Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tillögur til Viðskiptaþings Vaskur- inn í 20% SÉRSTÖK vinnunefnd innan Verslunarráðs íslands mun varpa fram þeirri tillögu á Viðskiptaþingi ráðsins í næstu viku að virðisaukaskattur verði lækkaður í 20%, undan- þágum verði fækkað og skatt- stofninn verði breikkaður. Jafnframt verði einungis eitt þrep. Þá er lagt til að vöru- gjald verði lagt á virðisauka á hvetju stigi. í skýrslu nefndarinnar er bent á að virðisaukaskattur hérlendis sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Slíkt hækki vöruverð og dragi úr samkeppnishæfni innlendra aðila. Þetta sé sérstaklega bagalegt fýrir ferðaþjónustu þó að gistiþjónusta sé í lægra þrepi. Með því að hafa einung- is eitt þrep og færri undanþág- ur verði skattakerfið einfald- ara og eftirlit auðveldara þannig að bæði sparist kostn- aðir í atvinnulífínu og við skattaeftirlit. Banka- og vá- tryggingaeft- irlit sameinað VERSLUNARRÁÐ íslands leggur til að starfsemi banka- eftirlits og vátryggingaeftirlits verði sameinuð í eina sjálf- stæða eftirlitsstofnun sem hafí eftirlit með fjármálastofnun- um og heyri undir viðskipta- ráðherra. Þá vill ráðið að eftir- lit með fjárhagsstöðu fjár- málastofnana verði fyrst og fremst í höndum endurskoð- enda þeirra. Þessar tillögur er að finna í skýrslu vinnunefndar til Við- skiptaþings Verslunarráðsins 1995, sem flallar um „Eftir- litsþjóðfélagið" og bendir á ýmsar leiðir til að hagræða í eftirlitsstarfsemi hins opin- bera. Meðal almennra tillagna nefndarinnar eru að skilja þurfí á milli þeirra aðila sem setja eftirlitsreglur og þeirra sem sjá um framkvæmd þeirra og að Alþingi lögfesti hið fyrsta frumvarp um eftirlits- starfsemi hins opinbera sem lagt hefur verið fram. Lífeyrissjóðir linir í hluta- bréfakaupum LÍFEYRISSJÓÐIR hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar um kaup á hlutafé í íslenskum fyrirtækjum. Frá þessu er greint í skýrslu vinnunefndar Verslunarráðsins um upplýs- ingaþjóðfélagið sem lögð verð- ur fyrir Viðskiptaþing ráðsins í næstu viku. Þar er bent á að aðilar vinnumarkaðarins og stjóm- völd hafí sett það sem stefnu- mál fyrir sjóðina að kaupa hlutabréf fyrir 5% af ráðstöf- unarfé sínu. Þetta hefur ekki gengið eftir og á árinu 1993 keyptu sjóðimir hlutabréf fyrir tæpar 800 milljónir meðan markmiðið var rúmlega 1.900 milljónir. Á árinu 1994 var áætlað að kaup lífeyrissjóð- anna á hlutabréf hafi verið lít- ils háttar hærri upphæð en á árinu 1993. Þá hefði 5%- markmiðið hefði þýtt hluta- bréfakaup fyrir 2.150 milljónir. FYRIRTÆKI TENGD SJÁVARÚTVEGI Markaðshlutdeild 1993 samkvæmt skýrslu Samkeppnisráðs Fiskimjölsvinnsla í skýrslu Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í atvinnulífinu er gerð nokkur grein fyrir hlutdeild fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar kemur m.a. fram að árið 1993 voru 12 fyrirtæki í fiskimjölsvinnslu en þar af var SR-mjöl með algjöra yfirburði eða 61 % hlut. Hvað fiskvinnslu snertir voru 260 fyrirtæki á markaðnum en Samkeppnisráð bendir á að þróunin sé í þá átt að fyrirtækin verði færri og stærri. í útflutningi sjávarafurða eru stóru sölusamtökin Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurðir og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda með um 2/3 hluta markaðarins. Nokkur ný fyrirtæki hafa haslað sér völl í útflutningi í kjölfar afnáms einkaleyfis þeirra þriggja stærstu. :iskvinnsla 7% Útgerðarf, Akureyrar hf. jb% Grandi hf. „ 5% Vinnslustöðin hf. v 4% Síldarvinnslan hf. k4%Haraidur B.