Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 45 Samtök psoriasis- og exemsjúklinga Fá ekki upplýsing- ar um tilvísunarkerfi Á FUNDI stjórnar Samtaka psor- iasis- og exemsjúklinga miðviku- daginn 1. febrúar sl. var eftirfar- andi samþykkt: „Stjórn SPOEX hefur ítrekað reynt að afla sér upplýsinga í heil- brigðisráðuneytinu um efni þeirrar reglugerðar sem þar liggur fyrir um tilvísunarkerfi. Þeirri ósk hefur verið hafnað. Slík vinnubrögð bera ekki vott um samstarfsvilja við þá sem þurfa að nýta sér heilbrigðis- Ferðafélagið kynnir ferða- áætlun ársins FERÐANEFND FÍ kynnir fjöl- breytta ferðaáætlun félagsins fýrir árið 1995 í opnu húsi í Mörkinni 6 (risi) þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20-22. 15 mínútna myndband sýnir vinnu við uppsetningu Hrafn- tinnuskersskála verður sýnt. Á þessari kynningu verður hægt að fá nákvæmar upplýsingar um ferðir ársins en þar kennir margra grasa. Ferðafélagið skipuleggur ferðir um allt land, í byggð og óbyggðum. Allir eru velkomnir. þjónustuna. Stjórn SPOEX mótmælir ein- dregið hugmyndum um að taka upp tilvísunarkerfi. Með því er verið aú Íeggja aukinn kostnað á sjúklinga auk óþarfa tímaeyðslu og heimsókna til lækna. Eðlilegt er að sjúklingur sjálfur taki ákvörðun um til hvaða læknis hann leitar. Sjúklingur með húð- sjúkdóm þarf ekki heimilislækni til þess að segja sér að sérfræðing- ar í húðsjúkdómum hafí bestu kunnáttuna til að gefa ráð til lækninga. Stjórn SPOEX treystir því og trúir að fallið verði frá hugmynd- um um tilvísunarkefí og gerir þá kröfu að í þessu efni verði tekið tillit til réttar sjúklinga að geta leitað læknis sem fýrst, með sem minnstri fyrirhöfn og kostnaði og til þeirra lækna sem bestu kunn- áttuna hafa. Með því móti eru tryggð skilvirkni og gæði heil- brigðisþjónustunnar. Það er næg byrði að bera ólæknandi sjúkdóm ævilangt þó ekki komi einnig til reglur sem geri þá kröfu til húð- sjúklinga að þeir fari til eins lækn- is til þess eins að geta farið til annars.“ Ur dagbók lögreglunnar 177 innbrot frá áramótum 3. til 6. febrúar BÓKFÆRT er 371 atvik á tíma- bilinu. Þrátt fyrir tiltölulega ró- lega helgi þurfti 22 sinnum að hafa afskipti af fólki vegna há- vaða og ónæðis í heimahúsum og 64 einstaklingum vegna ölv- unarháttsemi af öðrum ástæð- um. Tiikynnt var um 9 líkams- meiðingar, 11 rúðubrot og 5 önnur skemmdarverk. Sex öku- menn, sem afskipti þurfi að hafa af, eru grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. _ Óvenju mikið hefur verið um innbrot að undanfömu. Um helgina var t.d. tilkynnt um 16 innbrot. Það sem af er árinu hefur því verið tilkynnt um 177 innbrot til lögreglunnar í Reykjavík, en á sama tímabili í fyrra voru þau 183. Náðust á hlaupum Aðfaranótt laugardags var númerslausri bifreið ekið á ve- grið á Vesturlandsvegi við Úlf- arsá. Fjórir aðilar reyndu að komast undan á hlaupum. Tveir þeirra náðust. Á vettvangi skullu saman tvær lögreglubif- reiðir og varð að flytja farþega úr annarri þeirra á slysadeild með minniháttar meiðsli. Um morguninn var tilkynnt frá húsi við Hverfisgötu að maður hefði verið skorinn í and- litið í ryskingum. í ljós kom að svo reyndist ekki vera. Viðkom- andi hafði dottið og rekið höfuð- ið í rúðu. