Morgunblaðið - 08.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.02.1995, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 BLAÐ Morgunblaðifl/Alfone ÞEIR feðgar, Örvar og Marteinn Gislason, sem róa á Sverri BA, 9,9 tonna báti, hafa verið að gera það gott að undanförnu. Fyrir skömmu fylltu þeir bátinn, fengu sjö tonn á aðeins 24 bala. Marteinn hefur stundað sjóinn í 35 ár. Hann segist aldrei hafa fengið jafnmikinn afla á svo fáa bala. „Þetta er hreint ævintýri og sýnir svo ekki verður um villst, að það er nóg af þorski í sjónum, sama hvað fiskifræðingar segja,“ sagði Marteinn. Gott verð fékkst fyrir aflann eða um 100 krónur á kíló. Hægt að frysta tvöfalt meira af loðnu en nemur eftirspum Viðtal 5 HörðurStein- grímsson vélstjóri Rækjuveiðar 7 IMotkun seiða- skilju fyrir IMorðurlandi Möguleg afkastageta allt að 40.000 tonn FRAMLEIÐSLUGETA við fryst- ingu á loðnu virðist nú vera orðin um tvöfalt meiri hér á landi, en nemur neyzlu í Japan í heilt ár. Markaðurinn í Japan tekur við um 20.000 tonnum af heilfrystri loðnu á ári. Afkastageta hér var í fyrra talin um 18.000 tonn en er nú tvöfalt meiri. Tvöfalt fleiri loðnuflokkarar eru nú í landinu en í fyrra og víða hefur frystigeta einnig verið aukin víða. SH hefur samið um sölu á allt að 17.000 tonnum af loðnu, IS hefur framleiðslugetu upp á að minnsta kosti 12.000 tonn og aðrir gætu framleitt um 6.000 tonn, gangi veiðar vel. Birgðir af frystri loðnu í Japan eru nú 10.000 til 15.000 tonn, en neyzla er talin að hámarki tæp 2.000 tonn á mánuði. Japönsku kaupendumir hafa þvi náð að þrýsta verði nokkuð niður, frá því, sem var í fyrra er verð var í hámarki. í samningi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er samið um 25% lækkun að meðaltali, en samkvæmt heimildum Versins hafa aðrir útflytj- endur ekki samið um verð við kaupend- ur í Japan enn. Engln eftirspurn að ári? Verði framleiðslan á vertíðinni nú í líkingu við framleiðslugetu er ljóst ða verð mun lækka enn meira og fram- leiðslan mun svara til nærri tveggja ára neyzlu í Japan að teknu tilliti til núverandi brigða þar eystra. Það þýðir þá væntanlega að engin eftirspurn verður eftir frystri loðnu að ári. Gangur mála á loðnumarkaðnum í Japan hefur lengst af verið sá, að þeir, sem boðið hafa stærstu loðnuna, hafa ráðið ferðinni. Það hafa að öllu jöfnu verið Kanadamenn og Norðmenn, en íslenzka loðnan er smærri en sú, sem þessar þjóðir veiða. Nú stundar hvorug þessara þjóða loðnuveiðar og því mögu- leiki fyrir íslendinga að ná góðri fót- festu á markaðnum. Meðal annars þess vegna hefur SH hafið samvinnu við risavaxna stórmarkaðskeðju í Jap- an um kynningu á íslenzku loðnunni í þúsund verzlunum í einn mánuð um allt landið. ■Framleiðslugeta í loðnufrystingu mun meiri en þarfir markaðsins/6 Fréttir Markaðir Veltuaukning hjá Póls hf. • VELTAN hjá Póls raf- eindavörum hf. var 121 milljón króna á siðasta ári sem er 50 miiyón króna aukning frá árinu áður. Á sama tíma jókst útflutning- ur fyrirtækisins, sem sér- hæfir sig í framleiðslu á vogum, flokkurum og samv- alsvélum fyrir fiskiðnaðinn, um 42,4 milljónir króna; úr 35,5 miljjónum króna í 77,9 miHjónir króna./2 Humarklakið gengur vel • Frá árinu 1983 hafa staðið yfir tilraunir í Bretlandi með að klekja út humri og sleppa honum í sjó þriggja mánaða gömlum. 1990 hafði 91.000 humrum verið sleppt og niðurstöður af endur- heimtum benda til, að 50 til 80% hafi komist á legg. Flest humarmiðin við Bretland eru ofnýtt og humarinn í mjög háu verði en þrátt fyr- ir þennan góða árangur er enn ekki ljóst hvort slepp- ingarnar borga sig fjárhags- lega./3 Hagnaður íEyjum • AFKOMA Fiskmarkaðs Vestmannaeyja var góð á síðasta ári og í fyrsta sinn í þriggja ára sögu fyrirtæk- isins skilaði það hagnaði. Á fundinum kom fram að Heldur minni afli var seldur hjá markaðnum á síðasta ári en árið 1993 en aftur á móti var verðmæti hans mun meira. Aðalfundur Fisk- markaðar Vestmannaeyja var haldinn á laugardag- inn./7 Gegn fækkun frystiskipa • EINAR Svansson fram- kvæmdasljóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. segir að miðað við þá þróun sem hafi orðið innan sjávarút- vegs upp á síðkastið komi bann við fjölgun frystiskipa fram til aldamóta, eins og drög að lagafrumvarpi sjáv- arútvegsráðherra gerir ráð fyrir, ekki að sök. Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri og einn af eigendum Guðbjarg- ar ÍS segir að nær væri að draga úr fjölda ísfisktogara því vinnsluskipin hafi skilað sínu./8 Minni birgðir af þorskflökum • BIRGÐIR þorskflaka í Bandaríkjunum fóru minnkandi allt síðastliðið ár og voru nú um áramótin síðustu um 17 milljónir punda. Það er nærri 12 milljónum punda minna en um áramótin 1993 til 1994. Aðalsölutiminn fer nú brátt í hönd, en það er fastan og því Iíkur á því að birgðir minnki enn. Annars eru miklar sveiflur á birgðum flaka i Bandarríkjunum. í desember í fyrra voru til dæmis 31 milljón punda í birgðum en aðeins 9,3 millj- ónir í sama mánuði 1990. Sé litið á einstaka mánuði undanfarin ár, reyndust birgðir mestar 42 milljónir punda í ágúst 1989 en minnstar 6,8 milljónir í nóv- ember 1990. BANDARÍKIN: Birgðir af þorskflökum 1994 30 —---------milljón pund Lítið til af þorskblokkinni BANDARÍKIN: Birgðir af þorskblokk 1994 • FRAMBOÐ á þorskblokk er lítið í Bandarikjunum um þessar mundir og birgðir mjög litlar. Verð hefur held- ur þokazt upp á við, en hvort það er nóg til að auka framboð er óvíst enn. Allt siðasta ár voru birgðir að- eins um 5 milljónir punda eða minna, en svo litlar hafa þær aldrei verið í heilt ár siðastliðin átta ár að minnsta kosti./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.