Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 47 BREF TIL BLAÐSIIMS Fiskvernd eða sýndarmennska Frá Sigdórí Ó. Sigmarssyni ÉG SÁ í fylgiriti Morgunblaðsins, Úr Verinu, að líkur standa til breyt- inga á kvóta Færeyinga við ísland. Færeyingar eru sómafólk en við höfum ekki efni á að skenkja þeim lúðu- eða þorskkvóta. En við getum orðið þeim að liði með öðrum hætti. Við gætum gefið þeim bát- ana og skipin sem við erum að úrelda. Síðan geta þeir veitt á sínum heimamið- um - á sína króka. Við íslending- ar höfum verið vitgrannir í eyðileggingu eigin fiski- miða. Ég skil ekki þá skammsýni ráðamanna að banna ekki netaveið- ar hér við land í einhvern tíma. Það er fljótvirkasta aðferðin til að ná upp þorskstofninum. Það hefur sýnt sig að ráðstafanir, sem beitt hefur verið hingað til, eru hálfkák. Það á að gefa krókaveiðar frjáls- ar en banna snurvoð í íjörðum og flóum. Stugga afkastamiklum tog- veiðiskipum frá grynnstu veiðislóð- um. Það hefur sýnt sig að línubátar geta gert góða hluti. Það á að stemma stigu við offjölg- un útsels, sem er skæður keppinaut- ur um þorsk og annan nytjafísk, til dæmis laxinn. Orri Vigfússon ætti að beita sér fyrir fækkun útsels fremur en kaupa upp lax í Atlants- hafí og taka laxveiðina af Færeying- um, sem ekki mega við miklu. Orri og félagar mættu og stuðla að greiðslu til sjómanna og útvegs- manna fyrir þann afla sem Færey- ingar hafa veitt í íslenzkri landhelgi. Menn mega hafa það í huga hvernig útgerðin hrundi hjá Færey- ingum og Kanadamönnum. Þorsk- urinn þvarr við Nýfundnaland, Labrador og á Miklabanka. Viðvar- anir Hafró og vinnubrögð Fiskistofu virðast ekki bera neinn árangur. Ráðuneyti sjávarútvegs veitir ieyfi til að hræra með trolli í síldartorf- unum, stóru togararnir stækka spil- in og bæta við spilum og stækka veiðarfærin. Það er ekkert gert raunhæft til að stemma stigu við ofeiði. Það virðist ekki mega styggja neinn - nema smábátamenn. Þetta er tóm sýndarmennska. Þetta eru hugleiðingar sjómanns. SIGDÓR Ó. SIGMARSSON, Skipasundi 7-9, Reykjavík. Körfubolti á Stöð 2 Frá íþróttadeild íslenska útvarps- félagsins hf. HELGI Gísli Eyjólfsson ritar grein í Morgunblaðið 1. febrúar sl. þar sem hann lýsir yfír vonbrigðum sínum yfír því hve lítið hafí verið um beinar útsendingar á körfubolta hjá Stöð 2 og vísar hann í því sambandi í samn- ing KKI og íslenska útvarpsfélagsins hf. Því er til að svara að Islenska út- varpsfélagið hf. hefur staðið við sinn hlut um útsendingar og umfjöllun um íslenskan körfubolta. Fyrir áramót voru þijár beinar útsendingar, í jan- úar ein bein útsending og í febrúar verða þijár beinar útsendingar frá DHL-deildinni. í úrslitakeppninni eru ráðgerðar tíu beinar útsendingar. Þegar eitthvað markvert er að ger- ast í körfubolta, er umfjöllun um það í „19:19“ og frá því í september 1994 hefur verið fjallað 16 sinnum um körfubolta í þættinum „VISA-sport“. Körfuboltanum hafa því verið gerð góð skil bæði á Bylgjunni og á Stöð 2. Er óhætt að fullyrða, að sú mikla uppsveifla sem er í körfuboltanum um land allt er m.a. til komin vegna umfjöllunar Bylgjunnar og Stöðvar 2 um körfubolta og útsendinga frá NBA-deildinni í körfubolta sl. sex ár. F.h. íþróttadeildar Islenska útvarpsfélagsins, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON. Stuttbylgjusendingar