& Co. hf. ^4%Hraðfr.h. Eskifj. hf. ; 4%Samherji hf. 3%ísf. Vestm.eyja hf. 3% Þormóöur rammi hf. 3%Kaupf. Eyfirðinga hf. 2%Arnes hf. Önnur fyrirtæki Utflutningur sjávarafuröa Sölumiðstöð hraöfrystih. íslenskar sjávaraf. hf. rLrrjaj Sölusamband Isl. flskframl. 3% Seifur hf. 3% Isl umboðss. hf. 2% Isl. marfang hf. 2% Jón Ásbjörnss. hf. Onnur fyrirt. '2% Fiskafurðir hf. • ÍS§ § § ^ |i'l Verðbólga, mælist 3,8% VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur hækkað um 0,9% undan- fama þijá mánuði sem jafngildir 3,8% verðbólgu á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjónustu svara til 2,5% verðbólgu á ári. Sl. tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1,7% og vísitala vöru og þjónustu um 1,1%. Framfærslu- vísitala í febrúar reyndist vera 172,3 stig, 0,1% hækkun frá jan- úarmánuði. Frá desember 1993 til desember 1994 var verðbólgan í ríkjum ESB 3,1% að meðaltali, 1,6% í Frakk- landi, 1,6% í Finnlandi, 1,9% í Belgíu og 2,0% í Lúxemborg. Verð- bólgan á íslandi á sama tímabili var 0,5%. Skandia neitar að lúta gerðardómi í máli Gísla Arnar Lárussonar Iimli eim ti m dgerðir hafnar gegn Skandia í Svíþjóð Krafist hlutahafafundar í Vátrygg- ingafélaginu Skandia 17. febrúar SKANDIA samsteypan í Svíþjóð hefur hafnað að lúta gerðardómi þeim sem nýlega féll hér á landi þess efnis að samningar sem gerðir voru milli Gísla Arnar Lárussonar og sænska fýrirtækisins í desember 1992 væru ógildir og eldri hlut- hafasamningur milli aðila væri áfram í gildi. Samkvæmt honum á Gísli Örn áfram 35,7% hiutfjár í Vátryggingarfélaginu Skandia á ís- landi, og telur Gísli sig eiga tilkall til forstjórastöðu í fyrirtækinu, eins og hann gegndi þar áður. Að sögn Gísla Araar Lárussonar fól hann lögmönnum sínum í Svíþjóð að hefja í gær innheimtuaðgerðir gegn Skandia í Svíþjóð vegna þess að fyrirtækið hefur ekki staðið skil á málsvamarlaunum sem honum voru ákvarðaðar í dóminum. Jafnframt hefur Gísli Örn ritað stjómarformanni Vátryggingafé- lagsins Skandia, Ragnari Aðal- steinssyni, lögmanni, bréf þar sem ítrekuð er krafa hans um að haldinn verði hluthafafundur í félaginu, þar sem ekkert svar hafí borist við fyrri beiðni þar að lútandi. Er krafíst hluthafafundar eigi síðar en 17. febrúar nk. og skal svar hafa borist fýrir föstudaginn 10. febrúar nk. ella muni Gísli leita eftir aðstoð Hluthafaskrár við boðun fundarins og stjórn hans. Loks hefur Gísli að eigin sögn farið þess á leit við Vátryggingafé- lagaskrá að hún skrái lögum sam- kvæmt eignarhiut hans upp á 35,7% í Vátryggingarfélaginu Skandia hf. í samræmi við niðurstöður gerðar- dómsins frá því 20. janúar sl. í bréfí Gísla til Vátryggingarfélagaskrá kemur fram að samkvæmt niður- stöðu gerðardómsins sé eldri samn- ingur milli Gísla og Skandia Nord frá 1991 eini gildi samningurinn milli aðila og beri sænska félaginu því skylda til að uppfylla hann. Vitn- að er í bréfínu einnig til 20. greinar þessa samnings þess efnis að ákvæði hans gangi framar félags- samþykktum. Skýrsla Samkeppnisráðs um Baug, Bónus og Hagkaup Markaðsráðandi staða fyrirtækj- anna viðurkennd SAMTÖK iðnaðarins fagna niðurstöðu Samkeppnisráðs um að Baugur hf., Bónus og Hagkaup hafi markaðsráðandi stöðu. Þar með sé ljóst að 17. grein samkeppnislaga eigi við um fyrirtækin og Samkeppnisráð geti gripið til viðeigandi aðgerða misnoti þau aðstöðu sína. Jafnframt