Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Litlar birgðir af fiskmjöli Veiðibann við Perú og Chile ANSJÓSUVEIÐAR í Perú voru stöðvaðar 17. desember sl. en búist var við, að þær yrðu leyfðar aftur í skamman tíma í jan- úar en stöðvaðar aftur snemma í febr- úar. Fiskmjölsframleiðsla í Perú var til jafnaðar 58 þúsund tonn á viku á síðasta ári eða 67% meiri en 1993. Var aukningin mest hjá einkafyrirtækjum en framleiðsla þeirra var 47 þúsund tonn á viku, helmingi meiri en árið áður. Talið er, að fiskmjölsút- flutningur helstu framleiðslulanda hafi verið 21% meiri á síðasta ári en 1993. Áætlað er, að fiskmjölsfram- leiðsla í helstu framleiðslulöndunum hafí verið um það bil 4,45 milljónir tonna á síðasta ári en það er 24,8% aukning frá 1993. Er framleiðsla Perúmanna einna talin hafa verið 2,2 milljónir tonna, 31% meiri en 1993, og rúmlega 50% af fram- leiðslu allra aðildarlanda FEO, Samtaka fiskmjölsframleiðenda. Áætluð framleiðsla í Chile á síðasta ári er 1,5 milljónir tonna, 31,2% meira en 1993, en á Norðurlöndum var framleiðslan 0,7 milljón tonn, 7,5% minni en 1993. Auklnn útflutnlngur 1994 Talið er, að fiskmjölsútflutningur helstu framleiðslulandanna hafí verið um fjórar milljónir tonna á síðasta ári en það er 21% aukning frá árinu áður. Af því fóru um 33% til Evrópu og um 48% til Austur- landa fjær. Var búist við metút- flutningi til Kína, allt að 700 þús. tonnum, en síðan komu Tævan með um 295.000 tonn og Japan með 291.000 tonn. Líklegt var talið, að útflutningur til Bandaríkjanna og Kanada yrði sá sami og 1993 eða um 282.000 tonn. Fiskmjölsbirgðir eru nú litlar og verða það á næstu mánuðum. Líkur eru á, að framleiðslan verði minni á þessu ári en 1994 eins og veiði- bannið í Perú og Chile líka benda til. í Skandinavíu var fiskmjöls- framleiðslan verulega minni í fyrra en 1993, aðallega vegna lítillar veiði við Noreg, og við ísland var loðnu- veiðin í haust lítil sem engin. Veið- ar Dana gengu þó vel og voru 11% meiri í nóvember sl. en í nóvember 1993. •KRAKKARNIR í tiunda bekk Grunnskólans á Reyðai-firði eru nú að safna peningum í ferða- sjóð, en ætlunin er að fara f hringferð um iandið í lok skóla- ársins í vor. Þeir afla peninga meðal annars með þvf að landa úr frystitogaranum Snæfugli SU, sem landaði í heimahöfn á dögunum. Strákarnir eru niðri í frystilest en steipurnar taka við fiskikössunum uppi á bryggju og raða á bretti tíl útflutnings. Nú eru komhar um 600.000 Morgunblaðið/Muggur krónur f ferðasjóðinn frá því í haust og væntanlega verður sjóðurinn orðinn nægilegar dig- ur með vorinu. Stúlkurnar á brygfdunni eru þær Ellen Ósk, Lára Valdís, Sigrún Birna, Ásta Kristin, Pálína Maria og Freydís. SAFNAÐ í FERÐASJÓÐ Mokfiskirí við Lófót ■ ÞAÐ er nokkurs konar gull- grafarastemmning hjá sjó- mönnum í Lófót og f Vest- urálnum í Noregi um þessar mundir. Snurvoðarbátamir hafa verið að fá átta og tíu tonn f hali af vænum þorski og á linunni hafa fengist allt að sjö tonn á 16 bala. Gífurlegur bátafjöldi er nú á þessum miðum ogþorskur- inn er stór, yfirleitt eru 90% af honum stærri en 60 sm. Netabátarair í Vesturálnum hafa Hka verið að afla vel eða 25 tonn af tveggja nátta fiski. Það þykir þó merkilegast, að mikill fiskur er einnig milli Lófóts og meginlandsins eða í Vesturfirði. Það er þó ekkert einsdæmi