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Á laugardagskvöld varð árekstur með teimur bifreiðum í þrengingu á Fjallkonuvegi. Farþegi úr annarri bifreiðinni var fluttur á slysadeild með einkabifreið. Yfirvöld vakni til vitundar Um helgina var tilkynnt um 50 umferðaróhöpp. í þremur til- vikum var um meiðsli á fólki að ræða. Það sem af er árinu hefur verið tilkynnt um 427 eignartjónsóhöpp í umferðinni og 70 umferðarslys að auki. Á sama tímabili árið 1994 voru þessar tölur 397 og 28. Sam- kvæmt upplýsingum hafa um- ferðaróhöpp aldrei orðið fleiri en á síðasta ári, ef allt árið er skoðað. Árið 1990 var lagt til að þessi mál yrðu tekin til gagn- gerrar endurskoðunar og hafin yrði undirbúningur að landsá- taki til fækkunar umferðar- óhöppum til lengri tíma litið. Síðan hefur þróun mála í um- ferðinni orðið neikvæð að öðru leyti en því að alvarlegum slys- um hefur fækkað hlutfallslega á tímabilinu. Því er löngu orðið tímabært að viðkomandi yfir- völd vakni til meðvitundar um nauðsyn þess að tekist verði á við að færa þessi mál til betri vegar. Kostnaður við umferðar- slys á íslandi er varla undir 8 milljörðum króna á ári. Ástand ökumanna og ökutækja Lögreglan á Suðvesturlandi mun í þessum mánuði beina athyglinni sérstaklega að ástandi ökutækja og ökumanna. Ætlunin er að virkja sem flesta lögreglumenn til eftirlitsstarfa ákveðna daga, kanna ástand mála og grípa inn í ef ástæða þykir til. Til að losna við óþæg- indi og kostnað er ástæða til að hvetja ökumenn og eigendur ökutækja að hafa hlutina í lagi á næstunni. FRÉTTIR Frá afhendingu orðunnar f.v. Klaus Otto Kappel, sendiherra Dana á íslandi og hjónin Sigríður Sylvía Jakobsdóttir og Eyjólfur Marteinsson, danskur konsúll í Vestmannaeyjum. Hlaut danska orðu HENNAR hátign Margrét II. Danadrottning hefur sæmt Eyj- ólf Martinsson, konsúl í Vest- mannaeyjum, riddarakrossi af 1. gráðu Dannebrogsorðunni frá og með 1. janúar 1995. Klaus Otto Kuppel, sendi- herra, afhenti orðuna við mót- töku í sendiráðinu 19. janúar sl. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík, rann- sóknardeild, lýsir eftir vitnum að þremur atvikum sl. vikur. Tveir bílar lentu saman föstu- daginn 27. janúar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og var atvikið tilkynnt lögreglu kl. 13.40. Ford-fólksbifreið, KC 667, var ekið á vinstri akrein vestur Miklu- braut með fyrirhugaða aksturs- stefnu áfram yfír gatnamótin. Subaru-skutbifreið, ZJ 993, var ekið austur Miklubraut á vinstri akrein með fyrirhugaða aksturs- stefnu í beygju til vinstri norður Kringlumýrarbraut. Bílamir skullu saman á gatna- mótunum og greinir ökumennina á um stöðu ljósa þegar það gerðist. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að óhappinu eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn Ingibjörg efst á Vesturlandi STJÓRN kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Vestur- landskjördæmi hefur ákveðið skip- an framboðslista Framsóknar- flokksins við alþingiskosningarnar 1995. Listann skipa eftirfarandi: Ingibjörg Pálmadóttir, alþingis- maður, Akranesi, Magnús Stefáns- son, sveitarstjóri, Gmndarfirði, Þor- valdur T. Jónsson, bóndi, Hjarðar- holti, Borgarbyggð, Sigrún Ólafs- dóttir, bóndi, Hallkelsstaðahlíð, Hnappadal, Ragnar Þorgeirsson, sölustjóri, Borgarnesi, Sturlaugur Eyjólfsson, bóndi, Efri Brunná, Sauðrbæjarhreppi, Halldór Jónsson, héraðslæknir, Móum, Innri Akra- neshreppi, Gunnlaug Arngrímsdótt- ir, bóndi, Kvennabrekku, Dala- byggð, Elín Sigurðardóttir, ljósmóð- ir, Stykkishólmi, og Gunnar Guð- mundsson, ráðunautur, Borgarnesi. ----------»■♦ ♦ Jass á Sólon Islandus TRÍÓ Ólafs Stephensens leikur jass á veitingahúsinu Sóloni ís- landus í kvöld, þriðjudaginn 7. febrúar, frá kl. 23-01. Ekið á skiltabrú Bíl á suðurleið var ekið upp undir skiltabrú á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut aðfaranótt 2. febrúar eða snemma þann morgun en óhappið uppgötvaðist að morgni 2. febrúar. Ökumaðurinn