sé ljóst að „gera verður ríkari kröfur til þessara fyrirtækja en annarra í ljósi þess að þau hafi ráðandi stöðu á markaðnum," segir í tilkynningu frá Samtökunum. „Þessi úrskurður er enginn sigur fyrir Hagkaup, Baug og Bónus og hann er ekki ósigur fyrir dagvöru- kaupmenn, en hann hefði mátt vera betur unninn af Samkeppnisstofn- un,“ sagði Sigurður Guðjónsson, lög- maður Félags dagvörukaupmanna. Snýst um að upplýsa viðskiptaskilmála Markmiðið hjá félaginu hefði ekki verið að hækka verðið hjá fyrirtækj- unum þremur, heldur að fá það upp- lýst hvernig það væri mögulegt að fjölmargar vörutegundir væru seldar hjá Bónusi langt undir því verði sem þær kostuðu hjá viðkomandi innflytj- anda eða framieiðanda. Þessu hefði ekki verið nægjanlega svarað. Það hefði komið í ljós að það væri nei- kvæð álagning um 0-29% á stórum vöruflokkum og menn þyrftu að velta því fyrir sér hvernig það gæti gengið að 53 vörutegundir væru seldar án álagningar langtímum saman. Eitt það merkilegasta við úrskurð Samkeppnisstofnunar væri að hún beindi þeim tilmælum til birgja mat- vöruverslana að „þeir hafí sem að- gengilegastar upplýsingar um verð og viðskiptakjör fyrir viðskiptavini sína og að þær grundvallist á því að verslanir njóti sömu kjara fyrir sömu viðskipti." Ef heildverslanir geti ekki lagt fram verðlista og -skrár hljóti Samkeppnisstofnun að ætla að grípa inn í aftur og þá væri tilganginum náð, sagði Sigurður. „Það hefur gætt ákveðins mis- skilnings um að þetta beinist að Baugi, Bónus og Hagkaupum sem slíkum, en málið snýst um að upp- iýsa um viðskiptaskilmála þessarra fyirtækja hjá matvælaframleiðend- um og vöruinnflytjendum til þess að það sé hægt að komast í raun um það hvort öðrum standi þessir skil- málar til boða ef þeir kaupi í jafn miklu magni,“ sagði Sigurður. FRIÐRIK Sophusson sendir tölvupóst að viðstöddum þeim Dagnýju Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Skimu og Braga Haukssyni umsjónarmanni tölvukerfa Stjórnarráðsins. T ölvupóststenging beint til ráðuneyta STJÓRNARRÁÐIÐ hefur gengið til samninga við Skímu hf. um tölvupóstsmiðlun að undangengnu útboði. Tók samningurinn gildi 1. febrúar sl. Aðrir sem buðu í verk- ið voru Póstur og sími, Skýrsluvél- ar rikisins og Reykjavíkurborgar og Einar J. Skúlason, sem var með frávikstilboð. Er nú hægur vandi fyrir þá sem hafa aðgang að Inter- net-pósti, X.400-pósti eða eru í samvinnu við Skimu að koma tölvupósti beint frá sinni tölvu inn á skjá til starfsmanna ráðuneyt- anna. Embætti sýslumanna og héraðsdómstólar eru meðal þeirra sem tengjast ráðuneytunum um Skímu. Að sögn Braga Haukssonar umsjónarmanns tölvukerfa Stjórnarráðsins hafa ráðuneytin verið með innbyrðis tölvupóst sín á milli. „Auk þess höfum við haft aðgang að Interneti og X.400, en það hefur verið í tilraunaformi og hafa fylgt því ýmsir gallar. Með þjónustu Skímu eigum við að fá traustara samband þar sem ís- lenskan er í lagi, auk þess sem við teljum þetta ódýrari Ieið.“ Samningurinn hljóðaði upp á 300 þúsund kr. fastagjald á ári, auk þess sem greiddar eru kr. 12,45 fyrir hvert K (kílóbæt) af X.400-pósti sem fer til útlanda. Þar að auki er greitt mánaðar- gjald til SURÍS (Samtök um upp- lýsinganet rannsóknaraðila á ís- landi) fyrir Internetaðgang. Sem dæmi má nefna að póst- fang Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra á Interneti er frid- rik.sophusson@fjr.stjr.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.