Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 43 BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tvímenningnr á Bridshátíð Sl. föstudagskvöld spiluðu 6 pör sig inn í tvímenninginn á Bridshátíð. Þau eru: Erlinpr Arnarson/ Runólfur Jónsson Björn Árnason/ Dan Hanson Jón Hjaltason/Jón Ingi Björnsson Guðm. Baldursson/Guðm. Grétarsson Karl Einarsson/Karl G. Karlsson Halldór Þorvaldsson/Baldur Bjartmarsson Fleiri sveitir í sveitakeppnina Húsnæðið sem fengist hefir tii afnota á Hótel Loftleiðum hefir aukist og geta því 100 sveitir spilað á opna Flugleiðamótinu á sunnudag og mánudag. Tíu sveitir sem voru á biðlista komast nú inn en skrán-' ingu lýkur á fimmtudag. Frá Skagfirðingum, Reykjavík Næstu þriðjudaga verða á dag- skrá eins kvölds tvímenningur, op- inn öllum sem áhuga hafa (ágæt skemmtun fyrir „ný“ pör). Frekar rólegt var síðasta þriðju- dag. Spiíað var í einum riðli. Úrslit urðu: Heimir Tryggvason—Gísli Tryggvason 129 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 127 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 115 Aðalbjörg Benediktsd. - Jón V. Jónmundsson 111 Spilað var í Drangey við Stakka- hlíð 17 og hefst spilamennska kl. 19.30. Afmælismótið 4. mars. Skráning er hafin í afmælismót Lárusár Hermannssonar, sem spil- að verður laugardaginn 4. mars nk. í húsnæði Bridssabandsins í Þöngla- bakka. Skráð er á skrifstofu BSÍ og hjá Ólafi Lárussyni í s.: 16538. Bridsfélag Rangæinga Miðvikudaginn 1. febrúar var spilaður einskölds Howell með for- gefnum spilum. 14 pör spiluðu 26 spil og var meðallskor 156. Efstu pör voru: Loftur Þór Pétursson - Indriði Guðmundsson 183 Daníel Halldórsson—Jón Sigtryggsson 180 Ingólfur Jónsson - Guðmundur Asgeireson 17 5 Auðunn R. Guðmundss. - Ásmundur Ömólfss. 173 Miðvikudaginn 8. febrúar byijar hinn vinsæli Barómeter félagsinns. Tekið er við skráningu hjá BSÍ (Ella) 879360 og hjá Lofti Þór Pét- urssyni 45186. Keppnisstjóri fé- lagsins er Jakob Kristinsson. Bridsdeild Fél. eldri borgara, Kópavogi Spilaður var tvímenningur föstud. 3. febrúar. 20 pör mættu og var spilað í 2 riðlum, A-B. Úrslit í A-riðli urðu: Berpr Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 137 Ingibjörg Stefánsd. — Fróði Pálsson 121 Guðmundur Samúelsson - Bragi Melax 116 Ásthildur Sigurgíslad. - Láras Amórsson 116 Meðalskor: 108 B-riðill: Hannes Alfonsson - Bragi Salómonsson 125 Bergsveinn Breiðfjörð - BaldurÁsgeirsson 121 EinarEinarsson-SvavarSigurðsson 115 Eysteinn Einarsson - Sigurjón H. Siguijónsson 113 Meðalskor: 108 ilLSUSáiLEQT mm Ui DÝNUR I Húsgagnahöllinni er heil verslunarhæð 2200 m2 (öll önnur hæðin) sérhæfð SVEFNI. Allar hugsanlegar dýnur, rúm og bekkir, svefnsófar, lök, ábreiður og hirslur í svefnherbergi er þar að fínna á einum stað. Þægilegt viðmót og mikil vöruþekking starsfólks gerir þér valið auðvelt og skemmtilegt þegar þu vilt sofa vel. 1) Veljir þú sænska svefnkerfíð, fjaðradýnur (stundum kallaðar boxdýnur eða tréramma- dýnur) er verkaröðun á þessa leið. Velja dýnuna - mýktina - stærðina - verðflokkinn. Algengt er, ef um hjón er að ræða að frúin vilji mýkri dýnu en herrann og þá er bara prófað og spekulerað í hinni