Morgunblaðið - 08.02.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.1995, Síða 1
KÖRFUKNATTLEIKUR: HAMBORGARAR, ÖSKUR OG KÖRFUBOLH / C2 JMörjnintlitf&ifö 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR BLAD Þórður frá í tvo mánuði Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður hjá þýska úrvalsdeild- arliðinu Bochum, leikur ekki knatt- spymu næstu sex til átta vikum- ar. Meiðsl tóku sig upp hjá honum á æfingu hjá Bochum í æfíngaferð liðsins á Spáni og í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði að fara í uppskurð á ný. „Þetta er ekki skemmtilegt," sagði Þórður við Morgunblaðið, sem fór heim til Þýskalands á und- an liðinu vegna meiðslanna. „Ég fór í uppskurð í desember og taldi að ég væri búinn að ná mér, æfði á fullu í síðustu viku og gekk mjög vel. Svo var það á síðustu æfing- unni að ég ætlaði að verja skot en HNEFALEIKAR við það gaf liðfestingin á vinstri ökklanum sig aftur, rifnaði upp eins og um páskana í fyrra. Það vom 30 sekúndur eftir af æfing- unni en fýrsta greining gerir ráð fýrir að ég þurfi að minnsta kosti sex til átta vikur til að jafna mig og jafnvel lengri tíma ef ég þarf að fara í uppskurð." Þórður sagði að búið væri að taka röntgenmyndir af ökklanum og framhaldið réðist í dag. „Það er ljóst að mikil endurhæfing er fyrir höndum, hvort sem ég verð skorinn eða ekki. Þetta er bölvað en vonandi verð ég kominn á fullt aftur um páskana." SAMHERJAR fagna markl ÞórAar fyrir Bochum. Andrés Guðmundsson byrjarvel í Las Vegas í Bandaríkjunum Fyrsti mótherjinn steinlá Andrés Guðmundsson kraftakappi hefur fengið eldskímina í hnefaleika- hringnum, en hann reynir nú fyrir sér í hnefaleikum í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fyrstu viðureign hans lauk með því að andstæðingur hans steinlá í gólfínu. Þjálfari Andr- ésar vildi sjá styrk hans í hringnum og iét hann í æf- ingakeppni gegn einum kepp- enda, sem er skráður í undan- keppnina. Sá er 115 kg og reyndist Andrési lítil fyrir- staða. „Ég var stressaður áður en ég fór í hringinn, en var búinn að fá góð ráð, ef ég lenti á andstæðingi sem vildi hanga á mér. Ég barði kappann sund- ur og saman, á endanum steinlá hann í gólfínu í lok annarrar lotu, tvöfaldur í framan," sagði Andrés í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég fann mig vel og kappinn náði aldrei að koma höggi á höfuð- ið á mér. Þessi bardagi gaf Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson UMBOÐSMAÐUR Andrésar GuAmundssonar seglr ís- lendlnglnn höggþyngrl en Georg Foreman, núverandl þungavlgtarmelstara í hnefalelkum. mér aukið sjálfstraust og John Black umboðsmaður minn var ánægður með viðbrögð mín í hringnum og er búinn að píska mig út daglega, bæði í tækni- legum æfingum og þrekæfing- um. Ég sofna örþreyttur eins og lítið barn eldsnemma á kvöldin. John vil meina að ég sé höggþyngri en Georg Fore- man, en hann hefur æft hjá honum. Ég hef ellefu daga til að undirbúa mig fyrir fýrsta al- vöru bardagann, mun æfa stíft fram að keppninni, en hvíla þijá síðustu dagana. Ég er alinn á kóngafæði og líður vel. Las Vegas er ótrúleg borg, það eru spilavíti alls staðar, jafnvel á salernum eru spila- kassar. Þegar ég fer í morgun- mat er fólk þegar byijað að spila. Ég gæti