Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 39 GOTTSKÁLK GUÐMUNDSSON + Gottskálk Guð- mundsson fæddist á Bakka S Ölfusi 12. sept. 1905. Hann andað- ist á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. jan. síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Gott- skálksson, f. 21.11. 1872, d. 2.4. 1959, og Helga Sæmunds- dóttir, f. 8.8. 1873, d. 8.4.1965. Bræður hans voru Sæmund- ur, f. 2.5. 1904, hann býr í Hveragerði, og Þor- lákur, f. 16.3. 1917, d. 1989. Fyrri kona Gottskálks var Ingibjörg Ingvarsdóttir, f. 12.7. 1905, d. 9.4. 1935. Þau áttu eina dóttur, Ingigerði, f. 24.1.1931. Eiginmaður hennar er Bragi Jónsson, f. 29.7.1929. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 1951, gift Magnúsi Strand- berg, f. 1950, börn: Guðrún, f. 1982, og Bragi f. 1984. 2) Örn^ f. 1953, giftur Ag- ústu Sveinsdóttur, f. 1954, börn: Inga Freyja, f. 1974, og Sandra, f. 1979. Örn á son, Aðal- stein, f. 1972. 3) Ingveldur, f. 1955, gift Tryggva Jóns- sýni, f. 1954, börn: Elín Björk, f. 1986, Signý, f. 1989, og Hanna Sigríður, 1991. 4) Guðjón Gottskálk, f. 1965, giftur Irmu Gunnarsdóttur, f. 1966, börn: Gunnar, f. 1987, og Gerður f. 1991. Seinni kona Gottskálks var Elín Einars- dóttir, f. 9.6. 1917, d. 10.2. 1967. Þau áttu einn son, Aðal- stein, f. 1952, giftur Fríðu Björk Gunnarsdóttur, f. 1956, barn Gunnar Steinn, f. 1983. Útför Gottskálks fer fram frá Fossvogskirkju í dag. NÚ ER hann elsku afí, langafí, Gotti dáinn. Hugur manns fylltist söknuði, þó hann hafi verið búinn að Iifa löngu, viðburðaríku lífi, kom- inn hátt á nýræðisaldur. Líf hans var ekki alltaf einn dans á rósum. Nei, hann gekk í gegnum erfíða kafla í lífínu. Mátti sá á eftir tveim- ur elskulegum konum. Fyrri konu sína, Ingibjörgu, missti hann þegar móðir mín var aðeins fjögurra ára. Fluttist hún þá til Hveragerðis og ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. Síðari konu sína, Elínu, missti hann frá syni þeirra hjóna, þá á fímmt- ánda ári. Upp frá því voru þeir feðg- ar daglegir gestir á heimili okkar í Hjálmholtinu. Þrátt fyrir þessar raunir svo og þau veikindi, sem á hann lögðust og mörkuðu líf hans allt, var hann okkur svo góður og kær. Margs er að minnast þegar hugsað er aftur til bemskuáranna, allar stundimar í Mávahlíðinni og í Skeiðarvoginum hjá þeim Elínu. í nokkur ár bjuggum við í sama húsi í Espigerðinu. Mikill samgang- ur var þá hjá okkur. Hann hafði gaman af því að bjóða okkur hjónum í mat og var þá gjaman fyrsta flokks kjötsúpa á borðum og á Þorláks- messu var skata, en hana lærðum við að borða hjá honum. Okkur er minnisstætt þegar við eignuðumst okkar fyrstu dóttur, agnarsmáa, í lok nóvember 1986. Hann fylgdist vel með henni og hringdi oft og spurði hvort við vær- um ekki búin að finna henni nafn, því honum leiddust svo gælunöfn. Við vissum hvað klukkan sló og þegar við komum til hans um jólin og spurðum hann hvemig honum litist á að hún fengi nafnið Elín Björk færðist ánægjubros yfír and- lit hans. Þá ert þú, afi minn, búinn að fá hvíldina góðu. Við vitum að þú hef- ur fengið góðar móttökur af konun- um þínum tveimur sem á undan þér vom farnar, svo og öðmm ættingj- um og vinum. Bamabömin og bamabarnabörn- ÞÓRARINN ÓLAFSSON + Þórarinn Ólafsson kennari fæddist á Nauteyri við ísa- fjarðardjúp 23. maí 1912. Hann lést á Akranesi 8. janúar siðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 13. janúar. ÞEGAR ég var að alast upp í dal okkar Þórarins var þar fjöldi ungs fólks á hveijum bæ. Þetta fólk mátti ef til vill kalla næstu kynslóð á undan minni, og þó varla, það var um tvítugt þegar ég fermdist. Mér fannst þá að margt af því væri miklu eldra en ég. Okkur, sem þá vomm nánast böm, var félag þessa fólks mjög mikils virði. Það var orðið hluti af