að sögn gamaiia sjómanna. Segja þeir, að gangi þorskur- inn seint upp að Lófót komi hann Hka i Vesturfjörðinn en í fyrra gekk hann djúpt úti af Lófót og kom ekki upp að fyrr en við Mæri. Óttast menn nú helst, að síld á leið út Vestur- firði dragi þorskinn með sér. SamtÖk um dragnótina ■ DRAGNÓTARMENN stofn- uðu samtök með sér um helg- ina, Samtök dragnótarmanna. Tilgangur félagsins er að efla samheldni með íslenzkum dragnótarútgerðarmönnum, gæta hagsmuna þeirra í hví- vetna, að stuðla að visindaleg- um rannsóknum áhrifa drag- nótarveiða á Ufríkið i sam- vinnu með fiskifræðingum sem og öðrum áhugamönnum um vistkerfið. Tilgangi sfnum hyggst félagið ná með þvi að skapa jákvæð tengsl milli ann- arra útgerðarþátta, að efna til almennra funda um dragnótar- veiðar og tengd málefni. Fé- lagið starfar i fullri samvinnu með hagsmunasamtökum svo sem LÍU og Fiskifélagi ís- lands. Það mun upplýsa ráða- menn og almenning um gagn- semi og hagkvæmni veiðanna. Friðrik Halldórsson verður starfsmaður samtakanna. Stjórnina skipa Einar Sigurðs- son, Þorláksson, Ólafur Egg- ertsson, Reylqavík, Óttar Gunnlaugsson, Ólafsvik, Jón Traustason, Akranesi og Sæv- ar Óskarsson, Grindavík. 50 milljóna króna veltuaukning varð hjá Póls rafeindavörum hf. Utflutningnr snar þáttur starfseminnar VELTAN hjá Póls raf- eindavörum hf. var 121 milljón króna á síðasta ári sem er 50 milljón króna aukning frá árinu áður. Á sama tíma jókst útflutningur fyrirtækisins, sem sér- hæfir sig í framleiðslu á vogum, flokkurum og samvalsvélum fyrir fiskiðnaðinn, um 42,4 millj- ónir króna; úr 35,5 milljónum króna í 77,9 milljónir króna. Að sögn Harðar Ingólfssonar markaðsstjóra útflutningsdeildar Póls var rekstrarárið 1994 hið besta í sögu fyrirtækisins en það var stofn- að fyrir fjórum árum. „Við höfum verið að reka framleiðsluna á 110% afköstum; erum í raun komin upp í þak. Við ætlum því að fjölga starfs- mönnum og endurnýja tækjakost á þessu ári í þeim tilgangi að auka framleiðsluna. Við vorum mjög fátæklega tækjum búnir og því var veru- leg þörf fyrir fjárfestingu í tækjakosti." End- urnýjunin fer fram í áföngum og eru fyrstu tvær vélamar komnar í hús. Starfsmönnum Póls hefur fjölgað úr 12 í 23 frá því að fyrirtækið var sett á laggirnar og segir Hörður að fimm eða sex til viðbótar verði ráðnir á næstunni. Póls hefur brugðið á það ráð að virkja undirverktaka til starfa í því skyni að auka afköstin og kveður Hörður það hafa gefið góða raun. Hagkvæmara sé þó að halda fram- leiðslunni innan eigin vébanda. Framleiðsla og þróunarstarfsemi fyrirtækisins eru til húsa á Isafirði en markaðaðsmálum er sinnt frá Reykja- vík og hjá umboðsaðilum erlendis. Janúar lofar góðu Þar sem framleiðsluferlið verður tekið til gagngerrar endurskoðunar á þessu ári gerir Hörður ekki ráð fyrir meira en 10-15% fram- leiðsluaukningu. Hann segir þó að fyrsti mánuð- ur ársins lofi góðu en salan í janúar hefur verið tvöfalt meiri en meðalsalan á síðasta ári. „Fyrstu vikur ársins benda því til að aukningin geti orð- ið meiri á þessu ári en við bjuggumst við.