Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 8
FOLK MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 SH MEÐ GÆÐAFUND í ROSTOCK ifl *' WL - 'jhjái .. JPmM ■-•r- ÍMjSf - jfL . ^ v \ u ir •SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihós- anna efndi í janúar til funda um gæða- og framleiðslumál með skipstjórum, framleiðslustjórum og útgerðarstjórum frystiskipa MHF og PIRO-fisch í Rostock í Þýskalandi. Um er að ræða árleg- an fund en SH gekk til samstarfs við þessar útgerðir á árinu 1993. Á fundunum var litið yfir farinn veg og spáð í framvindu mála á þessu ári. Markaðsmál bar einnig á góma og tóku fulltrúar frá sölu- skrifstofum SH í Frakklandi, Þýskalandi og Bandarikjunum til máls á fundunum auk þess sem Helgi Anton Eiríksson þjá söiu- deild SH fjallaði um starfsemi söluskrifstofanna í Bretlandi og Japan. Þá fór Sturlaugur Daðason framkvæmdastjóri gæðamála hjá Sölumiðstöðinni í saumana á HACCP-gæðakerfinu. Fundina, sem fóru alfarið fram á þýsku, sátu ríflega fimmtíu manns og þóttu þcir takast vel. MHF gerir út sex frystiskip og PIRO-fisch fjögur og framleiddu þau um 14 þúsund tonn af afurð- um á síðasta ári. Þau framleiða öll samkvæmt stöðlum og undir merkjum SH og segir Páll Marís- son hjá SH að sölumiðstöðin sé nyög ánægð með samstarfið. Flest skipanna hafa stundað út- hafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg, eitt hefur þó verið á þorski og ýsu í Barentshafi og annað dregið grálúðu úr sjó við vestur- Grænland. Á myndinni eru fulltrúar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og þýska útgerðarfélagsins MHF sem sóttu fund um gæða- og fram- leiðslumál í Rostock á dögunum. Loðnan spennandi ■GRANDI hf. kynnir tvo starfsmenn fyrirtækisins í síð- asta fréttabréfi. Verið birtir hér þessar kynningar. Guðmundur Gauti Guð- mundsson er 19 ára gamall Reykvíkingur. Hann hefur unnið hjá Granda frá því í mars 1992 en var áður sumar- starfsmaður. „Ég er ættaður frá Siglufirði en fluttist suð- ur með foreldrum mínum þeg- ar ég var sex ára. Ég byrjaði svo í Versló en ákvað að breyta til og fara til Banda- ríkjanna, þar sem systir mín býr, og vera þar í skóla í einn vetur. Mér líkaði það vel. Ég byijaði svo hér þegar ég kom að utan og geri ráð fyrir að vera hjá Granda þar til ég ákveð hvað ég ætla að gera í framtíðinni. Nú er loðnuver- tíðin að byrja og ég hef aldrei unnið við hana áður svo það verður spennandi að vita Rósa Guðmundur Pétursdóttir Gauti Guðmundsson hvernig það verður. Það eru sjálfsagt bæði kostir og gallar við hana.“ Rósa Pétursdóttir er 21 árs gamall Reykvíkingur. Hún stundar nám á snyrti- braut í FB en ákvað að taka sér frí frá námi í vetur. Rósa hefur unnið hjá Granda á sumrin síðan hún var 16 ára. „Mér finnst fínt að vinna héma hjá Granda en þegar ég var yngri var ég alltaf í sveit, í Miðjanesi í Reykhóla- sveit á Króksfjarðarnesi. Ég á orðið fjölda vina hérna því það era svo margir ungl- ingar sem vinna hjá Granda á sumrin og oft mikið fjör. Ég hlakka líka til að prófa að vinna í loðnunni sem er að byrja því ég hef ekki verið í henni áður. Annars er ég aðallega í pökkuninni.“ Arínbjöm kominn í land ■ARINBJÖRN Sigurðsson landsfrægur aflaskipstjóri, nú síðast á Grandatogaranum Engey RE1, hefur lokið sjó- mennskuferli sínum eftir að hafa verið til sjós í hálfa öld. Engey kom nýverið úr síðustu sjóferð sinni sem ísfisktogari en skipinu verður nú lagt í bili. „Þetta hefur verið mér mjög góður tími og þessi 50 ár, sem ég hef verið á sjónum, hafa liðið hratt. Engey hefur í raun verið mitt aðalheimili í 18 ár og ákaflega góður lífs- förunautur. En þar sem ég er að hætta sjómennskunni kemur sér vel að eiga annan ekki síðri lífsföranaut, þar sem konan er,“ segir Arin- björn í samtali við fréttabréf Granda. „Engey er ákaflega gott sjóskip. Við höfum lent í öllum hugsanlegum vítis- veðrum á þessum 18 árum en hún fer svo vel í sjó að aðeins einu sinni hefur rúða brotnað.