Ríkisútvarpsins Frá Árna Vilhjálmssyni: FYRIR allmörgum árum keypti ég stuttbylgjuútvarpstæki af gerðinni Sony ICF 7600 D í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Hef ég síðan notið þess að geta fylgst með fréttum á stuttbylgju frá íslandi þegar ég hef verið á ferð erlendis. Hef ég náð fréttasendingum útvarps víðs vegar í Evrópu, þ. á m. í Grikklandi svo og í Norður-Ameríku, mér og mínum til fróðleiks og upplýsingar. Er ég fluttist til Belgíu haustið 1992 hafði ég útvarpið góða að sjálfsögðu með og sest alltaf niður á tilsettum tíma þegar ég er heima við og reyni að ná fréttaútsendingunni. Arangurinn hefur alltaf verið misjafn, þannig að stundum heyrir maður ekkert, stund- um þeyrist allvel og stundum mjög vel. Hafí lítið heyrst hefur það venju- lega verið betra næsta dag eða dag- inn þar á eftir. Tilefni bréfs þessa er hins vegar það að koma því á framfæri við for- ráðamenn útvarps, eða þá sem hafa með þessi mál að gera, að frá því í október sl. hafa kvöldútsendingar á 11402 og 13860 kHz alls ekki náðst hér í Belgíu. Ég er ekki frá því að svo hafí það einnig verið bæði í fyrra og hitteðfyrra og það haldist þannig fram yfír voijafndægur. Hádegisút- sendingar heyrast á hinn bóginn iðu- lega vel, þannig að ég reyni að vera heima við um hádegisbil á laugardög- um og sunnudögum, að íslensku tímatali, til þess að ná kærkomnu fréttayfirliti liðinnar viku. Ég veit ekkert um það hvaða sögu landar annars staðar á meginlandi Evrópu hafa að segja að þessu leyti, en kannski eru þeir ekki jafn miklir fréttafíklar og ég. Það eru hins veg- ar nokkrir fréttafíklar og stuttbylgju- menn hér í nágrenni við mig sem hafa upplifað sömu raunir og ég. Um leið og ég þakka Ríkisútvarp- inu fyrir þessa þjónustu, vil ég leyfa mér að leggja til að einhverskonar mæling verði framkvæmd á styrk- leika þessara útsendinga og reynt að fínna út hvort ekki sé hægt úr að bæta. Það er til lítils að vera að halda uppi þjónustu sem ekki nýtist. ÁRNIVILHJÁLMSSON, lögfræðingur, Brussel. HRAÐLESTRARN AMSKEIÐ m Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? ea Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? CQ Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst miðvikudaginn 8. febrúar. Skráningi símum 564-2100 og 564-1091. HRAÐLESTRARSKÓUNN SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatniðJyrir uppáhellingu. - X N ■ - ' \ > \ V./ Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Verð kr. 11.286 stgr. Tllboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. Mikilvægar spurningar sem eigendur spariskírteina ríkissjóðs gætu hagnast á að svara! L Viltu 1 bestu ávöxtun á sparifé þitt? geta gripið til sparifjár þíns hvenær sem er? • dreifa sparifé þínu á mismunandi form? • hafa yfirsýn yfir úrvalið á einum stað? • nýta þér þjónustu viðurkenndra sérfræðinqa Landsbankans og Landsbréfa sem leita bestu ávöxtunar fyrir þig og vaka yfir nýjum möguleikum og enn betri kjörum þér til handa? Festu ekki fé þitt að óathuguðu máli! Komdu eða hafðu samband í næsta útibú okkar og við leitum bestu leiða til ávöxtunar fyrir sparifé þitt og innleysum spariskírteini þér að kostnaðarlausu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.