Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 B 7 FRÉTTIR Seiðaskilju verður að nota við rækjuveiðar á á þremur veiðisvæðum SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur gefið út reglugerð um notk- un seiðaskilju og_ rækjuveiðibann fyrir Norðurlandi. í reglugerð þess- ari eru tilgreind þrjú svæði þar sem áskilin er notkun seiðaskilju og þrjú svæði þar sem rækjuveiðar eru bann- aðar. Notkun seiðaskilju er áskilin á svæðum þar sem mikið er um smá- karfa og smáa grálúðu en á þeim svæðum sem veðarnar eru alfarið bannaðar er það gert í því skyni að vernda smárækju. Bannsvæði Hér er um að ræða svæði í Skaga- íjarðardjúpi, svæði suðaustur af Kolbeinsey og svæði á Skjálfanda- djúpi. Rækjuveiðar á þessum svæð- um hafa verið bannaðar um nokk- urra mánaða skeið og felst engin breyting í þessari reglugerð að því leyti. Seiðaskíljusvæði Hér er um að ræða tvö ný svæði og er annað mjög stórt fyrir vestan- verðu Norðurlandi en hitt lítið norð- ur af Kolbeinsey. Er tilgrein á kort- inu hvernig hin nýju svæði eru af- mörkuð. Þriðja seiðaskiljusvæðið er á Rifsbanka og er það óbreytt frá því í ágúst sl. Notkun seiðaskilju á þessum tveimur nýju svæðum tekur gildi í tveimur áföngum. Fyrir skuttogara, sem eru 20 metrar að mestu lengd eða lengri, tekur ákvæðið gildi 1. mars nk. en fyrir öll önnur skip 1. maí nk. Hér skal vakin athygli á því að innan hluta svæðisins fyrir vestan- verðu Norðurlandi hefur notkun seiðaskilju verið áskilin frá því í júlí sl. og sést það svæði skástrikað inn- an svæðisins á meðfylgjandi korti. Notkun seiðaskilju á því svæði er því þegar áskilin fyrir öll skip. Jafn- framt er vakin athygli á því að í Skagafjarðardýpi, sem er innan þessa svæðis, eru allar rækjuveiðar bannaðar. í reglugerðinni eru skuttogarar skilgreindir þannig að það eru tog- skip, sem taka trollið inn um skut- rennu að aftan og losa afla úr henni á millidekk eða vinnsludekk. Um seiðaskiljuna gildir eftirfar- andi: Bil milli rimla í seiðaskilju skal vera mest 22 mm. Skiljunni skal komið fytrir með u.þ.b. 45-50 gráðu halla þannig að neðri kantur skilj- unnar nái lengra fram. Skiljan skal fylla út í belginn og skulu allir jaðr- ar hennar vera fastir við netið í belgnum. Á efra byrði vörpunnar fyrir framan skiljuna skal vera gat þar sem fiskur skilst út. Mun útgerð- um þeirra báta, sem aflamark hafa í rækju, verða sendar nánari leið- beiningar um hvernig koma skuli seiðaskiljunni fyrir í belg vörpunnar. Tlliaga Haf- rannsóknastofnunar Reglugerð þessi er sett að tillögu Hafrannsóknastofnunar en í tillög- unni segir m.a.: „Seiðaskiljur skilja allan fisk yfir ákveðinni lengd út úr vörpunni. Hægt er að segja að allur fiskur yfir 20 cm skiljist út og töluvert af fiski á milli 10-20 cm. Veiði af karfaseiðum dregst saman um u.þ.b. 50% sé notuð seiðaskilja og jafnvel meira þegar seiðin eru í stærri kant- inum. Við samanburðar-rannsóknir okkar á ms. Sunnu í vor veiddist t.d. 70% minna af karfaseiðum í vörpu með seiðaskilju en með sams konar vörpu án skilju. Sé veitt með seiðaskilju veiðist nánast ekkert af þorski eldri en eins árs. Með því að nota seiðaskilju er því hægt að stöðva allt úrkast af þorski og öðrum fisktegundum, sem talið er að hafi verið umtalsvert í sumar. Með því að nota seiðaskilju auk- ast einniggæði rækjuaflans þarsem aukaafli kremur ekki rækjuna í pok- anum. Þess skal að lokum getið að Norðmenn hafa notað seiðaskilju með góðum árangri í nokkur ár á öllum rækjumiðum fyrir norðan 62° N.