Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 5

Morgunblaðið - 09.02.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 B 5 VIÐSKIPTI Sameinuðu þjóðimar leggja aukna áherslu á tækniaðstoð Vilja samvinnu við Norðurlönd Telepower Erfittaðfá fjármagn hér á landi ÍSLENSKUR starfmaður hjá aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna, SÞ, Sigurður Jónsson, var fyrir skömmu á ferð um Norður- lönd þar sem hann kynnti fyrir norrænum sljórnvöldum hug- myndir sem miða að því að efla samvinnu SÞ og Norðurlanda varðandi tækniaðstoð. í samtali við Morgunblaðið sagðist Sig- urður í grófum dráttum hafa verið með þrenns konar tillögur í farteskinu. Þar af féll ein ís- lenskum yfirvöldum áberandi best. Sigurður sagði að- allega tvær ástæður fyrir því að þáttur Norðurlanda í tækni- aðstoð Sameinuðu ____________ þjóðanna hefði farið minnkandi. Annars vegar væri þróunin sú að sífellt fleiri verk- efni hefðu verið færð beint til viðkomandi þróunarríkja. Það þýddi að minni peningar væru til ráðstöfunar hjá stofnunum SÞ sem áður hefðu séð um framkvæmdina. Auk þessa hefði síðan vaxandi hlutur þess fjármagns sem SÞ hefðu yfir að ráða farið í neyðarhjálp. íslendingar greiði laun starfsmanns lyá SÞ „Við erum að reyna að auka samvinnuna við Norðurlöndin enn frekar. Við höfum þar t.d. í huga að fá norræn sijórnvöld til þess að setja upp ráðgjafar- sjóði við SÞ sem myndu ráða til sín sérfræðinga frá þessum löndum. Eins eru uppi hug- myndir um að stofna sjóði þar sem tekið er þátt í fjármögnun verkefna með öðrum utanað- komandi aðilum. Þessar hug- myndir hafa fengið góðar und- irtektir í Danmörku og Svíþjóð, en á íslandi er erfiðara að fá fjármagn til þessara hluta,“ sagði Sigurður. Þriðja hugmyndin, sem Sig- urður sagði að íslenskum sijórn- völdum hefði litist best á, er að fá Norðurlöndin til þess að greiða laun starfsmanns hjá SÞ sem starfaði þar tímabundið á ákveðnu sviði. „Við erum að tala um tveggja ára tímabil. ís- lendingar gætu t.d. greitt laun starfsmanns á sviði jarðvarma og hann yrði þá nýttur í tækni- aðstoðarverkefnum á því sviði. Þar sem íslendingar eru mjög sterkir í jarðvarmamálum er ekki óliklegt að hægt væri að nota íslenska sérfræðinga í sjálf verkefnin. Það væri ágóði Islendinga auk þess sem viðkomandi starfsmaður kæmi heim eftir tvö ár með mikla og góða reynslu sem ætti að geta nýst vel.“ Hvernig undirtektir hlaut þessi hugmynd hjá íslenskum yfirvöldum? „Ekki slæmar. Spurningin er hvernig væri best að standa að þessum málum. Ég talaði við utanríkisráðuneytið, sem hefur umsjón með þróunaraðstoð og þeir ætla að skoða_þetta mál. Eins talaði ég við Utflutnings- ráð þar sem menn eru þessu hliðhollir og hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu var þessu ekki tekið ólíklega." Hvert er þá næsta skref? „Næsta skref er að ég fylgi þessu eftir með formlegum til- lögum til utanríkisráðuneytis- ins. Þeir ætla síðan að taka málið upp. Það þarf að velta því upp hvort þetta eigi hugsan- lega að koma inn í fjárlög eða hvort leita eigi til hagsmunaað- ila í einkageiranum um að styrkja þetta með framlögum,“ sagði Sigurður Jónsson. m ú i^Er iff*1*1* þínmiðstöð í INN- DG ÚTFLUTNINGI Sérhæfð þjónusta á öllum sviðum iran- og útflutnings "STVG TOLLVÖRUGEYMSLAIM HF. HéAínsgata 1 -3. 105 Reykjavik, sími: 5813411, fax: 5580211 Bafhlööur í þráðlausa síma RalborgVi Rauðarárstíg 1 Sími: S6Z 2130 Fax: 56Z Z151 HJÁ Sameinuðu þjóðunum hafa menn nú í huga að efla samvinnu við Norðurlönd varðandi tækniaðstoð. L>. . ' i tr' s'(<a nai> > j r K<WU #»»* 1' Sjábu hlutina víbara samhengi! <í Viðskiptaþing Verslunarráðs íslands 1995 í Súlnasalnum, Hótel Sögu, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 10.45 -15.00 SAMKEPPNI A ISLANDI - ISLAND í SAMKEPPNI Gestafyrirlesari dr. Bruce R. Scott prófessor við Harvardháskóla: "National Economic Strategies ■ lceland in the Global Perspective" Dr. Bruce R. Scott er prófessor í viðskiptafræði við Gratuate Scool of Business Administration í Harvardháskóla. Ahugasvið hans er áhrif opinberra aðgerða á starfsskilyrði atvinnulífsins. Hann hefur starfað með aðilum í Luxembourg og í Danmörku að úttektum á samkeppnis- hæfni þjóðanna og atvinnustefnu. \ ÞINGDAGSKRÁ 10.45-11.00 Mæting í Súlnasal, skráning 11.00 Þingsetning, Einar Sveinsson, formaður VÍ Skýrslur þingnefnda lagðar fram og kynntar: "SAMKEPPNISÞJÓÐFÉLAGIÐ" Bogi Pálsson framkvæmdastjóri P. Samúelssonar hf. Ragnar Birgisson framkvæmdastjóri Opals hf. "UPPLÝSINGAÞJÓÐFÉLAGIÐ" Baldur Johnsen tölvunarfræðingur hjá Nýherja hf. "EFTIRLITSÞJÓÐFÉLAGIÐ" Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis hf. 12.10-13.00 Hádegisverður í Ársal Afhending styrkja úr Námssjóði Verslunarráðs Islands 13.05-15.00 "National Economic Strategies - lceland in the Giobal Perspective" Erindi dr. Bruce R. Scott prófessors við Harvardháskóla Álit: Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands Friðþjófur Ó. Johnson forstjóri Ó. Johnson & Kaaber hf. Fyrirspurnir og álit úr sal 15.00 Þingslit Þingforseti: Sverrir V. Bernhöft framkvæmdastjóri Barr hf. VIÐSKIPTAÞING VERSLUNARRAÐSINS ER OPIÐ Þátttökugjald m. öllu inniföldu er kr. 7.000 fyrir félagsmenn VÍ og starfsmenn þeirra, en kr. 9.500 fyrir aðra. Skrá verður þáHtöku fyrirfram í síma 588 6666 (opið kl. 08-16)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.