“ Arinbjörn hefur alla tíð verið á skipum frá Reykjavík. Hann hóf ferilinn sem háseti Bá Skutli árið sextán ára Arinbjörn fem fáðir Sigurðsson hans áttl, þaðan á Sindra og svo nýsköpunar- togarann Jón forseta, þegar hann kom nýr til landsins árið 1948. Af Jóni lá leiðin yfir á Mars, síðan Júpíter, þá Hvalfell og loks Ask, þar sem Arinbjörn var skipstjóri til árins 1966. Eftir það tók hann að sér skipstjórn á Sigurði RE, landsfrægu aflaskipi. Sigurði var breytt í loðnuskip árið 1974 og þá var Arinbjörn sendur til Póllands að ná í nýtt skip fyrir Hraðfrysti- stöð Reykjavíkur, Engey RE 1. Hann hefur verið skipstjóri á Engey síðan, að undan- skyldum tveimur árum sem hann var á Elínu Þorbjarn- ardóttur. „Ekki þörf á aðgerðum til fækkunar frystiskipa“ Drög að frumvarpi gera ráð fyrir stöðvun fjölgunar frystiskipa EINAR Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. segir að miðað við þá þróun sem hafi orðið innan sjávarútvegs upp á síðkastið komi bann við fjölgun frystiskipa fram til aldamóta, eins og drög að lagafrumvarpi sjávarútvegsráðherra gerir ráð fyrir, ekki að sök. Hann segir að greinin sjálf hafi stýrt fullvinnsluskipum frá þorski yfir í karfa og rækju og því sé ekki þörf á stjórnvaldsaðgerðum á þessu sviði. Ás- geir Guðbjartsson skipstjóri og einn af eigendum Guðbjargar IS segir að nær væri að draga úr fjölda ísfisktogara því vinnsluskipin hafi skilað sínu. „Menn verða að fá að ráða sínum gerðum eftir því hvað hagkvæmast er hveiju sinni. Þegar svo er í pottinn búið að iilhægt er að gera út ísfiskskip verða menn að bjarga sér á annan hátt,“ sagði Ásgeir. Skagfirðingur gerir m.a. út Sjóla sem hefur leyfi til fullvinnslu um borð. Einar segir að ekki hafi verið sókn eftir því að komast í fullvinnslu úti á sjó heldur hafi þróunin verið sú að hálffrysting um borð hefur aukist. „Þetta lagaframvarp kemur ekki við þau skip. Menn hafa verið að breyta skipum úr fullvinnsluskipum í hálf- frystiskip, þar sem t.a.m. úthafskarfi er hausaður og heilfrystur. Þetta hefði aðeins áhrif ef menn vildu fara út í flökun á þorski eða ýsu og sú vinnsla hefur frekar verið á undanhaldi. Veið- arnar hafa verið að færast út úr lögsög- unni í karfann. Miðað við þróunina og þau skip sem hafa verið keypt inn held ég að lagafrumvarpið hafi ekki stór áhrif á þróunina næstu árin,“ sagði Einar. Einar segir að greinin sjálf hafí stýrt fullvinnsluskipum frá þorski yfir í karfa og rækju og því væri ekki þörf á stjórn- valdsaðgerðum á þessu sviði. Fjórfalt aflaverðmæti Ásgeir, sem gerir út vinnsluskipið Guðbjörgu ÍS, segir að aflaverðmæti þess sé tvö- til fjórfalt miðað við afla- verðmæti ísfisktogara. „Það er ekki undarlegt að menn dragist að þessari grein því niðurskurðurinn er svo mik- ill. Menn reyna að ná sem mestum verðmætum út úr því litla sem þeir mega draga úr sjónum. Vinnsluskipin fara ekki verr með miðin en önnur skip. Ég myndi treysta mér til að fiska miklu meiri fisk í ísfiskskip en frysti- skip.“ Asgeir segir að ef stefnan er sú að veiða engan þorsk hér við land þurfi þjóðin á engum skipum að halda. „Það er náttúrulega óþarfi að fjölga í flotan- um þegar má ekki veiða neinn fisk. Ég sá að hveiju stefndi og var búinn að aðlaga mig að þessu kerfi. Ég færði mig því yfír á þessa grein til þess að geta svo aftur fært mig yfir í rækju- og úthafsveiðar. Fullvinnsluskipin hafa fleiri möguleika, bæði til að gera meiri verðmæti úr aflanum og til þess að leita annað þegar dregur úr afla á heimamiðum,“ sagði Ásgeir. Gufusoðinn skötuselur með mangósósu SOÐNINGIN er að þessu sinni sótt í smiðju matreiðslu- nema við Hótel- og veitingaskóla íslands. Nokkrir ■ -Jin Pl þeirra tóku á dögunum þátt í kynn- »í’A*UéiIiF IIU ingu á íslenskum sjávarafurðum í Brussel og urðu margar nýjar uppskriftir til við það tækifæri en nemendur skólans eru óspart hvattir til að láta hugmyndaflugið ráða við matreiðsluna án þess þó að virða viðurkenndar aðferðir að vettugi. í þennan rétt þarf: Skötusel 250 g gulrætur 200 g súkini 200 g kartöflur skvettu af sítrónusafa salt og pipar Skötuselsmedalíurnar eru vætttar með sítrónusafa og saltaðar en síðan gufusoðnar. Gulræturnar, súkhii og kartöflurnar tunneraðar og soðnar. í sósuna þarf: 2 dl hvítvín 50 g lauk 5 dl rjóma 1 dl mangopurré 50 g smjör salt og pipar oiíu Laukuritm fínt skorinn og mýktur í olíu og soðinn nið- ur í hvftvfni. Rjóma bætt. útí og soðið lítillega niður. Sósan sigtuð og soðin upp aftur með mangopuréinu. Bætt með salti og pipar og kláruð með salti og pipar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.