Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -4 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI HÚSNÆÐI íslensku kvik- myndasamsteypunnar hf. á Hverfisgötu ber þess vitni að ekki er langt síðan fyrirtækið flutti þar inn. Hús- gögn, tæki, snúrur, möppur og pappakassar eru hér og þar í eins konar skipulagðri óreiðu, sem virðist þó frekar stafa af athafnasemi en hirðuleysi. Verið er að innrétta hljóð- stúdíó í einu herberginu og leggja á ráðin um upptökustúdíó á neðri hæð- inni. í einni gluggakistunni rekst maður innan um annað dót á (ykug- ar styttur sgm Friðrik Þór hefur unnið til verðlauna á kvikmyndahá- tíðum og manni finnst að ættu frek- ar að eiga heima fínpússaðar bak við glerhurð í harðviðarskáp. Hingað inn liggja margir ef ekki flestir þræðir íslenska kvikmyndaiðn- aðarins. Kvikmyndasamsteypan, sem Friðrik stofnaði í núverandi mynd árið 1990, heldur ekki bara utan um vinnslu pg kynningu mynda hans eins og Á köldum klaka, sem frum- sýnd verður á morgun. Fyrirtækið aðstoðar nú við íjármögnun og vinnslu á sjö íslenskum kvikmyndum, eða rúmum helmingi þeirra mynda sem eru í burðarliðnum. íslenski kvikmyndaiðnaðurinn er að sönnu ekki stór á alþjóðamæli- kvarða - árleg velta hans gæti rúm- ast tvisvar í launaumslagi Arnolds Schwarzeneggers fyrir leik hans í einni mynd. En það liggur beint við að spyija Friðrik hvort hann sé með umsvifum sínum orðinn eins konar kvikmyndamógúll íslands? Hús veðsett fyrir hljóðvinnslu „Nei, það hefur bara breyst svo landslagið, það eru breytt viðhorf. Menn eru ekki að vinna á móti hver öðrum eins og gerðist stundum áður. Nú vinna menn saman." Kvik- myndasamsteypan býr yfir tækja- búnaði sem aðrir geta nýtt sér við upptökur og hljóðsetningu. Hún hefur lagt til áhættuíjár- ______ magn í kvikmyndir eins og Sódómu Reykjavík, Veggfóður og Stuttan frakka méðal annars á þann hátt að sjá um hljóð- setningu myndanna, sem fyrirtækið fær síðan ekki borgað fyrr en að- sókn og tekjur eru komnar yfir ákveðin mörk. „Menn þurftu alltaf að veðsetja húsin sín fyrir hljóð- vinnslunni. Við erum að reyna að sleppa við það.“ Styrkur Friðriks og fyrirtækisins liggur ekki síður í reynslu en tækja- búnaði. „Við teljum okkur vera búin að gera öll þau mistök sem hægt er að gera. Eftir 15 ár höfum við ákveðna tilfinningu fyrir því hvenær farið er upp í hættumörk." Islenska kvikmyndasamsteypan hf. var stofnuð í núverandi mynd í kringum gerð myndar Friðriks Þórs, Barna náttúrunnar. Byrjað var á að fjárfesta í hljóðveri, enda var hljóðvinnsla lengi Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda. Velgengni kvikmyndarinnar aflaði dýrmætrar reynslu og viðskiptasambanda er- lendis og kom fyrirtækinu á skrið þannig að nú segist Friðrik geta verið byijaður að þróa handrit og leggja grunn að myndum framtíðar- innar á sama tíma og hann hafi unnið að gerð Bíódaga og Á köldum Aðstoðar við gerð sjö kvik- mynda klaka, en áður átti hann fullt í fangi með að einbeita sér að einni mynd í einu. En er ekki erfitt að vinna að við- skiptahlið eigin kvikmynda og ann- arra á sama tíma og að vera skap- andi kvikmyndaleikstjóri? Friðrik játar því, en segir að mikill hluti vinnunnar lendi á framkvæmda- stjórum Kvikmyndasamsteypunnar, þeim Ingu Björku Sólnes og Ara Kristinssyni kvikmyndatökumanni. Áhættufé frá auðkýfingi Talið berst að fjármögnun Á köldum klaka, sem er ákaflega al- þjóðleg framleiðsla, fjármögnuð af bandarísku og evrópsku fé og horf- ir mjög til Japansmarkaðar með leik- og rokkstjömuna