skriðsundsmaður og nokkru síðar varð hann fastamaður í hinu ósigrandi sundknattleiksliði Ármanns. Saga þessa liðs er kapítuli útaf fyrir sig í íslenskri íþróttasögu og vann liðið öll mót og alla titla sem keppt var um á 20 ára tímabili, 1945-1965, og suma lengur. Einar var sérlega leikinn með knöttinn, sókndjarfur og ógn- valdur allra mark- manna, skothörku hans var viðbrugðið, enda ófá mörk sem hann skoraði. íslands- og Reykja- víkurmeistaratitlar hans í þessari íþrótta- grein munu vera hátt á fimmta tug. Síðari árin þjálfáði Einar sundknattleiksmenn félagsins með góðum árangri. Hann var einnig valinn til margra trúnaðarstarfa fýrir Ár- mann, sat í aðalstjórn, var formað- ur sunddeildar félagsins og fulltrúi í íþróttaráðum. Einar var vel máli farinn, léttur og gamansamur á góðir stund, var löngum sjálfkjörinn til þess að koma fram fyrir hönd sunddeildar- innar eða liðsins á mannamótum, þar sem halda þurfti ræður eða færa fram árnaðaróskir. Einar hik- aði aldrei ef taka þurfti ákvarðanir eða vinna verk, hvort sem það var í leik eða starfi, það var gengið rösklega fram og verkinu lokið. Margar minningar leita á hug- anna á kveðjustundu, um félagann og vininn sem nú er kvaddur, þær eru allar ljúfar og þannig minn- umst við hans. Eftirlifandi eiginkonu Einars, frú Guðbjörgu Guðjónsdóttur, og tveim dætrum þeirra svo og öðru skyld- fólki sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Genginn er góður drengur, bless- uð sé minning Einars Hjartarsonar. Gamlir sundknattleiksfélagar. íþróttakappinn góðkunni Einar Hafsteinn Hjartarson er fallinn frá. Landsþekktur fyrir störf sín í íþróttahreyfíngunni, afreksmaður á því sviði og síðar sem knattspyrnu- dómari. Hann var heilsuhraustur um ævina og lá sjaldan veikur. í haust kenndi hann sér lítils háttar lasleika en veiktist óvænt fyrir fáum vikum. Hann var lagður á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, gekkst undir mikla aðgerð og all- vel leit út um batahorfur. Nýkom- inn af gjörgæslu hrakaði honum óvænt og skyndilega var ljóst að brottfararstundin var runnin upp. Einar Hjartarson átti ekki aftur- kvæmt af sjúkrahúsinu. Einar Hjartarson hóf starfsferil sinn að loknu námi í gagnfræða- skóla, hjá H. Ólafsson og Bern- höft. Þar starfaði Einar þar til að hann hóf störf hjá tollstjóranum í Reykjavík á árinu 1947. Starfsfer- ill hans þar spannaði hátt í tvo áratugi eða fram til ársins 1964 þegar Einar kom til starfa hjá ný- stofnaðri rannsóknardeild ríkis- skattstjóra. Hjá því embætti starf- aði Einar til dauðadags, í röska þrjá áratugi. Rannsóknardeildin var lögð niður í árslok 1992 og var Einar eini einstaklingurinn sem starfaði í deildinni óslitið allan hennar starfstíma. Einar tók strax í upphafi upp þann sið að halda skrá yfir þá starfsmenn sem komu til starfa í deildinni. Það reyndust hafa verið vel á annað hundrað manna sem safn Einars spannaði, þar af voru fjórir menn á starfstíma deildarinnar skipaðir skattrann- sóknarstjórar er stýrðu rannsókn- ardeildinni. Samantekt Einars er merkileg heimild um starfsemi rannsóknardeildarinnar þau ár sem hún var starfrækt og lýsir huga þeim sem Einar bar til vinnustaðar- ins og starfsfélaganna. Kynni okkar Einars hófust þegar ég kom til starfa hjá embætti ríkis- skattstjóra á árinu 1983 og vorum við þar vinnufélagar í einn áratug. í rannsóknardeildinni voru næg verkefni og góður