Morgunblaðið - 09.02.1995, Page 3

Morgunblaðið - 09.02.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 B 3 Útflutning- ur Sæplasts jókst um fimmtung VELTA Sæplasts hf. á Dalvík á síð- asta ári var um 360 milljónir króna og jókst um 17% á milli ára. Á árinu voru framleidd í verksmiðju félagsins um 17 þúsund fískker. Um helming- ur þess magns var fluttur út, en útflutningur nam 49% af heildarveltu félagsins og jókst um ríflega 20% á milli ára. Langmest var flutt út af fiskkerum til Evrópu, eða um 69% af heildarútflutningi. Af einstökum löndum var mest flutt út til Dan- merkur, Hollands, Skotlands og Frakklands. Samkvæmt upplýsingum frá Sæ- plasti jókst útflutningur á trollkúlum um 40% á milli ára, en um 43% af trollkúluframleiðslu Sæplasts eru seld erlendis. Verulegur árangur náðist með útflutning á trollkúlum til Englands á síðasta ári. Önnur mikilvæg útflutningslönd eru Banda- ríkin, Kanada, Suður-Afríka og Frakkland. Sala síðustu mánaða hefur skipst nokkuð jafnt milli innanlandssölu og útflutnings. Um þessar mundir er m.a. verið að afgreiða ker til Dan- merkur, Máritaníu, Singapúr, Ind- lands, Malasíu, Suður-Afríku og In- dónesíu. Mjög góðar söluhorfur eru á helstu útflutningsmörkuðum Sæplasts hf. á næstu mánuðum. Áætlanir fyrir 1995 gera ráð fyrir áframhaldandi aukningu og að velta fyrirtækisins muni aukast um allt að 20% á þessu ári. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fískkerum á síðustu mánuðum, og var framleiðsla janúarmánaðar rúm- lega 90% meiri en framleiðsla janúar- mánaðar síðasta árs. Reyndar hefur ekki verið framleitt eins mikið í verk- smiðju félagsins í janúarmánuði, allt frá stofnun þess. Unnið hefur verið um allar helgar frá áramótum til að anna eftirspum eftir kerum. Fyrir- sjáanlegt er að mikil vinna verður á næstunni, þar sem framleiðsla næstu vikna er nú þegar seld, og söluhorfur mjög góðar. Aðalfundur félagsins verður hald- inn á Dalvík 9. mars nk. í stöðugri sókn jafnt innanlands sem utan Nú höfum við byggtupp gæðakerfi sem er vottað samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9002 UMBúMMmsiúain hf. Héðinsgata 2 - Box 4053 - 1 24 Reykjavík - Sími: 581 3511 - Símbréf: 581 3194 Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! Hafóu samband við Ara Leifsson næst þegar þú flytur vörur til og frá Danmörku Ef einhver þekkir vel til þarfa íslenskra inn- og útflytjenda, þá er það Ari Leifsson. Ari hefur starfað í áraraðir í Danmörku fyrir Samskip að flutningamálum. Hann er maðurinn sem sér um forflutninga fyrir þig á Norðurlöndum og hefur umsjón með vöruhóteli Samskipa í Danmörku. Ef þú þarft að flytja vörur milli staða á Norður- löndum og í Evrópu og frá Danmörku til íslands, er Ari Leifsson maðurinn sem hjálpar þér. SAMSKIP Samskip Danmark, Pier 3 P.O. Box 73, DK 8100 Árhus C Sími: 00 45 86 128 155 Fax: 00 45 86 128 166 Beinn sími: 00 45 86 128 957

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.