“ Hörður segir að samdráttur hafí staðið ís- lenskum fiskiðnaði fyrir þrifum á síðustu árum. Fyrir vikið hafi endurnýjun tækjabúnaðar setið á hakanum og nú þegar tíðin sé orðin betri standi fyrirtæki því frammi fyrir uppsafnaðri þörf fyr- ir endurnýjun. „Sú staðreynd að sjávarútvegur- inn í heild stendur styrkari fótum í dag er bein- línis okkar hagur," segir Hörður og vísar til þeirrar miklu uppsveiflu sem einkennt hefur starfsemi Póls, máli sínu tii stuðnings. „Útlitið er því bjart.“ íslenskl markaðurlnn takmörkuð stærð Stærsti útflutningsmarkaður Póls er Noregur og gerir Hörður ráð fyrir verulegri aukningu þar á næstunni. Meðal annarra landa sem sóst hafa eftir framleiðslu fyrirtækisins má nefna Bretland, Nýja Sjáland, Frakkland og Rússland. Útflutningsstarfsemi Póls er í örum vexti og segir Hörður að markmiðið sé að auka hlutfall útflutnings í framleiðslunni upp í 80%. „íslenski markaðurinn er mjög takmörkuð stærð og hefur fyrir vikið ekki nærri því sömu vaxtarmöguleika og erlendir markaðir. Einn daginn munum við standa frammi fyrir því að þær sveiflur sem verða á heimamarkaði skipta okkur ekki lengur máli. Markmiðið er með öðrum orðum að geta lifað af jafnvel þótt íslenski markaðurinn leggi upp laupana.“ Fréttir vikunnar Fiskistofa kærir löndun framhjá hafnarvigt ■ SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTiÐ hefur, að beiðni Fiskistofu, svipt bátinn Tjaldanes ÍS 522 veiðileyfi vegna ólöglegrar löndunar á fiski í Hafnarfirði að nóttu til fyrir skömmu. Hluta af afla bátsins var landað inn á Fiskmarkað Hafnarfjarðar, en hluti fór í fiskvinnsluhús, sem ekki hefur leyfi til vigt- unar afla. Atvikið hefur ver- ið kært til sýslumannsins í Hafnarfirði, sem nú hefur rannsókn málsins með hönd- um. Breytingar á forkaupsrétti sveitarfélaga? ■ ÞORSTEINN Pálsson sjáv- arútvegsráðherra segist vera tilbúínn til að ræða um breytingar á 11. grein laga um stjórn fiskveiða en hún fjallar um forkaupsrétt sveit- arfélaga að kvóta sem seldur er úr bæjarfélagi. Guðni Ágústsson alþingismaður segir að dæmi séu um að fyrirtæki reyni að fara í kringum forkaupsréttar- ákvæðið. Frystiskipum fjölgi ekki til aldamóta ■ í DRÖGUM að lagafrum- varpi sjávarútvegsráðherra um umgengni um auðlindir sjávar, sem kynnt hefur veríð í ríkisstjórn og þingflokkum, er lagttil að breytingar verði gerðar á iögum um full- vinnslu botnfiskafla um borð í vinnsluskipum þannig að fram til næstu aldamóta verði skipum ekki fjölgað. Jafn- framt er lagt til að frestað vcrði til 1. janúar árið 2000 að skyida eldri fullvinnslu- skip til að nýta allan afia og fiskúrgang, þar sem í Ijós hafi komið að eldri skip hafl fæst möguleika á að sinna slíkri skyldu án verulega kostnaðarsamra breytinga. Aflaheimildir Færeyinga hér minnka milli ára ■ AFLAHEIMILDIR Færey- inga hér við land verða þús- und tonnum minni i ár en á því slðasta. Alls verður þeiin leyfilegt að veiða hér 5.000 tonn af botnfiski nú, þar af 1.000 tonn af keilu, 700 tonn af þorski, 200 tonn af lúðu og 100 af grálúðu, auk ann- arra tegunda, aðallega löngu. Samið var um þetta milli þjóðánna á fundi í Reykjavík í vikunni. „Stefnan hefur brugðist“ ■ „NÚVERANDI sjávorút- vegsstefna hefur brugðist. Með löggjöf þarf að koma i veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vert- íðarbáta, og takmarka veiðar togara á grunnslóö uns físki- stofnar rétfa úr kútnum,“ segir í kafla um sjávarút- vegsmál í kosningastefnu- skrá Alþýðuflokksins, sem samþykkt var á aukaflokks- þinginu um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.