og/eða vitni að atburðinum eru vinsamlegast beðin að hafa sam- band við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. Ekið á mannlausan jeppa Ekið var á mannlausan Dai- hatsu Feroza-jeppa árgerð 1991 við Laufengi 12, 3. febrúar sl. á tímabilinu frá kl. 16.30 til 20.30. Bílstjórinn, sem ók á jeppann, er beðinn um að gefa sig fram við rannsóknardeild og vitni að ákeyrslunni, ef einhver kynnu að hafa orðið. ■ Á AÐALFUNDI Kjördæma- samtaka Ungra sjálfstæðis- manna í Suðurlandskjördæmi, sem haldinn var að Höfðabakka, Mýrdal, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eggert Haukdal hefur setið á alþingi í 16 farsæl ár og rækt skyldur sínar við kjósendur í Suðurlandskjördæmi. Það er einlæg von ungra Sjálfstæðismanna að Eggert hverfi frá þeim áformum að bjóða fram sér lista til alþingis. Ungir sjálfstæðismenn hafa á margan hátt til þessa stutt störf hans og stefnu. Við metum störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi og hvetjum hann eindregið til að una niðurstöð- um prófkjörs og dreifa ekki kröftum sjálfstæðismanna í næstu alþingis- kosningum." ■ FJÖLGUN á vélsleðaeign lands- manna og vélsleðaferðir inn á há- lendi íslands hafa á undanfömum VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 3 4.871.030 2.4P,15(? ffl? 3 358.020 3. 4 0(5 262 7.070 4. 3 a(5 8.844 480 Helldarvinningsupphæö: 21.784.610 BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR árum orðið tíðari. Fjölmörg vél- sleðaslys hafa orðið en aldrei eins og síðastliðið ár. Vegna þess hefur Landssamband íslenskra vél- sleðamanna (LIV) og Björgunar- skóli Landsbjargar og Slysa- varnafélag íslands ákveðið að efna til fræðslufunda um ýmis efni sem varða öryggismál vélsleða- manna. Um er að ræða 7 sjálfstæða fræðslufundi sem miðast við fólk í vélsleðamennsku. Aðgangur er ókeypis en kaffi og námsgögn verða seld á fundinum. Allir áhugamenn um vélsleðaakstur og ferða- mennsku velkomnir. Næsti fræðslu- fundur verður miðvikudaginn 8. 5. leikvika, 4. fcb. 1995 /Vr. Leikur: Röðin: 1. Notth For. - Livcrpool - X - 2. QI’R - Newcastle I - - 3. Man. lltd. - Aston V. 1 - - 4. Wimblcdon - Lecds - X - 5. Covcntry - Chclsca - X - 6. Sheff. Wed - Arscnal 1 - - 7. Everton - Norwich I - - 8. Southamptn - Man. City - X - 9. Lciccstcr - West Ham - - 2 10. Ipswich - C. Palacc - - 2 11. Derby-Sheff. Utd - - 2 12. Bolton - Wolves I - - 13. Luton-Oldham 1 - - lleildarvinningsupphæðin: 114 milljón krónur 13 réttir: 726.940 kr. 12 réttir: 17.470 kr. 11 réttir: 1.560 1 kr. 10 réttir: 440 kr. febrúar í sal kvennadeildar SVFÍ, Sigtúni 9, og hefst hann kl. 20. Efni fundarins verður Áttaviti og kort og fyrirlesari er Stefán Bragi Bjarnason. ■ ÖKONOMIA, félag hagfræði- nema í Háskóla íslands, stendur fyrir umræðufundum um hver áhrif lögleiðingar fíkniefna yrðu á ís- lenskt þjóðfélag. Frummælendur eru þeir Jón Danielsson, hagfræð- ingur, og Þórarinn Tyrfingsson, læknir. Fundurinn hefst stundvís- lega kl. 12.10 miðvikudaginn 8. febrúar í Odda, stofu 101. Allir velkomnir. ÍTALSKI BOLTINN Nr. Leikur: Röðin: 1. Roma - Intcr - X - 2. Torino - Lazio I - - 3. Bari - Juvcntus - X - 4. Milan - Cagliari - X - 5. Fiorcntina - Gcnoa - X - 6. Brcscia - Foggia - X - 7. Sampdoria - Reggiana - X - 8. Parma - Padova 1 - - 9. Palermo - Verona - X - 10. Pcrugia - Lucchesc 1 - - 11. Coscnza - Piacenza - X - 12. Ascoli - Atalanta - X - 13. Chievo - Udinese - X - Ilcildarvinningsupphæöin: 14 milljón krónur 13 réttir: | 2.322.240 kr. 12 réttir: 18.970 | kr. 11 réttir: 1.810 kr. 10 réttir: | 540 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.