“ Um tillögu Hafrannsóknastofn- unar var fjallað á fundum þar sem þátt tóku fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landssambandi íslenskra útvegs- manna, Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands, Sjómannasam- bandi íslands og Vélstjórafélagi ís- lands. Urðu þessir aðilar sammála um að gefa út þessa reglugerð og jafnframt að stefna að því að seiða- skilja yrði áskilin við rækjuveiðar á öllum þeim svæðum þar sem smá- fiskur héldi sig. Má því vænta þess að fljótlega komi til þess að seiða- skilja verði áskilin við rækjuveiðar víðar. Hagnaður varð af rekstri Fiskmarkaðs Vestmannejrja Vestmannaeyjum - AFKOMA Fisk- markaðs Vestmannaeyja var góð á síðasta ári og í fyrsta sinn í þriggja ára sögu fyrirtækisins skilaði það hagnaði. Á fundinum kom fram að Heldur minni afli var seldur hjá markaðnum á síðasta ári en árið 1993 en aftur á móti var verðmæti hans mun meira. Aðalfundur Fisk- markaðar Vestmannaeyja var hald- inn á laugardaginn. Árið 1994 fóru í gegnum Fisk- markað Vestmannaeyja 7.111.723 kíló af fiski og var söluverðmæti hans 508.059.106 krónur, sem var rúmlega 11% meira verðmæti en árið 1993 þó magnið drægist saman um rúm 1,2%. Hlutur Fiskmarkað- arins í afla sem kom á land í Eyjum var þó góður miðað við þann sam- drátt sem varð milli ára á afla lögð- um á land í Vestmannaeyjum, því samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands dróst bolfiskafli sem landað var í Eyjum saman um 30,14% milli áranna 1993 og 1994. Hlutur Fiskmarkðarins í afla sem landað var í Eyjum jókst því úr 16% í tæp 23%. Helmlngur aflans tll vinnslu f Eyjum Fiskmarkaðurinn er aðili að ís- landsmarkaði og fer því mikið af seldum afla frá Eyjum. Á árinu fóru til vinnslu í Eyjum 48,5% þess afla sem seldur var á markaðnum en annað fór upp á land. Af einstök- um bátum landaði Smáey mestum afla á markaðnum á síðasta ári, 571.305 kílóum fyrir 30.399.316 krónur en Frár var með mesta afla- verðmætið á árinu 49.710.521, krónur fyrir 503.719 kíló. Mlkld aðhald í rekstrl Páll Rúnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri, sagði í ársskýrslu sinni að mikið aðhald hefði verið haft varðandi allan kostnað í rekstri og markvisst hefði verið unnið að því að greiða upp skammtímaskuld- ir við ýmsa viðskiptaaðila, þannig að fyrirtækið væri nú í skilum við lánadrottna sína. Hann sagði að hlutafjárútboð upp á fimm milljónir hefði verið í gangi í lok ársins og hefði það gengið vel því um áramót- in hafi hluthafar, sem boðin voru hlutabréfin til kaups verið búnir að kaupa bréf fýrir 2,5 milljónir. Samkvæmt reikningum Fisk- markaðar Vestmannaeyja sem lagðir voru fram á aðalfundinum voru tekjur fyrirtækisins rúmar 46 milljónir en rekstrargjöld tæpar 36,5 milljónir. Hagnaður fyrir af- skriftir var þvi tæpar 9,6 milljónir og hagnaður eftir afskriftir, fjár- magnsgjöld og óreglulega rekstar- arliði var 1.357.860 krónur. Staðsetningartæki og leiðréttingarbúnaður KBR-90 leiðréttingarbúnaður algjörlega sjálfvirkur, leiðréttir staðsetningu, stefnu og hraða. Tengist öllum GPS tækjum. KGP-98 nýtt GPS tæki, sýnir staðsetningu hvort sem er í lengd og breidd eða lóran- tölum. 6 rása GPS viðtæki. KSSr^rCN fyrír þd sem gera kröfur KGP-98 KBR-90 radiomidun Grandagaröi 9-101 Reykjavík • Sími (91) 62 26 40 HANems HjNj?SAi;g z 3 HANDSALŒ 3-' TIL SOLU - SKYRSLAN „ÍSLENSK SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKr • Árnes hf. • Grandi hf. • Haraldur Böðvarsson hf. • Síldarvinnslan hf. • Skagstrendingur hf. • Útgerðarfélag Akureyringa hf. • Vinnslustöðin hf. • Þormóður ramnii hf. Samanburður á rekstri 1989- 1994 vcrökr. 10.000 án vsk HANDSAL HF. snvsaxvH S1VSQNVH ENGJATEIGI 9-105 REYKJAVÍK SÍMI 588-0050 • FAX 588-0058 HANDSAl.œ IQ Ú______ XIVSONVH LÖGOILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • ADiLl AÐVERÐBRÉFAMNO! ÍSLANDS RAÐA UGL YSINGAR Loðnuflokkari Eigum á lager í Reykjavík eftirfarandi búnað til loðnuvinnslu: 1 stk. Sjöteck LL loðnuflokkara, afköst 35 tonn á klst. 1 stk. mötunarband. 1 stk. löndunardælu, 8“ Monodæla með með vökvastöð og slöngum. Skipavarahlutir hf., Austurströnd 1, sími 625580, KVÓTI KV4í|TABANKINN Þorskur til sölu og leigu. Krókaleyfi til sölu. Vantar humar varanlega. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. Bátur óskast Erum með fjársterkan kaupanda að 20-35 tonna bát með eða án kvóta. Nánari upplýsingar hjá Ársölum í síma 562-4333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.