Masatoshi Nagase í aðalhlutverki. Myndin kostar um 100 milljónir króna og nýtur engra styrkja úr Kvikmyndasjóði íslands. Hún fékk hins vegar styrk úr Kvikmyndasjóði Hamborgar, sem lagði líka fé til Bíódaga, auk þess sem þýskir og svissneskir aðilar leggja til áhættufé. Verulegur hluti fjár- mögnunarinnar kemur hins vegar frá Bandaríkjunum, frá Jim Stark framleiðanda myndarinnar og George Gund III, litrikum auðkýfingi frá Kalifor- “““““ níu, sem stendur fyrir kvikmyndahátíð í San Francisco og flakkar um heiminn til að sinna áhugamálum sínum, frá íshokkí til ljóðlistar. Það tilheyrir kannski kvikmynda- iðnaðinum að ijármögnun er óhefð- bundnari en til dæmis í stáliðnaðin- um. Friðrik segist hafa verið kynnt- ur fyrir Gund í Cannes og hitt hann síðar á fleiri stöðum þar sem kvik- myndagerðar- og áhugamenn hitt- ast. Síðan hefur Gund meðal ann- ars komið í silungsveiði á Snæfells- nesinu og í viðtali við tímarit í San Francisco tilgreinir Gund þijá leik- stjóra sem vini sína: Francis Ford Coppola, Philip Kaufman og „ís- lenska kvikmyndagerðarmanninn Frederick Fredrickson". Gund hefur greinilega nægilega trú á þessum vini sínum til að Ieggja til hálfa milljón dollara í Cold Fever, eins og Á köldum klaka heitir á ensku. Stefnt á alþjóðamarkað Markaðssetningin þarf að vera í lagi ekki síður en fjármögnunin og þó að íslandsmarkaðurinn sé enn sem fyrr mikilvægur er varla að JIM Stark er kvikmyndaframleið- andi í New York, sem er ekki síst þekktur fyrir að hafa framleitt myndir hins þekkta bandaríska leiksljóra Jims Jarmush. Stark kom hingað til lands á kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík 1989 til að kynna mynd Jarmush, Mystery Train, og kynntist þá meðal ann- arra Friðriki Þór. Strax þá kom upp hugmyndin að handriti Á köld- um klaka og síðan varð úr að Stark tók að sér að vera framleiðandi myndarinnar auk þess að seinja handritið ásamt Friðriki Þór. Blaðamaður spjallaði við Stark í síma um myndina og íslenskar kvikmyndir. Af hverju tekur kvikmyndafram- leiðandi í New York það að sér að framleiða íslenska kvikmynd? „I fyrsta lagi er þetta alþjóðleg kvikmynd. Leikararnir eru meðal annars bandarískir og japanskir. Aðalspurningin er sú hvernig myndir ég vil gera. Ég hef áhuga á að gera myndir sem geta talist listrænar og eru öðruvísi en obbinn af þeim myndum sem eru gerðar. Það að gera mynd á íslandi höfð- aði nyög til mín og ég taldi að slík mynd gæti átt erindi til áhorfenda víðs vegar í heiminum. Ég held að myndin hafi heppnast vel. Hún er skemmtileg og vel leik- in og frábærlega gerð af Friðriki og Ára Kristinssyni." En getur hún gengið vel fjár- hagslega? „Ég vona það. Þó að myndin hafi fengið styrk frá Kvikmynda- sjóði Hamborgar er hún að lang- Eigið að nýta landslagið stærstum hluta fjármögnuð af áhættufé einkaaðila. Hún er fram- leidd með það fyrir augum að við fáum peningana okkar til baka og högnumst jafnvel á henni.“ Hverniggeta íslendingar náð árangri við að fjármagna og selja kvikmyndir sínar á alþjóðamark- aði? „Þetta kann að hljóma eins og sjálfsagður hlutur, en í fyrsta lagi þá þurfa menn að vilja framleiða myndir fyrir alþjóðamarkað. Mér finnst stundum að íslenskir kvik- myndagerðarmenn séu fyrst og fremst að hugsa um innanlands- markaðinn og að þeir viti ekki hvað það er sem gengur erlendis. Ég talaði eitt sinn við Kvikmynda- sjóð um að fá menn til að koma til íslands og uppfræða kvik- myndagerðarmenn um hvað selst á alþjóðamarkaði, en mér var sagt að sjóðurinn ætti