stóru sýnishomadeild og fengnar fræðandi upplýsingar. Verð 12.860,- 45.000,- algengast (90cm) 2) Velja fætur eða meiða(boga) undir dýnuna. Fæst í ljósum eða dökkum við, hvítum eða svörtum, krómuðu eða hvítlökkuðu stáli. Verð frá kr. 1.250,- lappasett (4stk) til kr. 6.500,- meiðasett (2 stk). rr- tkT) 3) Velja rúmasvuntu í kring sem breytir dýnunum í samstætt rúm. Svuntan kostar lítið og er saumuð fyrir þig eftir áklæðavali ef hún fæst þá ekki tilbúin í þeim lit sem best passar. Verð kr. 6.230,- á 180 cm dýnu 4) Velja höfðagafl (og náttborð). Þessu sleppa margir fyrst í stað -sjá til hvemig til hefur tekist og koma aftur seinna. Verð á höfðagafli 180cm er frá kr. 10.000,- 5) Lök, teygjulök, rúmteppi (einnig sérsaumuð að vali), skápar, kommóður, snyrtiborð, em valin með ef verkast vill. OG SVONA LÍTUR ÞAÐ ÚT Algengt verð fyrir svona sett 180cm er á bilinu kr. 80 -150.000,- SVEFNHEIMAR okkar eru til þjónustu reiðubúnir. Við skulum tala um dýnur -það er svo hollt fyrir svefninn. BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAYIK - SÍMI 5871199 Þegar þú viU sofa vel Þröstur skakmeist- ari Reykjavíkur II ús Skáksambands í s I a n d s SkákÞing Reykjavíkur 1995 ÞRÖSTUR ÞÓRHALLSSON, al- þjóðlegur meistari, sigraði örugg- lega á Skákþingi Reykjavíkur. Hann hlaut níu og hálfan vinning af ellefu mögulegum og tapaði engri skák. Þröstur tryggði sér sigur með Því að semja jafntefli við Jóhann Helga Sigurðsson í síð- ustu umferð. I öðru sæti varð Arnar E. Gunnarsson, 16 ára, sem hlaut níu vinninga og var einnig taplaus. Arnar kom mjög á óvart á mót- inu og var sá eini sem náði að veita Þresti einhveija keppni. Hann sigraði Björn Frey Björnsson úr Hafnarfirði í síðustu umferð. Af öðrum úrslitum í síðustu um- ferð má nefna að Júlíus Friðjóns- son vann Baldvin Gíslason, Árnar Þorsteinsson vann Hörð Garðars- son, Jón Viktor Gunnarsson sigr- aði Magnús Pálma Örnólfsson, jafntefii gerðu Páll Agnar Þórar- insson og Sævar Bjarnason og Jón Garðar Viðarsson vann James Burden. Röð efstu manna á Skákþinginu: 1. Þröstur Þórhallsson 9'A v. 2. Arnar E. Gunnarsson 9 v. 3. -6. Jóhann H. Sigurðsson 8 v. 3.-6. Júlíus Friðjónsson 8 v. 3.-6. Arnar Þorsteinsson 8 v. 3.-6. Jón Viktor Gunnarsson 8 v. 7.-10. Björn Freyr Björnsson 7VÍ2 v. 7.-10. Páll Agnar Þórarinsson 7‘A v. 7.-10. Sævar Bjamason l'/i v. 7. —10. Jón G. Viðarsson 7Vi v. 11.-19. Hörður Garðarsson 7 v. 11.-19. Baldvin Gíslason 7 v. 11.-19. Kristján Eðvarðsson 7 v. 11.-19. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. 11.-19. Bogi Pálsson 7 v. 11.-19. Ögmundur Kristinsson 7 v. 11.-19. Atli Antonsson 7 v. 11.-19. Sverrir Norðfjörð 7 v. 11.-19. Hlíðar Þór Hreinsson 7 v. Við skulum líta á snaggaralega skák frá mótinu. Margir muna eftir „eitraða peðs afbrigðinu" sem þeim Friðrik Ólafssyni, stórmeist- ara, og Sigurði Sigurðssyni, íþrótt- afréttamanni, varð tíðrætt um í útvarpspistlum sínum meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð í Laugardalshöllinni 1972. Það leið- ir til gífurlegra sviptinga og þótt svartur þyki komast upp með peðsránið í fræðunum þá er annað mál að verja svörtu stöðuna yfir borðinu: Hvítt: Jóhann H. Sigurðsson Svart: James Burden Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - e6, 7. f4 - Db6, 8. Dd2 - Dxb2 Hið eina og sanna eitraða peðs afbrigði er komið upp. Spasskí kaus nú 9. Rb3 gegn Fischer. 