mín á því að fara ekki í spilavítin, það er nóg að leggja allt undir í hnefaleikunum að sinni,“ sagði Andrés. Ahorfandi skotinn til bana í Frakklandi fara áttu fram I París og nágrenni um helg- ina, var frestað eftir að 22 ára áhorfandi lést af skotsárum i gær. Skotið var á unga mann- inn þegar áhorfendum ienti saman á ieik dag. Leik Red Star í París og Ales í 2. deUd var einnig frestað en 1. deiidar leikur PSG og Metz verður á settum tima um helgina. Guðni og Hlynur enn í óvissu GUÐNI Bergsson hefur ekki enn fengið ákveð- in svðr um stöðu sina hjá enska úrvalsdeildar- liðinu Tottenham. Hann hefur æft hjá félaginu að undanförnu en er með tilboð frá sænska félaginu Örebro sem hann þarf að svara sem fyrst og hafði reyndar aðeins frest frá Svíunum til dagsins í gær. Þegar Morgunbiaðið ræddi við Guðna í gærkvðldi sagði hann að ekkert hefði gerst en vonandi kæmist máiið á hreint á næstu dðgum. Hlynur Birgisson i Þ6r kom heim frá Örebro um helgina og ef dæmið geng- ur ekki upp þjá Guðna og Örebro fer hann aftur út á mánudag. Hann hefur gert munn- iegt samkomulag um að leika með sænska lið- inu í tvð ár en rætt hefur verið um að samning- urinn yrði endurskoðaður eftir eitt ár. 90.000 miðar pant- aðir í43.000 sæti GÍFURLEGA mikill áhugi er á æfingaleik ír- lands og Englands í Dubiin í næstu viku. Leik- vangurinn tekur 43.000 áhorfendur en þegar hafa 90.000 miðar verið pantaðir. Terry Vena- bles stjórnar liði Englands i sjöunda sinn en hinir sex leikirnir hafa allir farið fram á Wembley í London. Leikurinn verður sýndur beint hjá Sky-sjónvarpsstöðinni og fær Knatt- spyrnusamband írlands 150.000 pund fyrir sýn- ingarréttinn. Miðasalan gefur þvi 450.000 pund og gefa þessir tveir liðir sambandinu þvi sem samsvarar um 64 millj. kr. Beckenbauer vill fá Otto Rehhagel sem þjálfara Bayern FRANZ Beckenbauer, formaður Bayern Míinc- hen, sagði í gær að hann vildi heist að Otto Rehhagel tæki við þjálfun þýska meistaraliðs- ins og fyrst yrði talað við hann um stöðuna, en eins og greint hefur verið frá hefur ítaiinn Giovanni Trapattoni sagt að hann vilji helst hætta í vor og jafnvel fyrr ef eftirmaður finnsL „Við ætlum fyrst að tala við Rehhagel,'* sagði Beckeubauer I gær. „Hann er sérfræðingur í þýska boltanum, hefur þjálfað í 25 ár og náð frábærum árangrí." Rehhagel, sem er 56 ára, hefur verið þjálfari Werder Bremen síðan 1981 en í samningnum er ákvæði um að hann verði að segja upp fyrir 31. desember til að geta tekið við ððru liði næsta tímabU á eftir. Brem- en varð Evrópumeistari bikarhafa undir hans stjórn 1992. Körfuboltamaður í NBA-deildinni réðst á áhorfanda VERNON Maxwell, skotbakvörður hjá banda- ríska körfuboltaliðinu Houston i NBA-deUd- inni, á kæru yfír höfði sér eftir að hafa ráðist á áliorfanda og slegið hann. Atvikið átti sér stað i þriðja leikhluta í leik Portland og Houston í fyrrinótt. Að sögn bróður fórnar- lambsins létu þeir leikmanninn lieyra Jmð og aUt í einu stökk hann upp í stúku, hijóp upp gangveginu og sló piltinn í andlitið. Lögreglan fylgdi Maxwell inn í búningsklefa en stráknum varð ekki meint af. Þess má geta að umræddir piltar sátu í röð L en raðirnar eru í stafrófs- röð og er A-röð fremst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.