ekki fé í slík verkefni. Ég held að vandamálið við niðurgreiddar kvikmyndir sé að fólk á vegum ríkisins tekur ákvarðanir um hvað er framleitt. Það vill kannski sýna ákveðna ímynd íslauds og lítur ef til vill hornauga til dæmis gamanmyndir eða myndir sem eru gagnrýnar á þjóðfélagið. Slíkar myndir gætu hins vegar selst, J»ví fólk hefur mikinn áhuga á Islandi." Eiga kvikmyndir smárra og sjálf- stæðra aðila alltaf meira undir högg að sækja í samkeppninni við HoIIywood? „Það verður alltaf markaður fyr- ir sjálfstæðar kvikmyndir, hvort sem þær eru bandarískar eða ein- hverrar annarrar þjóðar. Aki Kaur- ismáki er kannski besta dæmið frá Norðurlöndum - hann hefur haldið áfram að gera myndir eftir sínu eigin höfði, mjög undarlegar mynd- ir, og þær hafa ratað í mark þjá áhorfendum. Ég held að þeir sem veita styrkina hafi ekki haft mikið að segja um hvernig myndir hann gerði, en hann hafði listræna sýn og var henni trúr. Verða svona myndir, þar á meðal íslenskar myndir, einhverntíma ráðandi á kvikmyndamarkaðnum? Líklega ekki, en það þýðir ekki að þær geti ekki náð til fjölmargra áhorfenda í kannski 20-30 löndum. Ég held að Bandaríkjamenn hafi lært mikið af sjónvarpinu að gera kvikmyndir sem falla fólki í geð og eftir því sem einkasjónvarps- stöðvar ryðja sér til rúms annars staðar í heiminum mun öðrum verða það frekar í blóð borið að segja sögur á myndmáli sem fólki líkar. Ykkar stóri kostur er hið stór- brotna landslag. Það kostar ykkur ekkert en er mjög áhrifaríkt á hvíta tjaldinu. Þið eigið að nýta ykkur það til hins ýtrasta." Framlög ríkisins til styrkja og reksturs Kvikmyndasjóðs íslands 1983-93 í milljónum kr. á verðlagi 1993 112,0 110,4 104,0 56.5 111,0 Kvikmynda- sjóður 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Fjármögnun íslenskra kvik ynda 1991-94 . Önnur innlend fjármögnun Noiræni kvikmynda- sjóðurinn og Eurimages Onnur erlend fjármögnun Friðrik Þór Friðriksson telur að íslenski kvik- myndaiðnaðurinn sé ekki á köldum klaka Morgunblaðið/Sverrir AÐ OFAN: nokkrir af starfs- mönnum íslensku kvik- myndasamsteypunnar fylgj- ast með klippingu. Frá vinstri: Ari Kristinsson, Inga Björk Sólnes, Kerstin Ei- riksdotter (sitjandi), Árni Páll Jóhannsson og Sigríður Sig- uijónsdóttir. Á litlu innfelldu myndinni er Jim Stark kvik- myndaframleiðandi. búast við að erlendir fjárfestar leggi stórar upphæðir í myndir sem ætl- aðar eru fyrir kvartmilljón manns. Þó að fjármagnið í Á köldum klaka sé að verulegum hluta banda- rískt er ekki gert út á Bandaríkja- markað. „Bandaríkin eru eiginlega lokaður markaður, það má segja að þau séu lokaðasti markaður í heimi fyrir erlendar kvikmyndir. Flestir Bandaríkjamenn fara eigin- lega ekki á myndir nema með amer- ísku tali, en ef maður setur inn amerískt tal missir maður af þeim fáu sem vilja sjá erlendar myndir, því þeir vilja heyra frummálið." Börn náttúrunnar, sem tilnefnd voru til Óskarsverðlauna, gengu þannig bara á myndbandi í kvik- myndahöfuðborg heimsins, en gengu vel í Þýskalandi og Japan og voru sýnd þar og í Frakklandi í sjónvarpi á besta tíma. „Það sáu kannski ekki nema hálf milljón manna myndina í kvikmyndahúsi, en í sjónvarpinu náði hún til 250 milljón manna.