lífínu sjálfu, var að' verða fullharðnað til hvers konar starfa. Þó var alltaf hluti þess tilbú- inn að taka okkur sem jafningum og þá um leið að taka á sig hluta þeirra byrða sem við áttum að bera ef við ætluðum að teljast jafnokar þeirra, og þá án þess að við yrðum vör við að við stæðum þeim ekki jafnfætis. Svo smátíndist þetta fólk búrt til nýrra starfa og nýrra heim- kynna. Leiðir skildu en bönd rofn- uðu aldrei alveg. Við sem eftir urð- um áttum það að vinum. Nú er þett fólk komið yfír átt- rætt. Raðirnar þynnast og við sem einu sinni vorum miklu yngri erum löngu orðin jafn gömul eða jafnvel eldri en það. Þó Þórarinn væri 82 ára þegar hann fór var hann alltaf ungur í mínum huga. Þórarinn var í hópi þess ágæta fólks sem ég átti alltaf að vinum. Einu sinni gekk hann ásamt fé- laga sínum austan af landi beint til Borgarfjarðar og þótti honum ekki þrekvirki, þó fáir hafí ennþá farið í fótspor þeirra. Og einu sinni synti hann við frumstæðan útbúnað frá Hafnadal yfír ísafjörð í Reykja- nes. Ég veit ekki til að annar hafí leikið það eftir. Þórarinn var sonur Sigríðar Samúelsdóttur og Ólafs Pétursson- ar. Mest af sínum búskap, sem ekki varð langur, bjuggu þau í Hraundal og oftast við hann kennd. Ólafur féll frá á besta aldri þegar elsta barnið, Þórarinn, var 17 ára, en fjórar systur miklu yngri, tvær þeirra og einn fóstursonur fárra ára. A þeim árum voru hvorki ekknabætur né barnalífeyrir. Ekk- ert til að styðjast við nema hendum- ar einar. Við þessar aðstæður tókst Sigríði og bömunum að halda fjöl- skyldunni saman meðan þess þurfti við. Þegar ég lít yfir farinn veg fæ ég ekki séð að kjörin hafí sett mark á þessa fjölskyldu. Elskulegra fólk mun vandfundið, vinfast, gott og traust og grunnt á hláturinn. Ég held að Þórarinn hefði alltaf getað hlegið, hvernig sem allt hefði oltið. Einhveija mánuði var Þórarinn í barnaskóla og 23 ára fór hann í Héraðsskólann í Reykjanesi á dög- um Aðalsteins Eiríkssonar. í fram- haldi af því fór hann til Danmerkur á íþróttaskóla og lauk þar námi sem MINNINGAR in sakna hans öll sárt, þeim þótti öllum vænt um hann og það var svo merkilegt að eiga langafa. Okkur langar til að þakka þér allar góðar stundir sem við áttum saman og þá er okkur sérstaklega minnisstseð samveran um jólin sem nýlega em liðin. Við kveðjum þig með þessum línum sem segja svo margt. Hversu langt sem lífið okkur ber lifir bemskuminning helguð þér. Héðan skal þér fylgja á guðs þíns fund fögur þökk frá margri ljúfri stund. (H.Sv.) Ingveldur, Tryggvi, Elín Björk, Signý og Hanna Sigríður. Hann afi er dáinn Með fáeinum orðum langar mig að kveðja þig, elsku afí minn. Þrátt fyrir það að andlát þitt hafí ekki alveg komið okkur á óvart, þá setti 'okkur hljóð að loknu samtali við hana mömmu. Börnin mín tvö, sem aðeins voru fímm og sjö ára þegar við tókum okkur upp og fluttum út til Svíþjóð- ar, fyrir tæplega sex árum, eiga bjarta og góða endurminningu um hann langafa sem ævinlega sendi þeim eitthvað kærkomið í sambandi við afmæli og jól. Það hafa komið upp þær stundir að þau hafa saknað þín og spurt hvers vegna þú kæmir ekki og heimsæktir okkur. Nú eiga þau aldrei eftir að hitta þig meir. Það verður skrýtin tilfínning næst þegar við komum til íslands. Þrátt fyrir þinn háa aldur, afí minn, varstu svo lánsamur að geta alla tíð komist ferða þinna og lengst af ekið sjálfur. Einnig gastu stundað sundið fram undir það síðasta. Þú fylgdist vel með þvi sem var að ger- ast í kringum þig og hlustaðir mikið á útvarp og sjónvarp. Þú myndaðir þér skoðanir á því sem fram fór og varst ófeiminn við að láta þær í ljós. Elsku afi, ég og fjölskylda mín þökkum þér allt það góða sem þú skilur eftir hjá okkur. Við kveðjum þig ekki beinlínis með sorg í hjarta, heldur meir með söknuði, því við