9. Hbl - Da3, 10. f5 - Rc6, 11. fxe6 - fxe6, 12. Rxc6 — bxc6, 13. e5 - dxe5, 14. Bxf6 - gxf6, 15. Re4 - Be7, 16. Be2 - h5, 17. Bf3!? Hættulegur leikur, þótt hann sé ekki eins beittur og „Vitolins- fórnin“ 17. Hb3 - Da4, 18. Rxf6+i? — Bxf6, 19. c4 sem Bene- dikt Jónasson notaði til sigurs á rússneska stórmeistaranum Pig- usov á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. 17. - Kf7? I skákinni Ernst-Jóhann Hjart- arson, svæðamótinu í Gausdal 1985, tefldi svartur einnig óná- kvæmt: 17. - Ha7, 18. Hb8 - Kf7, 19. 0-0 - f5, 20. Hxc8! - Hxc8, 21. Dh6 - Ke8, 22. Hdl Þ Bc5+, 23. Khl - Bd4, 24. Dxe6+ - Kd8, 25. Rd6 - Hd7, 26. Rxc8 gefið. 17. - f5! er besti leikur svarts í stöðunni. Þröstur Reykja- Amar E. kom víkurmeistari. mest á óvart. 18. 0-0 - Ha7, 19. De2! Svartur er nú í miklum vand- ræðum með peðið á h5. 19. - Kg6 er nú svarað með 20. Hb3 - Da4, 21. Bxh5+! - Hxh5, 22. Hg3+ - Hg5, 23. Rxg5 - fxg5, 24. Hh3 - g4, 25. Hg3 með afar sterkri sókn. 19. - f5, 20. Bxh5+ - Kg7? Nauðsynlegt var 20. - Kf8, sem hvítur ætti líklega að svara með 21. Hb8 - Hc7, 22. Khl með hót- uninni 23. Dg4 - Hg8, 24. Hxf5+! og mátar í fjórða leik. 21. Hb3 - Da4, 22. Hg3+ - Kf8 a b c d • ( flb 23. Dg4! Nú rekur hver máthótunin aðra þar til yfir lýkur. 23. - Bd8, 24. Dg6 - c5, 25. Hdl - Bh4, 26. Rg5 - Bxg3, 27. Df6+ og svartur gafst upp því hann er óverjandi mát. Hraðskákmót Reykjavíkur Ólafur B. Þórsson varð hrað- skákmeistari Reykjavíkur á sunnudaginn. Röð efstu manna á hraðskákmóti Reykjavíkur varð þessi. Umhugsunartíminn í hrað- skák er fimm mínútur á skákina: 1. Ólafur B. Þórsson 15 v. af 18 2. Jón Viktor Gunnarsson 14 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 12 v. 4. -6. Jón Friðjónsson IU/2 v. 4.-6. Magnús Örn Úlfarsson IIV2 v. 4.-6. Stefán Þór Siguijónsson 11 '/2 v. 7.-9. Bragi Þorfínnsson 11 v. 7.-9. Torfi Leósson 11 v. 7.-9. Hrafn Loftsson 11 v. 10.-12. Bogi Pálsson IOV2 v. 10.-12. Össur Kristinsson IOV2 v. 10.-12. Júlíus Guðmundsson IOV2 v. Svæðamót í Reykjavík Dagana 21. mars til 2. apríl fer fram svæðamót Norðurlandanna í Reykjavík. Búist er við þátttöku flestra sterkustu skákmanna á svæðinu. Skáksamband íslands hefur valið stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árna- son og Margeir Pétursson til að tefla á mótinu. Helgi Áss Grétars- son, stórmeistari, þarf ekki að taka þátt því hann hefur þegar unnið sér þátttökurétt á millisvæðamót- inu með sigri á HM unglinga 20 ára og yngri í haust. Norðmenn eiga rétt á þremur keppendum og hafa tilkynnt þá Simen Agdestein, núverandi Norð- urlandameistara, Einar Gausel og Rune Djurhuus. Svíar eiga fimm sæti og fyrir þeirra hönd tefla stór- meistararnir Ferdinand Hellers, Jonny Hector og Pia Cramling auk alþjóðlegu meistaranna Lars Deg- erman og Ralf Ákesson. Talsverð eftirvænting ríkir um það að Bent Larsen verði einn af dönsku keppendunum fjórum. Margeir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.