“ Bíódagar eru að fara í dreifingu í Kanada og þar á að reyna að fá góða dreifingu á Á köldum klaka, svo og í Englandi og Frakklandi. Og síðast en ekki síst er litið von- araugum til Japans. Friðrik Þór leik- stýrði myndbandi með Masatoshi Nagase sem tekið var upp á íslandi vorið 1993 og tróndi það á toppi japanska listans í 10 vikur. „Nagase er þekktasti leikarinn og helsta poppstjama Japan - hann er Elvis Japana." Þegar er búið að selja dreifíngar- rétt til nokkurra landa, þannig að þeir sem fjármögnuðu myndina eru nokkurn veginn búnir að fá sitt á þurrt. Dreifingaraðilamir taka áhættuna af gengi kvikmyndarinn- ar: ef hún gengur vel hirða þeir gróðann en ef aðsókn veldur von- brigðum sitja þeir en ekki framleið- endurnir eftir með sárt ennið. Hvað Friðrik og Kvikmyndasamsteypuna ræðir þá er þeirra áhætta einkum á íslands- og Norðurlandamarkaðn- um, þannig að aðsókn innanlands skiptir enn miklu máli jafnvel þó að kvikmyndin sé mjög alþjóðleg. Kvikmyndasjóður nauðsynlegur Ef Friðrik og íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa nú aðgang að erlendum sjóðum og áhættufé og hann þurfti ekki framlag frá Kvikmyndasjóði íslands til gerðar Á köldum klaka, er sjóðurinn orðinn úreltur? Friðrik neitar því alfarið. Það kunni að koma að því í framtíð- inni að hann verði ekki nauðsynleg- ur, en í dag þurfí kvikmyndagerðar- menn á honum að halda, ekki bara vegna beinna ijárveitinga úr honum heldur séu styrkir úr Norræna kvik- myndasjóðnum bundnir því skilyrði að mynd sé styrkt úr Kvikmynda- sjóði og styrkur sé almennt góður Tvöföldum kvikmyuda- framleiðsluna * A morgun verður frumsýnd kvikmynd Fríð- riks Þórs Fríðrikssonar, Á köldum klaka, sem fjármögnuð er af bandarískum, dönskum, svissneskum og þýskum aðilum og teflir fram íslenskum og bandarískum leikurum, auk „Elvis Japana“. í samtali við Huga > Olafsson ræðir Fríðrík um viðskiptahlið kvikmyndanna, íslenskar myndir sem út- flutningsvöru, áhríf þeirra áferðamanna- strauminn og umsvif íslensku kvikmynda- samsteypunnar hf. K/uogar ^fíTo 'k\l p • á IBM setti nýlega á markaðinn línu af PC tölvum sem eru mjög fullkomnar og með ýmsum byltingarkenndum nýjungum. Nýja útgáfan af IBM OS/2 Warp stýrikerfinu sem kom á markað í haust hefur fengið frábæra dóma. Okkur er sérstök ánægja að bjóða þér á kynningu á sýningu á nýjungum frá IBM föstudaginn 10. febrúar n.k. í ráðstefnusal A á Hótel Sögu. Tími e.h. 13:30- 14:50 Dagskrárlidur Tími f.h. Nýjar IBM PC vinnustöiívar 09:00- 10:20 IBM ThinkPad fartölvurnar - Öflugir netþjónar frá IBM - IBM Pqwer PC - Kaffihlé 10:20- 10:40 OS/2 Warp kynning og sýning 10:40- 12:00 14:50- 15:10 15:10- 16:30 Kynningin verður tvítekiri og getur þú valið hvort þú kemur fyrir hádegi, (kl. 09:00-12:00) eða eftir hádegi (kl. 13:30-16:30), 10. febrúar 1995. s'ss’ cn> NÝHERJI FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 B 7 stimpill þegar leitað er erlends fjár. Friðrik er ekki í miklum vafa um þjóðhagslega hagkvæmni Kvik- myndasjóðs og íslenskrar kvik- myndagerðar. Hann vitnar í ný- gerða skýrslu kvikmyndaframleið- enda þar sem fram kemur að fjár- mögnun Kvikmyndasjóðs sé 19% af heildarfjármögnun íslenskra kvikmynda en erlend fjármögnun nemi 57%. Margföldunaráhrif af nýju fjármagni sem komi inn í land- ið sé 50% samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun og skatttekjur ríkisins af 13 myndum sem notið hafa styrkja eru um 245 milljón krónur, eða 39 milljónum meira en myndirnar fengu í framleiðslustyrki frá Kvikmyndasjóði. Friðrik nefnir dæmi af eigin myndum: á bak við ársframleiðsl- una eru 26 milljónir í ríkisstyrkjum, en velta þeirra er um 200 milljónir og skapa skatttekjur upp á 35 millj- ónir. „Við þurfum ekki lengur að vera sífellt að verja okkur. Við get- um réttlætt Kvikmyndasjóð með hreinum