vitum að nú er þú hefur náð endur- fundum við þína gömlu, góðu ástvini ert þú sæll og sáttur og bíður okkar hinna sem síðar komum. Ingibjörg Bragadóttir. Elsku afí minn, mig langar með örfáum línum að þakka þér sam- íþróttakennari. Hvemig eignalaus strákur gat þetta er mér hulið. Ekki var námslánum eða styrkjum fyrir að fara. Þórarinn lokaðist inni í Danmörku á stríðsárunum en komst heim með Esjunni sem sótti hóp íslendinga til Petsamo í Finn- landi. Á næstu árum lauk hann kennaraprófum. Um tíma var hann kennari á Eiðum og þaðan fór hann gangandi til Borgarfjarðar. Gekk sú ferð að óskum þó ekki væri þá talstöð eða flugvélar til að henda nesti og nýjum skóm niður til þeirra félaga, en svo var fyrirhyggjan að hvort tveggja, nestið og skómir, entist til Borgarfjarðar. Þrátt fyrir margar öræfaferðir hef ég aldrei heyrt að þurft hafí að leita Þórarins eða gera út leið- angur honum til bjargar. Hann var fljótur að taka ákvarðanir og fram- kvæma þær áður en aðstæður breyttust. Hér vestra var hann löngu orðinn þjóðságnapersóna. Honlim var fátt ómögulegt. Hann synti Selá fram og til baka í stór- flóði og hljóp yfir Hraundalsá, þeg- ar hún var að byija að sprengja ísinn og ein mínúta til eða frá réð úrslitum. Aldrei mun hann hafa gert sér þetta að leik. Hann gerði sér grein fyrir hættunni, en lék sér ekki að henni. Listfengi var þessu fólki í blóð borið og fór Þórarinn ekki varhluta af þeim hæfileika. Óteljandi út- ERFIDRYKKJUR p E R L A N sími 620200 fylgdina og þær mörgu ánægju- stundir sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel núna. Upp í hugann koma margar góðar minningar. Það var alltaf svo gott að ræða við þig. Þú hafðir nógan tíma og varst alltaf reiðubúinn að svara þeim mörgu og líklega flóknu spumingum sem ég spurði. Ég þakka þér fyrir stundirnar sem við sátum saman og spjölluðum eða vomm að spila. Það var alltaf gott að koma í gistingu til þín. Minninguna um þig mun ég geyma. Þér var alltaf yndi að dvelja hjá, orðin heyra vörum þínum frá. Smáa hönd að leggja í lófa þinn láta bros þín gleðja huga sinn. (H.Sv.) Guð varðveiti þig, elsku afí minn. Gunnar Steinn Aðalsteinsson. Okkur langar til að minnast afa, langafa í nokkmm orðum. Þegar við hugsum til baka er margt sem kem- ur upp í huga okkar. Afi var alltaf vel til fara, fór vel með alla sína hluti og var nægjusam- ur. Bíllinn hans var iðulega spegil- gljáandi sem var lýsandi dæmi um hvað hann hugsaði vel um allt og alla í kringum sig. Hann bar mikla umhyggju fyrir bamabörnum og barnabamabörnum sínum og fylgd- ist vel með þeim öllum. Hann hafði gaman af að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og þegar Gerður var ný byijuð að tala kallaði hún hann allt- af „afi langi“. Þáð þótti honum bros- legt. Okkur var það mjög dýrmætt að fá að eyða með honum hátíðisdög- um eins og jólum og páskum. Hann útdeildi páskaeggjum til yngstu fjöl- skyldumeðlima á páskunum sem þau kunnu vel að meta. Afi var orðinn mjög heilsulítill en lét sig samt ekki vanta í jólaboðið á aðfangadag síðastliðinn og er það okkur mikils virði að hafa átt þessa stund með honum. Alltaf hélt hann skýrri hugsun þrátt fyrir háan aldur og var gaman að spjalla við hann. Elsku afi, langafi, nú ert þú sofnað- ur svefninum langa og ert sjálfsagt hvíldinni feginn. Við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum samveruna. Hvíl þú í friði, blessuð sé minning þín. Guðjón, lrma, Gunnar og Gerður. skorna muni bjó hann til og sendi vinum sínum; aska, stokka og alls konar smáskrínur, allt með lista handbragði, oftast áletrað höfða- letri. Við Þórarinn og þau systkini vorum nábúar, en leiðir skildu með- an ég var unglingur. Eftir það var ekki um langdvalir að ræða hér vestra. Samt er hann mér minnis- stæðari en margir