starfsandi. Þar var gott að starfa og unnum við saman við rannsókn nokkurra skattsvikamála. Minntumst við oft þeirra stunda síðar með hlýhug. Það leyndi sér ekki við kynni af Einari að þar fór ákveðinn maður og fylginn sér. Eilítið hijúfur á yfirborðinu og gat verið hvass í viðkynningu. Við Einar vorum ekki alltaf sammála um alla hluti og á stundum varð vík milli vina og um skeið talsvert djúp. Þegar sá ágreiningur var jafnaður var það hins vegar af ósviknum heilindum. E.t.v. fannst Einari ég ekki um- gangast hann af nægjanlegri tillits- semi eða virðingu í upphafi kynna okkar. Það breyttist þó er á leið og ég fann betur og betur hvílíkur ágætismaður Einar var. Hin síðari ár leituðum við oft hvor til annars um ýmis álitamál. Hann reyndist mér vel, var ráðagóður og styrkur á erfiðum stundum. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Einar Hjartarson var sérstaklega ræktarsamur við ættingja sína og vini, sannur vinur vina sinna, hjartahlýr og drengur góður. Hann þekkti mikinn fjölda fólks um allt land, sótti vel mannamót og var snjall tækifærisræðumaður. Hann var þekktur víða fyrir störf sín en einkanlega þó áhugamálin. Þau snerust mikið um íþróttahreyfing- una og íþróttastarfið í landinu. Hann sat i sundráði Reykjavíkur, í stjórn Glímufélagsins Ármanns, formaður Knattspyrnudómarafé- lags Reykjavíkur, formaður dóm- aranefndar Knattspyrnusambands íslands og formaður hæfnisnefndar Knattspyrnudómarafélags íslands. Hann hlaut fjölmargar viðurkenn- ingar fyrir störf sín í þágu íþrótta- hreyfingarinnar. Skrifstofa hans á Skúlagötunni bar um árabil áhuga- málum hans og afrekum glöggt merki. Þegar Einar komst á fímm- tugsaldurinn gekk hann í frímúr- araregluna. Hann kunni vel við þann félagsanda og var virkur reglubróðir um áratuga skeið til dauðadags. I vinnu var Einar alltaf að. Hann hélt sínu striki þótti ýmislegt gengi á. Störf hans fólust í rannsóknum á bókhaldi og skattskilum og náði hann góðum árangri í starfi. Þar þurfti Einar iðulega að vanda um fyrir mönnum. Oft á tíðum var bókhald og fylgiskjöl þess í ólestri. Gat Einar byrst sig allnokkuð þeg- ar honum þótti svo við eiga. Á löng- um starfstíma við skattrannsóknir sá Einar margt sem ekki var eins og ætlast var til. Þurfti hann þá að ræða þau atriði við viðkomahdi. Hans mat var að skynsamlegast væri að tala tæpitungulaust út um málin og að því loknu mætti taka upp léttara hjal. Hafði hann oft þennan hátt á. Af og til heimsótti Einar gamla vinnufélaga sem haldið höfðu til starfa hjá nýrri stofnun, skattrann- sóknarstjóra ríkisins þegar rann- sóknardeildin gamla var lögð nið- ur. Þá urðu alltaf fagnaðarfundir og á góðri stund rifjaðar upp skemmtilegar minningar liðinna ára. Snemma í vetur kom Einar í eina slíka heimsókn. Áttum við þá langt samtal og fórum yfir eðli og einkenni starfseminnar. Sagði hann mér þá sem oftar frá reynslu sinni á árum áður og hvernig hann stóð að úrlausn vandamála sem þá voru fyrir hendi. Einar hafði þá á orði að hann reiknaði með að láta af störfum þegar hann yrði sjötugur. I lok samtalsins strengdum við þess heit að hittast oftar, við starfs- lok hans myndi tími hans vera rýmri. Ekki átti ég von á því þá að þetta yrði síðasti fundur okkar Einars. Á skrifstofunni var haft orð á því hve Einar hefði verið hress og vel upplagður. Engan okkar grunaði í það skiptið þá feigð sem að honum sótti. Bróðir er