tölum,“ segir Friðrik Þór. „Þarf að nálgast kvikmyndir sem vöru“ Friðrik er þó alls ekki á því að það sé sama hvemig myndir fái framlög af skattpeningum almenn- ings í gegnum sjóðinn. „Það verður að nálgast kvikmyndir sem vöru,“ segir Friðrik; staðhæfing sem hljómar dálítið undarlega af vörum leikstjóra sem ekki hefur alltaf farið alfaraleið í efnisvali og hlotið lof bandarísku kvikmynda- akademíunnar fyrir list- fengi. Vöruna þurfi svo að þróa, selja og markaðssetja eins og annan varning. Það hefur töluvert verið ritað um hnignun evrópska kvikmyndaiðnað- arins og markaðsdrottnun Holly- wood, en Friðrik segir að Hollywood sé í kreppu um þessar mundir, bæði fjárhagslegri og listrænni, sem evrópskir framleiðendur geti nýtt sér ef vilji og rétt vinnubrögð séu fyrir hendi. Hollywood þrífist að stórum hluta á lánum úr evrópskum bönkum og margar vinsælustu myndirnar séu endurgerð evrópskra handrita og þeim leikstýrt af evr- ópskum leikstjórum. Hann nefnir sem dæmi að meðal helstu hasar- myndaleikstjóranna í dag eru Finn- inn Renny Harlin og Hollendingur- inn Paul Verhoeven. „Það er núna í gangi vakning gegn þessum bandaríska „kol- Vakning gegn bandarískum „kolkrabba" krabba", en það er ennþá fast við ríkisstyrktar kvikmyndir að þær eigi að snúast um list, en ekki eigi að styrkja afþreyingarmyndir," segir Friðrik. „Þetta þarf að breyt- ast. Það er þörf fyrir gamanmynd- ir á borð við þær sem Þráinn Bert- elsson hefur verið að gera og myndir á borð við Veggfóður þar sem er smá sex, ofbeldi og eltingar- leikur.“ Er Friðrik að segja að það eigi að fóma listinni í þágu gróðahug- , sjóna? „Nei. Öll tegund kvikmynda- gerðar á rétt á sér, alveg eins og í leiklistinni þrífast hlið við hlið til- raunaleikhús og uppfærsla Þjóð- . leikhússins á My Fair Lady. Það hefur verið sagt - og það á kannski j við Börn náttúrunnar - að því þjóð- legri sem mynd er því alþjóðlegri er hún. Það er mikill áhugi á Is- landi, það er eitthvað rómantískt og dulúðugt við landið." Björt bíóframtíð Friðrik er ekki í vafa um að ferða- þjónusta nýtur góðs af íslenskri kvikmyndagerð og segir að öðrum þjóðum sé fyllilega ljóst landkynn- ingargildi kvikmynda. „Ferðamála- ráð Mexíkó styrkti Kryddlegin hjörtu og fleiri myndir, þar sem meðal annars er mikil áhersla á matargerðarlist landsins. Grikkir studdu á sínum tíma framleiðslu á léttum klámmyndum sem áttu að sýna frjálsar ástir á grísku eyjunum- til að fá ferðamenn til að flykkjast þangað.“ Friðrik segist ekki vera að mæla með því að ís- _________ lendingar feti sömu braut, einungis að benda á tengslin þarna á milli, sem komi báðum til góða. Hann efist til dæm- is ekki um að góð aðsókn á Börn náttúrunnar hans í Þýskalandi sé að hluta til að þakka áhuga þýskra íslandsfara og að myndir hans eigi eftir að kveikja í mörgum öðrum að fara að heimsækja landið. „Ég þekki engan sem hefur farið að heimsækja land af því að hann hef- ur rekist á bækling um það.“ Og hver er framtíð íslenskrar kvikmýndagerðar? „Framtíðin er mjög björt. Það vantar um 50-100 milljónir í Kvikmyndasjóð. Börn náttúrunnar skapaði eftirspurn eft- ir íslenskum myndum á alþjóða- markaði, sem við höfum ekki getað annað. Nú eru framleiddar um fjór- ar myndir á ári, en við mættum tvöfalda það og framleiða átta.“ vöruhótel □ DÝR GEYMSLUÞJÓNUSTA Pallettan ffrá kr. 8,69 tipp í 39,24 á dag efftir aðbúnaði TOLLVORUGEYMSLAN HF. Hóðinsgata 1 -3. 105 Reykjavik. simi: 5813411. fax: 5680211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.