aðrir. Frá þeim árum man ég hann sem góðan fé- laga, alltaf glaðan og léttan. Ég hygg að í síðustu ferðina hafí hann lagt jafnt áhyggjulaus og í sínar fyrri ferðir, a.m.k. tók heimanbúnaður hans ekki langan tíma. Það var vel. Ég sendi konu hans, börnum og systrum samúðar- kveðjur frá okkur og gamla gijótinu sem við gengum saman, það breyt- ist ekki. í nálægð hans var alltaf gott að vera. Góða ferð. Halldór Þórðarson, Laugalandi. Okkur langar að minnast góðs vinar okkar, Gottskálks Guðmunds- sonar, öðru nafni Gotta^ sem andað- ist hinn 31. janúar sl. Eg hef þekkt Gotta frá bamæsku, en við hjónin kynntumst honum best er við bjugg-' — um á sömu hæð og hann í Espigerð- inu. Gotti var einstakt snyrtimenni og bar allt hans umhverfí merki þess. Það var unun að sjá hversu vel hann hugsaði um bílinn sinn, enda var hann alltaf eins og glæ- nýr. Maður var oft undrandi á dugn- aðinum í Gotta. Hvernig þessi full- orðni maður, sem þurfti að styðjast við hækju, gat hugsað svona vel um sig sjálfur. Hann átti að vísu góða að, bömin hans og fjölskyldur þeirra, sem aðstoðuðu hann í einu og öllu. En hann fór sinna ferða að mestu leyti sjálfur, ýmist akandi á bílnum sínum eða gangandi. Nær daglega varð maður var við ferðir hans þar sem hann fór í sund, í búðir, í göngu- ferðir og víðar. Það var alltaf gaman að hitta Gotta. Hann hafði mikið að ræða, fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skoðun á öllum hlutum. Og það var líka stutt í glettnina hjá honum. Gotti hafði mjög gaman af böm- um og það fundum við hjónin ekki síst er við eignuðumst dóttur okkar, hana Siggu Dís. Ég minnist þess er við vorum nýkomnar heim af fæð- ingardeildinni og Gotti kom yfir til okkar til að líta á hana. Hann skoð- aði hana vel og vandlega og hafði<^~ gaman af. Hann fylgdist síðan alla tíð vel með henni. Alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða mig og hann var betri en enginn ef ég þurfti að fara frá baminu í þvottahúsið, sem var mörgum hæðum neðar í húsinu. Hafði hann mjög gaman af að gæta hennar og fannst það lítið mál. Ég minnist þess líka er hann bauð mér að láta barnið sofa í bama- vagninum á svölunum hjá sér, því mikið rok var á okkar svölum. Það var ekkert annað en sjálfsagt að fylgjast með baminu og lét hann” mig vita öðru hveiju að allt væri í lagi. Ég minnist þess líka hversu glaður hann varð er Sigga Dís skreið úr okkar íbúð og yfir til hans. Já, það var gaman að vera nýbök- uð móðir og hafa Gotta hjá sér til að gleðjast yfir framfömm bamsins. Okkur þótti því sárast, er við fluttum úr Espigerðinu, að kveðja Gotta. En við héldum alltaf sambandi og svo fór að Sigga Dís og hann urðu mikl- ir vinir og Gotti var ómissandi í af- mælisveislum hennar. En það var ekki bara Sigga Dís sem hann fylgd- ist með, heldur líka drengimir okk- ar. Er við ókum fram hjá Espigerð- inu báðu Sigga Dís og Ari oft um að fá að fara í heimsókn til Gotta. Það var svo spennandi að heim- sækja hann og hann átti líka alltaf eitthvað góðgæti handa bömum. Oftar en einu sinni spurðu bömin mig hvort Gotti væri langafi þeirra. Er ég sagði þeim að svo væri ekki, heldur væri hann langafí frænd- systkina þeirra, sögðu þau að það gerði ekkert til, þau ætluðu bara að hafa hann fyrir langafa. Þetta segir meira en mörg orð um þann hug sem þau báru til hans. Við fjölskyldan kveðjum góðan vin með söknuði. Minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar. Megi hann hvíla í Guðs friði. Ástvinum hans öllum vottum við okkar dýpstu sam- úð. X Fanney, Guðjón, Sigríður Dís, Ari og Davíð. Steinn er kjörið efni i allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. as. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Minnismerki úr steini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.