Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 1
STfÓRNUN Nýtum reynslu öldunganna /4 KVIKMYNDIR Eigum að tvöldalda framleiðsluna /6 fjAiimAl Stál í stál hjá málmrisum /9 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 BLAÐ Spariskírteini ALLS bárust 28 gild tilboð í ECU- tengd spariskírteini að fjárhæð 445 milljónir króna í útboði Lána- sýslu ríkisins í gær. Samþykkt var að taka 21 tilboði að fjárhæð 304 milljónir. Meðalávöxtun sam- þykktra tilboða í bréfin er 8,5%. Hafnað var þremur tilboðum í verðtryggð spariskírteini til 5 og 10 ára að fjárhæð 250 milljónir. Hlutabréf Gengi hlutabréfa í Flugleiðum náði sér vel á strik í gær eftir að hafa tekið óvænta dýfu fyrir helgi. Þannig voru seld bréf á genginu 1,6 í gær en gengið hafði farið í 1,36 í viðskiptum á föstu- dag. Þá voru í gær seld bréf í Hampiðjunni á genginu 1,90 sem er um 1% hærra gengi en í við- skiptunum þar á undan. Flugfélög Swissair hefur skýrt frá nýju sam- starfstilboði, sem það hafí gert belgiska flugfélaginu Sabena og taki mið af aukinni fjármagnsþörf þess þar sem áætlun um niður- skurð hafí farið út um þúfur. Tals- maður Swissair sagði að nýja til- boðið hefði ekki að geyma beiðni um styrk frá belgíska ríkinu. SÖLUGENGIDOLLARS | 0,2% KANADA | *I 0,4% SVISS 0,5% ÍSLAND 0,5% JAPAN VERÐBOLGA í nokkrum ríkjum Hækkun neysluverðsvísitölu frá des. 1993 til des. 1994 GRIKKLAND SPÁNN ÍTALÍA PORTÚGAL | 4,3% \ 4,2% 4,0% Meðaltal ESB BRETLAND V-ÞÝSKALAND HOLLAND AUSTURRÍKI SVÍÞJÓÐ ÍRLAND DANMÖRK LÚXEMBORG BELGÍA FINNLAND FRAKKLAND I Spariskírteini að fjárhæð 9,8 milljarðar koma til innlausnar á morgun Ásókn ígeng- istryggð bréf HÖRÐ barátta er í uppsiglingu milli banka, verðbréfafyrirtækja og Lána- sýslu ríksins um þá 9,8 milljarða króna sem bundnir hafa verið í 1. fl. spariskírteina frá árinu 1990, en mögulegt verður að innleysa á morgun. Bankar hafa undanfarið auglýst fjölmarga spamaðarkosti með allt að 5,1% raunávöxtun og verðbréfafyrirtæki leggja kapp á að kynna kosti verðbréfa- sjóða og fleiri verðbréf á sama tíma og Lánasýsla ríkisins kynnir ný spari- skírteini með sérstökum skiptikjörum. Á verðbréfamarkaði hefur gætt vax- andi áhuga gengistryggðum bréfum undanfarið. „Eigendur þessara skírteina sem koma til innlausnar geta valið um verðtryggð spariskirteini með 5,3% raunávöxtun eða gengistryggð ECU-spariskírteini með um 8,5% vöxtum," sagði Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa og Lána- sýslu ríkisins. „Það virðist vera nokkuð jöfn skipting á milli þess að menn kjósi verðtryggð bréf og ECU-bréf. Það er hins vegar ekki ráðlegt fyrir þá sem skulda verð- tryggð lán að fjárfesta í ECU- tengdum eða gengistryggðum bréf- um. Þá henta að sjálfsögðu verð- tryggð bréf betur. Fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma bjóð- um við ríkisvíxla með 6,6% ávöxtun og þá er hægt að kaupa í 500 þús- und króna einingum." Aðspurður sagði Pétur að erfitt væri að ráða í það hversu mikið af þessum tæpu 10 milljörðum myndu skila sér aftur í ríkisverðbréf. Bjarni Ármannsson, forstöðu- maður fjárvörslu- og markaðssviðs Kaupþings, segir að gríðarmiklar fyrirspurnir hafi borist varðandi Einingabréf 10 sem er nýr gengis- tryggður verðbréfasjóður með ríkis- verðbréfum. Raunar hafi verið mik- il og vaxandi ásókn í gengistryggð bréf að undanförnu. Hann segir jafnframt einkenn- andi fyrir markaðinn um þessar mundir að fólk sætti sig ekki við þau skiptikjör sem séu í boði hjá ríkissjóði á verðtryggðum spariskír- teinum en sé í óvissu um hvað eigi að gera. Eignarhald á skírteinum sem koma til innlausnar virðist vera dreift. Stór hluti virtist vera í eigu einstaklinga í banka en lífeyrissjóð- ir virðast eiga lítið sem ekkert, og virðist þeir hafa keypt fremur spari- skírteini til tíu ára á sínum tíma. Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum, segir að töluverð- ur áhugi hafi verið fyrir gengis- tryggðum bréfum enda hafi fram- boð þeirra aukist. „Við höfum ráð- lagt mönnum að horfa ekkert síður á verðtrygginguna og kosti hennar. Ávöxtun gengistryggðra bréfa gæti orðið kringum 8% á árinu. Hins vegar er ekki ótrúlegt að verðtryggð bréf myndu skila 9-10% ávöxtun á árinu vegna hækkunar á lánskjara- vísitölu sem yrði eftir kjarasamn- inga. Að okkar mati væri snjallast að kaupa verðtryggð bréf nú en fara með fjármunina yfir í gengis- tryggingu í haust ef menn telja þá einhverjar líkur á gengisfellingu." ÁTTÞÚ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 1. FL. D 1990? Þann 10. februar nk. er gjalddagi fimm ára spariskírteina í 1. flokki D 1990. Ráðgjafar VIB veita eigendum bréfanna ókeypis ráðgjöf við áframhaldandi ávöxtun sparifjárins. I boði eru meðal annars eftirfarandi verðbréf: • HAGSTÆÐ KJÖR Á ELDRI FLOKKUM SPARISKÍRTEINA • NÝ SPARISKÍRTEINIMEÐ SKIPTIUPPBÓT • VERÐBRÉFASJÓÐIR VÍB Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um gjalddaga spari- skírteina og ávöxtun sparifjár. Verið velkomin í VÍB. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.