horfinn til austursins eilífa. Megi hann sjá ljósið sem lýs- ir honum til starfa á æðra tilveru- sviði. Trygglyndur og trúr kveður hann að sinni. Við hittumst á þeim vettvangi síðar. Eiginkonu Einars, Guðbjörgu Guðjónsdóttur, dætrum þeirra, og foreldrum Einars og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Skúli Eggert Þórðarson. Það er ætíð erfitt að sætta sig við fráfall góðs og gegns manns. Þótt fyrir lægi að til beggja vona gæti brugðið, höfum við alltaf trú á því að Einar myndi hafa betur í baráttunni við sláttumanninn. En sú von okkar rættist því miður ekki. Einar var sá starfsmaður hjá ríkisskattstjóra sem var með hvað lengstan starfsaldur, hafði starfað óslitið hjá embættinu frá árinu 1964 til dauðadags eða í tæpt 31 ár og þar áður hjá tollstjóranum í Reykjavík í um 17 ár. Hann varð fyrsti rannsóknarfulltrúinn við ný- stofnaða rannsóknardeild embætt- isins árið 1964. Lengst af starfaði Einar hjá rannsóknardeild ríkis- skattstjóra eða þar til í upphafi árs 1993 er hún var lögð niður. Eftir það starfaði hann hjá eftirlitsskrif- stofu embættisins. Þegar rannsóknardeildin var stofnuð voru í deildinni tveir starfs- menn, skattrannsóknarstjóri og Einar. Var það talinn nægur mann- skapur þar sem þeir sem hlut áttu að málum voru afar bjartsýnir á að uppræta skattsvik á skömmum tíma. Svo bjartsýnir voru menn í upphafi, að ákveðið var að auglýsa eftir skattsvikurum og þeir sem gæfu sig fram fengju mildari með- ferð en ella. Auglýstur var ákveð- inn tími sem þessir aðilar gátu komið og gert hreint fyrir sínum dyrum. Mönnum til mikillar undr- unar lét enginn sjá sig. Einar hafði afskaplega gaman af að segja frá þessu og ræddu menn um það í gamni að þarna hafí sennilega kviknað hugmyndin að bjartsýnis- verðlaunum Bröstes. Þegar við horfum um öxl og minnumst Einars þá er okkur efst í huga samverustundir bæði í og utan vinnu. Einar var léttur í lund og var ávallt tilbúinn með hnyttna sögu sem hæfði augnablikinu. Hvort sem það var í kaffitímum eða inn á skrifstofunni hans þegar hann hallaði sér aftur í hinum for- láta stól sínum, sem hann nefndi gjarnan sjálfur Höfuðstól, með pípu í munninum; fullkomlega rólegur með innlifun góðs sögumanns. Einar var ríkur af réttlætiskennd og vildi að lög og reglur væru í heiðri hafðar. Þessir eiginleikar hans endurspegluðust í því lífs- munstri sem hann valdi sér bæði í leik og starfi. í starfi sem rann- sóknarfulltrúi en í leik sem dómari í íþróttum. Höfum við fyrir satt að Ijölmargir hafa borið óttablandna virðingu fyrir honum en hann gat verið afar skeleggur. Einar var mjög vinmargur og vakti það ávallt sömu undrun nýrra starfsmanna hve margir heilsuðu honum á götum úti. Einar hugðist láta af störfum 1. maí nk. fyrir aldurs sakir. Reyndar var hann þegar kominn á eftirlaun en hann óskaði ávallt eftir því að starfa lengur og fékk það ætíð enda skil- aði Einar sínu í vinnu og vel það. Ekki er laust við þegar við hugsum til baka að þetta hafi verið það sem Einar vildi, þ.e. að stunda vinnu sína til síðasta dags. Við sjáum nú á bak kærum vinnufélaga og vini sem skilur eftir sig skarð sem verður vandfyllt. Við kveðjum góðan félaga með trega og þökkum hjartanlega fyrir sam- fylgdina og samverustundirnar. Áðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá samstarfsfólki hjá ríkisskattstjóra. