Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gíraffinn og nýju vinir hans Einu sinni var gíraffi sem að leiddist. Hann var aleinn í heiminum. Hann ákvað því að ferðast og finna sér vin. Hann pakkaði saman nesti og klæddi sig vel. Hann tók tjaldið sitt. Svo lagði hann af stað. Hann hugsaði með sér, hvort hann ætti að fara í austur eða vestur og hann valdi vestur. Hann gekk og gekk þar til hann varð þreyttur og settist nið- ur hjá tré. Gíraffinn var með exi, svo að hann hjó smáviðarb- úta úr trénu og bjó sér til kassabíl. Síðan settist hann í kassabílinn og renndi sér niður allar 'brekk- urnar. Á leið sinni hitt hann apa, sem var að leita að vini sínum. Gíraffinn leyfði apan- um að fá far í kassabílnum. Saman leituðu þeir að vini apans, froskinum. Þegar þeir fundu loks fro- skinn, þá var komið kvöld, svo að þeir kveiktu bál og fóru síðan að sofa í tjaldi gíraffans. Daginn eftir vöknuðu þeir og borðuðu saman morgunmat. Síðan fóru þeir að leika sér. Nú eru þeir allir bestu vinir og hamingjusamir eftir þetta ævintýri. Lovísa Dröfn Hansdóttir, 6 ára, bjó til þessa sögu. Lovísa Dröfn á heima á Kirkjuvegi 15, Hafnarfirði. Snjókarlinn |etta er reglulega vel gerð mynd hjá Elísa- fallega litríkum fötum og ískristallar allt í kring. betu Hugrúnu 6 ára. Krakkarnir eru í svo Og snjókarlinn með gulrótarnef eins og vera ber! Póstkassinn 1. Mig langar til að eignast pennavini á aldrin- um 12-14 ára. Sjálf er ég 13 ára. Áhugamálin eru margvísleg. Ragnheiður Haraldsdóttir Móatúni 25, 460 Tálknafjörður. 2. Óska eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál: Sætir strákar, góðir vinir, barna- pössun, ferðalög og handbolti. Svara öllum bréfum. Sara Björk Kristjánsdóttir Suðurvangi 19a, 220 Hafnarfjörður. 3. Eg er 13 ára stelpa sem óska eftir pennavini á íslandi, gjarnan í Reykjavík. Það skiptir engu máli hvor það er stelpa eða strákur, aðeins að hún eða hann sé á mínum aldri. Sjálf á ég_ heima á vesturströnd Noregs, á eyju fyrir utan Álasund. Kveðja. Torunn Sæth Skaret 6050 Valderöy. Fisk- veiðar í Kína Ríkur Kínverji álít- ur það fyrir neðan virðingu sína að standa úti á bryggju við veiðar. í Kína er ekki litið á fískveiðar sem sport eða frí- stundagaman, heldur sem vinnu. VETRARRE6LU/V AF HVEí?JL) .SKYLPCW VIP AF N ÞAP SN3ÓAR ÚTI ..60LFLBIK ~ z faka eme vbtza&zeglom V/EPRJP ER VONT.. __- tF EG TAPA.. /MA EG N PBSSO'I LEM3A þlG í HAUSIHH TÓMA KASSAHöMP EF þU SVO /VIIRJP SEM pA HEKIDI EG þER UT UM PyRNARÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.