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki (T. Guðm.) Það var honum æskuvini okkar Einari Hjartar líkt að gera ekki meira en svo úr hlutunum, að kvöld eitt fyrir tæpum mánuði fór hann sjálfur akandi upp á slysavarðstofu og sagðist þurfa að spjalla aðeins við lækni. Heilsu hans var þannig komið, að honum var ekið þaðan í sjúkrabíl til tafarlausrar aðgerðar í Landspítalanum. Við svo óvænt straumhvörf hrannast upp minningar allt frá bemskuárunum þar sem hann tók mig, litlu stelpuna, sjö árum yngri en hann var, undir sinn vemdar- væng í leikjum og íþróttum okkar krakkanna og sagði þá gjarnan: „Ég tek ekki þátt í leiknum nema Ánný verði með.“ Einar vinur minn var ávallt foringinn, kappsfullur áræðinn og ákveðinn en þó sann- gjarn og skjól og skjöldur þeirra sem yngri vom eða hinna sem minna máttu sín. Hugur Einars hneigðist fljótt til íþróttaiðkana og félagsstarfa, fyrst í sundi þar sem hann var í sigur- sælu sundknattleiksliði Ármanns, einnig í knattspyrnu hjá knatt- spyrnufélaginu Val. Einar var mjög virkur í stjómum, uppeldis- og til- sagnarstörfum byijenda og ungl- inga félaganna. Síðar tók við dóm- gæsla á vegum þessara félaga í knattspyrnu og handknattleik ásamt virkri þátttöku fyrir íþrótta- hreyfinguna. Áð lokinni skólagöngu hóf hann störf hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík og síðar sem rannsókna- fulltrúi hjá ríkisskattstjóraembætt- inu og starfaði þar í um 30 ár. Störf sem þessi em oft ákaflega erfið og þarfnast mikillar ná- kvæmni, samviskusemi, hlutleysis og heiðarleika en einnig ákveðni. Ég veit að þetta erfiða starf leysti Einar minn eins vel og hann gat og fór eftir því sem samviskan bauð honum. Að leiðarlokum viljum við þakka góðar og skemmtilegar samveru- stundir í leik og starfi og við hin ýmsu fjölskyldumót þar sem Einar var ætíð hrókur alls fagnaðar, þó svo ekki væri alltaf hljóðlátt er tekist var á, í góðu þó, um stöðu og getu íþróttafélaganna þar sem hver stóð fast á sínu. Einar minn. Við óskum þér góðr- ar ferðar til hinna nýju heimkynna þar sem þú bíður okkar vinanna sem á eftir komum með dómara- flautuna og blæst til leiks á nýju tilverusviði. Guðbjörg mín, Margrét, Guðrún ína og fjölskyldur, Hjörtur, Guð- mundína og aðrir ástvinir Éinars. Við vottum ykkur hluttekningu, en minnumst þess að geislar rísandi sólar milda og lýsa upp minningar um góðan dreng. Anný og Pálmi. „Ég kem, krakkar mínir, með ykkur á skíði, strax og ég kemst héðan út. Því lofa ég.“ Þetta var síðasta spjallið sem við áttum við afa í „Einó“ eins og við kölluðum afa Einar. Það hvarflaði aldrei að okkur að hann kæmi ekki heim af spítalanum og gæti ekki efnt loforðið um skíðaferðina. Það var ólíkt honum að efna ekki strax loforðin sem hann gaf. Þessi ferð bíður betri tíma. Okkur finnst skrýtið að hann afi, sem gat bók- staflega allt og það var alveg sama hvað það var, hafi nú látið undan. Það gerði hann sjaldan, en hann svaraði sínu kalli með reisn eins og heiðursmanni sæmdi. Elsku afi. Við vorum svo heppin að hafa átt þig að alla okkar ævi. Þú fylgdist með okkur fæðast í þennan heim og nú horfum við á eftir þér með söknuði í huga. En þú kenndir okkur það að lífið held- ur áfram og það þýðir ekki að gef- ast upp. Leiknum er ekki lokið fyrr en dómarinn flautar af. Við söknum þín, en vitum jafn- framt að þú fylgist vel með okkur. Þín barnabörn, Einar, Guðjón og Erla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.